Fréttablaðið - 04.11.2017, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 04.11.2017, Blaðsíða 36
U ndanfarnar vikur í lífi hins katalónska C a r l e s P u i g d e -mont hafa verið viðburðaríkari en flestir eiga að venj- ast. Eftir að hafa staðið í fremstu víglínu í sjálfstæðisbaráttu spænska héraðsins hefur handtökuskipun verið gefin út á hendur honum. Puigdemont á yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi en mun væntanlega ekki gefast upp í baráttunni. Skiptar skoðanir eru á Puigde- mont. Ýmsir telja hann frelsishetju og verndara katalónsku þjóðar- innar. Aðrir segja hann öfgafullan uppreisnarmann sem geri allt til að slíta Spán í sundur. Spánverjar og Katalónar eru þó sameinaðir í því að augu þeirra beinast nú, og hafa undanfarið beinst, að þessum umdeilda manni. Baráttan hefst Þegar Puigdemont var svarinn í embætti forseta héraðsstjórnar Katalóníu hefur hann líklegast búist við því að sjálfstæðisbaráttan yrði erfið. Hann óraði þó ef til vill ekki fyrir því að hann myndi flýja land vegna viðbragða spænska ríkisins. „Við höfum náð miklum árangri, en við munum ekki þreytast. Við erum full vonar. Ekkert er ómögu- legt,“ sagði hinn nýi forseti þegar hann ávarpaði Katalóna stuttu eftir að hann var svarinn í emb- ætti, umkringdur katalónskum fánum. Orð hans um að hann myndi sameina Katalóníu í hinni erfiðu sjálfstæðisbaráttu féllu spænsku ríkisstjórninni ef til vill ekki í geð. En þótt Katalónar hafi ekki sam- einast, eins og fjöldamótmæli gegn sjálfstæði í héraðshöfuðborg- inni Barcelona hafa sýnt, hefur Puigdemont uppfyllt loforð sitt um að boða til kosninga og lýsa yfir sjálfstæði. Hættulegur glæpamaður eða katalónsk frelsishetja Allra augu beinast að Carles Puigdemont, fyrrverandi forseta héraðsstjórnar Kata- lóníu. Hann er eftirlýstur og á flótta í Belgíu. Ástæðan er kosningar um sjálfstæði héraðsins og sjálfstæðisyfirlýsingin sem kostaði Katalóníu sjálfsstjórnarréttindin. 1. Katalónar gengu til kosninga þann 1. október og kaus meiri- hluti með því að lýsa yfir sjálf- stæði. Spánverjar segja kosning- arnar ólöglegar og rúmlega 800 særðust í átökum við lögreglu á kjördag. Kjörsókn var um fjörutíu prósent vegna sniðgöngu sam- bandssinna og aðgerða lögreglu en níutíu prósent kjósenda sam- þykktu að lýsa yfir sjálfstæði. 2. Forseti héraðsstjórnar Katalóníu undirritaði óljósa sjálfstæðisyfir- lýsingu eftir kosningar og fór fram á viðræður við yfirvöld á Spáni. Spánverjar kröfðust þess í kjölfarið að yfirlýsingin yrði dregin til baka. Allt kom fyrir ekki og Spánverjar sviptu héraðið sjálfsstjórn, ráku héraðsstjórnina og leystu upp þingið. 3. Katalónska þingið kom saman stuttu áður en Spánverjar sviptu héraðið sjálfsstjórn og sam- þykkti að lýsa yfir sjálfstæði. 4. Ríkissaksóknari Spánar fer fram á ákæru yfir þeim sem stóðu að sjálfstæðisyfirlýsingunni og kosningunum. Níu ráðherrar héraðsstjórnarinnar mættu fyrir rétt á fimmtudag og átta eru í gæsluvarðhaldi. Fimm, meðal annars Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti héraðs- stjórnarinnar, eru á flótta í Belgíu og hefur evrópskrar handtöku- skipunar verið krafist. 5. Puigdemont ætlar ekki að sækja um hæli í Belgíu. Hann ætlar heldur ekki til Madrid til þess að mæta fyrir rétt og vill lögmaður hans að skjólstæðingur sinn sé yfirheyrður í Belgíu. Fimm atriði sem þú þarft að vita um ástandið í Katalóníu Sjálfstæðisbaráttan á hjarta Puigdemont,“ sagði Jami Mata-mala, einn nánasti vinur hins brottrekna forseta, í viðtali við CNN á dögunum. Sagði Matamala að aðgerðir Puigdemont væru engin sýndarmennska. Þær væru útpældar og sýndu hvaða mann hann hefur að geyma. Þessi náni vinur segir að örin eftir harðræði Francisco Franco, ein- ræðisherra Spánar frá 1939 til 1975, séu djúp. Franco bannaði á sínum tíma katalónska tungu og beitti sér af hörku gegn katalónskum hefðum og menningu héraðsins. Við andlát einræðisherrans hafi framtíðin hins vegar virst björt og Katalónía hafi fljótlega fengið sjálfsstjórnarvöld. „Við héldum að Franco-stefnan hefði runnið sitt skeið. Við héldum að við byggjum við lýðræði, en það sem gerðist á kjördag sýnir okkur að spænskt lýðræði er ekki áreiðan- legt,“ sagði Matamala og vitnaði til þess að fjölmargir hefðu særst í átökum við spænsku lögregluna þegar kosið var um sjálfstæði þann 1. október síðastliðinn. Annar náinn vinur Puigdemont, Antoni Puigverd, sagði í viðtali við CNN að hann væri ekki stuðnings- maður sjálfstæðisbaráttunnar. Þrátt fyrir það væru þeir perluvinir. „Puigdemont hefur aldrei verið drif- inn af persónulegum metnaði. Hann hefur einungis metnað fyrir því að bæta hag Katalóna. Þetta skapar vandamál fyrir spænska ríkið. Þeir geta ekki eyðilagt feril hans því hann veit það sjálfur að hann er að fórna ferli sínum,“ sagði Puigverd í byrjun október. Þessi orð um að Puigde- mont væri að fórna ferli sínum rætt- ust síðan í lok október þegar Spán- verjar lögðu forsetaembættið niður. Með sjálfstæðisbaráttuna í hjarta Ko s n i n g a b a n d a -lagið JxSí, eða Sameinuð um já, fékk flest þing- sæti á katalónska h é r a ð s þ i n g i n u eftir kosningar árið 2015 þótt sætum bandalagsins hafi reyndar fækkað um níu. Það dugði ekki til að mynda meirihluta á héraðsþinginu og gekk CUP til liðs við bandalagið enda flokkurinn einnig hlynntur sjálfstæði. Með sjálfstæðissinna í meirihluta á þinginu var leiðin greið til að boða til kosninga um sjálfstæði héraðsins. Það rættist þann 1. október síðastlið- inn, þrátt fyrir að stjórnlagadómstóll Spánar hafi úrskurðað kosningarnar ólöglegar. Tæp fjörutíu prósent Katalóna kusu um framtíð héraðsins í kosning- unum. Kjörsóknin var ekki hærri vegna ákalls katalónskra sambandssinna um að sniðganga kosningarnar og vegna þess að spænska lögreglan reyndi að koma í veg fyrir þær. Níutíu prósent þeirra sem mættu á kjörstað greiddu atkvæði með sjálfstæði. Katalónar eru nú sundraðir. Könn- un El Mundo frá því í október sýnir fram á að ef gengið yrði til kosninga í héraðinu nú, líkt og Spánverjar hafa fyrirskipað að verði gert í desember, myndu JxSí og CUP missa meirihluta sinn. Óeining um sjálfstæði Harkaleg viðbrögð Þær fjórar vikur frá því Katalónar gengu til kosninga og þar til héraðið lýsti loks yfir sjálfstæði voru viðburðaríkar. Puigdemont beið í nokkra daga að kosningum lokn- um, eftir að öll atkvæði höfðu v e r i ð t a l i n , með að gefa út nokkra yfirlýs- ingu. Þegar að því kom þótti y f i r l ý s i n g i n afar óskýr. Það er sann- gjarnt að segja, þótt það sé ef til vill ónákvæmt, að Puigdemont h a f i „ n o k ku r n veginn“ lýst yfir sjálfstæði. Vissu- lega sagðist hann hafa skrifað undir yfirlýsingu þess efnis en hann frestaði gildis- töku hennar í von um að fá Spánverja að borð- inu til viðræðna um sam- hliða ákvörðun um sjálf- stæði héraðsins. Þessu höfnuðu Spán- verjar. Mariano Rajoy for- sætisráðherra og Soraya Sáenz de Santamaria vara- forsætisráðherra fóru fyrir spænska ríkinu í hörðum orðaskiptum og fóru fram á að Puigdemont skýrði mál sitt og drægi sjálf- stæðis yfirlýsinguna óljósu til baka. Ellegar myndu Spánverjar svipta Katalóníu sjálfsstjórnarréttindum. Puigdemont lét hins vegar ekki segjast. Sakaði hann Spánverja um að beita öfgafullri hörku í aðgerðum og orðræðu sinni og neitaði að draga yfirlýsing- una til baka. Svo fór að þann 21. október síðastliðinn sam- þykkti Rajoy að svipta héraðið sjálfstjórn. Spænska öldungadeildin kaus um ákvörðunina fimm dögum síðar og samþykkti. Þann 27. október brást kata- lónska héraðsþingið við með því að lýsa yfir sjálfstæði og degi síðar hafði spænska ríkið lagt niður héraðsstjórnina og þingið og tekið yfir lögreglustörf í héraðinu. Í stað Puigdemont stýrir fyrrnefnd Soraya Sáenz de Santamaria nú héraðinu. Flóttinn og handtakan Og enn færðist meiri harka í leikinn þegar ríkissaksóknari Spánar krafð- ist þess þann 30. október að ráða- menn í héraðinu, sem að vísu höfðu þá misst stöðu sína, yrðu ákærðir fyrir uppreisn og aðra glæpi. Þrjátíu ára fangelsisdómur eru viðurlögin við uppreisninni einni. Við þetta flúði Puigdemont land með nokkrum af ráðherrum héraðs- stjórnarinnar og var förinni heitið til Belgíu. Forsetinn útlægi réð sér lögfræðing þar í landi en sagði á blaðamannafundi að hann hygðist ekki sækja um hæli. Níu ráðherrar héraðsstjórnar- innar mættu fyrir rétt í Madrid til yfirheyrslna á fimmtudaginn. Tók dómstóllinn þá ákvörðun að hneppa átta í gæsluvarðhald en sleppa einum. Puigdemont auk fjögurra annarra hundsuðu boðun- ina. Vegna þess fór ríkissaksóknari Spánar fram á evrópska handtöku- skipun á fimmmenningana. Tíminn geymir næstu skref og er ekki ljóst hvað gerist í framhaldinu. Miðað við orð Pauls Bekaert, lög- manns Puigdemont, er þó ólíklegt að hinn eftirlýsti forseti mæti sjálf- viljugur til Spánar. Hefur Bekaert óskað eftir því að Puigdemont verði yfirheyrður í Belgíu. Ýmsir deila baráttugleðinni með Puigdemont. NordicPHotos/AFP spænska lögreglan þótti ganga fram af hörku á kjör- dag. NordicPHotos/AFP Katalónar Kusu sjálf- stæði þann 1. oKtóber. sPánverjar segja Kosningarnar ólöglegar og Puigdemont á yfir höfði sér 30 ára fangelsi Þórgnýr Einar Albertsson thorgnyr@frettabladid.is 4 . n ó v e m b e r 2 0 1 7 L A U G A r D A G U r36 H e L G i n ∙ F r É T T A b L A ð i ð 0 4 -1 1 -2 0 1 7 0 4 :3 3 F B 1 2 0 s _ P 0 8 5 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 7 6 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 2 5 -E 6 9 8 1 E 2 5 -E 5 5 C 1 E 2 5 -E 4 2 0 1 E 2 5 -E 2 E 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 1 2 0 s _ 3 _ 1 1 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.