Fréttablaðið - 04.11.2017, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 04.11.2017, Blaðsíða 2
Veður Norðan 5-15 m/s og él fyrir norðan og austan, en jafnvel bjart annars staðar. Nokkuð svalt í veðri, hiti um og undir frostmarki. sjá síðu 54 Stund milli stríða í Syðra-Langholti „Vá, hvað þetta er girnilegt!“ sagði Smári McCarthy um pitsurnar úr golfskálabistróinu Seli í Hrunamannahreppi, enda orðinn svangur eftir samtal morgunsins. Hlé var gert á stjórnarmyndunarviðræðum á heimili Sigurðar Inga og Elsu í Syðra-Langholti í gær til að samningamenn gætu fyllt á tankinn enda ekki vænlegt til árangurs að mynda ríkisstjórn á fastandi maga. Viðræður ganga ágætlega og vel fer á með mönnum. Fréttablaðið/ErNir Verslun Aðsókn gesta og við- skiptavina Smáralindar jókst um 31 prósent í september, miðað við sama mánuð í fyrra, og 24 pró- sent í október eða fyrstu mánuð- ina  eftir opnun  fatarisans  H&M. Framkvæmdastjóri verslunarmið- stöðvarinnar  finnur fyrir mikilli aukningu í kaupgleði landans. Fasteignafélagið Reginn, eigandi Smáralindar, kynnti í gær upp- gjör sitt fyrir fyrstu níu mánuði ársins. Þar segir að samkeppnis- staða  verslunarmiðstöðvarinnar hafi gjörbreyst með komu H&M í lok ágúst og opnun á nýrri tísku- vöruverslun Zöru. Árið hafi ein- kennst af miklum fjárfestingum vegna breytinga í húsinu og leigu- tekjur því verið lægri en áætlað var og rekstrarkostnaður hærri á stórum hluta hússins.  Nú sé útlit fyrir að tekjur muni aukast umfram fyrri spár. „Við finnum að verslun í Smára- lind hefur verið að glæðast sem er mjög jákvætt og leigutakar mjög ánægðir með breytingarnar. Þessi aukna aðsókn  er í samræmi við okkar væntingar og við vissum að með öflugu akkeri myndi  hún aukast," segir Sturla Gunnar Eðvarðsson, framkvæmdastjóri Smáralindar. Stóraukin netverslun og gjör- breytt kauphegðun nýrrar kyn- slóðar eru risavaxnar áskoranir fyrir verslunarmiðstöðvar, eins og kom fram í Markaðnum, fylgiriti Frétta- blaðsins um viðskipti og efnahags- mál, í lok ágúst. Á sama tíma spáir Hagstofa Íslands, í nýrri Þjóðhags- spá sem birtist í gær, því að einka- neysla verði enn meiri á þessu ári en í fyrra þegar hún jókst um 7,1 pró- sent. Hún muni aukast um 7,8 pró- sent, eða meira en á árinu 2007, og kaupmáttur halda áfram að aukast. Sturla Gunnar svarar aðspurður að kærkomið hafi verið að  utan- kjörfundaratkvæðagreiðsla á höfuð- borgarsvæðinu fyrir alþingiskosn- ingarnar  2017 hafi verið haldin í Smáralind. Þar kusu  um 23.200 manns en Sturla bendir á að 30 þús- und hafi mætt á miðnæturopnun Smáralindar síðasta miðvikudag. „U t a n k j ö r f u n d a r a t k v æ ð i n voru mikilvæg  í sjálfu sér en ein- ungis dropi í hafið. Í síðasta mán- uði komu um 400 þúsund manns hingað. Við sjáum svo stærri daga í húsinu en það er töluvert meira að gera hér fyrir jólin en miðnæt- uropnunin var mjög stór dagur," segir Sturla Gunnar.  haraldur@frettabladid.is Vinsældir Smáralindar aukast í kaupgleðinni Viðskiptavinum og gestum Smáralindar fjölgaði um 31 prósent í september eftir opnun H&M. Framkvæmdastjórinn finnur fyrir aukinni kaupgleði land- ans. Um 23.000 manns kusu utankjörfundar í verslunarmiðstöðinni. raðir mynduðust þegar H&M opnaði í Smáralind í lok ágúst. Fréttablaðið/Eyþór Við finnum að verslun í Smáralind hefur verið að glæðast sem er mjög jákvætt Sturla Gunnar Eðvarðsson, framkvæmdastjóri Smáralindar fólk „Þetta var það sem Vigga þráði og leitaði að; hjartahlýja og kær- leikur frá sveitungum sínum – hún þurfti á því að halda,“ segir Jóna Sig- ríður Jónsdóttir, ein kvennanna sem safna fyrir legsteini á ómerkta gröf förukonunnar Vigdísar Ingvadóttur í Mýrdal. Auk tveggja steinsmiðja sem nefndar voru  í Fréttablaðinu í gær hefur S. Helgason boðist til að leggja til legstein á leiði Vigdísar í Skeiðflatarkirkjugarði. Fjöldi ein- staklinga hefur líka haft samband við Jónu og söfnunin hefur gengið ótrúlega vel að hennar sögn. „Ég er búin að fá ótal kveðjur og þakkir. Það sem mér finnst svo ánægjulegt við þetta sérstaklega, er að þetta fólk sem er að gefa sig fram og leggja til peninga gerir það af svo mikill hlýju og gleði. Það er alveg dásamlegt að Vigga skuli fá legstein með þessum hætti. Hún stóð ein í lífsbaráttunni og var svo mikill einstæðingur alla ævi,“ segir Jóna. Fram undan er að velja stein og s k i p u l e g g j a málið nánar. „Það er að minnsta kosti ljóst að það er hægt að hafa steininn veg- legan og fal- legan og per- s ó n u l e g a n , “ segir Jóna Sig- ríður Jónsdóttir. – gar Vigga gamla finnur loks hjartahlýjuna Það sem mér finnst svo ánægjulegt við þetta sérstaklega, er að þetta fólk sem er að gefa sig fram og leggja til peninga gerir það af svo mikill hlýju og gleði. Jóna Sigríður Jónsdóttir Vigga eins og Jóna Sigríður sér hana. Bandaríkin Forkosningum Demó- krata fyrir forsetakosningar í Banda- ríkjunum á síðasta ári var hagrætt. Þetta fullyrti Elizabeth Warren, öld- ungadeildarþingmaður flokksins, í gær. Warren var opinber stuðnings- maður sigurvegarans Hillary Clin- ton. Fréttamaður CNN spurði þing- manninn hvort Clinton hefði notið stuðnings á bak við tjöldin í barátt- unni við Bernie Sanders og svaraði hún játandi. Warren er ekki sú eina sem full- yrðir þetta en svar hennar var við- bragð við nýrri bók sem Donna Brazile, fyrrverandi formaður mið- stjórnar Demókrata, gaf út á dög- unum. Í bók Brazile kemur fram að hin fjársvelta miðstjórn hafi gert sam- komulag um sameiginlega fjáröflun miðstjórnarinnar og framboðs Clin- ton. – þea Forvali hagrætt í þágu Clinton 4 . n ó V e m B e r 2 0 1 7 l a u G a r d a G u r2 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a ð i ð 0 4 -1 1 -2 0 1 7 0 4 :3 3 F B 1 2 0 s _ P 1 1 9 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 1 0 6 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 2 5 -8 3 D 8 1 E 2 5 -8 2 9 C 1 E 2 5 -8 1 6 0 1 E 2 5 -8 0 2 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 1 2 0 s _ 3 _ 1 1 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.