Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.02.2017, Qupperneq 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.02.2017, Qupperneq 2
Hverju megum við búast við í annarri þáttaröð Hulla? Önnur þáttaröð er aðeins brjálaðri en sú fyrri. Við höfðum aðeins eina reglu: látum eins og þetta sé síðasta þáttaröðin og að við fáum aldrei aftur að vinna í sjónvarpi. Þannig fæðast góðar hugmyndir. Og ólíkt gerð fyrri þáttaraðar vissum við pínu hvað við vorum að gera í þetta skiptið. Þekkjum persónurnar betur. Það er alla- vega meiri nekt og meira blóð núna. Er sú upplifun að tjá þig í sjónvarpsþætti mjög ólík fyrir þig sem listamann en í styttri og ein- faldari teikningum sem þú ert þekktastur fyrir? Það er allt önnur upplifun. Teikningarnar eru eins manns iðja. Kannski útskýrir það hversu myrkar þær eru miðað við önnur verk mín. Þættirnir eru samstarf með skemmtilegu fólki og ágætis áminning um að ég get alveg verið félagsvera án áfengis. Þess vegna þykir mér á vissan hátt vænna um þættina. Það eru svo margar góðar minningar við gerð þeirra. Að sitja í höfundaherbergi og bulla með vinum sínum er best í heimi. Hafa Íslendingar ákveðinn húmor og hvað einkennir hann ef svo er? Ég hef svarað þessari spurningu margoft og hefur skoðun mín breyst jafnoft. Fyrst vildi ég meina að við værum kaldhæðnari en aðrar þjóðir en nú vil ég meina að kímnigáfa sé mun persónu- bundnari. Eða frekar loftbólubundnari. Fólk- ið í minni Facebook-loftbólu virðist almennt með góða kímnigáfu. En svo eru það aðrar loftbólur eins og t.d. hlustendur Útvarps Sögu sem hafa töluvert annað viðhorf. En það er bara gaman. Höfðar þessi húmor til annarra þjóða? Eru ákveðin lönd sem ná þér betur en önnur? Finnar eru a.m.k. ekki ennþá orðnir leiðir á mér. Ég fer a.m.k. einu sinni ári til Finnlands til að plögga bækur eða uppistandast eða hvort tveggja. Þetta talar til þeirra. Þeir eru líka ein þunglyndasta þjóð í heimi, sem gæti útskýrt eitthvað. Bækurnar mínar safna hins vegar ryki í Svíþjóð. Eru teiknarar mikilvægari en ella þegar ástandið í heiminum er svona ótryggt til að koma ákveðnum skilaboðum á framfæri? Jú, ég hugsa að penninn sé alltaf mikilvægur því stundum er hann það eina sem við höfum. Grín er til dæmis það eina sem bítur á Trumpufýluna. Hann er einfaldlega of óvandaður maður til að geta tekið gríni. Svo ekki sé talað um stuðningsfólk hans sem kommentar annaðhvort í hótunum eða ábendingum um að ég eigi að hætta pólitísku gríni og halda áfram kúkagríni. En hvað á ég að gera þegar pólitíkin er kúkur? Hefurðu sett þér einhver markmið í meistaramán- uðinum og hvernig hefur gengið að standa við þau? Ég sór þann eið að horfa á eina kvikmynd daglega sem ég hef ekki séð áður. Þegar þessi orð eru rituð hef ég staðið samviskulega við það. Horfði á Resident Evil 5, The Shallows, Supervix- ens, Rosencranz and Guildenstern are Dead, Gamera 2, The Golden Child og Hamlet með Laurence Olivier. Mæli með öllum nema The Golden Child. Ekki besta stund Eddie Murphy og þá er nú reyndar ekki mikið sagt. HUGLEIKUR DAGSSON SITUR FYRIR SVÖRUM 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19.2. 2017 Ritstjórn Árni Matthíasson arnim@mbl.is Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Fótbolti er ein allra vinsælasta íþróttin hér á landi. Iðkendur skipta þús-undum og áhorfendur teljast í tugum þúsunda, ef ekki bara ríflega 330þúsund manns þegar mikið liggur við. Unnendur íþróttarinnar víla ekki fyrir sér að sitja úti í rigningu og roki á misvönduðum leikvöngum víða um landið til að styðja sitt lið. Við erum tilbúin að færa fórnir fyrir fótboltann, hliðra til í dagskránni til að ná leikjum í sjónvarpi og ferðast milli landa þess vegna ef landslið er að spila. En reyndar er eitt skilyrði fyrir þessum mikla áhuga þjóðarinnar (og margra annarra þjóða) á því að horfa á fótbolta: leik- menn verða að vera karlkyns! Þetta er satt. Svona er þetta. Við flykkjumst frekar að sjónvarpstækj- unum þegar strákar sparka sín á milli heldur en þegar stelpur gera slíkt hið sama. Fleiri mæta á völlinn þegar karla- lið spila en kvennalið og fleiri eru til- búnir að gera sér ferð til útlanda til að horfa á strákana keppa en stelpurnar. Fáir sem segjast elska fótbolta myndu þó viðurkenna að setja þetta furðulega skilyrði fyrir áhuga sínum. Segjast fyrst og fremst hafa ástríðu fyr- ir sjálfum leiknum. Segjast elska fót- bolta. En ef það er leikurinn fótbolti sem fólk elskar ætti auðvitað ekki að skipta neinu hvers kyns leikmennirnir eru. En samt er fótboltaáhugi ekki kynjablindur. Þetta er í raun furðulegt fyrirbæri. Hvernig er hægt að segjast hafa áhuga á fótbolta en hafa svo í raun bara áhuga ef hann er spilaður af körlum? Tökum dæmi af öðrum sviðum: Ég elska vísindi, en bara ef vísindalegar staðreyndir eru settar fram af körlum. Ég elska leikhús, en bara þegar karlar leika. Ég horfi á sjónvarpsfréttir, en bara ef karlmaður les þær. Ég elska að borða, en bara ef karlmaður eldar. Væri þetta í lagi? Við þurfum að fara að viðurkenna að sem fótboltaunnendur ástundum við misrétti. Áhuginn er ekki á leiknum heldur á körlunum sem leika fótbolta. Það er full ástæða til að horfast í augu við þetta og líta á þessa sérstöku tilhneigingu sem ákveðið vandamál sem þarfnast lausnar. Sem fótboltaþjóð þurfum við kannski bara að fara í gegnum einhvers konar endurmenntun þar sem við lær- um að elska leikinn fótbolta. Við erum búin að taka á sams konar vanda víða annars staðar í þjóðfélaginu en nú er komið að fótboltavellinum. Förum að ein- beita okkur að leiknum frekar en kyni þess sem leikur. Og tökum svo ógleym- anleg húh í Hollandi í sumar. Áfram Ísland! Áhugafólk um fótbolta fer síður á leiki ef konur berjast um knöttinn. Morgunblaðið/Ernir Ég elska leikhús ... en bara þegar karlar leika Pistill Eyrún Magnúsdóttir eyrun@mbl.is ’Ef það er leikurinnfótbolti sem fólkelskar ætti auðvitað ekkiað skipta neinu hvers kyns leikmennirnir eru. Unnur Margrét Ólafsdóttir Ég tek bæði. Ég hef tekið lýsi frá því ég man eftir mér og er nýbúin að bæta D-vítamíninu við. SPURNING DAGSINS Tekurðu lýsi eða D-vítamín? Skúli Svavarsson Ég tek lýsi og hef gert það í mörg ár. Ljósmyndir/Inga Rún Sigurðardóttir Sigurður H. Sigurðsson Já, ég tek lýsi. Alltaf einn sopa á hverjum morgni. Björg Stígsdóttir Bæði. Það er nauðsynlegt. Ég er búin að taka lýsi alla ævi en byrjaði að taka D-vítamín aukalega fyrir um tíu árum. Ritstjóri Davíð Oddsson Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal Umsjón Eyrún Magnúsdóttir, eyrun@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Forsíðumyndina tók Jón Páll Halldórsson Önnur þáttaröð teiknimyndaþátt- anna Hulla hefur göngu sína á RÚV 23. febrúar. Í FÓKUS Mótefni gegn Trumpufýlu

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.