Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.02.2017, Side 15
Ylfa og Stormur með nokkur af dýrum heimilisins. Skjaldbakan er eins og stendur týnd og uglan og kamelljónið nýlátin.
hvort annað, hvetjum og hrósum. Ég
er alltaf jafn spennt að sýna Jóni Páli
afrakstur dagsins, hvort sem það er í
málverki eða hönnun. Þar sem við
vinnum bæði „ein“ heima er þetta
mikilvægur hluti hvers dags
Jón Páll: „Hins vegar er það erfið-
ara fyrir mig að fá að hafa skoðun á
fatahönnun hennar en myndlist en
mjög oft virðist ég ekki hafa „réttar
skoðanir“ á því sviði og álit mitt af-
skrifað þar sem ég er víst ekki með á
nótunum með hvað er „inn“ þá stund-
ina!“
Birta: „Persónulega finnst mér ég
vinna betur hér úti. Ég finn ekki fyr-
ir samkeppninni og mér finnst ég
vera frjálsari í hönnun minni. Af
ásettu ráði fylgist ég ekki mikið með
hönnun á Íslandi, einfaldlega vegna
þess að þá verð ég ekki fyrir áhrifum
þaðan. Ég hins vegar fylgist vel með
heimshönnun yfir höfuð og elska
dagsferðirnar mínar inn í Barce-
lona-borg. Eftir eina slíka fyllist ég
yfirleitt miklum innblæstri og kem
endurnærð í sveitina til að búa til
eitthvað fínt en eftir þetta mörg ár í
faginu kemur innblásturinn oft
lúmskt að manni. Oft fæ ég ein-
hverja tilfinningu um það sem koma
skal í tískustraumum komandi árs
og hendi í nokkrar flíkur. Svo ein-
hverju seinna fer ég að sjá þessa
sömu hluti dúkka upp í blöðum og
búðum. Það er ekki eins og ég sjái
þessa hluti skýrt áður, heldur er
eins og maður sjái hvert hlutirnir
stefna.“
Jón Páll: „Ég held að minn inn-
blástur komi einkum frá teikni-
myndasögum og bókum, ég hef alltaf
mjög gaman af því að finna flottar
bækur með skemmtilegum myndum.
Þessi bókasöfnun mín er síður vinsæl
hjá Birtu þar sem þær taka mikið
pláss og eru mjög þungar í flutn-
ingum, sem við höfum gert mikið af
upp á síðkastið. Mér er búið að þykja
hrikalega gaman að vinna með nor-
rænu goðafræðina í Vargöld en goða-
heimurinn er svo ótrúlegur brunnur
af skemmtilegum hlutum til að
teikna.“
Vinnustofa Jón Páls ber þess vott
að hann er aðdáandi norrænu goð-
sagnanna þar sem þar má finna alls
kyns muni tengda þeim. Vinnuferlið í
bók eins og Vargöld er mjög langt.
Þórhallur sendir Jóni Páli handrit
sem líkist einna helst kvikmynda-
handriti þar sem tiltekið er hverjir
eiga að vera á staðnum og hvað þeir
segja. Þá tekur Jón Páll sig til og býr
til atburðarásina í myndum. Vinna á
bak við aðeins eina síðu er um fjórar
dagar.
Fólkið sem er heima hjá sér
Birta og Jón Páll hafa verið saman í
17 ár. Fyrir utan að tengja strax í
gegnum hið augljósa, áhugamál sín,
segjast þau hafa strax tengt í gegnum
það að hvorugt þeirra borðar græn-
meti, nema agúrku! Ef Birta setur
grænmeti í matinn maukeldar hún
það þannig að hún fatti helst ekki að
það er grænmeti til að geta borðað
það. Á heimilinu er þó vissulega mikið
eldað, á spænska vísu þar sem hádeg-
ismatur og kvöldmatur eru seint og
jafnvel þrjár heitar máltíðir á dag.
Hefur líf ykkar breyst mikið eftir
að þið fluttuð út?
Birta: „Það sem mér finnst aðal-
lega hafa breyst er að maður er hætt-
ur að bíða eftir einhverju. Maður var
svo oft upptekinn við það að vera að
bíða eftir sumrinu, bíða eftir því að
komast til útlanda, bíða eftir því að
snjórinn færi. Við erum hætt því og
njótum frekar hvers dags þar sem
mér finnst við alltaf, á hverjum degi,
vera að upplifa einhver ævintýri sem
eru úti um allt.“
Jón Páll: „Ég hlakka ekki til lengra
fram í tímann en til næstu helgar en
þá ætla ég einmitt að fara að vinna
aðeins í og steypa í kringum ofninn.“
Birta: „Við höfum reyndar alltaf
verið heimakær, erum fólkið sem seg-
ist ætla að vera heima hjá sér að gera
upp húsgögn í staðinn fyrir að fara
út.“
Jón Páll: „Þetta hefur svona verið
þráðurinn í okkar sambandi; að við er-
um heimakær án þess að það sé setið
auðum höndum. Okkur finnst gaman
að finna út úr hlutunum saman og eig-
um erfitt með að bíða með það. Um
daginn lærði ég að flota eldhúsið á
Youtube því ég hafði ekki þolinmæði
til að bíða eftir iðnaðarmanni í verkið.
Það leit mjög vel út, svona alveg þang-
að til átti að flísaleggja gólfið.“
Eruð þið eitthvað væntanleg heim?
Birta: „Við höfum ekki gert nein
plön. Ég veit að það kemur að því að
við flytjum aftur heim en hvenær veit
ég ekki. Við erum að njóta lífsins til
fulls hér og hver dagur kemur með ný
ævintýri.“
Jón Páll: „Fólk hefur líka verið
duglegt að heimsækja okkur og svo
nýtur maður þess í svona aðstæðum
að kynnast sínum nánustu á nýjan og
dýrmætan hátt. Mamma og pabbi
skildu þegar ég var ungur svo að ég
ólst ekki upp hjá honum og þekkti því
föðurfjölskylduna mína öðruvísi en
þau hafa til dæmis heimsótt mig hing-
að og maður kynnist því á nýjan og
náinn hátt. Og sama með vini manns,
það er öðruvísi að sitja og borða með
þeim morgunmat og vera að vaska
upp og svona en hvernig maður hittir
þá þegar maður er í sama landi.“
Á verkefnaskránni er að klára eld-
húsið fyrir vorið og koma garðinum í
stand fyrir sumarið. Það er ekki
skipulagt mikið lengra fram í tímann í
bili.
„Ef við seljum landspildu sem við
eigum í Hvalfirði vil ég fara með fjöl-
skylduna til Afríku um næstu jól.
Annars er eina langtímaplanið að
lulla í því sem við erum að gera þar til
kemur að því að ákveða framhalds-
skóla fyrir frumburðinn okkar. Ætli
við sjáum bara ekki til og ákveðum
framhaldið þegar þar að kemur. Ef
ég get haldið áfram á að lifa á teikni-
myndasögugerð næstu ár og búa hér
verð ég hinn kátasti,“ segir Jón Páll.
Páfagaukurinn Paco virðist alsæll
með þessi áform þeirra Birtu.
Það þarf að vera stífur gangur í
bókavinnunni til að það sé hægt
að ná nýrri Vargöld fyrir sex
næstu jól, eins og ætlunin er.
’Goðaheimurinner svo ótrúlegurbrunnur af skemmti-legum hlutum til að
teikna.
19.2. 2017 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15