Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.02.2017, Síða 17

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.02.2017, Síða 17
Jacobsen og Verner Panton. Þumalputta- reglan er að því dempaðra sem ljósið er, því meiri huggulegheit. Íslendingar þekkja þetta líka, það er mikilvægt að hafa fallega lýsingu í skammdeginu, áður en sólin tekur við með birtu allan sólarhringinn yfir hásumarið. Góð lýsing er hreinlega liður í því að lifa af myrkrið. Það er erfitt að skapa huggulega stemningu þegar birtan er of mikil, eins og Wiking lýsir skemmtilega á einum stað í bókinni. „Það næsta sem þú kemst því að sjá vamp- írur brenna upp í dagsljósi er með því að bjóða hópi Dana heim í huggulegan kvöldverð og stilla þeim við matarborð undir flúorljósi. Í fyrstu munu þeir píra augun í tilraun til að skoða pyntingartækið í loftinu. Svo þegar mat- urinn er kominn á borð er hægt að fylgjast með því hvernig þeir iða í stólnum, klóra sér og reyna að bæla kippi í andlitinu.“ Huggulegheit í ýmsum löndum 31% Dana telur að hygge sé eitthvað sem ein- ungis sé hægt að gera í Danmörku en rúmlega helmingur telur að það sé hægt að hafa það huggulegt hvar sem er samkvæmt Happiness Research Institute. Wiking telur að aðrar þjóðir geti vel stundað þessa notalegu iðju. Hollendingar eiga orð yfir þetta, „gezellig- heit“, Þjóðverjar nota „Gemütlichkeit“ og Norðmenn „koselig“, Kanadabúar „hominess“ en Danir skera sig úr með notkun hygge sem sagnorðs. Hygge er stór þáttur dönsku þjóðar- sálarinnar, eitthvað sem skilgreinir þjóðina meira en annað. Samkvæmt rannsóknum Wik- ing er áhugaverður munur á því hvernig Hol- lendingar upplifa gezelligheit og Danir hygge. Þessi hugmynd er mikilvæg í báðum menning- arheimum en munurinn er að Hollendingar hafa það oftar huggulegt utan heimilis (57%) en sú tala er aðeins 29% hjá Dönum. Danmörk og Holland eru jafnframt lönd sem eru hátt á lista Sameinuðu þjóðanna yfir hamingjusömustu þjóðir í heimi; Danmörk í fyrsta og Holland í því sjöunda. Ísland er í þriðja sæti. Bandaríkjamenn og Bretar, sem virðast ekki ná hugmyndinni um hygge, eru í því 13. og 23. Danir, rétt eins og Íslendingar, leggja mikla áherslu á heimilið. Matur á veitingastöðum er dýr og því er hagkvæmt en líka huggulegt að skemmta sér í heimahúsi. Mikil áhersla er hjá báðum þjóðum á hugguleg heimili; Danir eru þekktir um allan heim fyrir hönnun sína og stílhrein en jafnframt notaleg heimili. Áhersla er á náttúruleg efni, við frekar en plast og ull umfram nælon. Heimilið má síðan skreyta með blómum og greinum úr garðinum. Til viðbótar er „hyggekrog“ þekkt hugmynd í Danmörku, kósíhorn þar sem hægt er að koma sér vel fyr- ir með teppi og bók. Þáttur matarins Matur getur sannarlega tengst huggulegheit- um eins og Baggalútur syngur í laginu „Kósí- kvöld“. Þar kemur rósavín, franskar vöfflur, snakk, kavíar, rjómaís og síðast en ekki síst, ostar við sögu. Heitt kaffi, te og kakó er huggulegt; sykur- laus kólagosdrykkur er ekki huggulegur. Kökur, sætindi, nýbakað brauð og pottréttur er huggulegur matur, þurrt hrökkbrauð síður og svo framvegis. Blaðamanni finnst fátt heim- ilislegra en góð matarlykt, sérstaklega ef rétturinn þarf að malla í einhvern tíma og færi gefst til að spila borðspil á meðan maturinn er í ofninum. Það þarf þó ekki að borða til að hafa það huggulegt því samveran er fyrir öllu. Það er einfaldlega skemmtilegra að hafa það huggulegt saman. Þegar flestir hugsa til baka hvenær þeir voru síðast hamingjusamir var það líklegast þegar þeir voru með einhverjum öðrum. Það er huggulegt að deila verkum, elda saman og leyfa öllum að njóta sín í samræðum. Það er uppskrift að afslöppuðu kvöldi. Það hef- ur verið sannað aftur og aftur að góð tengsl við aðra stuðla að hamingu; fjölskylda, vinir og fé- lagsleg tengsl verða ekki metin til fjár. Að lokum er rétt að geta þess að stór hluti þessarar greinar var skrifaður við kertaljós, jafnt í dagsbirtu sem kvöldmyrkri. Sem bónus kom stormur, brjáluð rigning og meira að segja eldingar og þrumur. Það gæti ekki verið huggulegra. Myndir/Thinkstock-Getty Images ’ Í reynd þýðir hygge að skapaþægilegt og notalegt andrúms-loft og að njóta góðu hlutanna ílífinu umkringdur góðu fólki. 19.2. 2017 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17  Danir brenna meira af kertavaxi en nokkur önnur Evrópuþjóð, eða um 6 kílóum á mann, sem er tvöfalt á við Austurríkismenn sem eru næstir í röðinni. Orðið hygge er ekki upprunalega úr dönsku heldur norsku, þar sem það þýddi vellíðan. Fyrstu skriflegu heimildirnar um notkun orðsins í dönsku eru frá því í byrjun 19. aldar. Á Instagram er #hygge mikið notað og er búið að merkja um 1,7 milljónir mynda á þann hátt. Á Pinterest fjölgaði pinnuðum myndum tengd- um hygge um 285% á milli ára. Var það sér- staklega áberandi hjá breskum notendum frá og með september í fyrra. Í Bretlandi var orðið hygge notað í 40 greinum í blöðum sem þar eru gefin út á landsvísu árið 2015 en í yfir 200 greinum árið 2016. 71% Dana upplifa huggulegustu stemninguna heima hjá sér en 29% utan heimilis. 30% heimila í Danmörku eru með arin eða kamínu en 3,5% í Bretlandi. Í tölum Hygge-æðið hefur komið af stað bóka- flóði bæði austan hafs og vestan. Margar bækur hafa verið skrifaðar á ensku um þetta málefni. Fyrir utan bókina sem minnst var á í aðalgreininni, The Little Book of Hygge: The Danish Way to Live Well hafa komið út, Hygge: The Danish Art of Happiness; Hygge: A Celebration of Simple Pleasures, Living the Danish Way; The Cozy Life: Rediscover the Joy of Simple Things Through the Danish Con- cept of Hygge; Hygge: The Complete Guide to Embracing the Danish Concept of Cosy and Simple Living; The Art of Hygge: How to Bring Danish Cosiness Into Your Life; How to Hygge: the Secrets of Nordic Living; The Book of Hygge: The Danish Art of Living Well; Keep Calm and Hygge: A Guide to the Danish Art of Simple and Cosy Li- ving. „Þetta er einhver mest áberandi tíska í útgáfu sem ég man eftir, hvað varðar fjölda útgefinn á sama tíma,“ sagði Caroline Sanderson, hjá Bookseller-tímaritinu, í viðtali við Guardian. Það er meira að segja búið að gefa út grínbók um sama hugðarefni, aðeins 29 dögum eftir að fyrsta heimildabókin kom út, Say Ja to Hygge: How to Find Your Special Cosy Place. Kom af stað bókaflóði

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.