Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.02.2017, Page 27
19.2. 2017 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27
Ein flottasta veisla ársins er Ríkis-
stjóraballið sem er opinbert eftir-
partý Óskarsverðlaunahátíðar-
innar. Blaðamönnum og ljós-
myndurum var boðið í heimsókn
fyrir helgi til að skoða réttina sem
stjörnunum verður boðið upp á
að lokinni Óskarsverðlaunahátíð-
inni sem fram fer í Dolby-kvik-
myndahúsinu (áður þekkt sem
Kodak-kvikmyndahúsið) í Holly-
wood á sunnudagskvöld eftir viku.
Eins og sést á meðfylgjandi
myndum eru réttirnir sérlega
girnilegir.
Á þessa hátíð er boðið um 1.500
manns, allir sigurverararnir mæta
auk þeirra sem voru tilnefndir og
þeirra sem afhentu verðlaun og
þeirra sem tóku þátt í útsending-
unni með einhverjum hætti.
Matreiðslumaðurinn Wolfgang
Puck sér um matinn og þemað er
„töfrandi umbreyting“.
ÓSKARSVERÐLAUNIN
Réttir fyrir stjörnurnar
Lax sem hefur verið umbreytt í Óskarsverðlaunastyttur.
AFP
1.500 manns er boðið til veislunnar.
Maturinn er töfrandi fallegur.
Matreiðslumeistarinn Wolfgang Puck
sér um matinn.
Veistu ekki hvernig drykk þú átt
að gera í fína blandaranum þínum
eða endarðu alltaf á að gera það
sama? Fyrir fólk sem nennir ekki
að gúgla nýjar uppskriftir í hvert
sinn eru til frábær smáforrit fyrir
Android og iOS stýrikerfin sem
eru sérstaklega tileinkuð
drykkjaruppskriftum. Eitt þeirra
vinsælustu heitir 101 Juice Recipes
App og er með ýmsa stillingar-
möguleika. Til dæmis má biðja
um uppskrift að drykkjum sem
henta manns heilsufarslega
ástandi eða eftir því hvað er til í
ísskápnum hverju sinni.
MATARÖPP
Avókadó gerir alla drykki góða.
Öpp fyrir
blandarann
Ástarkassinn er tilvalin gjöf fyrir ástina í lífi þínu,
því leiðin að hjartanu liggur í gegnum bragðlaukana.
Gott að gefa, himneskt að þiggja
Hittu ástina ...
Á
R
N
A
S
Y
N
IR