Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.02.2017, Side 35

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.02.2017, Side 35
19.2. 2017 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 35 Fyrsti leikur Íslands á Evrópumótinu verður þriðju- daginn 18. júlí á móti Frakklandi í Tilburg. Borgin er sunnarlega í landinu, skammt norðan landamæranna að Belgíu. Fyrir þá sem íhuga að fljúga út fyrir fyrsta leik má nefna að álíka langt er til Tilburg frá Amst- erdam og Brussel, sunnan landamæranna: liðlega 100 km og um það bil eins og hálfs klukkutíma akstur. Flogið er beint frá Íslandi til beggja borga. Íbúar í Tilburg eru um 200.000 og borgin sú sjötta stærsta í Hollandi. Icelandair, Gaman ferðir og Úrval Útsýn bjóða upp á hópferðir á EM en ef menn vilja fara á eigin vegum er tiltölulega einfalt fyrir netvana að skipuleggja það. Hótel af ýmsum stærðum og gerðum eru í borginni og miðað við bókunarsíður í vikunni er enn hægt að fá gistingu þar á býsna hag- stæðu verði á þeim tíma sem íslenska liðið leikur í Tilburg. Hér eru dæmi um mögulegt flug til Amsterdam mánudaginn 17. júlí, daginn fyrir fyrsta leik Íslands.  EasyJet flýgur til Amsterdam með millilendingu á Gatwick-flugvelli í London. Nærri fjögurra tíma bið þar – 21.228 krónur. Greitt aukalega fyrir farangur.  Beint flug með WOW frá Keflavík til Amsterdam, bæði í bítið og síðdegis, á 30.000 krónur. Greitt er aukalega fyrir farangur. Tveimur dögum fyrr, laug- ardaginn 15. júlí, er hægt að fá beint flug með WOW fyrir 17.000 krónur.  Beint flug með Icelandair til Amsterdam 17. júlí kostar 36.615 kr. svk. vefsíðu fyrirtækisins í vikunni. Laugardaginn 15. júlí er hægt að fljúga sömu leið fyrir 29.615. kr.  Vert er að geta þess að WOW flýgur til Brussel 17. júlí. Beint flug þangað í bítið kostar 28.000 kr. Greitt aukalega fyrir farangur. Icelandair flýgur líka til Brussel 17. júlí. Fargjaldið er 33.315 kr. TILBURG Leikið á velli Willems kóngs Koning Willem II-leikvangurinn í Tilburg. Hann rúmar um 14.500 áhorfendur. Völlur úrvalsdeildarliðsins er nefndur eftir konungi sem ríkti í Belgíu í áratug um miðja 19. öld. Annar leikur Íslands í riðlinum er laugardaginn 22. júlí gegn Sviss. Leikið verður á Stadium De Vijver- berg í borginni Doetinchem, heimavelli úrvalsdeild- arliðsins De Graafschap BV. Völlurinn rúmar 12.600 áhorfendur. Til gamans má geta þess að einn landsleikur Íslands hefur farið fram á vellinum. Ólympíulið Íslands og Hollands mættust þar í karlaflokki í undankeppni ÓL í Suður-Kóreu. Holland vann 1:0 27. apríl 1988. Þá spilaði karlalið Íslands í handbolta í borginni í B-heimsmeistarakeppninni árið 1983; vann Búlgaríu 26:24. Þeim, sem vilja sjá tvo seinni leiki Íslands í riðlinum, standa nokkrar hópferðir til boða héðan að heiman.  Úrval-Útsýn býður til dæmis upp á fimm daga pakkaferð á 149.900 kr. fyrir manninn í fjórbýli en 159.900 í tveggja manna herbergi: Innifalið er beint flug með Icelandair til Amsterdam, ein 23 kg taska, gisting í fimm nætur á þriggja stjarna hóteli, morg- unverður, akstur til og frá flugvelli erlendis, akstur á leiki í Doetinchem og Rotterdam og íslensk farar- stjórn.  Gaman ferðir bjóða upp á tveggja nátta ferð á 99.900 kr. á leikinn gegn Sviss. Innifalið beint flug til Amsterdam 21. júlí og heim 23. júlí, 20 kg taska, ferð- ir til og frá leikvelli og gisting á fjögurra stjarna hóteli í tvær nætur með morgunmat.  Þá býður Icelandair þriggja daga pakka með gist- ingu, akstri og miða á leikinn gegn Sviss á 169.000 krónur. Einnig er hægt að kaupa flug og miða á leikinn (án gistingar) af Icelandair á 53.900 krónur. DOETINCHEM Nokkrar ferðir standa til boða F́rá Doetinchem, tæplega 60.000 manna borgar í austur- hluta Hollands, skamt frá landamærunum að Þýskalandi. Iðngarðar 21 | 250 Garði Sími: 422 7103 RAFLAGNIR fyrir heimili, iðnaðar- og verslunar- húsnæði Sími 555 2992 og 698 7999 Hátt hlutfall Omega 3 fitusýra Gott fyrir: • Maga- og þarmastarfsemi • Hjarta og æðar • Ónæmiskerfið • Kolesterol • Liðina Læknar mæla með selaolíunni Selaolían fæst í: Apótekum, Þín verslun Seljabraut, heilsuhúsum, Fjarðarkaupum, Fiskbúðinni Trönuhrauni, Hafrúnu og Melabúð Óblönduð – meiri virkni Selaolía Ég heyrði fyrst um Selaolíuna í gegnum kunningja minn en konan hans hafði lengi glímt við það sama og ég, - stirðleika í öllum liðum og tilheyrandi verki. Reynsla hennar var það góð að ég ákvað að prufa. Fyrstu tvo mánuðina fann ég litlar breytingar, en eftir þrjá mánuði var ég farin að geta gengið niður stiga á vinnustað mínum sem ég hafði ekki getað áður. Ein góð „aukaverkun“ fylgdi í kjölfarið, ég var með frekar þurra húð um allan líkamann, en eftir að ég fór að nota Selaolíuna hvarf sá þurrkur og húð mín varð silkimjúk. Ég hef nú notað Selaolíuna í eitt og hálft ár og þakka henni bætta líðan og heilsu. Guðfinna Sigurgeirsdóttir. „Eftir þrjá mánuði var ég farin að geta gengið niður stiga á vinnustað mínum sem ég hafði ekki getað áður.“ jakkafatajoga.is ÁNÆGJA EFLING AFKÖST

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.