Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.02.2017, Qupperneq 36
36 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19.2. 2017
Þ
að eru ekki aðeins stutt pils eða síð,
bindi eða bringugap sem lúta dular-
fullum lögmálum. Stjórnmála-
umræðan fer í bylgjum líka og jafn-
vel lögfræðin dregur dám af
tískusveiflum.
Nú er það orðræðan
Orðræða er gott orð enda gamalt, en hefur fengið
nýja og uppskrúfaða merkingu. Orðræða er flutt í
sambýlishús með hatrinu og deilir jafnvel lögheim-
ilinu.
Hatursglæpir sem iðulega felast ekki síst í „haturs-
orðræðu“ geta á augabragði breytt dómsölum í sýnd-
arveruleika refsitískunnar. Það endar með ósköpum.
Þetta fyrirbæri er ekki íslenskt, en kemur hingað þar
sem íslenskir embættismenn eiga í of þéttu samstarfi
við útlendinga. Á þeim fundum gildir reglan sem
Simpansi sérfræðingur lagði drög að fyrstur. Sam-
kvæmt því lögmáli ber að apa allt eftir útlendingum
og blindandi sé vitleysan samnorræn. Eftir áratugi
má gera sársaukafullar tilraunir til að hætta vitleys-
unni, ef ESB hefur ekki tekið málið upp í millitíðinni,
þá er aðlögunartíminn að endurskoðuninni orðinn
tvær aldir. Bandaríkjamenn eru fyrir löngu komnir á
þessa vegferð.
Maður sem bíður dóms fyrir morð sem hann hefur
framið viljandi og af ásetningi getur átt von á refsi-
auka ef sýnt þykir, að mati sálfræðinga og siðfræð-
inga, sem eiga það sameiginlegt að vita lítið um lög-
fræði, að morðið hafi að auki verið „hatursglæpur“.
Þar til þetta komst í tísku víða um lönd, hafði það oft-
ast verið undanskilið að morðingjanum hefði vart ver-
ið hlýtt til fórnarlambsins. Stundum var orsökin
þekkt. Fórnarlambið hafði að mati morðingjans gert
á hlut hans og ekki átt neitt gott skilið. Drifkrafurinn
gat verið öfund eða afbrýðisemi sem hafði þrútnað út.
Lægi fyrir í málinu einbeittur brotavilji og hvergi
mildandi málsatvik, þá féll refsidómur og þyngdar-
skali hans í samræmi við dómframkvæmd. Enginn
refsiauki kom til þótt sannað þætti að morðingjanum
hefði verið illa við hinn myrta, jafnvel hatað hann, og
kannski fjölskyldu hans og fótboltafélagið sem hann
hélt með.
Í því góða landi Bandaríkjunum er lengd fangelsis-
dóma önnur en menn eiga að venjast. Skömmu „eftir
hrun“ var Bernard Madoff, þá rúmlega sjötugur,
dæmdur í 150 ára fangelsi fyrir að hafa haft fé af
fjölda fjáðra einstaklinga. Með góðri hegðun getur
Madoff losnað 220 ára gamall. Hann hafði ekki drepið
neinn. Og það var ekki eina heppni þessa peninga-
maurs. Þetta var ekki hatursglæpur. Og þar sem
Madoff var orðlögð silkitunga var ekki hægt að klína
á hann „hatursorðræðu“. Ella slyppi hann ekki út
fyrr en 250 ára gamall.
En nú er það þannig að „hatursorðræðan“ ein, án
hatursglæps að öðru leyti, getur kallað á rannsókn og
ákæru. Með hatursorðræðu er verið að verja minni-
hlutahópa, sem geta þó samanlagt verið nokkur
hundruð milljónir manna, jafnvel milljarður. Á hinn
bóginn hafa heimildir á sama tíma verið rýmkaðar
svo nú megi ráðast refsilaust á það sem kristnir menn
töldu áður heilagt. Samkvæmt fréttum eru nú í gangi
mál þar sem rætt var í eins konar „þjóðarsálarþætti“
hvort auka þyrfti fræðslu um samkynhneigð í barna-
skólum. Nú veit bréfritari ekki hvernig umræðan fór
fram og vont væri hafi hún verið utan við mörk. En
hvaða mörk? Hefði umræðan verið lík því sem tíðkast
á svokölluðum samfélagsmiðlum, þá væri von að yfir-
völdum blöskraði. En eru einhvers staðar í lögum
gerðar ríkari kröfur til þjóðarsálarsnakks en við-
bjóðsins sem tíðkast á „samfélagsmiðlum“? Við hvaða
samfélag er miðað þar? Samfélag hömlulausra dóna?
Er þess vegna allt leyfilegt þar? Vel má vera að brýnt
sé að auka fræðslu um samkynhneigð í skólum.
Forgangsröðun á röngu róli
Bréfritari á það sameiginlegt með öðrum álitsgjöfum
að tala oftast og lengst um það sem hann veit minnst
um. Þar með verður efnið ótakmarkað. Ekkert hefur
verið kannað af þessu tilefni hvort fræðsla um sam-
kynhneigð í íslenskum skólum sé svo lítil að horfi til
vandræða. En aðrar kannanir valda þó áhyggjum.
Mikið er talað um svokallaða Pisa-könnun, sem þess
vegna mætti vera nefnd í höfuðið á skakka turninum.
Í seinustu fréttum um þá könnun sagði: „Ísland er á
niðurleið í stærðfræðilæsi, lesskilningi og vísindalæsi
samkvæmt niðurstöðum nýrrar Pisa-könnunar.
Norðurlöndin öll eru fyrir ofan Ísland í öllum flokk-
um auk þess sem Ísland er undir OECD-meðaltali í
öllum flokkum.“
Samkvæmt þessu mætti ætla að ekki væri brýnast
að verja auknum tíma í fræðslu um samkynhneigð
eða eitthvað annað ekki síður brýnt. Ef tæpur þriðj-
ungur nemenda kemur meira eða minna ólæs út úr
skóla eftir 9 ára nám hljómar ekki vel að beina tíma
og athygli annað. Með tækni tíðarinnar eiga læsir að-
gang að mikilvægri fræðslu. En þeir þurfa að vera
læsir og hafa fengið þjálfun í því hvernig eigi að velja
úr efni sem eykur mönnum skilning en forðast hitt
sem ýtir undir fávisku og fordóma.
Eru menn sannfærðir um að yfirkeyrð og fjársvelt
lögregla eigi að beina þeim tíma sem hún hefur ekki í
eltingarleik við tískulöggjöf sem er álíka auðvelt að
festa hönd á og á sápustykki á sturtugólfi?
Veiklað tjáningarfrelsi
Þróunin síðustu áratugi hefur öll gengið út á að svipta
hömlum af tjáningarfrelsinu. Meðal annars með því
að skipta sér ekki af misbeitingu þess. Áður bar lög-
reglu og ákæruvaldi að verja æru manna sem voru
útsettir fyrir að óprúttnir sæktu að þeim í hefndar-
skyni fyrir embættisfærslu þeirra. Það voru fullburða
rök fyrir slíkri vernd. En hún var ekki auðveld í fram-
kvæmd og frá henni hefur verið fallið. Nú er gert ráð
fyrir að menn geti sjálfir leitað til dómstóla til að
heimta til baka hluta þeirra ærumeiðinga sem þeir
hafa orðið fyrir. Það er þungbær leið af mörgum
ástæðum. Fjölmiðlar, en þó einkum „samfélags-
miðlar“, líta á það sem gullið tækifæri til að velta við-
komandi upp úr ærumissinum. Og dómstólarnir sýn-
ast hafa þrengt túlkun sína á því hvenær skuli vernda
æru. Engin ný lagasetning hefur þó gefið tilefni til
þess. En jafnvel þótt ærumeiddur vinni mál, þá kem-
ur hann nær ætíð fjárhagslega skaddaður frá málinu.
Í ljósi þessarar þróunar er tískulöggjöf um „haturs-
orðræðu“ enn þá sérkennilegri. Þingmenn hafa lítinn
stjórnmálalegan áhuga lengur. Þess vegna er hjalað
um „hatursorðræðu“, „niðurhal“ eða smámál eins og
tuðið um það hvort selja eigi vín í sérverslunum eða
innan um annað. Langt er einkavæðingin komin ef
mál af þessu tagi eru ein eftir. En umræða um mál-
frelsi og misnotkun þess væri efni fyrir alvöru þing.
Dómstólum er ákveðin vorkunn að hafa talið sér
nauðsynlegt að leiða þróunina vegna þess að löggjaf-
inn sinnir ekki leiðbeiningarskyldunni. Dómstólar
hafa í raun ákveðið, án þess að lög hafi gefið tilefni til
þess, að þeir sem koma nálægt stjórnmálum eigi,
þegar af þeirri ástæðu, að standa utan við alla æru-
vernd. Á slangi myndi þetta heita að þeir sem fari í
þennan skítabisness eigi sletturnar inni. Með öðrum
Málfrelsi þarf
vernd, líka fyrir
misnotkun þess
’
Svo náðu menn valdi á DNA og þar
með „alternative facts“ sem bægðu öllum
hinum burt. Færustu menn höfðu lagt mat á
sönnunarfærsluna og samviskusamlega kom-
ist að „réttri niðurstöðu“. Sannanirnar voru
ekki rangar. Þær dugðu til niðurstöðu þegar
engu öðru var til að dreifa.
Reykjavíkurbréf17.02.17