Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.02.2017, Síða 37

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.02.2017, Síða 37
orðum hafa þeir með því að gefa sig að stjórnmálum haldið út á berangur þar sem er ekkert skjól. Af litlu eða engu tilefni megi bera þá sökum, ósannindum og hálflygi. Ásakanir sem annað fólk fengi refsivernd fyrir skulu þessir bera. Það eru gild rök (en ekki lög) fyrir þessari túlkun dómstólanna. Langflestir stjórn- málamenn eru sjálfsagt þess sinnis að sanngjarnt sé að þeir þoli meira en öðrum er ætlað. En það eru líka rök fyrir því að of langt sé gengið. Hún getur átt og á örugglega þátt í því að sæmilegt fólk tekur síður þátt í stjórnmálum. Ekki vegna sinnar persónu heldur vegna ættingja sinna og vina og vegna þess að þeim er annt um æru sína. Auðvitað verða stjórnmálamenn og aðrir þeir sem standa sjálfviljugir nærri berangri umræðunnar að þola gildisdóma, þótt betra væri fyr- ir lífið í landinu ef mestu sóðapésarnir kæmust ekki upp með sitt versta. Skemmist málfrelsið sem reynt er að vernda? Málfrelsið er mikilvægt og ekki má þrengja að því úr hófi fram. En hömluleysi umræðunnar er slíkt, að margir sem þarflegt væri að tjáðu sig forðast það vegna fyrirsjánlegra svívirðinga sem smám saman er verið að löghelga. Framganga sumra þeirra sem nú telja sig njóta sérverndar, m.a. vegna hinna óljósu laga um hatursumræðu, er sérlega athyglisverð. Hinar staðreyndirnar Mikið hí var gert að einum af ráðgjöfum núverandi forseta Bandaríkjanna, sem sagði að þær staðreyndir sem kynntar hefðu verið af fréttamönnum dygðu ekki til. Það væru til „alternative facts“. Þetta þótti sýna hversu djúpt væri sokkið. En það er hægt, þótt þver- stæðulegt sé, að villa um með staðreyndum líka. Það er gert með því að birta staðreyndir á ótilteknum tíma, út frá ótilteknu sjónarhorni og án tillits til ann- arra staðreynda sem varpað gætu öðru ljósi á málið. Þetta er algengt í málatilbúnaði lögfræðinga fyrir dómstólum, hvort sem það er í einkamáli eða opin- beru máli. Ekki að halda því fram að farið sé með röng rök eða að þær staðreyndir sem byggt er á séu rangar. Túlkun þeirra eigi ekki við. Önnur rök og staðreyndir megi finna, sem veiki þau og dragi upp aðra mynd. Stundum sýnast allar staðreyndir til þess fallnar að sanna tiltekna niðurstöðu án teljanlegs vafa. Þekking á DNA kenndi mönnum það, að það þótt allar þekktar staðreyndir bendi í sömu átt sé ekki úti- lokað að til séu staðreyndir sem myndu ógilda allar hinar. Hundruð manna hafa setið árum og áratugum saman í fangelsum víða um heim af því að allar þekkt- ar staðreyndir réttlættu það. Svo náðu menn valdi á DNA og þar með „alternative facts“ sem bægðu öll- um hinum burt. Færustu menn höfðu lagt mat á sönnunarfærsluna og samviskusamlega komist að „réttri niðurstöðu“. Sannanirnar voru ekki rangar. Þær dugðu til niðurstöðu þegar engu öðru var til að dreifa. Slíkar staðreyndir, sem áður hefðu dugað til sakfellingar, duga ekki lengur. En jafnvel þótt hin alræmdu „alternative facts“ séu ekki til staðar og ekki sé ágreiningur um hvaða stað- reyndir liggi fyrir í málinu veltur á miklu hvernig þær eru túlkaðar og hvað er dregið fram. Sláandi munur á framsetningu Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra og áður menntamálaráðherra, vitnaði í pistli sínum til Helga Tómassonar. Að sögn Björns sagði Helgi, sem er prófessor í tölfræði, eftirfarandi í grein í Frétta- blaðinu miðvikudaginn 15. febrúar: „Svíinn Hans Rosling, sem sumir kölluðu meistara tölfræðinnar, er nýlátinn. Hann var læknir að mennt og áhugamaður um tölfræði. Hann varð frægur fyrir ábendingar um afbakanir fjölmiðla á talnagögnum og hafði þannig meiri áhrif en margir fræðimenn á svið- inu. Í krassandi forsíðuefni þarf helst að vera fórnar- lamb og mætti stundum ætla að meirihluti mannkyns sé í því hlutverki. Dæmi um þetta eru stöðugar vitn- anir í hugtakið kynbundinn launamun þar sem gefið er í skyn að gervallt kvenkynið sé fórnarlamb mis- mununar af völdum karla.“ Hér skulu nefnd tvö dæmi úr þessari viku um túlk- un á tölfræðilegum gögnum. Þessi gleðilega frétt birtist í einum dálki á bls. 2 í Fréttablaðinu í dag: „Hátt í sjötíu prósent eldri borgara hafa sjaldan eða aldrei fjárhagslegar áhyggjur. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem Félagsvísindastofnun gerði en hún sýnir að íslenskir eldri borgarar eru almennt já- kvæðir og líður vel. Meirihluti eldri borgara, eða 76 prósent, stundar líkamsrækt á hverjum degi og 76 prósent telja að heilsufar sitt sé frekar gott eða jafnvel mjög gott mið- að við aldur. Þá vekur athygli að langstærstur hluti eldri borg- ara, hátt í 90 prósent, þarf enga aðstoð við daglegt líf svo sem innkaup, matreiðslu og þvotta. Þá segjast 92 prósent eldri borgara ekki vilja neina frekari aðstoð frá fjölskyldumeðlimum eða öðrum nákomnum. Í könnuninni voru þó nokkrir sem svöruðu því til að ástæða þess að þeir vilja ekki frekari aðstoð frá fjöl- skyldumeðlimum sé sú að allir séu uppteknir.“ Ský dró fyrir sólu Fréttin af könnuninni var dapurlegri þegar hún birt- ist á á ruv.is 13. febrúar 2017: „Aldraðar konur hafa fjórðungi lægri tekjur en aldraðir karlar. Um þriðjungur eldri borgara hefur fjárhagsáhyggjur og næstum 90% búa í eigin hús- næði. Langstærstur hluti aldraðra á Íslandi býr í eigin húsnæði, eða 89%. Þá búa fjórir af hverjum fimm 88 ára og eldri í eigin húsnæði. Þriðjungur aldraðra býr einn. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri könnun á högum eldri borgara sem Félagsvísinda- stofnun Háskóla Íslands gerði fyrir velferðarráðu- neytið, velferðarsvið Reykjavíkurborgar og Lands- samband eldri borgara. Fleiri hafa fjárhagsáhyggjur en áður. Um þriðjungur svarenda taldi sig stundum eða oft hafa fjárhagsáhyggjur. Árið 2012 höfðu 26% aldraðra sömu áhyggjur og 22% árið 2006.“ Meinlokur eru ekki góður dyra- umbúnaður Þessar frásagnir benda til eins og svo margt annað að afstaða og jafnvel meinlokur sem fyrrnefnd frétta- stofa er haldin kalli á sérstök gleraugu, skyggð og skugguð, til að halda fréttaljósinu úti. Alþekkt er að þessi fréttastofa skattgreiðenda er mjög kræsin á staðreyndir. Þær þurfa ekki endilega að vera rangar, en þær þurfa að passa að þeim for- dómum sem fréttamennirnir eru haldnir. Þótt notaðar séu upplýsingar sem aðrir hafa nýtt og birt fremur geðfellda mynd, tekst með sama efni að draga upp drungalegt ástand. Af því að það hent- ar. Þeir sem eiga að rækta húsbóndavald og gæta hagsmuna almennings á þessum stað virðast aldrei gera athugasemdir við umgengnina um „staðreyndir“ né val þeirra. Þeim virðist sama þótt hafðar séu meinlokur í hurðastað í dyrum fréttastofu sem skattgreiðendur eru neyddir til að halda uppi. Hvers vegna? Morgunblaðið/Árni Sæberg 19.2. 2017 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 37

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.