Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.02.2017, Síða 43
19.2. 2017 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 43
Ég var að byrja á bók sem heitir
Inescapable eftir Amy A. Bartol
sem er í Premonition-seríunni,
fyrsta bókin af fimm.
Ég er bara rétt byrjuð
á henni og hef ekki svo
mikið segja um hana,
en hún virðist vera
yfirnáttúruleg spennu-
bók. Hún byrjar vel í það minnsta.
Ég les rosalega mikið af spennu-,
ástar-, hamskipta- og hryllings-
bókum. Ég er að vinna og í skóla í
bænum, en bý á Selfossi þannig að
ég hef góðan tíma til að lesa. Um
daginn var ég að lesa aðra seríu,
Flight, Focus, Found
og First & Forever,
sem eru í Crescent
Chronicles-seríunni
eftir Alyssa Rose Ivy.
Ég les allt á Kindle.
Ef ég rekst á bók byrja ég á að lesa
um hana á Goodreads til að sjá
hvort hún sé að fá góða dóma, en
oft horfi ég líka framan á bókina.
Ég reyni að eyða ekki tíma í eitt-
hvað leiðinlegt og ef ég lendi á ein-
hverju svoleiðis les ég það hraðar,
ég reyni yfirleitt að klára bæk-
urnar.
Önnur sería sem ég
hef verið að lesa heitir
The Tribe eftir Terra
Wolf, en hún er um
hamskipti. Ég er búin
með fyrstu þrjár bæk-
urnar í þeirri seríu.
Svanhildur J.
Erlingsdóttir
Svanhildur Jóna Erlingsdóttir vinnur
hjá Sjúkratryggingum Íslands.
fyrir að við séum nánast öll sammála
um að hér eigi að ríkja jafnrétti er-
um við mjög ósammála um það
hvernig við eigum að ná því tak-
marki,“ heldur Raghildur áfram.
„Svo virðist sem sá ágreiningur sé
Þrándur í Götu og þess vegna gangi
svona hægt að ná settu markmiði.
Mér finnst mjög mikilvægt í þess-
ari umræðu að kynjajafnrétti snýst
ekki um það að allar konur eigi að
verða forstjórar eða framkvæmda-
stjórar. Við þurfum að passa okkur
að gera ekki kröfur um að allar kon-
ur séu að sækja fram í atvinnulífinu.
Þetta snýst ekki um það, þetta snýst
um að þær hafi jafna möguleika og
karlmaðurinn sem stendur við hlið-
ina á þeim.“
Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir
og Edda Hermannsdóttir.
Ljósmynd/ Haraldur Guðjóns
BÓKSALA 8.-14. FEBRÚAR
Listinn er tekinn saman af Eymundsson.
1 LögganJo Nesbø
2 Eftir að þú fórstJojo Moyes
3 Englar vatnsinsMons Kallentoft
4 Þögult ópAngela Marsons
5 ÖrAuður Ava Ólafsdóttir
6 Átta viknablóðsykurkúrinn
Michael Mosley
7 Stúlkan sem enginnsaknaði
Jónína Leósdóttir
8 TvísagaÁsdís Halla Bragadóttir
9 HeiðaSteinunn Sigurðardóttir
10 Vögguvísurnar okkarÝmsir höfundar
1 LögganJo Nesbø
2 Eftir að þú fórstJojo Moyes
3 Englar vatnsinsMons Kallentoft
4 Þögult ópAngela Marsons
5
Stúlkan sem enginn
saknaði
Jónína Leósdóttir
6 Synt með þeim sem drukknaLars Mytting
7 Þrjár sekúndurRoslund og Hellström
8 AfturganganJo Nesbø
9 Fimmta árstíðinMons Kallentoft
10 1984George Orwell
Allar bækur
Íslenskar kiljur
ÉG ER
AÐ LESA
sem líta innávið, en Stefán segist
þó ekki gefinn fyrir slíkan skáld-
skap almennt og honum þykir
ljóðskáld oft full-sjálfhverf. „Ég er
ekki hrifinn af því þegar menn
eru að yrkja um sjálfa sig, það er
svo margt í umhverfi okkar og
svo margir atburðir sem hægt er
að yrkja um.“
Í bókinni eru ljóð sem vísa til
tónlistar og Stefán segist einmitt
mikill áhugamaður á því sviði, og
þá aðallega þegar blús og djass
eru annars vegar. „Ég hef legið í
tónlist í ártatugi og þá aðallega
hlustað á djass og blús, en ljóðið
Blús sem er í bókinni má skilja á
tvo vegu: blús nær líka yfir eitt-
hvað sem er dapurt og leiðinlegt,
það sem hefur fylgt mannkyninu,
en tónlistin hefur líka fylgt mann-
kyninu. Blústónlist er einföld, en
hún er í öllum og nær mjög djúpt.
Líka hjá ungu fólki, það þarf bara
að særa það fram.“
Stefán er enn að yrkja, þó ekki
segist hann yrkja á hverjum degi
Önnur ljóðabók er líka í smíðum,
en ekki ljóst hvenær hún kemur
út, hugsanlega síðar á árinu.
Stefán Sigurðsson þýðandi, bókaútgefandi og ljóðskáld og mikill áhugamað-
ur um djass og blús. Haugabrim heitir fyrsta ljóðabók hans.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Smiðjuvegi 68-72, Rvk Hjallahrauni 4, Hfj Fitjabraut 12, Njarðvík Eyrarvegi 33, Selfossi Barðinn, Skútuvogi 2
Við tökum að okkur: Peruskipti, rafgeymaþjónustu,
bremsuviðgerðir, stýrisenda, spindilkúlur, kerti,
kertaþræði, hjólalegur, fjöðrunarbúnað, viftureimar,
hjólastillingar og margt fleira.
LAGFÆRUM
BÍLINN
VIÐ
www.solning.is
Viðmælendur þeirra Eddu og
Ragnhildar í bókinni eru Atli
Fannar Bjarkason, Árni Hauks-
son, Ásdís Kristjánsdóttir,
Birna Einarsdóttir, Birna Ósk
Einarsdóttir, Björgólfur Jó-
hannsson, Bragi Valdimar
Skúlason, Brynja Baldurs-
dóttir, Elín Helga Sveinbjörns-
dóttir, Frosti Ólafsson, Heimir
Hilmarsson, Hrefna Ösp Sig-
finnsdóttir, Hugleikur Dags-
son, Katrín Jakobsdóttir, Kári
Stefánsson, Kristín Friðgeirs-
dóttir, Laufey Rún Ketilsdóttir,
Magnús Geir Þórðarson, Mar-
grét Pála Ólafsdóttir, Ragna
Árnadóttir, Ragnheiður Elín
Árnadóttir, Rakel Þorbergs-
dóttir, Rannveig Rist, Sigríður
Dúna Kristmundsdóttir, Sig-
ríður Margrét Oddsdóttir,
Stefanía G. Halldórsdóttir,
Una Torfadóttir, Unnsteinn
Manuel Stefánsson, Vigdís
Finnbogadóttir, Þorsteinn Már
Baldvinsson og Þórður Snær
Júlíusson.
Á fjórða tug viðmælenda