Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.02.2017, Page 44
RÚV Seinni hluti Reykjavík-
ur, gráglettinnar róman-
tískrar gamanmyndar, verð-
ur sýndur í kvöld, sunnu-
dagskvöld, kl. 20.45.
Hringur og Elsa eru par og
eiga sex ára dóttur, en þeg-
ar þau eru við það að festa
kaup á draumahúsinu koma
upp brestir í sambandinu.
Leikstjóri er Ásgrímur
Sverrisson og aðalleikarar
Atli Rafn Sigurðsson, Nanna Kristín Magn-
úsdóttir, Guðmundur Þorvaldsson og Gríma
Kristjánsdóttir.
Atli Rafn
Sigurðarson
leikur Hring.
Reykjavík
44 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19.2. 2017
LESBÓK
SJÓNVARP Aðstandendur bandaríska skemmtiþátt-
arins Saturday Night Live eru ekki þekktir fyrir að fara
troðnar slóðir og þess vegna kom það ekkert endilega á
óvart að kona skyldi fara með hlutverk Sean Spicers,
hins litríka fjölmiðlafulltrúa Hvíta hússins, um liðna
helgi. Það var leikkonan vinsæla Melissa McCarthy sem
tók hlutverkið að sér og hefur fengið mikið lof fyrir
túlkun sína. Lítil hætta er á öðru en að SNL komi til með
að veita Trump-stjórninni aðhald en Alec Baldwin hefur
dregið forsetann sundur og saman í háði undanfarin
misseri og nú vilja aðdáendur þáttarins ólmir fá Rosie
O’Donnell, „einkavinkonu“ Trumps, til að leika ráðgjafa
hans, Steve Bannon. Ekki liggur fyrir hvort stjórnendur
SNL hyggjast verða við þeim óskum.
Fór í föt Spicers
Melissa
McCarthy
AFP
SJÓNVARP Breski sjónvarpsmaðurinn Piers
Morgan hefur einstakt lag á því að lenda upp
á kant við fólk og nú á hann í „Twitter-stríði“
við rithöfundinn J.K. Rowling. Sú síðar-
nefnda gladdist yfir því að Morgan hefði
verið sagt að „hoppa upp í rassgatið á sér“ í
beinni útsendingu á dögunum og hann svar-
aði um hæl að hún væri „hrokafull“ og „yfir
aðra hafin“. Rowling brást við með því að
birta stutta klausu frá 2010, þar sem hún er
lofsungin fyrir hógværð og fyrir að hafa haft
djúpstæð áhrif á heiminn. Morgan hæddist
um leið að því án þess að átta sig á því að
hann er sjálfur höfundur téðrar klausu.
Rowling og Morgan í hár saman
J.K. Rowling er höfundur Harrys Potter.
Reuters
RÁS 2 Andri Freyr Viðars-
son stýrir nýjum spjallþætti
á sunnudögum kl. 15, þar
sem hlustendum gefst tæki-
færi til að vera fluga á vegg
á meðan Andri ræðir ítar-
lega við viðmælanda sinn um
ákveðið augnablik, tímabil
eða ákvörðun sem hefur haft
afdrifarík áhrif á viðmæl-
andann. Í þáttunum Talandi um það er ekki
stiklað á stóru heldur staldrað við og málin
krufin til mergjar. Gestir þáttarins eru ólíkir,
þekktir og óþekktir, en eitt eiga þeir sameig-
inlegt, að hafa magnaða sögu að segja. Þátt-
urinn er einnig í hlaðvarpinu.
Talandi um það
Andri Freyr
Viðarsson
Þetta var yndisleg upplifun; al-gjört nirvana. Hárin hefðurisið á höfðinu á mér væru
þau ennþá þarna,“ segir Sigurður
Sverrisson, almannatengill og
þungarokkari, en hann var við-
staddur næstsíðustu tónleika hins
goðsögulega málmbands Black Sab-
bath í Birmingham fyrr í þessum
mánuði. Í lok janúar sá Sigurður
Sabbath líka í Manchester.
„Það var mikill munur á stemn-
ingu á þessum tvennum tónleikum;
Birmingham-tónleikarnir voru mun
betri enda Sabbath þar á heimavelli.
Það var meiri túristabragur á þessu
í Manchester,“ segir Sigurður.
Tónleikarnir höfðu djúpa merk-
ingu fyrir Sigurð
enda var Black
Sabbath „æsku-
ástin hans í
þungarokkinu“,
eins og hann
kemst að orði.
Master of Reality,
þriðja plata Sab-
bath, var fyrsta
platan sem hann festi kaup á, fjórtán
ára gamall. „Meðan aðrir hölluðust
að Zeppelin, Purple og jafnvel Uriah
Heep batt ég mitt trúss við Sabbath
enda þótt það þætti ekki sérlega fínt
á þeim tíma; þeir þóttu of groddaleg-
ir.“
Sigurður þóttist því hafa himin
Ozzy Osbourne, söngv-
ari Black Sabbath, á tón-
leikum í Los Angeles
fyrr í vetur.
AFP
Étið úr lófa
goðsagna
Feður málmsins, Black Sabbath, luku sinni
hinstu tónleikaferð fyrr í þessum mánuði í
Birmingham á Englandi, þar sem ferillinn
hófst fyrir bráðum fimmtíu árum.
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
STÖÐ 2 Laugardagsmynd
stöðvarinnar er Óskarsverð-
launamyndin The Danish Girl
sem byggð er á sönnum at-
burðum. Myndin fjallar um
Lili Elbe en hún var ein fyrsta
manneskjan í sögunni til að
undirgangast kynfæraaðgerð
til að breyta kyneinkennum
sínum. Í myndinni er rakin
breytingarsaga Elbe. Aðalleikarar eru Eddie
Redmayne og Alicia Vikander.
Eddie Redmayne
leikur Lili.
The Danish Girl
Sigurður
Sverrisson
Starfsmannafatnaðu
fyrir hótel og veitingahú
Höfðabakka 9,
110 Reykjavík
Sími 525 8210
eddaehf@eddaehf.is
www.eddaehf.is
Allt lín fyrir:
Hótelið • Gistiheimilið • Bændagistinguna • Airbnb
Veitingasalinn • Heilsulindina • Þvottahúsið • Sérverslunina
Rúmföt og handklæð
fyrir ferðaþjónustuna
Eigum allt fyrir:
• Þjóninn
• Kokkinn
• Gestamóttökuna
• Þernuna
• Vikapiltinn
• Hótelstjór
r
s
i
nandann 85
ÁRA