Morgunblaðið - 06.05.2017, Qupperneq 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. MAÍ 2017
www.fi.is
Morgungöngur
Kl. 6 að morgni, alla daga vikunnar frá upphafsstað göngu.
Fararstjórar: Páll Guðmundsson og Auður Kjartansdóttir.
Fátt er betra en að byrja góðan dag með fjallgöngu og fylla lungun af fjallalofti fyrir
verkefni dagsins. Ýmiss fróðleikur og skemmtun í hverri göngu, auk morgunleikfimi.
Í tilefni af 90 ára afmæli FÍ verður skáld með í hverri morgungöngu
Mánudagur: Helgafell ofan Hafnarfjarðar. Gangan hefst við Kaldársel.
Þriðjudagur: Reykjaborg. Gangan hefst við bílastæði norðaustan við Hafravatn.
Miðvikudagur: Haukadalsfjöll. Gangan hefst við neðan við Hrafnhóla.
Fimmtudagur: Vífilsfell við Sandskeið. Gangan hefst við malarnámur við rætur fjallsins.
Föstudagur: Úlfarsfell. Gangan hefst við bílastæði skógræktar við Vesturlandsveg.
Skrifað undir samstarfssamning við heilsueflandi samfélag Mosfellsbæ.
Göngurnar taka 2-3 klst.
Gott er að vera í skjólgóðum fatnaði og gönguskóm
og taka með sér göngustafi, nestisbita og drykk.
Ferðafélags Íslands 8.–12. maí
Skráðu þig inn – drífðu þig út – það er aldrei of seint
FERÐAFÉLAG ÍSLANDS | Mörkinni 6 | 108 Reykjavík | Sími 568 2533 | www.fi.is
Þátttakaer ókeypisAllir velkomnir
Á fjöll við fyrsta hana
gal
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Ýmsum spurningum hefur verið
svarað um hegðun hnúfubaka og
suðurfar þeirra frá Norður-
Noregi í Karíbahafið í vetur. Þrír
hvalir sem merktir voru við
Tromsö með gervihnattamerkjum
í desember og janúar eru nú í
Karíbahafinu þar sem æxlunar-
stöðvar hvalanna eru taldar vera.
Á heimasíðu Háskólans í Tromsö
(uit.no) hefur verið hægt að fylgj-
ast með ferðum hvalanna og um
20 þúsund notendur hafa nýtt sér
þann möguleika síðustu fjóra
mánuði.
Hvalamergð hefur verið í ná-
grenni Tromsö síðustu vetur þar
sem þeir hafa sótt í síld og annað
æti, en í vetur virðist þeim hafa
fækkað eitthvað. Hvalaskoðun
hefur vaxið fiskur um hrygg á
svæðinu síðustu fimm ár og vís-
indamenn hafa myndað fjölmarga
hnúfubaka, sem hægt er að
þekkja í sundur á einstaklings-
bundnum rákum og litbrigðum á
sporði.
Hvalirnir fengu nöfn
Alls voru tíu hvalir merktir og
myndaðir í bak og fyrir við
Tromsö í vetur og þá fengu þeir
jafnframt nöfn, en smátt og
smátt hættu merki frá sjö þeirra
að berast. Einn þeirra var þá
austur af Íslandi, en annar langt
fyrir sunnan land.
Ekki var aðeins spennandi að
fylgjast með hvort merki skiluðu
sér daglega frá hvölunum, heldur
var einnig sett upp keppni um
hver hvalanna yrði fyrstur á
áfangastað í Karabíahafinu. Svo
fóru leikar að Fredrik varð fyrst-
ur og var í vikunni austur af Pú-
ertó Ríkó, en Daníel og Saga
voru ekki langt á eftir honum.
Reyndar hafa verið vangavelt-
ur um að Daníel sé hnúfubakskýr
og hún, þá væntanlega Daníela,
hafi borið kálfi á leiðinni suður á
bóginn. Umræddur hvalur stopp-
aði tvívegis úti í miðju Atlants-
hafi og fór mun hægar yfir eftir
stoppið heldur en fyrir það. Þessi
hvalur hefur nú aftur tekið stefn-
una norður á bóginn. Sýni voru
tekin úr hvölunum við merking-
arnar og kyn þeirra kemur í ljós
að greiningu sýna lokinni, svo
ekki sé talað um ef kálfur fylgir
dýrinu á sumardvalarstað.
Ljúka ætlunarverkinu
á skömmum tíma
Á heimasíðu Háskólans í
Tromsö er haft eftir Audun Rik-
ardsen, sem stýrir verkefninu, að
vísindamenn hafi safnað marg-
víslegum gögnum með þessum
merkingum. Aldrei áður hafi
hvölum verið fylgt svo langa leið
í Atlantshafinu. Fullyrðingin um
langfar er væntanlega rétt því
lengra er frá Tromsö í Kar-
íbahafið heldur en frá Íslandi, en
undir stjórn Gísla Víkingssonar,
hvalasérfræðings á Hafrann-
sóknastofnun, var á sama hátt
fylgst með suðurfari hnúfubaks
úr Skjálfanda suður á bóginn vet-
urinn 2015 – og heim aftur í
fæðuöflun í Skjálfandaflóa.
„Íslenski“ hnúfubakurinn virð-
ist hafa lokið ætlunarverki sínu í
grennd við Dóminíska lýðveldið
og Púertó Ríkó á aðeins tveimur
vikum 2015, sem þótti skammur
tími miðað við fyrri upplýsingar.
Sömu sögu er að segja af hinum
„norska“ Fredrik sem stoppaði
einnig stutt í Suðurhöfum.
Hvalurinn úr Skjálfanda þótti
leggja seint af stað í suðurfarið
og sömu sögur er að segja um
„norsku“ hnúfubakana. Saga
lagði til dæmis ekki af stað fyrr
en um miðjan mars en fór hratt
yfir og notaði aðeins um sex vik-
ur í ferðalagið. Áður var almennt
talið að hnúfubakar æxluðust um
miðjan vetur frá desember til
febrúar, en síðbúið far fyrr-
nefndra hnúfubaka virðist
hnekkkja þeim kenningum. Fleiri
kenningar um hnúfubaka gætu
einnig verið í uppnámi.
Margvíslegar upplýsingar
Haft er eftir Rikardsen að til-
gangur norska verkefnisins hafi
meðal annars verið að kortleggja
ferðir hnúfubakanna úti fyrir
ströndinni við Tromsö og finna út
hegðun þeirra gagnvart síldar-
göngum, fiskibátum og hvala-
skoðun. Einnig að fá aðstoð
hvalanna til að fá að vita hvar
síldin heldur sig hverju sinni.
Síðast en ekki síst að fá að vita
meira um suðurfar hvalanna á
æxlunarstöðvar.
Frá árinu 2010 hafa hátt í 900
hnúfubakar verið skráðir og
myndaðir á Tromsö-svæðinu og
koma margir aðilar að því verk-
efni og merkingunni á hvölunum í
vetur. Hvert gervitunglamerki
kostar yfir hálfa milljón króna og
merkin tíu því um fimm milljónir.
Erfitt er að fá þau til að sitja í
hvalnum og þau senda aðeins
þegar hvalurinn kemur upp til að
blása og loftnet merkisins stend-
ur upp úr sjó.
Spennuferð hnúfubaka í Karíbahaf
Vísindamenn í Tromsö merktu tíu hvali í vetur Fylgst með ferðum þriggja þeirra alla leið
á æxlunarstöðvarnar í Suðurhöfum Hvalamergð hefur verið við Tromsö síðustu vetur
Puerto Ríkó
Ísland
DANÍEL
FREDRIK
Heimild: UiT
Tromsö
SAGA