Morgunblaðið - 06.05.2017, Page 18

Morgunblaðið - 06.05.2017, Page 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. MAÍ 2017 Laugardaginn 6. maí kl. 12–15 býður Gallerí Fold þér að koma með listaverk, silfur, keramik og postulín til verðmats. Verðmatsdagur í Gallerí Fold Átt þú verðmæti sem þú vilt selja? Sérfræðingar frá Gallerí Fold verða á staðnum til að verðmeta listaverk, silfur, keramik og postulín með sölu í huga. Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is Opið virka daga kl. 10–18, laugard. kl. 11–16 Vertíð skemmtiferðaskipanna hefst um aðra helgi. Fyrsta skip sumars- ins er væntanlegt til Reykjavíkur sunnudaginn 14. maí. Það heitir Celebrity Eclipse og er með stærri skipum sem hingað koma, tæplega 129 þúsund brúttótonn. Mestur fjöldi farþega er 2.852 og í áhöfn eru 1.210. Í sumar eru áætlaðar 153 komur skemmtiferðaskipa til hafna Faxa- flóahafna sf, samkvæmt yfirliti fyr- irtækisins. Skipakomur til Reykja- víkur verða 138 og 15 til Akraness. Þetta er í fyrsta skipti sem skemmti- ferðaskip koma þangað. Af þeim skemmtiferðskipum sem hingað koma í sumar hafa 11 ekki komið hingað áður. Stærsta skip sumarsins heitir MSC Preziosa. Það er rúm- lega 139 þúsund bróttótonn. Í ár er áætlaður farþegafjöldi með skemmtiferðaskipum í kringum 128 þúsund. Þetta er aukning um 29% frá því í fyrra en þá komu til lands- ins um 99 þúsund farþegar. Skipa- komum fjölgar um 35% milli ára eða úr 113 í 153. „Árið 2017 er áætlað að ferða- menn verði 2,3 milljónir skv. ferða- þjónustuskýrslu Íslandsbanka. Inni í þessari tölu eru ferðamenn sem koma með flugi og skemmtiferða- skipum. Miðað við þær áætlanir þá eru 6% ferðamanna að koma með skemmtiferðaskipum en 94% með flugvélum,“ segir í yfirlitinu. sisi@mbl.is Skipa- komur verða 153 Skarfabakki Celebrity Eclipse.  Fyrsta skipið kemur 14. maí BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Íslensk þekking á beislun jarðvarma verður notuð til húshitunar í nýrri risaborg í Kína. Borgin heitir Xion’an og er áætlað að íbúafjöldi hennar og Peking verði samtals um 130 milljónir, eða um fimmfaldur íbúafjöldi höfuðborgarinnar Peking. Nýja borgin er 100 km frá Peking. Um er að ræða samstarfsverkefni Arctic Green Energy og Sinopec, þriðja stærsta fyrirtækis í heimi. Samstarfið fer fram undir merkjum Sinopec Green Energy og á Arctic Green Energy 49% hlut í félaginu en Sinopec 51% hlut. Sigsteinn Grétarsson, forstjóri Arctic Green Energy Corporation, segir að í fyrsta áfanga sé stefnt að því að hita upp 70 milljónir fermetra af húsnæði í Xion’an. Þau áform mið- ist við næstu ár. Jarðvarminn sé fyrst og fremst á lághitasvæði og til húshitunar. Vatn- ið sé 100 til 120 gráða heitt. Það sé ekki horft til þess að framleiða orku úr jarðhita í nýju stórborginni. Ekki valin af tilviljun „Okkur skilst að staðsetningin fyrir nýju borgina sé ekki valin af til- viljun. Þessi staðsetning var valin vegna þess að þarna er þó nokkuð mikið af jarðhitaauðlindum. Rætt er um að þessi borg verði þrisvar sinn- um stærri en New York. Áætlað er að jarðhitaauðlindir á þessu svæði dugi til þess að hita a.m.k. 280 milljónir fermetra. Kín- verjarnir eiga því að geta staðið við að þetta verði umhverfisvæn borg sem verði ekki hituð með jarðefna- eldsneyti.“ Í mars á þessu ári gáfu stjórnvöld í Kína út lista með 28 stórborgum þar sem er forgangsatriði að skipta út kolahitaveitum fyrir jarðhita- veitur. Sigsteinn segir Sinopec Green Energy hafa hafið uppbygg- ingu jarðvarmakerfa í 12 af þessum 28 borgum. Þar eigi að skipta út kolahitun yfir í húshitun með jarð- hita. Þessi áform séu liður í nýrri 5 ára rammaáætlun um jarðhita, þeirri fyrstu sem gefin sé út í Kína. Stefnt sé að því að markaður fyrir jarðhita í Kína muni fimmfaldast frá því sem nú er til ársins 2020 og ný fjárfesting inn í geirann nema 40 milljörðum dala. Sigsteinn segir aðspurður að því séu nær óþrjótandi tækifæri til upp- byggingar fyrir félagið í Kína. Ljóst sé að þessi verkefni taki mörg ár. „Við sjáum fyrir okkur að Íslend- ingar muni fyrst og fremst koma að heildarhönnun og nánari greiningu á þessum auðlindum. Það er ljóst að þær þarf að skoða betur. Þá þurfum við í þessu verkefni í Xion’an að nýta íslenska tækni sem við þekkjum mjög vel, sem er að fara með mjög heitt vatn um langar leiðir. Það þarf að fara svipaðar vegalengdir og hér heima, til dæmis frá Deildartungu- hver til Akraness, eða frá Nesjavöll- um til Reykjavíkur.“ Með um 700 starfsmenn Að sögn Sigsteins starfa nú um 700 manns hjá Sinopec Green Energy og fer starfsemin fram í um 20 borgum í Kína. Fyrsta jarð- varmaverkefni félagsins, eða forvera þess (sjá rammagrein hér til hliðar), var í borginni Xianyang í Shaanxi- héraði. Sigsteinn segir að þar séu höfuðstöðvar félagsins. Þær flytjist til Xion’an eftir því sem þungi starf- seminnar flyst þangað. Fyrirhuguð uppbygging muni verða mannaflsfrek í Kína en jafn- framt skapa mikil tækifæri fyrir ís- lenska vísindamenn. Til dæmis muni verkfræðistofur koma að þessari vinnu. Hann segir fleiri stór verkefni í pípunum hjá Arctic Green Energy og nefnir Kasakstan sem dæmi. Þar séu, líkt og í Kína, mikil tækifæri til þess að beisla jarðvarmann. Gera samning um húshitun í fyrirhugaðri risaborg í Kína  Arctic Green Energy nýtir jarðvarma til húshitunar fyrir tugmilljónir manna Morgunblaðið/Eggert Forstjóri Sigsteinn hefur tveggja áratuga reynslu af alþjóðaviðskiptum. Hann segir kínverska samstarfsmenn sína hafa góða alþjóðlega menntun. Sigsteinn segir Arctic Green Energy og Sinopec hafa fagnað tíu ára sam- starfi um jarðhita í desember síðastliðnum. Upphafið megi rekja til heim- sóknar þáverandi Kínaforseta, Ziang Zemin, til Íslands árið 2006 í boði Ólafs Ragnars Grímssonar, þáverandi forseta Íslands. Sú heimsókn hafi opnað á samstarf sem leiddi til stofnunar Enex Kína og Shaanxi Green Energy árið 2006. Árið 2009 hafi Sinopec keypt kín- verska hlutann. Tveimur árum síðar hafi svo Arctic Green Energy keypt ís- lenska hluta starfseminnar og í framhaldinu hafi félagið verið endurskírt Sinopec Green Energy árið 2012. Arctic Green Energy er nú í meirihlutaeigu Hauks Harðarsonar stjórnarfomanns og fjölskyldu hans. Þau keyptu árið 2015 hlut aust- urríska bankans Raiffeisen og hlut félags í eigu milljarðamæringsins Richards Chandler. Þá eiga sjóður í eigu kínverska þjóðarsjóðsins CITIC Group og KAZYNA, þjóðarsjóður í Kasakstan, minnihluta í Arctic Green Energy. Sigsteinn segir Japana og Taílendinga eiga hlut í CITIC Group. Komin reynsla af jarðhitanum REKUR UPPHAFIÐ TIL HEIMSÓKNAR KÍNAFORSETA Sigsteinn Grétarsson útskrifaðist sem vélaverkfræðingur frá Bradley University árið 1990 og lauk meist- araprófi í sömu grein frá Univers- ity of Illinois, Urbana-Champaign árið 1992. Hann starfaði um nokk- urra ára skeið við ráðgjöf hjá Hans Dönges GmbH í Þýskalandi. Hann fór svo til Marels 1997. Þar aflaði hann sér mikillar reynslu í alþjóða- viðskiptum og stofnaði meðal ann- ars dótturfélag Marels í Eyjaálfu. Sigsteinn starfaði hjá Marel í um 20 ár og var aðstoðarforstjóri er hann lét af störfum árið 2016 til að taka við forstjórastöðu hjá Arctic Green Energy. Hann er í stjórn félagsins og stýrir íslenska hlutanum í starf- seminni. Hann segir valinn mann í hverju rúmi hjá félaginu. Starfs- menn hafi alþjóðlega menntun. Til dæmis hafi tæknistjórinn, Caixia Sun, lært jarðhitafræði við Háskóla Íslands en fjármálastjórinn, Char- lotte Zhao, lært í Harvard. Þessar konur séu í framkvæmdastjórn. Sigsteinn segir 40-50% af orku- notkun heimsins fara til að hita og kæla hús. „Það er með ólíkindum hvað íslensk þekking gagnast mikið í loftslagsmálum í heiminum. Kínversk stjórnvöld hafa ákveðið að jarðhiti verði ein af burðar- stoðum í endurnýjanlegri orkuáætl- un. Þetta er ein mikilvægasta leiðin til þess að minnka mengun og hjálpa Kínverjum að standa við Parísarsamkomlagið sem þeir hafa undirritað og skuldbundið sig til að standa við,“ segir Sigsteinn. Ljósmynd/Arctic Green Frá vinstri Sigsteinn Grétarsson, forstjóri, Caixia Sun, tæknistjóri, Char- lotte Zhao, fjármálastjóri, og Chen Menghui, svæðisstjóri, í Xion’an. Tók þátt í að byggja upp starfsemi Marels

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.