Morgunblaðið - 06.05.2017, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. MAÍ 2017
Einstakur möguleiki á að fá einkafund með talsmanni EBK, Anders Ingemann Jensen, um
uppsetningu á EBK sumarhúsum á Íslandi. Á fundinum verður farið yfir byggingarferlið, kost-
naðaráætlanir og allt það sem viðkemur því, að fá nýtt EBK sumarhús byggt á íslandi.
Föstudaginn 5. maí og laugardaginn 6. maí 2017 – Báða dagana frá kl. 10-17
Fundarstaður og stund: Stepp ehf., Ármúla 32, 108 Reykjavík
Nauðsynlegt er að panta fundartíma gegnum netfangið aj@ebk.dk, í síma +45 4020 3238 eða
á vefnum ebk-hus.is. Anders talar dönsku og ensku.
Komið og upplifið hið stórkostlega SØHOLM Hús
V-Gata 16, Miðfelli, Þingvallasveit, 801 Selfoss
Frekari upplýsingar um staðsetningu er hægt af nálgast í síma 696-9899
Bókið fund með EBK í Reykjavík, sérsniðin að ykkar óskum
OPIÐ HÚS Sunnudaginn 7. maí kl. 13-16
EBK HUSE A/S, Skovsøvej 15, DK-4200 Slagelse
Anders Ingemann Jensen, Sími +45 4020 3238, Netfang: aj@ebk.dk
17
23
2
Hefur þú hug á að byggja nýtt sumarhús?
WWW.EBK-HUS.IS
DÖNSK HÖNNUN
OG ARKITEKTÚR
ÚR BÆJARLÍFINU
Líney Sigurðardóttir
Þórshöfn
Afar hlýir og sólríkir dagar
hafa glatt íbúa á Norðurlandi und-
anfarið og nýtti fólk tækifærið til að
vera sem mest úti við. Ekkert frost
er í jörðu og bjartsýnn kartöflu-
ræktandi dreif útsæðið niður í lok
apríl en það hefur ekki gerst áður
svo snemma vors. Ungviði af öllu
tagi kann sér ekki læti í allri blíð-
unni og ráðagóðir kennarar sniðu
námsefnið að útikennslu eftir föng-
um.
Rauði krossinn hefur unnið að
því að koma upp fatagámum á
starfssvæði sínu í Þingeyjarsýslum
en fimm fatagámar verða á svæð-
inu, þar af einn á Þórshöfn og var
hann settur upp í síðasta mánuði.
Líklegt er að gott aðgengi að slík-
um söfnunargámi verði til þess að
meira af fatnaði fari í Rauða kross-
inn en áður og sér flutningafyr-
irtækið Flytjandi endurgjaldslaust
um flutninga á fatnaðinum til
Reykjavíkur þar sem hann er flokk-
aður.
Tekið er á móti allri vefnaðar-
vöru, fatnaði sem öðru og ætlast er
til að það sé hreint og snyrtilega
frágengið í poka en allur ágóði af
fataverkefni Rauða krossins fer til
mannúðarmála, hérlendis og erlend-
is. Á Þórshöfn mun sjálfboðaliði á
vegum Rauða krossins sjá um losun
fatagámsins.
Þrír grásleppubátar eru nú á
veiðum, sá sem hóf vertíðina fyrstur
var búinn með sína daga en byrjaði
aftur þegar veiðitíminn var lengdur
um tíu daga. Hann hefði getað verið
á strandveiðum þessa daga og miss-
ir því tíu daga af strandveiðitíma-
bilinu en ágæt veiði er nú hjá færa-
bátunum. Þykir sjómönnum slæmt
að missa þessa daga meðan bjargað
er þessum árstíðabundnu verðmæt-
um úr sjó, sem grásleppan er og
telja ýmsir sanngjarnt að lengja
strandveiðiheimildina sem nemur
grásleppuveiðidögum þeirra, sem
falla inn í strandveiðitímabilið.
Rekstrarafkoma sveitarfé-
lagsins Langanesbyggðar var já-
kvæð í fyrsta sinn frá sameiningu
Þórshafnar- og Skeggjastaðahrepps
árið 2006 og er afkoman um sjöfalt
betri en fjárhagsáætlun gerði ráð
fyrir. Þetta kemur fram í ársreikn-
ingi sveitarfélagsins sem var lagður
fram í apríl og sagði Elías Péturs-
son sveitarstjóri að lykilatriði í
rekstri sveitarfélagsins væri gott
samstarf við allt starfsfólk sveitar-
félagsins, einnig stefna sveitar-
stjórnar. Taldi hann þessa vinnu
væntanlega boða betri rekstrarskil-
yrði á þessu ári og því næsta en
alltaf væri þó hægt að gera betur.
Sveitarfélagið og Ísfélag Vest-
mannaeyja, eru stærstu vinnuveit-
endur í Langanesbyggð en hjá
sveitarfélaginu unnu í árslok 2016
alls 57 manns.
Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir
Fatagámar Sonja Súsanna Hallgrímsdóttir, sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum, tekur við lyklum fatagámsins frá
fulltrúum Rauða krossins, þeim Þórarni J. Þórarinssyni og Halldóru Gunnarsdóttur.
Fatagámar á fimm stöðum
Greinilegur munur sást á plöntuvali
móhumlu fyrri og seinni hluta sum-
ars 2016 í athugun sem gerð var á
tveimur stöðum í Heiðmörk og við
Vífilsstaðavatn. Einnig að hún nýtir
sér fjölbreytni blómplantna mó-
lendisins síðsumars.
Fyrri hluta sumars nærðist
móhumlan (hunangsflugan, villibý-
flugan) aðallega á blóðbergi og
fjalldalafífli, lítillega á blágresi og
sáralítið á nokkrum öðrum plöntu-
tegundum. Seinni part sumars var
meira úrval af blómstrandi plöntum
og fæðuvalið var þá ekki jafn eins-
leitt. Þá nærðist móhumlan aðal-
lega á engjarós, umfeðmingi, beiti-
lyngi, blóðbergi, skarifífli og
gullkolli. Um þetta má lesa í grein
eftir Jonathan Willow sem komin
er út í alþjóðlega vísindaritinu Ice-
landic Agricultural Sciences og
greint er frá á skogur.is. Þar kem-
ur fram að höfundur mæli með því
í greininni að stuðlað verði að út-
breiðslu þeirra tegunda sem mó-
humlan sækir helst í.
Athugunin bendi til þess að þótt
tegundin í heild sæki í ýmsar teg-
undir blómplantna virðist sem ein-
staklingar sérhæfi sig í að sækja
næringu úr einstökum tegundum,
mögulega vegna samkeppni. Aukin
fjölbreytni þessara blómplantna
geti því e.t.v. stuðlað að eflingu
móhumlunnar. aij@mbl.is
Humlunni líkar við
blóðberg og engjarós
Ljósmynd/Erling Ólafsson
Sumar Þerna móhumlu í vinnunni, en þær eru mishrifnar af blómunum.
Landsbankinn hf. var nýlega dæmd-
ur til að lækka skuldir dánarbús við
bankann um 15 milljónir króna.
Um er að ræða nokkuð flókna
deilu, sem rekja má til gengis-
tryggðs láns. Árið 2005 tóku karl og
kona saman 15 milljóna króna vísi-
tölutryggt fasteignalán með veði í
fasteign. Ári síðar tók maðurinn 21
milljónar króna gengistryggt lán
með veði í tveimur öðrum fast-
eignum.
Konan lést 2007 og maðurinn árið
2009. Þrjár dætur mannsins fengu
leyfi til einkaskipta dánarbúsins og
fóru í kjölfarið fram á það við bank-
ann að hann færði niður gengis-
tryggða lánið, sem hækkaði verulega
eftir bankahrunið, til jafns við mark-
aðsvirði eða fasteignamat veðanna.
Við því varð bankinn ekki en þá var
gerður samningur, dagsettur 15.
apríl 2010, um að systurnar greiddu
bankanum 16 milljónir króna inn á
lánið og á móti yrði höfuðstóll þess
lækkaður um 15 milljónir.
Lækkaði um 30 milljónir
Ekki varð hins vegar af því að
höfuðstóll lánsins yrði lækkaður og
sagði bankinn það hafa verið vegna
óvissu um afdrif erlendra lána. Syst-
urnar fóru þá fram á að 16 milljóna
greiðslan yrði notuð til að greiða
niður hitt lánið en af því varð ekki. Í
millitíðinni var gengistryggða lánið
endurreiknað og lækkaði höfuðstóll-
inn, fyrst úr rúmum 37 milljónum í
17 og við annan endurútreikning úr
17 milljónum í 7,1 milljón. Taldi
bankinn að með þessari niðurfærslu
hefði verið staðið við samkomulagið
um niðurfærslu höfuðstóls skuldar-
innar.
Uppfyllti ekki skyldu sína
Systurnar höfðuðu mál gegn
bankanum og kröfðust þess að skuld
þeirra við bankann, samkvæmt báð-
um skuldabréfunum, yrði samtals
lækkuð um 15 milljónir en til vara, að
16 milljónirnar, sem þær greiddu inn
á gengistryggða lánið, yrðu endur-
greiddar. Féllst Héraðsdómur
Reykjavíkur á aðalkröfu systranna.
Segir í dómnum að systurnar
hefðu mátt treysta því að Lands-
bankinn, sem hafði á sínum snærum
fjölda sérfræðinga, væri meðvitaður
um þá stöðu sem var uppi í byrjun
árs 2010 um óvissu um lögmæti
gengislána. Skylda hafi hvílt á bank-
anum að upplýsa systurnar um fyrir-
vara sem hann gerði, væru þeir til
staðar. Systurnar séu neytendur og
njóti verndar gagnvart yfirburða-
stöðu sérfróðra aðila í leyfisskyldri
starfsemi, eins og starfsemi Lands-
bankans óumdeilanlega sé.
Þá segir í dómnum að afar óeðli-
legt sé af Landsbankanum að halda
því fram að hann hafi uppfyllt skyldu
sína samkvæmt samkomulaginu við
systurnar, með því að endurreikna
lánið. Liggi því í augum uppi að
bankinn hafi aldrei uppfyllt skyldu
sína samkvæmt samkomulaginu frá
apríl 2010.
Bankinn var að auki dæmdur til að
greiða systrunum málskostnað, 800
þúsund krónur. gummi@mbl.is
Banki dæmdur
til að lækka lán
Deilt um gengisbundið lán dánarbús
fyrir dómi Ekki staðið við samninga
Morgunblaðið/Kristinn
Landsbankinn Héraðsdómur taldi
bankann ekki hafa efnt samning.