Morgunblaðið - 06.05.2017, Qupperneq 23
Ljósmynd/Kjartan Reynisson
Skipakostur Hoffell að koma niður úr dráttarbraut í Færeyjum.
„Rekstur Loðnuvinnslunnar gekk
vel á síðasta ári þrátt fyrir krefj-
andi rekstrarumhverfi,“ segir Frið-
rik Mar Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri fyrirtækisins, í
samtali við Morgunblaðið.
Loðnuvinnslan hagnaðist um 1,6
milljarða króna samanborið við 2
milljarða árið áður. Tekjur drógust
saman um 16% á milli ára og námu
8,3 milljörðum króna.
Friðrik Mar bendir á að gengi
krónu hafi styrkst 15% á liðnu ári
og að 75% samdráttur hafi verið í
loðnuveiði á milli ára. Útgerðin hafi
veitt mikið af markíl og síld í stað
loðnu í liðnu ári.
Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga á
83% hlut í Loðnuvinnslunni.
„Eignarhaldið hefur reynst sam-
félaginu hér í Fáskrúðsfirði vel.
Arður útgerðarinnar fer ekki úr
byggðinni heldur er nýttur til upp-
byggingar. Á undanförnum sex ár-
um höfum við meira en tvöfaldað
kvótann okkar með kvótakaupum,“
segir hann. Loðnukvótinn hafi vax-
ið í 4.900 tonn úr 2.000 á tíma-
bilinu.
Loðnuvinnslan gerir út þrjú skip
og þar vinna um 150 starfsmenn.
Eigið fé nemur 7,2 milljörðum
króna.
helgivifill@mbl.is
Loðnuvinnslan „gekk vel“
Hagnaðist um 1,6 milljarða í fyrra
FRÉTTIR 23Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. MAÍ 2017
Efnahagsreikningur (í þús.kr.): 31.12.2016 31.12.2015
Eignarhlutir í félögum og sjóðum 50.375.936 49.822.065
Skuldabréf 87.014.544 85.407.797
Innlán og bankainnistæður 2.212.479 2.096.195
Kröfur 848.285 851.593
Aðrar eignir og rekstrarfjármunir 166.109 156.560
140.617.353 138.334.210
Skuldir -34.957 -245.794
Séreignarsjóður, Söfnunarleið I og II 2.380.923 2.410.739
Samtals 142.963.319 140.499.155
Yfirlit um breytingar á hreinni eign til greiðslu lífeyris:
Iðgjöld 3.843.704 3.451.286
Lífeyrir og endurhæfingarsjóður -4.020.543 -3.591.892
Fjárfestingartekjur 2.948.260 11.399.768
Rekstrarkostnaður -307.257 -283.568
Hækkun á hreinni eign á tímabilinu 2.464.164 10.975.594
Hrein eign frá fyrra ári 140.499.155 129.523.561
Samtals 142.963.319 140.499.155
Lífeyrisskuldbindingar:
Eignir umfram áfallnar skuldbindingar 1.152.774 5.916.502
Sem hlutfall af áföllnum skuldbindingum 0,8% 4,6%
Eignir umfram heildarskuldbindingar -2.457.587 4.468.433
Sem hlutfall af heildarskuldbindingum -1,3% 2,6%
Sjóðurinn hefur aldrei skert áunnin réttindi sjóðfélaga.
Kennitölur:
Nafnávöxtun 1,9% 8,8%
Hrein raunávöxtun -0,2% 6,6%
Hrein raunávöxtun 5 ára meðaltal 5,3% 5,9%
Hrein raunávöxtun 10 ára meðaltal 2,3% 3,2%
Hrein raunávöxtun 20 ára meðaltal 4,6% 4,9%
Fjöldi virkra sjóðfélaga 6.571 6.510
Fjöldi lífeyrisþega 13.908 12.806
Rekstrarkostnaður í hlutfalli af eignum 0,2% 0,2%
Eignir í íslenskum krónum 78,9% 78,9%
Eignir í erlendum gjaldmiðlum 21,1% 21,1%
Ávöxtun séreignardeildar 2016:
Nafnávöxtun Söfnunarleiðar I sem er innlánsreikningur var 4,1% eða 2,0% raunávöxtun.
Nafnávöxtun Söfnunarleiðar II sem inniheldur ýmis verðbréf nam 1,5% eða -0,6%
raunávöxtun. Er þetta sú ávöxtun sem rétthafar njóta. Heildareignir séreignardeildarinnar
eru 2.380,9 milljónir króna í árslok 2016.
Sjóðfélagar:
Sjóðurinn er ætlaður öllum launþegum og sjálfstætt starfandi mönnum sem eiga ekki
kjarasamningsbundna aðild að öðrum lífeyrissjóðum. Hann er því góður kostur fyrir þá aðila
sem þurfa að velja sér lífeyrissjóð. Sjóðurinn byggir á samtryggingu og séreign.
Í stjórn sjóðsins eru:
Guðmundur Árnason, formaður
Aðalbjörg Lúthersdóttir
Reynir Þorsteinsson
Þórunn H. Sveinbjörnsdóttir
Hrafn Magnússon, varaformaður
Einar Sveinbjörnsson
Svana Helen Björnsdóttir
Framkvæmdastjóri er:
Sigurbjörn Sigurbjörnsson
Yfirlit um afkomu 2016
Ársfundur sjóðsins verður
haldinn þriðjudaginn
30. maí, kl 16.30
Ársfundur
2017
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
6. maí 2017
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 105.83 106.33 106.08
Sterlingspund 136.86 137.52 137.19
Kanadadalur 76.77 77.21 76.99
Dönsk króna 15.584 15.676 15.63
Norsk króna 12.2 12.272 12.236
Sænsk króna 11.971 12.041 12.006
Svissn. franki 106.89 107.49 107.19
Japanskt jen 0.9416 0.9472 0.9444
SDR 144.99 145.85 145.42
Evra 115.93 116.57 116.25
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 144.1362
Hrávöruverð
Gull 1239.4 ($/únsa)
Ál 1909.0 ($/tonn) LME
Hráolía 50.59 ($/fatið) Brent
● Fjármálaeftirlitið sektaði tíu fyrir-
tæki um samtals 68,85 milljónir á
tímabilinu 1. maí 2016 til 30. apríl
2017 samkvæmt ársskýrslu eftirlitsins,
en ársfundur FME fór fram í gær.
Sektirnar voru til komnar vegna
brota fyrirtækjanna á lögum, reglum
og ákvörðunum FME og lagðar á í mál-
um sem lauk annaðhvort með stjórn-
valdssekt eða samkomulagi um sátt.
Hæsta sektin var stjórnvaldssekt
sem lögð var á Eimskipafélag Íslands,
eða 50 milljónir króna, þar sem FME
taldi félagið ekki hafa birt innherjaupp-
lýsingar um bætta rekstrarafkomu
fyrsta ársfjórðungs 2016 eins fljótt og
auðið var. Eimskip hyggst vísa þeirri
ákvörðun til dómstóla. Íslandsbanki
greiddi næsthæstu sektina, sjö millj-
ónir króna samkvæmt sátt, fyrir að
fylgja ekki fyrirmælum viðskiptavinar
og taka ekki tillit til viðmiða sem áttu
við um viðskiptavininn. Sjóðastýringa-
félagið Stefnir greiddi 5,7 milljónir
samkvæmt samkomulagi vegna fjár-
festingar í einkahlutafélagi fyrir hönd
fjárfestingarsjóðs. Þá greiddu Eigna-
safn Seðlabankans og Drómi hvort um
sig 1,4 milljónir króna vegna van-
rækslu í tengslum við flöggun til Ný-
herja.
Sektir Fjármálaeftirlits-
ins tæpar 69 milljónir
Stjórnarformaður FME Ásta Þór-
arinsdóttir á ársfundinum í gær.
STUTT
● Vöruskipti í apríl voru óhagstæð um
11,2 milljarða króna samkvæmt bráða-
birgðatölum sem birtar hafa verið á
vef Hagstofu Íslands. Verðmæti vöru-
útflutnings, fob, nam 41,0 milljarði
króna í apríl. Hins vegar var verðmæti
fob-vöruinnflutnings 52,2 milljarðar
króna á sama tíma.
Vöruskiptajöfnuður hefur verið
óhagstæður fjóra fyrstu mánuði árs-
ins, en hann var neikvæður um 8,6
milljarða í janúar, 12,7 milljarða í febr-
úar og 16,1 milljarð í mars. Halli á við-
skiptajöfnuði á fyrstu fjórum mán-
uðum þessa árs er því samkvæmt
þessum bráðabirgðatölum samtals um
48,6 milljarðar króna. Til samanburðar
var á sama tímabili á síðasta ári halli
á vöruviðskiptum sem nam 32,3 millj-
örðum króna.
Halli á vöruviðskiptum
11,2 milljarðar í apríl