Morgunblaðið - 06.05.2017, Side 26

Morgunblaðið - 06.05.2017, Side 26
26 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. MAÍ 2017 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Það er eitt-hvað öfug-snúið þegar lækkanir á opin- berri þjónustu gefa tilefni til andmæla. Hins vegar er ekki hægt að taka samþykkt borgarráðs frá því á fimmtudag um að lækka leikskólagjöld í Reykjavík sem nemur 200 milljónum króna á ársgrundvelli athugasemda- laust. Mjög hefur verið þrengt að leikskólum borgarinnar á und- anförnum misserum og árum. Þeir hafa verið í skrúfstykki að- halds og lítið mátt út af bera. Gerð er krafa um víðtæka þjón- ustu en leikskólunum ekki veitt bolmagn til að sinna henni. Borgarráðsfulltrúar Sam- fylkingar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata sam- þykktu lækkunina, fulltrúar Sjálfstæðisflokks greiddu at- kvæði gegn henni og fulltrúi Framsóknarflokks og flugvall- arvina sat hjá. Framsóknarflokkurinn benti á að síðast þegar þetta hefði verið reynt hefði fæðisgjald einfaldlega verið hækkað á móti og því ekki verið um neina lækkun að ræða. Meirihlut- anum væri ekki stætt á að leggja til lækkun leikskóla- gjalda án þess að tryggt væri að fæðisgjald hækkaði ekki á móti. Sjálfstæðisflokkurinn lét bóka að ekki veitti af þessum peningum til fjársveltra leik- skóla borgarinnar. Kjartan Magnússon, borg- arfulltrúi Sjálfstæðisflokks, sagði í viðtali við Morgunblaðið í gær að viðhaldi fjölda leik- skóla og leikskólalóða væri ábótavant, að- stæður starfs- manna væru víða ófullnægjandi og fjárveitingar til fæðiskaupa skorn- ar við nögl. Urgur er í starfsmönnum leikskóla. Kjartan nefnir afnám neysluhlés, greiðslu sem leik- skólakennarar fengu fyrir að vinna í matartímum. Sú skerð- ing mæltist eðlilega illa fyrir en það hefur einnig haft sín áhrif á starfsandann hvernig leik- skólar hafa verið látnir sitja á hakanum. Það vill gleymast að leik- skólar eru ekki geymslur, þar sem börn eru höfð á meðan for- eldrarnir eru í vinnunni. Þeir eru lykilstofnun í samfélaginu. Leikskólastigið er það fyrsta af þremur sem kveðið er á um í að- alnámskrá. Fyrir vikið mætti hæglega færa rök að því að ekki ætti að innheimta þar skóla- gjöld frekar en í grunnskólum landsins eða framhaldsskólum. Þessi mótsögn hefur hingað til lítið þvælst fyrir stjórn- málamönnum. Meirihlutinn í borginni slær sér á brjóst fyrir að vera að efna kosningaloforð með fyr- irhugaðri lækkun leikskóla- gjaldanna. Meirihlutinn er mjög upptekinn af því að reisa skýjaborgir. Grunnþjónusta er látin sitja á hakanum en það er hægt að leika sér dægrin löng við gæluverkefni á borð við óraunhæfar áætlanir um borg- arlínu. Það er góðra gjalda vert að lækka leikskólagjöld en það má ekki vera innantóm stjórn- málabrella sem á endanum bitnar á leikskólastarfinu. Leikskólarnir hafa setið á hakanum hjá borginni} Leikskólabrella? Tækni við smíðibíla semganga fyrir öðrum orkugjafa en jarðefnaeldsneyti hefur fleygt fram. Ekki er ljóst hvaða tækni mun verða ofan á í þessum efnum en kostirnir eru nokkrir. Drægni rafmagnsbíla eykst jafnt og þétt og um leið hefur svokölluðum hraðhleðslu- stöðvum fjölgað. Orka náttúr- unnar kynnti á fimmtudag áform um að reisa slíkar fleiri slíkar stöðvar þannig að hægt verði að komast hringinn á raf- magnsbíl fyrir árslok. Sjálfbærni í orkumálum yrði stórt skref. Það myndi draga verulega úr mengun en örygg- isþátturinn er ekki síður mik- ilvægur. Olíuverð hefur sveifl- ast í áranna rás og ekki er sjálfgefið að við munum áfram búa við það jafnvægi sem nú ríkir. Eins og sakir standa er eldsneyti flutt inn til landsins fyrir um 12 millj- arða króna á ári. Með því að nýta græna orku mætti draga úr þessu flæði gjaldeyris úr land- inu. Það er sérstaklega hentugt að nota rafmagn hér á landi, þar sem það er framleitt með náttúrulegum orkugjöfum. Ávinningurinn er því annar og meiri en í löndum þar sem raf- magn er framleitt með jarð- efnaeldsneyti. Það mun taka tíma að endur- nýja bílaflotann. Ekki blasir við neytendum að kaupa bíla sem knúnir eru grænum orku- gjöfum. Mörgum þykir ekki komin nóg reynsla á þá eða ótt- ast að þjónustan sé ófullnægj- andi. Lykilforsenda fyrir því að sjálfsagt verði að kaupa slíka bíla er að þjónustan sé fyrir hendi alls staðar á landinu. Áform Orku náttúrunnar eru liður í því. Því fylgir óvissa að vera háð olíu}Rafmögnuð þróun Þ ann 3. september 1995 birtist svo- hljóðandi frétt í Morgunblaðinu: „Íslandsbanki býður nú við- skiptavinum sínum nýja þjónustu, svokallaðan heimabanka, sem gerir þeim kleift að sinna flestum banka- viðskiptum sínum heima hjá sér hvenær sem þeim hentar. Allt sem þarf er tölva, sími og mótald.“ Líklegt má telja að ungt fólk fætt um eða upp úr síðustu aldamótum hafi aldrei farið í banka til að greiða reikninga. Heimabankinn sem kynntur var til sögunnar fyrir rúmum tveimur áratugum er vettvangurinn þar sem bankaviðskiptin eiga sér stað. (Fyrir unga fólkið sem les pistilinn þá er mótald það sem við í dag köllum router – þó vissulega ættum við frekar að notast við fyrrnefnda orðið). Minnst er á þessa frétt til að vekja athygli á því hvað tæknibreytingar hafa haft gríðarlega mótandi áhrif á samfélagið í heild og þá ekki síst þá þjónustu sem fólk sækir til bankastofnana og í raun flestra annarra sem veita þjónustu af einhverju tagi. Þar er verslunin engin undantekning. Nýlega var bent á það í Financial Times að hallað hefði undan rekstrargrundvelli versl- anamiðstöðva í Bandaríkjunum og kæmi það meðal ann- ars fram í stöðutöku vogunarsjóða þar í landi gegn fyr- irtækjum sem standa í slíkum rekstri. Ástæðan er sú að fólk verslar í sífellt meira mæli í gegnum netið. Gera má ráð fyrir að sama þróun sé uppi á teningnum hér á landi og raunar bendir ör fjölgun bögglasendinga sem fara í gegnum póstþjónustufyrirtæki til þess að Íslendingar séu farnir að kaupa allt milli himins og jarðar í gegnum netið. Það á ekki aðeins við um bækur og einstaka flíkur eins og áður. Það á við um stór og smá raf- tæki, húsbúnað af ýmsu tagi og jafnvel stór- virk tæki á borð við bíla og vinnuvélar. Ekkert bendir til þess að þessi þróun verði stöðvuð og yngri kynslóðirnar í bland við þær eldri sjá æ fleiri kosti í því að geta valið og keypt vörur til eigin nota í gegnum netið án þess að þurfa að leggja á sig ferðir í verslanir og verslanamiðstöðvar í sama tilgangi. Þessi þróun mun auk þess gera framleiðendum kleift að selja vörur sínar með lægri álagn- ingu en áður, enda verslunarrými á vinsælum stöðum ekki ókeypis. Áfengi er neysluvara sem fólk vill geta nálgast með einföldum og skilvirkum hætti eins og ann- að. Það er ekki óeðlileg krafa eða hættuleg eins og sumir vilja halda fram. Jafnt og þétt er áfengisverslun að fær- ast inn á netið og þar er úrvalið mun meira en í hefð- bundnum vínbúðum og upplýsingagjöfin um vöruna einnig yfirgripsmeiri. Netvæðingin verður ekki flúin í þessu efni frekar en öðrum og ef menn telja að hægt verði að halda í vínbúðir með óbreyttu sniði þegar allir aðrir, meðal annars þeir sem reka stærstu versl- anamiðstöðvar Bandaríkjanna þurfa að aðlaga sig breyttum veruleika, þá eru þeir hinir sömu á villigötum. ses@mbl.is Stefán Einar Stefánsson Pistill Heimabankar og vínbúðir STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Tækniráð Sorpu hefur samiðog birt á netinu grein-argerð um mismunandiúrræði við söfnun plasts og endurvinnslu á höfuðborgar- svæðinu. Við mat á árangri aðferða er horft til þjónustu við íbúa, um- hverfisáhrifa og kostnaðar. Skoðuð eru fimm möguleg kerfi til að auka söfnun á plasti á höfuðborgarsvæð- inu, kerfi sem annaðhvort eru þegar komin í rekstur, á tilraunastigi eða væntanleg. Fyrst er fjallað um núverandi skipulag, þar sem ekki er gert ráð fyrir neinni nýrri söfnun á plasti. Ætlað er að kerfið geti þróast þann- ig að allur plastúrgangur náist með tilkomu gas- og jarðgerðarstöðvar. Síðan eru raktar fimm leiðir sem til greina kemur að fara: Leið 1 felst í því að tekið verði upp tilraunakerfið sem er í prófun á Seltjarnarnesi um þessar mundir, þ.e. íbúar setja plastumbúðir í plast- poka, sá poki fer í orkutunnu (gráa/ svarta) og er flokkaður vélrænt frá í móttökustöð Sorpu í Gufunesi. Sorpa þarf að koma sér upp vélbún- aði en kostnaður liggur ekki fyrir nema gróflega og ekki ljóst hvaða tíma tekur að koma slíkum búnaði upp. Þetta kerfi nýtist við tilkomu gas- og jarðgerðarstöðvar. Leið 2 felst í því að öll heimili á svæðinu fái tunnu undir plast- úrgang, sem er nú um 20% af þyngd í orkutunnu en rúm 50% af rýmd úrgangs í tunnunni. Gert er ráð fyr- ir að gæði plastsins verði svipuð og gæði plasts úr grenndargámum og úr sérsöfnun Reykjavíkurborgar og tilraunaverkefninu á Seltjarnarnesi. Miðað er við að hámarks endur- greiðsla eins og hún er í dag vegna plastumbúða (80% plastumbúða í plaststraumnum) fáist frá Úr- vinnslusjóði. Leið 3 felst í að íbúar setji plast í blátunnuna með pappírsúrgangi, eins og í tilraunaverkefni sem er í gangi í Kópavogi. Kostnaður við móttöku er eins og þar. Leið 4 felst í því að íbúar velji um að fá plasttunnu frá sveitarfé- laginu, geti nýtt sér grenndargáma eða endurvinnslustöðvar eða fengið sér tunnu frá einkaaðilum. Þetta er kerfi Reykjavíkurborgar í dag, en þar er nú bannað að setja pappír í orkutunnuna. Að hluta er horft til hagræðingar við breytilega hirðu á blönduðu sorpi þegar plastefni fær- ast úr gráu tunnunni, en ekki er horft til mögulegrar hagræðingar við fækkun íláta fyrir blandaðan úr- gang. Ætla má að hún sé veruleg þar sem plastið er rúmmálsfrekasti úrgangurinn í gráu tunnunni. Leið 5 felst í því að engar tunn- ur séu undir plast en grennd- argámakerfið stórbætt. Það inni- haldi áfram sérstakan gám fyrir plastumbúðir (ásamt blátunnu- straumi og gleri/steinefnum). Líkt og með leið 4 er horft til hagræð- ingar. Niðurstaða skýrslunnar er að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæð- inu geti náð aukinni hagkvæmni, minni umhverfisáhrifum og komið til móts við vilja íbúa um aukna end- urvinnslu á plasti á fjölbreytta vegu. Miðað við einfaldað reiknilíkan er hægt að ná raunhæfum markmiðum í sátt við umhverfið með útfærslum sem lýst er með kostum og göllum í skýrslunni. Svo virðist sem kerfi sem nýtir núverandi orkutunnu (sem nær til allra heimila) sé hag- kvæmasta leiðin fyrir sveitarfélögin til að bjóða upp á söfnun á plasti frá heimilum því vélrænni flokkunar- aðferð fylgir lítill viðbótarkostnaður við vinnsluferli gas- og jarðgerðar- stöðvar. Til að ná auknum umhverf- islegum árangri með aukinni efnis- endurvinnslu er sérsöfnun á plasti í tunnu við heimili talin skilvirk lausn. Ljósmynd/Sorpa Plast Hægt er að ná tökum á plastúrgangi af heimilum fólks með ólíkum aðferðum. Mismunandi er hvernig sveitarfélögin standa að verki. Ólíkar leiðir til að endurvinna plast Árlega fara um 30 kg af plasti í urðun frá hverjum íbúa á höf- uðborgarsvæðinu. Aðeins um 1-2 kg af því plasti sem til fellur hjá íbúum skila sér nú flokkuð í end- urvinnslufarveg. Í tilraunaverk- efni á Seltjarnarnesi er mark- miðið að auka magnið í 15 kg á íbúa. Íbúar fá afhenta plastpoka sem ætlaðir eru undir hreinar plastumbúðir. Pokarnir eru til í tveimur stærðum, 120 lítra og 30 lítra. Minni pokarnir eru að- eins ætlaðir þeim sem nota sorp- rennur í fjölbýlishúsum. Plast- umbúðir sem til falla eru settar í pokann og þegar hann er fullur er bundið fyrir og pokinn settur með almennu heimilissorpi í gráu tunnuna. Sorphirðubílar flytja efni gráu tunnunnar í mót- tökustöð Sorpu í Gufunesi. Þar eru pokarnir með plastinu flokk- aðir frá öðrum úrgangi með vél- um. Plastið er síðan baggað og sent til Svíþjóðar í endurvinnslu. Þar er það flokkað eftir plastteg- undum, hreinsað, malað og svo nýtt sem hráefni í margvíslegar nýjar plastvörur. 30 kg af plasti frá hverjum TILRAUNAVERKEFNI

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.