Morgunblaðið - 06.05.2017, Page 30
30 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. MAÍ 2017
lÍs en ku
ALPARNIR
s
www.alparnir.is
P
P
Góð gæði
Betra verð
ÁRMÚLA 40 | SÍMI 534 2727
Lagersala
50%
afsláttur
af völdum
vörum
Spegillinn á baðinu
heima hjá þér getur
hugsanlega sagt eitt
og annað um útlit þitt
og jafnvel líðan þína
en hann getur ekki
sagt þér hve óendan-
lega dýrmætt eintak
eða dýrmæt mann-
eskja þú ert í eilífum
augum Guðs sem er
höfundur og full-
komnari lífsins og kærleikans.
Þess vegna skaltu endilega ef þú
ert að leita að fögru, dýrindis-
listaverki á veggina heima hjá þér,
einmitt, einfaldlega og endilega fá
þér spegil. Til að minna þig á að
þú ert eilífðar verðmæti í augum
Guðs hvað sem þér sjálfri eða
sjálfum kann að finnast eða ein-
hverjum öðrum.
Þitt framlag skiptir máli
Við erum Guðs börn og elskuð
af honum. Það er það sem skiptir
máli til að efla sjálfsmynd okkar í
nútíð og framtíð. Náð hans og
kærleikur nægja okkur til eilífs
lífs. Við munum komast af vegna
náðar Guðs. Ekki vegna eigin
rembings eða afreka.
Látum raddirnar í umhverfinu
sem alltaf eru að tala
okkur niður og segja
að við þurfum að
standast eitthvað og
gera ekki annað en
láta okkur finnast að
við séum ómöguleg
ekki ná tökum á okk-
ur eða tala okkur nið-
ur.
Hættum að gera
fólkið í kringum okkur
eða okkur sjálf að við-
miði um það hver við
erum eða hvernig við
ættum að vera. Leitumst heldur
við að sjá okkur sjálf og náungann
með elskuríkum augum Jesú
Krists sem lagði sjálfan sig í söl-
urnar fyrir okkur svo við kæm-
umst af og fengjum lifað.
Minnum okkur og aðra daglega
á það að við erum elskuverð og
óendanlega dýrmæt í hans augum.
Máttur Guðs, upprisukraftur
Jesú Krists býðst til og vill fá að
búa í okkur og vera með okkur svo
máttur hans fullkomnist í gegnum
okkar veikleika í auðmýkt og
þakklæti.
Framlag okkar á ævinnar göngu
skiptir því miklu máli. Er það ekki
þakkarvert að fá að vera farvegur
kærleika Guðs, sáttargjörðar hans
og náðar, miskunnar og fyrirgefn-
ingar, friðar og fagnaðarerindis?
Nálgun í samskiptum
Því skiptir öll nálgun í mann-
legum samskiptum svo miklu máli.
Að leitast við að tileinka sér hug-
arfar jákvæðni, vera uppörvandi
og hvetjandi. Kærleiksríkur von-
arneisti, hjálparhella og vitn-
isburður um lífið með allri okkar
umgengni, framkomu og veru.
Það er ekki okkar að reyna að
toppa einhverja hugmyndafræði.
Heldur að hvíla í undri lífsins og
njóta þess í þakklæti. Og segja frá
upprisukrafti lífsins og miðla kær-
leikanum og voninni svo friðurinn
fái flætt áreynslulaust og smitast
frá hjarta til hjarta.
Þannig verður ævigangan merk-
ingarfull og bærilegri. Því það er
líklega okkar eini tilgangur í þessu
blessaða jarðlífi sem er allt í senn
ljúft og sárt, fallegt og ljótt. Bæt-
um samskiptin og gerum lífið
betra.
Með samstöðu-, kærleiks- og
friðarkveðju.
Lifi lífið!
Eftir Sigurbjörn
Þorkelsson
Sigurbjörn Þorkelsson
» Það er ekki okkar að
reyna að toppa ein-
hverja hugmyndafræði.
Heldur að hvíla í undri
lífsins og njóta þess í
þakklæti og í sátt og
samlyndi.
Höfundur er ljóðskáld og rithöfundur
og aðdáandi lífsins.
Snýst ekki um að toppa
einhverja hugmyndafræði
Við Íslendingar er-
um um margt sérstæð
þjóð. Satt að segja
virðumst við mörg líta
svo á að við séum um
margt fyrirmynd-
arþjóð meðal þjóða.
Grípum til þessa mið-
að við höfðatölu, ef
þess gerist þörf.
– Hvurnig þá? spyr
útlendingurinn.
– Ja, við tölum til dæmis eitt af
sígildum tungumálum Evrópu og
við höfum engan her.
Gott og vel. Eitt sinn kynntist ég
á málþingi þáverandi menntamála-
ráðherra Kostaríka.
Hún sagði: Við höfum engan her.
Kennararnir eru okkar her.
– Nújá, sagði fólk. Dugir það?
– Ætli það fari ekki langleiðina?
sagði konan. Maðurinn minn er
varnarmálaráðherra. Í krafti þess
þurfti hann að taka á móti á ráð-
stefnu hermálaráðherrum annarra
Mið-Ameríkuríkja.
– Hvernig getur þú sofið rólega á
nóttunni hafandi engan her? spurðu
gestirnir?
– Hvernig getið þið sofið rólega á
nóttunni, hafandi her? svaraði
hann.
– Nei, við höfum engan her. Og
að hafa það sem kallað er heragi á
hlutunum þykir heldur ófínt hér.
Yfirleitt tölum við ekki mikið um
aga, í því felast einhverjar hömlur
fyrir einstaklinginn, einhver óþægi-
leg skylduboð. Ungviði nágranna-
landanna er gert að
sinna herskyldu
nokkra mánuði af
æskuárunum. Óbein-
línis eru þessir krakk-
ar að gegna herskyldu
fyrir okkur samtímis.
Reyndar hafa sumir á
orði að þessi skylda
hafi kennt þeim öguð
vinnubrögð. En ekki
höfum við nennt að
mælast til þess við
okkar unga fólk að
það sinni svipaðri
þegnskylduvinnu í nokkra mánuði á
æskuárunum í þágu samfélagsins,
t.d. með því að vinna skipulega
gegn gróðureyðingu eða plastsóða-
skapnum?
Því að við viðurkennum nú þrátt
fyrir allt, að hvert samfélag þarf að
setja sér reglur og lög, svo að við
getum lifað saman áreitnislítið. Þó
að við forðumst að tala um aga í
því samhengi.
Margir reyna að byrja á sjálfum
sér. Ég hef í bráðum tvo áratugi
sinnt kínverskri öndunarleikfimi,
sem miðar að agaðri öndun, agaðri
hugsun og einbeitingu. Í þessu
samhengi má nefna aga hins upp-
rétta manns, en okkur þykir þetta
gera gott, okkur sjálfum og jafnvel
öðrum.
Einn þáttur er almenn kurteisi,
sem oft er til orðin af hreint prakt-
ískum ástæðum; ef tveir mætast við
dyr, fer fyrst um dyrnar sá sem er
á útleið, þá myndast rúm inni fyrir
þann sem inn ætlar. Fremur skyn-
samlegt. Hér ryðst hver um annan
þveran.
Maður agar þann
sem maður elskar
Eftir Svein
Einarsson
Sveinn Einarsson
ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS