Morgunblaðið - 06.05.2017, Qupperneq 32
32 MESSURá morgun
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. MAÍ 2017
Aðventkirkjan í Reykjavík | Biblíufræðsla
kl. 11 laugardag. Guðsþjónusta kl. 12. Börn
frá Suðurhlíðarskóla sjá um dagskrá. Barna-
starf. Súpa og brauð eftir samkomu.
Aðventkirkjan í Vestmannaeyjum | Sam-
vera kl. 12 laugardag. Ræðumaður Sigríður
Kristjánsdóttir.
Aðventsöfnuðurinn á Suðurnesjum | Bibl-
íufræðsla kl. 11 laugardag. Guðsþjónusta kl.
12. Ræðumaður: Einar Valgeir Arason.
Aðventsöfnuðurinn í Árnesi | Biblíufræðsla
kl. 10 laugardag. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðu-
maður Jens Danielsen. Barna- og unglinga-
starf.
Aðventsöfnuðurinn í Hafnarfirði | Hátíðar-
guðsþjónusta kl. 11 laugardag. Ræðumaður
Gavin Anthony. Biblíufræðsla kl. 11.50. Barna-
og unglingastarf. Umræðuhópur á ensku.
Súpa og brauð eftir samkomu.
AKUREYRARKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11.
Prestur er Hildur Eir Bolladóttir. Kór Hjalla-
kirkju syngur undir stjórn Guðnýjar Ein-
arsdóttur.
ÁRBÆJARKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11.
Barnakór Seljakirkju syngur undir stjórn Rósa-
lindar Gísladóttur. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir
prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Árbæjar-
kirkju syngur og organisti er Krisztina Kalló
Szklenár. Sunnudagaskólinn er á sama tíma í
safnaðarheimilinu í umsjá Önnu Sigríðar
Helgadóttur og Aðaheiðar Þorsteinsdóttur.
ÁSKIRKJA | Messa kl. 11. Sigurður Jónsson
sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari.
Félagar úr Kammerkór Áskirkju leiða söng.
Magnús Ragnarsson leikur á orgelið. Kaffisopi
í Ási eftir messu.
ÁSTJARNARKIRKJA | Óvissuferð sunnu-
dagaskólans. Lagt af stað frá Ástjarnarkirkju
kl. 11. Börn verði í fylgd fullorðinna.
BESSASTAÐAKIRKJA | Vorhátíð hefst á fjöl-
skylduguðsþjónustu kl. 11. Að henni lokinni er
hátíð í safnaðarheimilinu Brekkuskógum 1.
Boðið verður upp á grillaðar pylsur.
BREIÐHOLTSKIRKJA | Vorferðalag Breið-
holtskirkju. Lagt af stað með rútu kl. 10, heim-
koma kl. 15. Takið með nesti fyrir daginn. Verð
1.000 kr. fyrir fullorðna, ókeypis fyrir börn.
Skráning í síma 567-4810/ 891-7562.
BÚSTAÐAKIRKJA | Fjölskyldumessa kl. 11
með léttum söng undir stjórn Jónasar Þóris
kantors. Daníel Ágúst Gautason og Hólmfríður
Ólafsdóttir djákni sjá um stundina. Boðið verð-
ur uppá grillaðar pylsur á eftir.
DIGRANESKIRKJA | Vortónleikar Kamm-
erkórs Digraneskirkju kl. 11. Organisti og kór-
stjóri er Sólveig Sigríður Einarsdóttir. Magnús
Björn Björnsson flytur bæn og les ritningar-
lestur. Sunnudagaskóli í kapellu á neðri hæð á
sama tíma. Veitingar í safnaðarsal að tón-
leikum loknum.
Dómkirkja Krists konungs, Landakoti |
Messa á sunnud. kl. 8.30 á pólsku, kl. 10.30
á íslensku, kl. 13 á pólsku, kl. 15 á litháísku
(7. maí en síðan ekki aftur fyrr en í júlí) og kl.
18 á ensku. Messa virka daga kl. 18, og má.
mi. og fö. kl. 8, lau. kl. 16 á spænsku og kl.
18 er sunnudagsmessa.
DÓMKIRKJAN | Hjálmar Jónsson prédikar
næstkomandi sunnudag. Dómkórinn syngur
og organisti er Kári Þormar.
FELLA- og Hólakirkja | Guðsþjónusta kl. 11.
Guðmundur Karl Ágústsson þjónar og prédik-
ar. Kirkjukórinn syngur undir stjórn Arnhildar
Valgarðsdóttur organista. Hulda Jónsdóttir
syngur einsöng. Kaffisopi eftir stundina. Með-
hjálpari er Jóhanna Freyja Björnsdóttir.
FRÍKIRKJAN Reykjavík | Guðsþjónusta kl.
14. Hjörtur Magni Jóhannsson leiðir stundina.
Sönghópurinn við Tjörnina leiðir tónlistina
ásamt Gunnari Gunnarssyni organista. Ferm-
ingarbörn og fjölskyldur þeirra eru hvött til að
mæta.
GLERÁRKIRKJA | Fjölskylduguðþjónusta og
vorhátíð barnastarfsins kl. 11. Sr. Gunnlaugur
Garðarsson og Eydís Ösp Eyþórsdóttir, æsku-
lýðsfulltrúi þjóna. Barna- og æskulýðskórinn
leiðir söng undir stjórn Margrétar Árnadóttur.
Kvöldmessa kl. 20. Sr. Gunnlaugur Garð-
arsson þjónar. Kór Glerárkirkju leiðir söng und-
ir stjórn Valmars Väljaots.
GRENSÁSKIRKJA | Morgunverður kl. 10 og
bænastund kl. 10.15. Barnastarf kl. 11. Loka-
samvera vetrarins, sem lýkur með pylsugrilli.
Messa kl. 11. Altarisganga. Samskot til ABC-
barnahjálpar. Messuhópur þjónar. Félagar í
kirkjukór Grensáskirkju syngja. Organisti er
Ásta Haraldsdóttir. Prestur er Ólafur Jóhanns-
son. Molasopi eftir messu. Hversdagsmessa
með léttu sniði á fimmtudag kl. 18.10-18.50.
Þorvaldur Halldórsson sér um tónlist.
GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti | Ferming-
arguðsþjónusta kl. 10.30. Prestar Karl V.
Matthíasson og Kristín Pálsdóttir. Organisti er
Hrönn Helgadóttir, kór Guðríðarkirkju syngur.
Meðhjálpari er Guðný Aradóttir, kirkjuvörður er
Lovísa Guðmundsdóttir.
HAFNARFJARÐARKIRKJA | Vorhátíð kl. 11-
13. Lokahátíð sunnudagaskólans. Barna- og
unglingakórar kirkjunnar syngja fyrst í kirkjunni
og hljómsveit spilar. Síðan verður farið í leiki
og pylsur verða á grillinu.
Vortónleikar barna- og unglingakóranna mánu-
dag kl. 18.
HALLGRÍMSKIRKJA | Messa og barnastarf
kl. 11. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og
þjónar fyrir altari ásamt hópi messuþjóna. Fé-
lagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja.
Organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Um-
sjón barnastarfs hefur Rósa Árnadóttir.
Bænastund mánud. kl. 12.15. Fyrirbænaguðs-
þjónusta þriðjud. kl. 10.30. Árdegismessa
miðvikud. kl. 8. Kyrrðarstund fimmtud. kl. 12.
HÁTEIGSKIRKJA | Messa kl. 11. Prestur er
María Ágústsdóttir. Kári Allansson stýrir söng
kórs Háteigskirkju og leikur á orgel. Karen
Hjartardóttir guðfræðinemi prédikar. Að
messu lokinni er boðið upp á léttan hádeg-
isverð í safnaðarheimilinu og síðan fer fram
aðalfundur Háteigssafnaðar.
HJALLAKIRKJA Í Ölfusi | Vormessa kl. 14.
Kór Þorlákskirkju syngur. Organisti er Miklos
Dalmay. Prestur og djákni þjóna fyrir altari.
HJALLAKIRKJA Kópavogi | Karlahópur
Hjallakirkju sér um og leiðir helgihaldið ásamt
Sigfúsi Kristjánssyni. Þorvaldur Halldórsson
mun leiða söng og lofgjörð. Baldur Hans Úlf-
arsson flytur hugleiðingu. Eftir helgistund verð-
ur Pálínuboð í safnaðarsal.
HRAFNISTA REYKJAVÍK | Guðsþjónusta kl.
14 í samkomusalnum Helgafelli. Félagar í
Kammerkór Áskirkju syngja. Organisti er
Magnús Ragnarsson. Ritningarlestra les Krist-
ín Guðjónsdóttir. Prestur er Svanhildur Blön-
dal.
HVERAGERÐISKIRKJA | Messa og ferming
kl. 10.30.
HVÍTASUNNUKIRKJAN Fíladelfía | Sam-
koma kl. 11. Samkoma á spænsku kl. 13,
Reuniónes en español. Samkoma á ensku, kl.
14. English speaking service.
ÍSLENSKA Kristskirkjan | Samkoma með
lofgjörð og fyrirbænum kl. 13. Ólafur H. Knúts-
son prédikar. Eftir stundina verður kaffi og
samfélag.
KEFLAVÍKURKIRKJA | Fermingar klukkan
11 og 14. Kór Keflavíkurkirkju syngur undir
stjórn Arnórs organista og messuþjónar verða
Stefán Jónsson, Ólöf Sveinsdóttir og Kristinn
Þór Jakobsson.
10. maí verður vorferð kyrrðarstundar-
samfélagsins. Lagt verður af stað klukkan 11
og Neskirkja sótt heim og þar tekur sr. Skúli
Ólafsson á móti okkur . Boðið upp á súpu og
brauð í safnaðarheimili kirkjunnar.
KÓPAVOGSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11.
Sigurður Arnarson sóknarprestur prédikar og
þjónar fyrir altari ásamt Ástu Ágústsdóttur
djákna. Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn
Lenku Mátéová kantors. Eftir guðsþjónustu
verður aðalsafnaðarfundur í safnaðarheimilinu
Borgum.
LANGHOLTSKIRKJA | Fjölskylduguðsþjón-
usta kl. 11. Sr. Jóhanna Gísladóttir og Snævar
Jón Andrjesson æskulýðsfulltrúi leiða stund-
ina ásamt Bryndísi Baldvinsdóttur sem spilar
undir. Kór Vogaskóla undir stjórn Margrétar
Hrafnsdóttur tekur lagið. Messuþjónar að-
stoða við helgihaldið. Kaffi og meðlæti eftir
stundina í safnaðarheimili.
Vorferð starfs eldri borgara 10. maí.
LAUGARNESKIRKJA | Fermingarmessa kl.
11. Miðvikudagur kl. 12. Kyrrðarstund. Hugljúf
tónlist, hugvekja, altarisganga og fyrirbænir.
Fimmtudagur kl. 14. Helgistund fé-
lagsmiðstöðinni Dalbraut 18-20. Sr. Davíð Þór
Jónsson og Arngerður María Árnadóttir org-
anisti.
LINDAKIRKJA í Kópavogi | Sunnudagaskóli
kl. 11. Guðni Már og sunnudagaskólakenn-
ararnir. Guðsþjónusta kl. 20. Hljómsveitin
Sálmari leiðir tónlistina. Guðni Már Harðarson
þjónar. Kaffi og samfélag eftir messu.
NESKIRKJA | Messa og sunnudagaskóli kl.
11. Félagar úr Kór Neskirkju syngja og leiða
söng, organisti er María Kristín Jónsdóttir.
Steinunn A. Björnsdóttir prédikar og þjónar fyr-
ir altari. Sunnudagaskólinn verður að venju.
Hann er í umsjá Stefaníu Steinsdóttur, Katr-
ínar H. Ágústsdóttur og Ara Agnarssonar. Sam-
vera á kaffitorginu eftir stundirnar.
SELFOSSKIRKJA | Messa kl. 11. Organisti
er Edit A. Molnár, kirkjukórinn syngur. Prestur
Guðbjörg Arnardóttir. Félagar úr Gídeonfélag-
inu taka þátt í messunni. Súpa og brauð í
safnaðarheimilinu á eftir.
SELJAKIRKJA | Hin árlega kirkjureið. Riðið
verður að Seljakirkju, þar sem verða rétt og
gæsla. Guðsþjónustan hefst kl. 14. Valgeir
Ástráðsson prédikar. Brokkkórinn syngur undir
stjórn Magnúsar Kjartanssonar. Að lokinni
guðsþjónustu verður kirkjukaffi. Lagt verður af
stað úr hesthúsahverfunum kl. 12.30, í Víði-
dal frá skiltinu, riðið um Heimsenda þar sem
hóparnir sameinast.
Guðsþjónusta í Skógarbæ kl. 15.30. Sr. Ólafur
Jóhann Borgþórsson prédikar.
SELTJARNARNESKIRKJA | Fræðslumorg-
unn um Sir Winston Churchill kl. 10. Guðsþjón-
usta kl. 11. Sóknarprestur þjónar. Organisti
kirkjunnar leikur. Ragnhildur Dóra Þórhalls-
dóttir leiðir almennan safnaðarsöng og syngur
einsöng. Kaffiveitingar og samfélag eftir at-
höfn.
VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði | Krútt-
messa fyrir börn á öllum aldri kl. 11. Umsjón
María og Bryndís. Hressing í safnaðarsalnum
á eftir.
ORÐ DAGSINS: Ég mun
sjá yður aftur.
(Jóh. 16)
Morgunblaðið/Sigurður Ægisso
Glerárkirkja á Akureyri.
Þvotturinn verður barnaleikur.
Sápuskömmtun er sjálfvirk.
TwinDos með tveimur fösum.
Fyrir hvítan og litaðan fatnað.
Treystu Miele W1 þvottavélum með TwinDos
fyrir því sem skiptir þig mestu máli. Þú verður
sannarlega í góðum höndum. Innbyggða
og sjálfvirka skömmtunarkerfið auk
þvottaefnafasanna tveggja vinna fullkomlega
saman. Þetta tryggir að rétt magn af réttri
tegund þvottaefnis er skammtað inn á réttum
tímapunkti – fyrir fullkominn þvottaárangur
og án þess að nota of mikið þvottaefni.
Miele. Fyrir allt sem þér þykir virkilega
vænt um.
*þegar keypt er
Miele W1 með
TwinDos þangað
til 8. mars 2018
Fríar ársbirgðir af
þvottaefni*
– fyrir dýrin þín
Bragðgott, ho
llt og næringa
rríkt
Smáralind | Kringlunni | Reykjanesbæ | AMH – Akranesi | MyPet Hafnarfirði | Sími 511-2022 | www.dyrabaer.is
ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS
HVAR ER
NÆSTA
VERKSTÆÐI?