Morgunblaðið - 06.05.2017, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 06.05.2017, Qupperneq 34
34 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. MAÍ 2017 ✝ Kjartan Sig-urgeirsson raf- virkjameistari fæddist á Eskifirði 18. maí 1951. Hann lést á gjörgæslu- deild Landspítalans við Hringbraut 28. apríl 2017. Foreldrar Kjart- ans voru Sigurgeir Helgason, f. 21. ágúst 1922, d. 16. nóvember 2006, og Elinóra Björgvinsdóttir, f. 27. júní 1924, d. 28. desember 1979. Systkini Kjartans eru Sigríður Karen, f. 22. júní 1946, og Helgi Geir, f. 3. apríl 1958. Sigríður Karen, eig- inmaður hennar var Friðrik Kristjánsson, f. 6. maí 1943, d. 6. október 1986, þeirra börn eru Elinóra, f. 26. janúar 1965, Kristján, f. 9. ágúst 1968, og Friðrik Jónas, f. 28. júní 1974. Sigríður Karen er í sambúð með Gunnari Erni Haraldssyni, f. 13. september 1942. Helgi Geir, hans börn eru Elsa Særún, f. 2. nóvember 1979, og Sigurgeir Þór, f. 8. október 1983. Fyrrver- andi eiginkona hans og barns- Martin Shaddock, f. 16. júlí 1967. Sigurlína Hrund, f. 28. október 1977, gift Frosta Sig- urgestssyni, f. 24. maí 1974, þeirra börn eru Elínborg María, f. 24. desember 2005, Ásrún Ólöf, f. 11. maí 2008, og Ingvar Þór, f. 10. febrúar 2011. Karen Ýr, f. 16. september 1987, henn- ar dóttir er Júlía Ásta Ólafs- dóttir, f. 16. maí 2013, barns- faðir Ólafur Rúnar Margeirs- son, f. 2. janúar 1984. Fyrir átti Kjartan dótturina Lilju, f. 8. apríl 1972. Móðir Rannveig Ívarsdóttir, f. 13. ágúst 1950. Börn Lilju eru Sara Hlín Hall- dórsdóttir, f. 25. febrúar 1997, og Eiður Otti Halldórsson, f. 2. maí 1999. Sambýlismaður Lilju er Þrúðmar Karlsson, f. 1. sept- ember 1970. Kjartan ólst upp á Eskifirði. Hann var í framhaldskóla að Lundi í Axarfirði í tvo vetur og síðan lauk hann rafiðnaðarnámi í Iðnskóla Akureyrar 1970, sveinsprófi 1974 og meistara- námi í rafvirkjun 1976. Hann flutti til Fáskrúðsfjarðar ásamt eiginkonu sinni 1975 og vann hann lengst af hjá Loðnuvinnsl- unni sem rafvirkjameistari. Kjartan fór síðan að vinna hjá Alcoa Fjarðaáli árið 2006 og vann þar fram að andláti. Kjartan verður jarðsunginn frá Fáskrúðsfjarðarkirkju í dag, 6. maí 2017, kl. 14. móðir er Ásdís Haf- rún Benediktsdótt- ir, f. 20. mars 1959. Kjartan kvæntist Stefaníu Borghildi Ólafsdóttur, f. 22. maí 1953, hinn 17. júní 1973. Foreldr- ar hennar voru Ólafur Þórlindsson, f. 20. desember 1919, d. 25. júní 1996, og Arnbjörg Einarsdóttir, f. 16. janúar 1919, d. 25. nóvember 1992. Systkini Stefaníu Borghildar eru Rögn- valdur, f. 5. júní 1949, Þórunn, f. 1. febrúar 1948, og Þórlindur, f. 2. apríl 1951. Kjartan og Stefanía Borghild- ur eignuðust fjögur börn. Dreng, f. andvana 13. febrúar 1973. Arnbjörgu Ólöfu, f. 22. mars 1975, hennar börn eru Kjartan Freyr Hlöðversson, f. 8. október 1995, með fyrri eig- inmanni, Hlöðveri Þór Ólafs- syni, f. 7. mars 1972. Anya Hrund, f. 17. júlí 2002, Kaleb Týr, f. 10. janúar 2006, og Alvar Joseph, f. 6. maí 2010, með seinni eiginmanni, Christopher Margt hefur farið i gegnum hugann meðan ég held í hönd þína á gjörgæslunni á Hring- braut síðastliðnar sjö vikur. Tíminn stóð oft í stað og það tók á að fylgjast með þér verða veik- ari með hverri vikunni sem leið, vitandi það að líkur á að þú kæmist í flókna skurðaðgerð urðu fljótlega hverfandi litlar. Góðar minningar frá barn- æsku dúkka upp þar sem stríðn- ispúkinn hann frændi minn tusk- aðist í mér endalaust, fjórtán ár á milli okkar er ekki mikið í dag en var himinn og haf þá. Þú bjóst í næsta húsi með afa og ömmu, sennilega hefur þér þótt nóg um dekrið á stelpuskottunni hjá þeim. Ég var skírð á ferm- ingardaginn þinn og upphaflega planið var að þú myndir halda á litlu frænku undir skírn en guggnaðir á síðustu stundu, 14 ára pilturinn, þegar ég hugsa út í það finnst mér þú hafa verið hugaður að ætla að halda á litlu barni undir skírn á sjálfan ferm- ingardaginn. Þú varst góð fyrirmynd, heið- arlegur, blíður við þitt fólk en vildir að þér yrði hlýtt, stóðst fast á þínu, hörkuduglegur til vinnu, hláturinn þinn svo dill- andi og smitandi, góður frændi sem ég leit upp til. Mamma hef- ur misst góðan bróður, ykkar samband var einlægt og alltaf gaman að heyra þegar hún sagði „ég var að tala við bróa“, þá vissi ég að það kæmu sögur þar sem hún náði þér vel. Ég veit að afmælisbarn dags- ins, hann pabbi, tekur á móti þér með útbreiddan faðminn og leið- ir kannski lítinn dreng sér við hlið sem bíður spenntur eftir að kynnast þér. Takk fyrir allt, kæri frændi, þín verður saknað. Kveðja, Elinóra Friðriksdóttir. Í uppvextinum á sjötta og sjö- unda áratuginum voru ekki mikil samskipti á milli krakka og ung- linga sem bjuggu sitt hvoru megin við Oddsskarðið en þó kom fyrir að það var hittingur á samkomum eða einhverjum tylli- dögum. Einn af þeim sem ég kynntist lítillega þá var Kjartan, en leiðir okkar áttu eftir að liggja ótrúlega mikið saman ára- tug seinna. Þá fluttum við báðir á svipuðum tíma til Fáskrúðs- fjarðar, báðir stofnuðum við heimili þar og höfum búið þar alla tíð síðan. Flest árin höfum við unnið hjá sama fyrirtækinu, fyrst hjá Kaupfélagi Fáskrúðs- firðinga og dótturfyrirtækjum í u.þ.b. 30 ár og síðustu ríflega fimm árin hjá Alcoa Fjarðaáli. Kjartan lærði rafvirkjun og starfaði við hana allan sinn starfsaldur. Hann var rafvirki hjá Kaupfélagi Fáskrúðsfirðinga og sá um og stjórnaði allri vinnu við viðhald, endurnýjun og upp- byggingu í sínu fagi hjá fjöl- þættu fyrirtæki. Þegar Alcoa byrjaði að byggja hér færði hann sig um set og vann hjá því fyrirtæki frá byrjun fram á þennan dag sem rafvirkjameist- ari Alcoa Fjarðaáls. Kjartan var fagmaður fram í fingurgóma og alls staðar þar sem hann kom nálægt var vandað til verka. Það var ómetanlegt að hafa sam- starfsmann eins og hann þegar vanda þurfti að leysa, hafsjór af þekkingu í sínu fagi, ráðagóður og alltaf tilbúinn að vinna og greina vandamálin. Þegar Kjart- an hætti hjá KFFB skilaði hann af sér góðu búi, það vita þeir best sem við því tóku. Fimm ár- um eftir að leiðir okkar skildu hjá KFFB lágu þær aftur saman hjá Alcoa. Sannfærðist ég um það sem ég vissi að Kjartan var þar fremstur meðal rafvirkja, gekk þar að öllum verkum af sinni hógværð og rólegheitum og kom með lausnir sem enginn efaðist um, hann var hvalreki fyrir hið nýstofnaða fyrirtæki eins og hann hafði verið hjá KFFB. Kjartan var hvers manns hug- ljúfi, rólegur, orðvar, hafði góð- an húmor og stríðinn var hann. Eitt þoldi Kjartan ekki, það var fúsk og fúskarar. Lífið er ekki alltaf sanngjarnt og áföllin gera ekki alltaf boð á undan sér og hann fékk hjartaáfall fyrir sex vikum og átti ekki afturkvæmt til okkar hingað austur. Ég kveð samstarfsmann og vin með trega og sárum söknuði um leið og við Guðrún vottum Boggu, börnum og barnabörnum og öðrum í fjölskyldunni okkar dýpstu samúð. Megi góðar minningar um góðan og ljúfan mann ylja ykk- ur. Eiríkur Ólafsson. Kjartan Sigurgeirsson Nokkur kveðju- orð til vinkonu sem nú hefur lagt uppí ferðina frá okkur á annað tilverustig. Við Birna kynntumst árið 1996 en þá höfðum við María dóttir hennar fyrir skömmu hafið sambúð. Þá var hún um það bil að ljúka farsælum starfsferli hjá Pósti og síma. Næstu árin dvaldi hún á heimili okkar Mar- íu oft nokkrar vikur í senn og fylgdist af áhuga með mannlíf- inu í sveitinni og því er leit að búskapnum hér heima. Hún kom nánast alltaf norður um sauðburðinn og tók að sér heimilishaldið. Ógleymanleg verður natni hennar við að sinna litlum og vanburða lömb- um, koma í þau hita og næringu þannig að þau kæmust á fót. Þessi umhyggja fyrir þeim sem var á einhvern hátt veik- burða eða átti undir högg að sækja fannst mér vera henni meðfædd og átti ekki síður við um mannfólkið. Birna sagði mér oft frá æsku- og uppvaxt- arárum sínum á Vatnsleysu- ströndinni þar sem hún ólst upp í stórum systkinahópi. Augljóst var að hún minntist æskuáranna með gleði því bjarma brá á augnaráðið þegar hún minntist þessa tíma þrátt fyrir að aðstæður ungs fólks væru í flestu gjörólíkar því sem nú er. Eftir að Birna flutti til Noregs fyrir nokkrum árum þar sem hún dvaldi í skjóli son- ar síns og tengdadóttur varð samband okkar minna en annað slagið barst mér kveðja frá henni. Ég vil að lokum þakka heiðurskonunni Birnu Vilborgu fyrir hjálpsemi og vinsemd í minn garð og ekki síður allar skemmtilegu stundirnar sem við áttum saman. Blessuð sé minning hennar. Ættingjum hennar votta ég samúð mína. Örn Þórarinsson. Nú er elsku amma Biddan mín og langamma hans Jakobs farin fyrir fullt og allt. Stund- um finnst mér ég samt hafa misst hana fyrir löngu þegar hún fór til Noregs og fannst Birna Vilborg Jakobsdóttir ✝ Birna VilborgJakobsdóttir fæddist 18. október 1929. Hún lést 8. apríl 2017. Útför Birnu fór fram 27. apríl 2017. mér það oft leiðin- legt. Ég átti samt alltaf von á að sjá hana aftur en nú er sú von horfin. Ég tengi ömmu alltaf við pönnu- kökur en þeir sem þekkja mig best vita að pönnukökur eru það allra besta sem ég fæ og þar að auki gerði amma Bidda þær bestu í heimi! Amma prjónaði líka svo mikið af fallegum ullarsokkum á mig sem ég notaði mikið og á ennþá tvö pör með risagötum eftir að hafa verið ofnotaðir. Ég á margar góðar minn- ingar úr Fljótunum þar sem ég dvaldist við sauðburð nokkur sumur ásamt ömmu hjá Maju og Erni á Ökrum. Amma stóð sig með eindæmum vel í eld- húsinu og það var alltaf svo góð tilfinning að koma inn í hádeg- is- og kvöldmat eftir að hafa verið að brasa með Erni í fjár- húsinu. Það var líka svo góð til- finning að fara að sofa á kvöld- in eftir mjólkurkex og ömmu- knús. Ég hef saknað ömmu lengi og velti ennþá fyrir mér hvort hún hafi fengið bréfin sem ég sendi henni og sónarmyndina af Jakobi Tristani. En þann 28. desember 2016 eignaðist ég minn fyrsta son sem ég skírði í höfuðið á föður mínum, sama fallega nafni og amma valdi fyr- ir sinn fyrsta son fyrir tæpu 71 ári eftir föður sínum. Í dag fékk ég staðfestingu á því að hún hefði vitað nafnið á honum og að henni hefðu verið sýndar myndir af honum. Það gladdi hjartað mitt. Elsku amma lést þann 8. apríl 2017 en eftir að fréttirnar náðu hingað til Rómar tók það mig alveg þó nokkra daga að átta mig almennilega á því að elsku amma Bidda væri farin og vonin um að hitta hana aftur brast í raun ekki fyrr en í dag, 29. apríl. Mikið hefði ég viljað að litli strákurinn minn hefði fengið þau forréttindi eins og ég að smakka pönnukökurnar hennar og að eignast ullar- sokkapar prjónað í litlu hönd- unum hennar ömmu. Hvíldu í friði, elsku amma og langamma okkar. Saknaðarkveðjur, Margrét Björg Jak- obsdóttir og Jakob Tristan Carter, Róm, Ítalíu. Það er sárt að missa ástvini en það sem mildar sárs- aukann eru minn- ingar. Minningarnar sækja á og með tímanum verða þær margar. Um hugann líða minningar um góða konu. Minningar um Ellu og varla er hægt að hugsa um hana án þess að Friðrik fylgi með. Þetta var eins og eitt orð, Ella og Friðrik, þó að það séu 12 á síðan Friðrik féll frá. Ég ólst upp í tvíbýli á Sunnu- veginum með Ellu og Friðrik á efri hæðinni og krökkunum þeirra þeim Kristjáni Skúla, Friðriki og Herborgu. Pabbi og Friðrik byggðu húsið, sprengdu það úr hraunhól eins og þeir sögðu og það var flutt inn í það sumarið 5́6. Að alast upp á Sunnuveginum var einstakt. Svo- lítið eins og að tilheyra mjög stórri fjölskyldu. Alltaf var hægt að leita upp ef á þurfti að halda og ósjaldan var mamma uppi hjá Ellu eða Ella niðri hjá mömmu. Þetta var svolítið eins og að eiga varamömmu. Enda yljaði það mér alltaf um hjartarætur þegar Elín Kristbergsdóttir ✝ Elín Krist-bergsdóttir fæddist í Reykjavík 1. nóvember 1929. Hún lést 10. apríl 2017. Útför Elínar fór fram 2. maí 2017. við vorum stödd ein- hvers staðar og Ella sagði „ég á svo mik- ið í henni þessari“ og átti við mig. Þau á efri hæðinni til- heyrðu fjölskyld- unni. Ekki komu jól nema farið væri upp og óskað gleðilegra jóla. Fyrir jólin sameinuðust kon- urnar í hverfinu við að undirbúa jólabasarinn og þar var Ella í fararbroddi. Hún var listfeng og voru fígúrurnar sem hún gerði fyrir basarinn lista- verk. Við stelpurnar í götunni fengum að fylgjast með og prófa smá og var það mikil ábyrgð að fá að setja munn, augu eða nef í andlit á snjókalli eða jólakellingu undir leiðsögn Ellu. Hún var allt- af að föndra eða mála og skilur eftir sig mörg glæsileg handverk. Flestar mæður á þessum tíma voru heimavinnandi en Ella var verslunarkona. Hún rak sælgæt- is- og kökubúð og seinna átti hún Snyrtivöruverslunina Elínu sem margir Hafnfirðingar muna enn eftir. Það var ólýsanlegt ævintýri fyrir mig, unga stelpuna, að fá að taka þátt í Þorláksmessuönninni í búðinni þegar opið var til 23 og afgreiða þá sem voru að kaupa eitthvað á síðustu stundu áður en jólin skullu á. Heimili hennar var fallegt og hlýlegt og þar leið manni vel. Yndislegt var að koma upp í byrjun aðventu og allt var tilbúið fyrir jólin. Desembermán- uður hjá Ellu fór í jólaösina í búð- inni. Ella var glæsileg, kraftmikil og skemmtileg kona og alltaf var nóg að gerast í kringum hana. Hún hafði mikinn áhuga á lífinu og hafði áhuga á öllu sem manni viðkom. Ég óx úr grasi, varð full- orðin og flutti af Sunnuveginum. En tengslin við Ellu slitnuðu aldrei og þegar börnin mín og barnabarn fæddust þá hafði hún áhuga á þeim. Spurði um þau og þegar fjölskyldan kom saman og fagnaði tímamótum þá var Ella og hennar fjölskylda með. Hlýja, vinátta og trygglyndi eru orð sem koma upp í hugann núna þegar við kveðjum Ellu. Við þökkum henni fyrir samfylgdina og gleðjumst yfir því að hafa átt hana að. Við eigum minningarn- ar, bjartar og fallegar. Við mun- um sakna hennar en vitum að hún verður með okkur alltaf. Kristín, Ásbjörn, Tinna, Jón, Tindur Orri, Ylfa Hrönn, Styrmir Ási og Jón Finnsson. Með Ríkarði Más- syni er góður maður fallinn í valinn of snemma. Ég kynnt- ist honum þegar ég starfaði hjá sýslumannsembætt- inu á Sauðárkróki árin 2002 til 2005. Ríkarður var vinnusamur og grandvar embættismaður og ævistarf hans var starf sýslu- mannsins. Hann sagði mér ein- hvern tímann að honum hefði aldrei leiðst í því starfi. Ríkarður kenndi mér þá mik- ilvægu reglu að embættismenn (eða ríkisstarfsmenn eins og við heitum í dag) væru þjónar al- Ríkarður Másson ✝ Ríkarður Más-son fæddist í Reykjavík 29. jan- úar 1943. Hann lést 3. apríl 2017. Útför Ríkarðs fór fram 28. apríl 2017. mennings og því þjónustuhlutverki mætti maður aldr- ei gleyma, sama hvað á reyndi í samskiptum við fólk. Þessa reglu hef ég ávallt haft hugfasta í störfum mínum. Ríkarður var ró- lyndur og yfirveg- aður maður og mér fannst hann alltaf einstak- lega sanngjarn í verkum sínum, jafnvel þótt hann glímdi við hin erfiðustu mál. Ríkarður var gestrisinn og við hjónin minn- umst áranna í Skagafirði og samskiptanna við Ríkarð og Herdísi með hlýhug. Við vottum að endingu fjöl- skyldu Ríkarðs Mássonar okkur innilegustu samúðarkveðjur Veturliði Þór Stefánsson. Útfararstofa kirkjugarðanna Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Útfarar- og lögfræðiþjónusta Við önnumst alla þætti undir- búnings og framkvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin. Við þjónum með virðingu og umhyggju að leiðarljósi og af faglegum metnaði. Vesturhlíð 2 Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is Ellert Ingason, umsjón sálmaskrár

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.