Morgunblaðið - 06.05.2017, Síða 38
38 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. MAÍ 2017
✝ Júlíus Guð-mundsson
fæddist 22. sept-
ember 1922 á Bust-
húsum í Hvalsnesi.
Hann andaðist á
Landspítalanum í
Fossvogi 8. apríl
2017.
Foreldrar hans
voru Guðmundur
Júlíus Júlíusson
verkamaður, fædd-
ur 13. ágúst 1900, dáinn 18.
mars 1986, og Jarþrúður Bern-
harðsdóttir húsmóðir, fædd 25.
febrúar 1900, dáin 1. janúar
1988.
Júlíus var elstur átta systk-
ina. Þau eru: 1) Heiða, f. 9.2.
1924, d. 10.7. 1994. 2) Guðrún, f.
1959. Eiginkona hans: Þórný El-
ín Ásmundsdóttir dagforeldri,
fædd 5. júlí 1960, dáin 9. október
2002. Börn þeirra eru: a) Gunn-
ar Júlíus Guðmundsson, f. 22.
september 1984, d. 16. ágúst
2013, dóttir hans er Emilía Ljós
Gunnarsdóttir, f. 26. febrúar
2010, b) Arnþór Fannar Guð-
mundsson verslunarmaður, f. 1.
september 1990. c) Berglind
Björg Guðmundsdóttir versl-
unarmaður, f. 2. nóvember 1995.
Júlíus sleit barnsskónum við
Hverfisgötuna í reykjavík þar
sem hann ólst upp. Eftir að hafa
lokið stúdentsprófi frá Mennta-
skólanum í Reykjavík fór Júlíus
til Bandaríkjanna þar sem hann
nam efnafræði á árunum 1942-
1946. Að námi loknu í Banda-
ríkjunum hélt Júlíus heim til Ís-
lands og hóf störf sem efnafræð-
ingur hjá Fiskifélaginu sem
síðar varð að Rannsóknarstofn-
un fiskiðnaðarins Skúlagötu 4.
Þar starfaði hann til starfsloka.
Útförin fór fram í kyrrþey.
31.10. 1925. 3)
Agnes, f. 23.10.
1926, d. 21.10.
2014. 4) Jórunn, f.
23.6. 1929, d. 24.6.
1970. 5) Anna, f.
17.10. 1930, d. 29.1.
2005. 6) Bern-
harður, f. 17.10.
1930, d. 5.10. 2006.
7) Árni, f. 16.12.
1931.
Eiginkona Júl-
íusar var Þuríður Ingibjörg
Gunnarsdóttir húsmóðir, f. 9.
maí 1917, d. 17. október 1985.
Börn þeirra: 1) Sveinlaug Júl-
íusdóttir húsmóðir, f. 26. júní
1950, d. 10. apríl 2008. 2) Guð-
mundur Júlíus Júlíusson dúk-
lagningameistari, f. 26. október
Látinn er í hárri elli Júlíus
Guðmundsson móðurbróðir
minn, 94 ára að aldri. Ljúfar
minningar líða um hugann þeg-
ar ég hugsa til Júlíusar en þær
ná þó einungis tæpan áratug
aftur í tímann. Kynni okkar
hófust fyrst af alvöru í
tengslum við ættarmót sem var
haldið árið 2009. Vissulega hefði
ég viljað fá að kynnast Júlíusi
fyrr og betur en er þakklátur
fyrir þær samverustundir sem
við þó áttum.
Júlíus var einstakt prúð-
menni og mikill heiðursmaður,
hann var góður húmoristi og
hafði yndi af því að segja sögur
og slá á létta strengi. Hann var
margfróður og góður sagna-
maður og því lögðu allir vel við
hlustir þegar hann í góðra vina
hópi sagði hnyttnar sögur frá
gömlum og góðum tímum. Hann
var mjög minnugur og hefði án
vafa getað orðið framúrskar-
andi sagnfræðingur.
Oft var Perlan valin sem
fundarstaður en þar hittumst
við með frændfólki okkar frá
Ameríku, nutum útsýnisins yfir
Reykjavíkurborg, drukkum
kaffi og ræddum málin. Þá var
Júlíus í essinu sínu, sagði
skemmtilegustu sögurnar með
glettnisglampa í augunum. Júl-
íus útskrifaðist sem efnafræð-
ingur frá háskóla í Bandaríkj-
unum og talaði því reiprennandi
ensku.
Júlíus var heilsuhraustur og
andlega hress þótt líkamlegri
heilsu hans hafi hrakað síðustu
árin. Hans helsta áhugamál var
bridds sem hann spilaði allt þar
til fyrir örfáum árum. Einnig
stundaði hann golf af kappi á
sínum yngri árum.
Það sem kemur fyrst upp í
hugann þegar ég minnist Júl-
íusar er hans þægilega og milda
rödd, yfirvegað og virðulegt fas
hans og þær miklu gáfur sem
hann var gæddur, hógværð
hans og hlý og góð nærvera. En
fyrst og fremst var Júlíus sann-
ur og góður maður.
Minningin um mætan mann
varðveitist í hjörtum okkar um
ókomna tíð.
Ingi Guðjónsson.
Júlíus
Guðmundsson
✝ Gunnar Sig-urðsson í Hlíð á
Þingeyri fæddist í
Innri-Lambadal í
Dýrafirði 6. maí
1931. Hann lést á
hjúkrunarheimilinu
Eyri á Ísafirði 24.
apríl 2017.
Foreldrar Gunn-
ars voru Sigurður
Jónsson, f. 10. júlí
1888, d. 11. mars
1941, frá Næfranesi við Dýra-
fjörð, og Margrét Arnfinnsdóttir,
f. 21. júní 1895, d. 14. janúar 1969,
frá Lambadal við Dýrafjörð.
Gunnar var áttunda barn for-
eldra sinna en þau eignuðust níu
börn. Systkini Gunnars voru: Sig-
urlaug, f. 11.1. 1914, d. 17.4. 2000,
Lilja, f. 1.5. 1915, d. 6.11. 2007,
Sigurður Pjetur, f. 23.3. 1918, d.
Dóttir Ólafar er Saga Ólöf. 2)
Einar Albert, f. 23. janúar 1967,
maki hans er Sunee Phothiya.
Gunnar sótti nám í Bændaskól-
anum á Hvanneyri í kringum árið
1950 þar sem hann lærði m.a. á
jarðýtu og starfaði eftir það um
nokkurra ára skeið hjá Rækt-
unarsambandi Vestur-
Ísafjarðarsýslu við að slétta tún
hjá bændum og mokstur á
Hrafnseyrarheiði, auk vega-
vinnu. Síðar nam hann Trésmíði í
Iðnskólanum á Patreksfirði og
lauk þaðan meistaraprófi árið
1967. Gunnar var alla tíð sjálf-
stætt starfandi trésmiður og kom
að byggingu mannvirkja víða um
Vestfirði. Hann rak verkstæði á
Þingeyri til margra ára auk
verslunar, en frá árinu 1984 rak
hann eingöngu verslun allt til árs-
ins 2004 er hann lét af störfum
fyrir aldurs sakir.
Útför Gunnars verður gerð frá
Þingeyrarkirkju í dag, 6. maí
2017, klukkan 14.
9.4. 1945, Jón Þor-
steinn, f. 22.1. 1920,
d. 4.5. 2015, Arn-
fríður Kristíana, f.
30.7. 1923, d. 5.4.
1999, Einar Garðar,
f. 23.7. 1927, d. 19.4.
1990, Jóhann Sig-
urlíni, f. 8.7. 1928,
Guðmundur Þ., f.
3.3. 1934, d. 29.10.
2002.
Gunnar ólst upp í
Innri-Lambadal til sjö ára aldurs
er foreldrar hans fluttu í Neðsta-
Hvamm við Dýrafjörð árið 1938.
Gunnar kvæntist Jóhönnu Jóns-
dóttur, f. 22. apríl 1936, frá Vind-
heimum við Tálknafjörð árið
1954 og eignuðust þau tvo syni: 1)
Hrafn Ingvar, f. 2. október 1950.
Börn Ingvars eru: a) Hrafnhildur,
b) Gunnar Páll, c) Ólöf Jóhanna.
Með nokkrum orðum langar
mig að minnast Gunnars Sigurðs-
sonar, eða Gunnars afa eins og ég
kallaði hann alltaf. Minningarnar
eru margar; góðar og hlýjar.
Ég var þeirrar gæfu aðnjótandi
að eiga í honum og Jóhönnu auka
afa og ömmu, en það voru þau
ávallt kölluð í minni fjölskyldu –
„amma og afi á Þingeyri“. Pabbi
kom mikið á Þingeyri á árum áður
vinnu sinnar vegna og stofnaðist
til þessa vinskapar milli hans og
þeirra, sem ég síðar naut góðs af.
Mér eru efst í huga ferðirnar
sem ég, borgarbarnið, fékk að
fara ein vestur í sumarfríinu og
dvelja hjá þeim á Þingeyri. Mikið
sem það var spennandi að fá að
koma til þeirra og verða „versl-
unarkona“ í búðinni hjá þeim.
Ekki var lítið dekrað við dömuna í
heimsókninni; meira að segja var
opnuð heil ísbúð svo hún gæti
fengið að afgreiða ís. Þau höfðu
sem sagt einhverju fyrr hætt
rekstri ísbúðarinnar en ísvélarnar
voru enn til staðar og þegar ég lét
í ljós áhugann á að fá að afgreiða
ís var nú lítið mál að mati afa og
ömmu að kippa þeim aftur í gang,
taka til í ísbúðarrýminu og opna
barasta aftur.
Ég minnist líka bíltúranna sem
við fórum í og afi var að benda
mér á selina í fjörunni. Kannski
frekar venjuleg sjón fyrir þann
sem vanur er en stelpunni úr
borginni fannst þetta mikilfeng-
leg sýn.
Helsta ljósmyndaminningin
mín af afa er hann, sitjandi við eld-
húsgluggann, hlustandi á veður-
spána fyrir miðin meðan hann
horfir út um eldhúsgluggann og
hugsar upphátt með sinni góðlegu
rödd. Þessi minning kallar fram
bros og dregur einnig fram í hug-
ann góðu lyktina í eldhúsinu hjá
þeim ömmu og afa.
Þótt allir hugsi nú líklega til
fjölskyldu og vina á jólahátíðinni
leitar hugur minn alltaf einstak-
lega sterkt til ömmu og afa á Þing-
eyri á þeim tíma. Jólasveinninn,
sem ég hef átt síðan ég man eftir
mér og þau gáfu mér, fylgir mér
enn – líka nú þegar ég er er bú-
andi erlendis – og jólin koma ein-
faldlega ekki nema þeim gamla sé
stillt upp.
Já, þær eru margar minning-
arnar og góðar, og ekki hægt að
stikla á nema stóru hér.
Hina síðustu daga hefur fjar-
lægðin milli Íslands og Danmerk-
ur virst óralöng. Á svona kveðju-
stundum er erfitt að geta ekki
verið viðstaddur til að kveðja í
hinsta sinn elsku afa á Þingeyri.
Ég hugsa til hans með þakklæti í
huga héðan frá Kaupmannahöfn
og læt ljósið, sem ég hef tendrað
síðustu daga, loga áfram í minn-
ingu hans.
Ömmu og fjölskyldunni allri
sendi ég mínar innilegustu
samúðarkveðjur.
Guð blessi minningu Gunnars
afa á Þingeyri
Aldís Guðmundsdóttir.
Gunnar frændi minn á Þingeyri
er látinn og þar fer góður dreng-
ur. Meistarinn, eins og hann var
stundum kallaður, var ákaflega
glaðlyndur og geðþekkur maður
og það var ánægjulegt að heim-
sækja hann og Jóhönnu í Hlíð á
Þingeyri. Þar byggðu þau sér hús
og gerðu fallegan garð í kring um
það. Gunnar var hagur húsasmið-
ur sem víða kom við sem slíkur, en
síðan ráku þau hjón verslun á
Þingeyri um árabil við góðan
orðstír. Þegar maður kom til
þeirra í Hlíð drógu þau gjarnan
fram nikkurnar og spiluðu saman
dillandi polka og ræla sér og gest-
komandi til ánægju.
Þau voru mjög samlynd hjón og
umhyggjusöm hvort um annað.
Gunnar fékk því miður hinn
slæma sjúkdóm alzheimer sem
smám saman svipti hann minni og
skynjun eins og gjarnan gerist hjá
þeim sem fá þetta mein. Hann var
þó ætíð ljúfur og jákvæður, sem
auðveldaði þeim sem umgengust
hann, jafnt fjölskyldu og hjúkrun-
arfólki, samveru við hann. En nú
er hann allur blessaður karlinn og
þar með laus úr þeim viðjum sem
sjúkdómurinn lagði á hann og
manni finnst ömurlegt að nokkur
þurfi að lifa við. Við Silla eigum
aðeins góðar minningar um Gunn-
ar og marga ánægjustund og góð-
gjörðir veittu þau Jóhanna Sigga
um árabil sem ungum dreng í
sumardvölum hans í Hvammi og
síðar. Fyrir það er þakkað. Við
kveðjum Gunnar með söknuði og
biðjum Jóhönnu, sonum hennar
og fjölskyldum þeirra blessunar
um ókomin ár.
Sigurður Jónsson og
Sigurlína Guðnadóttir.
Með nokkrum orðum langar
mig að minnast Gunnars, föður-
bróður míns og besta vinar föður
míns heitins. Nú á afmælisdegi
Gunnars er kveðjustundin í hinni
fallegu Þingeyrarkirkju sem hann
þekkti vel. Þar hafði hann starfað
lengi sem meðhjálpari áður fyrr.
Lífsförunautur hans er Jó-
hanna M. Jónsdóttir og bjuggu
þau sér og sonum sínum fallegt
heimili í húsinu Hlíð á Þingeyri.
Trésmíði varð Gunnars fag,
lærði við Iðnskólann á Patreks-
firði og rak síðar eigið smíðafyr-
irtæki með þó nokkur umsvif.
Gunnar og Jóhanna sneru sér síð-
ar að verslunarrekstri og ráku
verslun í mörg ár.
Þau hjónin gættu mín í kring-
um fæðingu annars bræðra
minna, má segja að þá hafi mynd-
ast sterk tengsl sem varað hafa æ
síðan. Á hverju sumri þegar
Hrafnseyrarheiðin opnaðist lá leið
okkar fjölskyldunnar í fyrstu af
nokkrum heimsóknum sumarsins
frá Patreksfirði til Dýrafjarðar.
Það var góð tilfinning þegar kom-
ið var upp á heiði að sjá Dýra-
fjörðinn birtast í allri sinni dýrð
eftir, að okkur fannst þá, svo
langa ferð og þegar neðar var
komið, að sjá yfir að Fremstuhús-
um þar sem móðursystir okkar
bjó, inn að Neðsta-Hvammi og svo
að Hlíð. Þetta voru punktarnir.
Dýrafjörðurinn varð sveitin
okkar eldri systkinanna Sigurðar
Péturs og mín. Ég var í stuttan
tíma á sumrin í Hlíð en hann var
hins vegar í lengri sumardvöl í
Neðsta-Hvammi hjá föðurbræðr-
um okkar, Garðari og Jóhanni.
Þessir Dýrafjarðardagar okkar
systkinanna eru ógleymanlegir og
auðvitað eru tengslin við frænd-
fólkið stærsti þátturinn.
Gunnar var frændrækinn fjöl-
skyldumaður. Við heyrðumst oft í
síma. Skiptumst á fréttum af fólk-
inu okkar, hann fylgdist vel með
og sýndi því áhuga sem við vorum
var að fást við. Þetta voru oft hin
skemmtilegustu símtöl. Lands- og
bæjarmál fengu sinn skerf, skoð-
anirnar oft æði sterkar.
Á vorin var opnun Hrafnseyr-
arheiðarinnar fast umræðuefni.
Hann sagði mér frá hvernig nafna
hans frá Ketilseyri miðaði við opn-
un heiðarinnar en margir þekkja
mikilvægt framlag hans til þess
erfiða verks og aðdáun frænda
míns leyndi sér ekki.
Gunnar og Jóhanna voru sam-
hent og miklir félagar, bæði höfð-
ingjar heim að sækja. Ég minnist
mikils gestagangs og Jóhanna
töfraði fyrirhafnarlaust fram
veisluborð. Eftir að verslunin
þeirra kom til breyttist landslag
heimsóknanna aðeins og oft var
komið við í búðinni. Ekkert var
slegið af í móttökunum og börnin
frá Patreksfirði fengu „malaðan
ís“ eins og við köllum ís í brauði og
fleira gotterí. Frændi var sérlega
barngóður og nutu börnin mín
þess. Gott samband skapaðist á
milli hans og sonar míns Guð-
mundar Viðars og skemmtileg til-
viljun er að hann á son sem fædd-
ur er á afmælisdegi Gunnars.
Gæska, gleði og athafnasemi er
það sem er einkennandi þegar ég
minnist þessa einstaka og ljúfa
frænda.
Ég votta Jóhönnu, sonunum
Hrafni Ingvari, Einari Alberti og
fjölskyldum þeirra samúð mína og
kveð góðan frænda með kveðjunni
sem hann lauk símtölum okkar
oftast með.
Hjartans kveðja og Guð geymi
þig.
Anna Guðmunds.
Árið er 1979 og það er haust.
Ég hafði nokkru áður hafið rekst-
ur endurskoðunarskrifstofu
minnar í Kópavogi þegar mér
barst, fyrir milligöngu góðs vinar,
mjög sérstök beiðni um hvort ég
hefði tök á að skreppa vestur á
Þingeyri. Tilgangur ferðarinnar
væri að aðstoða frænda hans,
kaupmanninn á staðnum, við að
koma bókhaldsmálum sínum í við-
unandi horf. Kaupmaðurinn hafði
áður verið umsvifamikill bygg-
ingameistari þar í bæ en hafði nú
snúið sér alfarið að verslun í sam-
keppni við kaupfélagið á staðnum
– við takmarkaðar vinsældir
kaupfélagsmanna. Bókhaldsþjón-
usta var víða af skornum skammti
úti á landi á þessum tíma og
„skatturinn“ gaf engan afslátt af
því að hafa slíka hluti í lagi.
Skömmu síðar var ég á leið með
Fokkernum á Þingeyrarflugvöll.
Þannig var upphafið að kynn-
um mínum af heiðurshjónunum
Gunnari og Jóhönnu í Hlíð á Þing-
eyri. Mér var tekið með kostum
og kynjum af þeim hjónum strax í
upphafi og dvölin varð hin
ánægjulegasta. Eftir verklok
kvaddi ég þau hjón og hélt til míns
heima.
Sumarið á eftir áttum við hjón-
in ásamt tveggja ára dóttur okkar
leið til Ísafjarðar í heimsókn til
ættingja og ákváðum að banka
upp á í Hlíð í leiðinni. Móttökurn-
ar voru einstakar og dóttirin eign-
aðist þarna skyndilega „aukasett“
af ömmu og afa og sama átti eftir
að gerast með systur hennar
tvær, sem síðar komu til sögunn-
ar. Sú yngsta átti meira að segja
eftir að dvelja hjá þeim um skeið
sem „búðardama“ nokkrum sinn-
um. Í árlegum ferðum okkar til
Ísafjarðar næstu árin var ævin-
lega sjálfsagt að staldra við hjá
ömmu og afa á Þingeyri og njóta
samvista við þau. Einstakar
ánægjustundir sem lifa í minning-
unni og fyrir slíkt ber að þakka.
Atvikin höguðu því svo að sá er
þetta ritar átti síðan, um næstum
tveggja áratuga skeið, vinnutengd
erindi til Þingeyrar. Í þeim ferð-
um var ævinlega staldrað við hjá
kaupmannshjónunum þótt kaup-
félagið væri oftast meginástæða
ferðarinnar. Það þótti nokkuð sér-
stakt að ég skyldi sinna þessum
andstæðu pólum verslunarinnar á
staðnum en var í reynd mjög auð-
velt þar sem einstakt sómafólk
var að finna á báðum stöðum.
Að heilsa upp á og hlýða á sögu-
manninn Gunnar var síðan sér-
stök upplifun út af fyrir sig. Frá-
sagnarsnilld hans var rómuð.
„Meistarinn í Hlíð“ hafði einarðar
skoðanir á mönnum og málefnum
og lá ekki á þeim. Barátta hans
var gjarnan ekki átakalaus og
friðsamleg niðurstaða var ekkert
endilega sjálfsögð, ef samviska
hans sagði honum annað.
Síðustu árin urðu vini okkar
heilsufarslega erfið þegar teng-
ingin við umhverfið dofnaði jafnt
og þétt. Engu að síður var ævin-
lega að finna sömu notalegheitin
og velviljann þegar við áttum leið
hjá og stöldruðum við í Hlíð. Það
eru hrein forréttindi að hafa átt og
notið vináttu þeirra hjóna og fjöl-
skyldu þeirra og fyrir það erum
við hjónin og dætur okkar ævin-
lega þakklát.
Jóhönnu vinkonu okkar óskum
við allrar blessunar og vonum að
góðar minningar megi lýsa henni
tilveruna.
Blessuð sé minning Gunnars
Sigurðssonar.
Guðmundur Jóelsson.
Gunnar Sigurðsson
Einlægar þakkir fyrir samúð, vinsemd og
hlýhug við andlát og útför ástkærs
eiginmanns, föður, tengdaföður og afa,
MAGNÚSAR ODDSSONAR,
Bjarkargrund 35,
Akranesi.
Svandís Pétursdóttir
Pétur Magnússon Ingibjörg E. Ingimarsdóttir
Ágúst Logi, Magnús Árni og Svandís Erla
Innilegar þakkir færum við þeim fjölmörgu
sem sýndu okkur samúð, hlýhug og aðstoð
við fráfall og útför ástkærs eiginmanns míns
og föður,
BRUNO M. HJALTESTED,
Borgartúni 30a,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir færum við tónlistarfólki og söngvinum
Jóhönnu fyrir tónlistarflutning þeirra við útför hans.
Drottinn blessi ykkur öll.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Jóhanna E. Sveinsdóttir
Þórður Árni Hjaltested
Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur samúð, vináttu og hlýju vegna
andláts og útfarar ástkærs eiginmanns
míns, föður okkar, tengdaföður og afa,
ÁRMANNS ÁRMANNSSONAR,
skipstjóra og útgerðarmanns.
Lára Friðbertsdóttir
og fjölskylda