Morgunblaðið - 06.05.2017, Qupperneq 43
ÍSLENDINGAR 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. MAÍ 2017
refsirétti frá Háskólanum í Utrecht,
í Hollandi árið 2013.
Sunna var starfsnemi hjá Alþjóð-
lega stríðsglæpadómstólnum fyrir
fyrrverandi Júgóslavíu 2014 og rann-
sóknarblaðamaður fyrir Kvenna-
blaðið 2014-2016. Hún hefur sinnt
fræðiskrifum fyrir Snarrótina, sam-
tök um borgaraleg réttindi og fyrir
landssamtökin Geðhjálp. Sunna hef-
ur verið alþingismaður fyrir Pírata
frá árin 2016, situr fyrir þeirra hönd í
allsherjar- og menntamálanefnd.
Eins er hún formaður Íslandsdeildar
Evrópuráðsþingsins.
Sunna var formaður Menningar-
og friðarsamtakanna MFÍK 2014-
2016. „Af því starfi er ég stoltust af
málþingi um málefni flóttamanna
sem við héldum í Iðnó veturinn
2014.“ Hún var alþjóðafulltrúi og
meðlimur í framkvæmdaráði Pírata
2015-2016 og sat í úrskurðarnefnd
Pírata árið 2016.
„Ég var að ljúka við gerð heima-
síðu fyrir Landssamtökin Geðhjálp,
www.rettindagatt.is en hún var opn-
uð formlega í fyrradag á málþinginu
Mannamunur í Mannréttindum í
Háskólanum í Reykjavík.
Áhugamál
„Áhugamál mín eru fantasíubók-
menntir, og þar eru Terry Pratchett
og Philip Pullman í uppáhaldi, dans-
tónlist og ferðalög. Ég fer til Balí og
Ástralíu í sumar að heimsækja vini.
Svo hef ég mikinn áhuga á tungu-
málum, tala fjögur tungumál vel, ís-
lensku, ensku, þýsku, hollensku, og
tala spænsku og dönsku sæmilega.
Svo hef ég áhuga á heimsmálunum,
mannréttindavernd, gagnsæi í
stjórnsýslu og ýmsum lagalegum
áskorunum íslensks réttarfars og
eru þessi atriði helstu ástæður þess
að ég sóttist þingmennsku fyrir hönd
Pírata.
Ég ætla að halda stóra afmælis-
veislu í kvöld. og meðal gesta verða
sex vinir mínir að utan sem ég kynnt-
ist þegar ég var í námi erlendis.“
Fjölskylda
Systir Sunnu er Edda Karólína
Ævarsdóttir, f. 25.11. 1991, nemi í
grafískri hönnun í LHÍ, búsett í
Leipzig í Þýskalandi þar sem hún
stundar skiptinám
Foreldrar Sunnu eru hjónin Ævar
Örn Jósepsson, f. 25.8. 1963, frétta-
maður og rithöfundur, og Sigrún
Guðmundsdóttir, f. 30.9. 1964, líf-
fræðingur og umhverfis- og auð-
lindafræðingur. Þau eru búsett í
Mosfellsbæ.
Úr frændgarði Þórhildar SunnuÆvarsdóttur
Þórhildur
Sunna
Ævarsdóttir
Luise Saur
fædd Keudel,
barnakennari
Immanuel Saur
ljósmyndari og kaup-
maður íWaiblingen, Þýs.
Hildur Guðmundsdóttir
fv. kennari við Fjölbrauta-
skólann á Akranesi
Guðmundur Ólafs Guðmundsson
efnafr. og fv. frkvstj. Sements-
verksmiðju ríkisins
Sigrún Guðmundsdóttir
umhverfis- og
auðlindafræðingur
Sigrún Jónsdóttir
prestsfrú, f. á Kimbastöðum
í Borgarsveit, Skag.
Þórhallur Jósepsson
fv. fréttamaður á RÚV og fv.
aðstoðarm. samgönguráðherra
Karólína Kristín Jósepsdóttir
fv. heildsali í Vestmannaeyjum
Margrét Kristín
Gunnarsdóttir
arkitekt í Noregi
Gunnar H. Kristinsson
hitaveitustjóri
Anna Fanney Kristinsdóttir
þjónn í Kaupmannahöfn
Kristinn H. Gunnarssson
fv. þingmaður
Hörður Torfason
söngvaskáld og mannréttindafrömuður
Guðmundur
Þorsteinsson
fv. prófastur í Rvík
Þóranna Rögnvaldsdóttir
húsfr. og matráðsk.,
f. á Enni á Höfðaströnd
Þórhallur Marinó
Kristjánsson
sjómaður á Hjalteyri,
f. á Hrísum í Svarfaðardal
Margrét Kristín Þórhallsdóttir
símadama hjá Járnblendifélaginu
Jósep Birgir Kristinsson
vélvirki og verkstæðis-
formaður hjá Ístaki og
Íslenska járnblendifélaginu
Ævar Örn Jósepsson
fréttamaður og rithöfundur
Karólína Ágústína
Jósepsdóttir
húsfr., f. á Ísafirði
Kristinn Halldór Kristjánsson
vörubifreiðastjóri í Rvík
Guðmundur Benediktsson
prestur á Barði í Fljótum, f. á
Hrafnabjörgum í Svínadal, Hún.
Ólína Soffía Benediktsdóttir
húsfr. og organisti í Steinnesi í
Þingi, Hún.
Fjölskyldan Sunna ásamt systur
sinni, móður og hreyfðum föður.
Hjalti Elíasson fæddist 6. maí 1929 í
Saurbæ í Holtum, Rang. Foreldrar
hans voru hjónin Elías Þórðarson,
bóndi þar, síðar í Grindavík, f. 1880 í
Hjallanesi í Landsveit, d. 1970, og
Sigríður Pálsdóttir, f. 1884 í Svínhaga
á Rangárvöllum, d. 1965, húsfreyja.
Sigríður var dóttir Páls, b. í Svín-
haga á Rangárvöllum, Jónssonar, b. í
Svínhaga Þórðarsonar. Móðir Jóns á
Svínhaga var Rannveig, systir Jóns,
prests og skálds á Bægisá. Móðir
Páls í Svínhaga var Valgerður Brynj-
ólfsdóttir, b. á Vestri-Kirkjubæ,
Jónssonar, b. í Árbæ, Bjarnasonar, b.
á Víkingslæk, ættföður Víkings-
lækjarættarinnar.
Bróðir Sigríðar var Ólafur á Þor-
valdseyri, faðir Eggerts b. á Þor-
valdseyri, föður Ólafs b. á Þorvalds-
eyri. Móðir Sigríðar var Ingibjörg
Gísladóttir, b. á Flagveltu í Landi,
Brynjólfssonar. Bróðir Gísla var
Guðmundur á Keldum, ættfaðir
Keldnaættarinnar, og faðir Jóns, b. á
Hlíðarenda í Ölfusi, afa Jóns Helga-
sonar, skálds og prófessors í Kaup-
mannahöfn.
Hjalti nam rafvirkjun við Iðnskól-
ann í Reykjavík og lauk sveinsprófi
1951 og meistaraprófi 1954.
Hjalti var margfaldur Íslands-
meistari í brids, bæði í sveitakeppni
og tvímenningi, og spilaði í landsliði
Íslendinga á árunum 1960 til 1980.
Hjalti var formaður Bridgefélags
Reykjavíkur um tíma og forseti
Bridgesambands Íslands á árunum
1974 til 1979. Þá var Hjalti landsliðs-
þjálfari í brids 1987 til 1992. Hann
átti stóran átt í framþróun brids-
hreyfingarinnar hér á Íslandi sem
reis hæst þegar Íslendingar urðu
heimsmeistarar í brids árið 1993.
Hjalti útbjó sérstaka sýningarvél
fyrir áhorfendur á bridsmótum og
var hún mikið notuð.
Eiginkona Hjalta var Guðný Mál-
fríður Pálsdóttir, f. 2.7. 1929 í Hofi á
Skagaströnd, d. 17.2. 2005, húsfreyja,
síðast bús. í Kópavogi. Hjalti og
Guðný eignuðust fjóra syni, Pál,
Pétur, Sigurð Elías og Eirík.
Hjalti Elíasson lést 3.10. 2004.
Merkir Íslendingar
Hjalti
Elíasson
Laugardagur
85 ára
Soffía Ingadóttir
80 ára
Jóhanna Sigfúsdóttir
Kristbjörg Kristjánsdóttir
Lilja Soffía Jónasdóttir
Margrét S. Kristinsdóttir
Olga Steingrímsdóttir
75 ára
Edda Bolladóttir
Gerður Jónsdóttir
Ingunn Gyða Hjelm
Svavar Ásmundur
Sveinsson
70 ára
Bryndís Pétursdóttir
Guðni Karlsson
Gunnar S. Pétursson
Jón Olgeirsson
Jón Svanþórsson
Kristín Sveinsdóttir
Nataliia Iatsenko
Tómas Bergþór
Þorbjörnsson
Valborg Þorvaldsdóttir
Þrúður Karlsdóttir
60 ára
Ágúst Þorsteinsson
Árni Elías Albertsson
Björg Kristín Finnbogad.
Ellert Rúnar Finnbogason
Elzbieta Kopanczyk
Geir Svansson
Herdís Þorkelsdóttir
Margrét Elízabet Harðard.
Sigríður Karlsdóttir
50 ára
Anna Aðalheiður Arnard.
Anna Margrét Sigurðard.
Ásgeir Hrafnkelsson
Elín Þórhallsdóttir
Jón Egill Eyþórsson
Kristinn Kristófersson
Kristín Sigurðardóttir
Nanna Logadóttir
40 ára
Albert Gestsson
Arney Ösp Vilhjálmsdóttir
Ásdís Árnadóttir
Hilmar Steinþórsson
Hörður Pétursson
Ingi Magnús Ómarsson
Jóna Dögg Smáradóttir
Jón Reynir Jónsson
Oksana Motrevych
Ólafur Björn Guðmundsson
Pavla Cvrkalová
Róbert Vignir Jónasson
Sveinbjörn Gísli Þorsteinss.
Úlfhildur Stefánsdóttir
Valþór Valdimarsson
Volha Shamkuts
30 ára
Bjarnhéðinn Gunnar Elíass.
Bragi Freyr Helgason
Davíð Arnar Baldursson
Einar Merlin Cortes
Eva Björk Helgadóttir
Hafdís Bára Ólafsdóttir
Hannes Örn Brynjarsson
Hrafn Húni Hrafnsson
Kristín Magnúsdóttir
Magnús Dige Baldursson
Magnús Sigurbjörnsson
Magnús Þór Gunnlaugsson
Tara Björt Guðbjartsdóttir
Þórhildur Sunna Ævarsd.
Sunnudagur
100 ára
Þórdís Filippusdóttir
90 ára
Erna Gunnarsdóttir
Grímur Benediktsson
Höskuldur Ólafsson
Ragnar Sigurðsson
80 ára
Hafliði Pétursson
Rafn Ólafsson
75 ára
Guðmundur
Sigurbjörnsson
Hjálmey Einarsdóttir
Kristinn Edward
Haraldsson
Sigurður Ólafsson
Sigurður Sigfússon
70 ára
Bjarni Thors
Bryndís Ísaksdóttir
Brynjólfur Jónsson
Helgi Hauksson
Hrefna Víglundsdóttir
Ingibjörg Einarsdóttir
Sigfús Eiríksson
Steingrímur Eyfjörð
Snorrason
60 ára
Aðalheiður Björnsdóttir
Arnheiður Björnsdóttir
Ástráður Eysteinsson
Björk Sigurðardóttir
Björn Þórisson
Einar Halldórsson
Hermann Árnason
Jón Norland
Magnús Guðjón Teitsson
Mark Ólafsson
Oddur Albertsson
Olga Dagmar Erlendsdóttir
Ragnheiður S. Hjartardóttir
Sigurður Konráðsson
Símon Hrafn Vilbergsson
Steinar Þór Snorrason
Þuríður Halla Árnadóttir
Örn Ingi Ingvarsson
50 ára
Alejandro Ortiz Murcia
Auður Árnadóttir
Dagmar Kristjánsdóttir
Edyta Renata Szczepanska
Friðþjófur Í. Sigurðsson
Gunnlaugur S. Gunnarsson
Jón Freyr Steinarsson
Jónína Sigríður Hafliðad.
Ólafur Ásberg Árnason
Sigurður Guðjónsson
Stefanía Sigurjónsdóttir
Steinar Marberg Egilsson
Yevgeniya Solovyova
40 ára
Anna Kristín Björnsdóttir
Arnar Hólm Björnsson
Bung. Tangrodjanakajorn
Gunnar Jörvi Ásgeirsson
Heiða Jónsdóttir
Magnús Guðlaugsson
Óskar Þórðarson
Sirra Sigrún Sigurðardóttir
Sólveig Norðfjörð
Vigdís Edda Jónsdóttir
Þóra Þorleifsdóttir
30 ára
Aníta Sif Hjartardóttir
Assa Ósk Ólafsdóttir
Bjarni Þór Björgvinsson
Elsa Ýr Bernhardsdóttir
Garðar Birgisson
Guðrún Ósk Ámundadóttir
Ian Alexander Shiels
Ingibjörg Jónasdóttir
Jóhanna Hlíf Magnúsdóttir
Jón Gunnar Garðarsson
Róbert Þór Guðnason
Rúnar Guðlaugsson
Tyrfingur Tyrfingsson
Villimey K.M. Sigurbjörnsd.
Til hamingju með daginn
mbl.is/islendingar
islendingar@mbl.is
Börn og brúðhjón
Suðurhrauni 4210 Garðabæ | Furuvellir 3 600 Akureyri | Sími 575 8000 | samhentir.is
Heildarlausnir
í umbúðum og öðrum rekstrarvörum
fyrir sjó- og landvinnslu
u KASSAR
u ÖSKJUR
u ARKIR
u POKAR
u FILMUR
u VETLINGAR
u HANSKAR
u SKÓR
u STÍGVÉL
u HNÍFAR
u BRÝNI
u BAKKAR
u EINNOTA VÖRUR
u HREINGERNINGAVÖRUR
Allt á
einum
stað