Morgunblaðið - 06.05.2017, Síða 48

Morgunblaðið - 06.05.2017, Síða 48
48 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. MAÍ 2017 TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is Síðasta haust kom út platanInvaders með Konsulat, sveitsem ég vissi ekkert um þá en innihaldið fékk eyrun til að sperr- ast. Merkileg sambræðsla af Morri- cone-lögðum eyðimerkurstemn- ingum, súrkálsrokki í anda Neu! og evrópskri, ambientskotinni raf- tónlist sem var giska áberandi í upp- hafi níunda áratugarins. Allt þetta sem ég nefni situr eitthvað svo eðli- lega saman og tónlistin flæðir óheft áfram. Ég fór að rannsaka, eðlilega, og í ljós kom að þeir félagar Kol- beinn Soffíuson og Þórður Grímsson standa að verkefninu. Í stuttu vef- spjalli við Kolbein kom í ljós að Konsulat var áður a & s sounds sem gaf út sína fyrstu plötu í janúar 2015 (allar útgáfur félaganna er að finna á bandcamp, alls átta talsins). Undir nafninu a & e sounds kom einnig út tónleikaplata sem tekin var upp í Listasafni Reykjavíkur og svo breið- skífa sem er líka fáanleg sem forláta vínylplata. Framleiðnin hélt óheft áfram, stuttskífan Parametric Audio kom út í janúar 2016 og um haustið kom platan Russian Sounds, einnig stutt- skífa, út þar sem hið dásamlega verkefni Russian.girls var innviklað (sólóverkefni Guðlaugs Halldórs Einarssonar úr Fufanu). Invaders var fyrsta platan þar sem búið var að breyta nafninu í Konsulat en eftir það hafa tvær stuttskífur komið út, Teque Etiquette kom í desember síðastliðnum og Ormhole í liðnum febrúar. Frá og með Invaders og nafnbreytingunni í Konsulat varð Arnljótur Sigurðsson svo fastur meðlimur í sveitinni. Ekki er þá allt upptalið en deili- sjötomma ásamt Skröttum kom út undir röðinni Bónus plötur fyrir stuttu, í 30 eintökum (umslagshönn- Innrásin mikla Sköpun Kolbeinn Soffíuson og Þórður Grímsson skipa Konsulat ásamt Arnljóti Sigurðssyni sem gekk fyrir stuttu til liðs við þá félaga. unin er til heiðurs Bónusskóm, sem var í sama húsnæði og Kaffi Vínyl sem stendur að röðinni). Eins og segir, allt efnið, og mæli ég hiklaust með því öllu sam- an, liggur á bandcamp þar sem hægt er að hlusta á og styrkja sveit- ina. Öll listræn hönnun í kringum útgáfurnar er þá til mikillar fyr- irmyndar, þetta er stíliserað og flott. Tónlistarútgáfa færist æ meir í stafrænar áttir og radarinn þarf að vera vera vel stilltur, tónlistin bók- staflega flæðir inn á netið. Kostur- inn er náttúrlega tvímælalaust sá að óvíst er að Konsulat hefði náð að koma svo miklu af efni út í kosmós- inn, hefði þurft að flækjast í gegn- um útgefendur, plötupressur og þess háttar. Í vefspjallinu við Kolbein spurði ég hverju þessi mikla framleiðsla sætti. „Ég hugsa að ástæðan sé sú að margir koma að þessu verkefni á einn eða annan hátt og því hefur myndast gott flæði á þessu,“ var svarið: „Til dæmis voru þeir Guð- laugur, Kári Guðmundsson og Orri Einarsson með okkur í a & e sounds og síðustu tvær stuttskífur hafa á vissan hátt verið þeim til heiðurs. Þórður og Gulli unnu t.d. Teque Etiquette-plötuna saman. Orri prýð- ir umslagið á Ormhole-plötunni og Kári verður á næstu. Mestallt efnið hefur verið tekið upp í stúdíóinu okkar á Skúlagötu og svo sjáum við líka um alla eftirvinnslu sjálfir. Þannig að DIY-parturinn á örugg- lega stóran þátt í þessu.“ »Merkileg sam-bræðsla af Morri- cone-lögðum eyðimerk- urstemningum, súrkálsrokki í anda Neu! og evrópskri, ambientskotinni raf- tónlist. Það er alltaf verið að búa til tónlist á landi elds og ísa, það vantar ekki, þótt sumt fari lægra en ann- að. Nú eru til að mynda átta verk komin út eftir gæðasveitina Konsulat. Einmitt, það er von að þú spyrjir … Anna Leif Elídóttir opnar málverkasýninguna Ömm- urnar í dag, laugardag kl. 14.30, í húsnæði Ásatrúar- félagsins, Síðumúla 15. Ömmurnar eru myndverk sem Anna Leif málaði af nokkrum formæðrum sínum, kon- um sem fæddar voru á tímabilinu 1874 til 1923, og fleiri skyldum konum. Með myndunum fylgir saga hverrar þessara kvenna, en samkvæmt tilkynningu áttu þær mjög ólíka daga um ævina. Anna Leif hefur lengi haft áhuga á ættfræði. Hún út- skrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2005 með BA í myndlist, árið 2007 með kennsluréttindi og svo árið 2010 með MA í menningarstjórnun. Hún hefur sýnt á fjölda samsýninga og haldið einkasýningar.Anna Leif Elídóttir Málaði myndir af formæðrum sínum Fast and Furious 8 12 Nú reynir á vini okkar sem aldrei fyrr! Hópurinn ferðast heimshornana milli til að koma í veg fyrir gífurlegar ham- farir. Morgunblaðið bbmnn Metacritic 56/100 IMDb 7,3/10 Laugarásbíó 22.25 Sambíóin Álfabakka 21.00, 22.10 Sambíóin Egilshöll 19.40, 22.30 Smárabíó 19.50, 22.40 Borgarbíó Akureyri 22.20 Útverðir alheimsins halda áfram að ferðast um alheiminn. Þau þurfa að passa upp á hópinn, og leysa ráðgátuna um foreldra Peter Quill. Morgunblaðið bbbmn Metacritic 66/100 IMDb 8,2/10 Laugarásbíó 14.00, 16.00, 19.00, 22.00 Sambíóin Álfabakka 14.00, 15.00, 17.00, 18.00, 20.00, 21.00, 22.50 Sambíóin Egilshöll 13.00, 14.00, 15.10, 17.00, 18.00, 19.40, 21.00, 22.30 Sambíóin Kringlunni 13.10, 14.00, 16.00, 17.00, 19.00, 20.00, 22.00, 22.50 Sambíóin Akureyri 14.00, 16.40, 17.00, 20.00, 22.10, 22.50 Sambíóin Keflavík 14.00, 17.00, 20.00, 22.50 Guardians of the Galaxy Vol. 2 12 Ég man þig 16 Ungt fólk á Hesteyri um fer að gruna að þau séu ekki ein í þessu eyðiþorpi. Á Ísafirði dregst nýi geð- læknirinn inn í rannsókn á sjálfsmorði eldri konu. Laugarásbíó 17.45, 20.00, 22.15 Sambíóin Keflavík 17.40, 20.00, 22.15 Smárabíó 13.00, 14.30, 15.30, 17.00, 17.40, 19.00, 19.30, 20.00, 21.15, 21.50, 22.15 Háskólabíó 16.00, 18.30, 21.00, 21.30 Borgarbíó Akureyri 18.00, 20.00, 22.00 Beauty and the Beast Ævintýrið um prins í álögum sem verður ekki aflétt nema stúlka verði ástfangin af honum áður en rós sem geymd er í höll hans deyr. Bönnuð börnum yngri en 9 ára. Metacritic 65/100 IMDb 7,8/10 Sambíóin Álfabakka 14.30, 17.30 Sambíóin Egilshöll 13.00, 16.00 Sambíóin Kringlunni 14.00, 16.40, 20.00 Sambíóin Akureyri 14.00 The Circle 12 Ung kona fær vinnu hjá stóru hugbúnaðarfyrirtæki sem kallast Circle. Þar hittir hún dularfullan mann. Metacritic 53/100 IMDb 7,7/10 Smárabíó 20.00, 22.30 Borgarbíó Akureyri 20.00 Hidden Figures Metacritic 74/100 IMDb 7,9/10 Háskólabíó 18.00 Unforgettable 16 Eftir skilnað við eiginmann sinn David hefur Tessa borið þá von í brjósti að hann muni snúa til hennar og dóttur þeirra aftur. Metacritic 45/100 IMDb 4,6/10 Sambíóin Álfabakka 20.00 Sambíóin Egilshöll 22.10 Going in Style 12 Þrír eldri borgarar, sem skrimta á eftirlaununum ákveða að ræna banka Me- tacritic 50/100 IMDb 6,8/10 Sambíóin Álfabakka 17.50, 20.00 Sambíóin Egilshöll 20.00 Sambíóin Kringlunni 22.40 Sambíóin Akureyri 20.00 Land of Mine 12 Þegar seinni heimsstyrjöldin líður undir lok þvingar danski herinn hóp þýskra stríðsfanga, sem vart eru komnir af barnsaldri, til að sinna lífshættulegu verkefni; að fjarlægja jarðsprengjur af strönd Danmerkur og gera þær óvirkar. Metacritic 75/100 IMDb 7,8/10 Háskólabíó 18.00, 21.00 Undirheimar 16 IMDb 8,0/10 Laugarásbíó 20.00 Háskólabíó 20.50 Ghost in the Shell 12 Motoko Kusanagi er mennsk en líkami hennar gæddur há- tæknivélbúnaði sem gerir hana nánast ósigrandi. Metacritic 53/100 IMDb 6,9/10 Sambíóin Álfabakka 22.10 Stubbur stjóri Sjö ára drengur verður af- brýðisamur út í ofvitann, litla bróður sinn. Metacritic 50/100 IMDb 6,5/10 Laugarásbíó 13.45, 15.45, 17.30 Sambíóin Egilshöll 13.00, 15.40, 17.50 Smárabíó 13.00, 15.15, 17.30 Háskólabíó 15.30, 17.50 Borgarbíó Akureyri 14.00, 16.00, 18.00 Dýrin í Hálsaskógi Klassíska ævintýrið eftir Thorbjörn Egner. Morgunblaðið bbbbn IMDb 7,1/10 Laugarásbíó 14.00 Sambíóin Keflavík 14.00, 15.50 Smárabíó 13.00, 15.00 Háskólabíó 16.00 Strumparnir: Gleymda þorpið Metacritic 45/100 IMDb 5,9/10 Smárabíó 13.00, 15.00, 17.00 Háskólabíó 15.30 Rock Dog Útvarp dettur af himnum of- an og beint í hendurnar á tíbetskum Mastiff risahundi. Metacritic 49/100 IMDb 5,7/10 Sambíóin Álfabakka 13.50 The Lego Batman Movie Morgunblaðið bbbmn Metacritic 75/100 IMDb 7,9/10 Sambíóin Álfabakka 15.40 Velkomin til Noregs Petter Primus er maður með stóra drauma, sem verða sjaldnast að veruleika. IMDb 6,3/10 Bíó Paradís 22.30 The sea of trees Metacritic 23/100 IMDb 5,9/10 Bíó Paradís 17.45 The Shack 12 Metacritic 32/100 IMDb 6,5/10 Bíó Paradís 20.00 Spólað yfir hafið Morgunblaðið bbbbn Bíó Paradís 20.00 A Monster Calls 12 Metacritic 76/100 IMDb 7,5/10 Bíó Paradís 17.30 Á nýjum stað Bíó Paradís 18.00 Afterimage IMDb 7,3/10 Bíó Paradís 22.00 Coppelia - ballett Bíó Paradís 20.00 Kvikmyndir bíóhúsannambl.is/bio Nánari upplýsingar um sýningar og sali má finna á heimasíðum kvikmyndahúsanna

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.