Freyr - 01.04.2006, Side 14
SAUÐFJÁRRÆKT
Sauða- og geitaostar
Menningartengd nýjung í íslenskri búvöruframleiðslu
Sumarið 2004 var hleypt af stokkunum tilraunaverkefni með vinnslu á
afurðum úr sauða- og geitamjólk að frumkvæði Ásbjörns Jónssonar hjá
Matvælarannsóknum Keldnaholti. Að verkefninu stóðu Búnaðarsamtök
Vesturlands, Landbúnaðarháskóli íslands, Matvælarannsóknir Keldnaholti
og Mjólkursamlagið í Búðardal. Meginmarkmið verkefnisins voru í upphafi að:
• Auka atvinnu- og verðmætasköpun á sauðfjárbúum á Vesturlandi með
því að auka afurðaverðmæti sauðfjár.
• Auka fjölbreytni í framboði til neytenda með þróun nýrra vörutegunda.
Síðar var ákveðið að taka einnig geitamjólkurframleiðslu inn í verkefnið
sem lið í að koma á skipulegri og arðbærri nýtingu á afurðum íslenska
geitastofnsins og forða honum þannig frá útrýmingu.
IEftir Hallfríði Ósk Ólafsdóttur,
Búnaðarsamtökum Vesturlands
og Svein Hallgrímsson,
Landbúnaðarháskóla íslands
Frá kynningu á sauða- og geitaostum í Osta- og smjörsölunni í ágúst á síðasta ári.
Ljósm. Iris Ármannsdóttir
Verkefnið fór rólega af stað og haustið
2004 söfnuðust aðeins rúmir 100 I af
sauðamjólk og 75 I af geitamjólk. Mjólkur-
samlagið í Búðardal sá um framleiðslu á ost-
unum og voru þeir kynntir hjá Osta- og
smjörsölunni sl. sumar. Ostarnir fóru í fram-
haldi af því i sölu í ostabúðum.
Ákveðið var að halda verkefninu áfram
árið 2005 og var auglýst eftir þátttakend-
um. f það skiptið fengust tæp 800 kg af
sauðamjólk frá fimm framleiðendum og
tæp 1.800 kg af geitamjólk frá einum fram-
leiðanda. Verið er að vinna úr mjólkinni og
verður framleiðslan kynnt von bráðar og
sett í sölu.
NÝTING SAUÐAMJÓLKUR
Sauðamjólk var áður fyrr mikið nýtt til
manneldis hér á landi enda byggðist af-
koma fólks á því að gjörnýta afurðir bú-
peningsins. Auk þess er sauðfé mun betur
til þess fallið að nýta óræktað land til
mjólkurframleiðslu en kýrin. Víða erlendis,
einkum þar sem jarðyrkja er erfiðleikum
bundin t.d. vegna þurrka eða jarðvegs-
gerðar, er sauðfé ennþá mikið nýtt til
mjólkurframleiðslu og í Miðjarðarhafslönd-
unum eru um 60% ánna mjólkaðar
(Boyazoglu og Morand-Ferh 2001). Á sum-
um þessara svæða hafa þróast vörur sem í
seinni tíð eru orðnar heimsþekkt vöru-
merki, til dæmis franski Roquefort-ostur-
inn og gríski fetaosturinn. Nýting sauða-
mjólkur þarf hins vegar ekki að tilheyra
fortíðinni eða erfiðum umhverfisaðstæð-
um. Undanfarin ár hefur framleiðsla á vör-
um úr sauðamjólk farið mjög vaxandi í
jarðyrkjulöndum svo sem í norðanverðri
Evrópu og Bandaríkjunum (Boyazoglu og
Morand-Ferh 2001). Ostur er líklega aðal-
afurð sauðamjólkurframleiðslunnar eins
og sakir standa en einnig er vel hægt að
framleiða t.d. jógúrt og ís úr sauðamjólk.
EIGINLEIKAR
íslensk sauðamjólk hefur ekki mikið verið
rannsökuð. Það er þó vitað að hún hefur eig-
inleika sem gera það að verkum að heppilegt
getur verið að nýta hana sem aukaafurð með
hefðbundinni sauðfjárrækt, án þess að vera í
beinni samkeppni við þær mjólkurvörur sem
fyrir eru á markaði. Sem dæmi má nefna að
þurrefnisinnihald sauðamjólkur er hátt sem
gerir það að verkum að hún nýtist vel til osta-
gerðar, meira magn fæst af osti úr hverju
kílói af henni en t.d. kúamjólk. Jafnframt er
sauðamjólk yfirleitt afar rík af steinefnum svo
sem kalki og ýmsum vítamínum (Sveinn Hall-
grímsson 1997). Þá er próteinsamsetning
töluvert frábrugðin kúamjólk þannig að
dæmi eru um að fólk með mjólkuróþol geti
neytt vara úr sauðamjólk (British Sheep Da-
irying Association 1994). Nýting og markaðs-
setning á sauðamjólk getur því verið leið
landbúnaðarins til að koma til móts við þarf-
ir þessa neytendahóps. Vörur úr sauðamjólk
er hægt að vinna eftir að hún hefur verið
fryst. Því er hægt að mjólka í litlum mæli og
safna mjólkinni upp í frysti þar til komið er
nægilegt magn eða það hentar best út frá
markaðsaðstæðum að hefja framleiðslu.
ÚRVINNSLA OG MARKAÐSSETNING
Framleiðsla á sauðamjólk verður varla í
stórum stíl á næstu árum, heldur verður
FREYR 04 2006