Freyr - 01.04.2006, Qupperneq 16
Menningar-
landslag í Noregi
Um gildi, stefnu og þróun
IEftir Karoline Daugstad,
Byggðarannsóknarsetri Noregs, og
Ragnhildi Sigurðardóttur, lektor við
Landbúnaðarháskóla íslands
Landbúnaður er mikilvægur hlekkur
í norsku atvinnulífi og hefur alltaf
verið. Jafnvel þótt einungis 3% af
flatarmáli Noregs séu í dag ræktað
land þá er mun stærra svæði nýtt til
landbúnaðar, t.d. sem beitiland.
Landbúnaður hefur mótað menn-
ingarlandslagið að stórum hluta og
gerir enn. Fjölbreytileikinn er mikill;
allt frá flötum þaulræktuðum fram-
leiðslusvæðum á frjósamasta land-
inu í Suður-Noregi, Þrændalögum
og í Suðvestur-Noregi, að harðbýlli,
og oft fjölbreyttari, landbúnaðar-
samfélögum í fjallabyggðum og við
ströndina.
Norskur landbúnaður og menningarlands-
lagið sem honum fylgir hefur breyst mikið
undanfarna áratugi, eins og alls staðar i Evr-
ópu. Helstu orsakir þessa eru tæknivæðing,
sérhæfing og endurskipulagning með til-
heyrandi fjárfestingum eftir síðari heims-
styrjöldina og tímabil offramleiðslu og
minnkandi arðsemi í kringum 1980. Enn
horfum við upp á miklar breytingar, þar sem
býli eru lögð niður og landið er annaðhvort
nýtt af nágrönnum eða ekki lengur nýtt til
landbúnaðar. Um það bil 4000 býli eru lögð
niður á hverju ári og í dag eru tæplega
56.000 býli í rekstri. Einungis 2,8% af
skráðu vinnuafli í Noregi starfar beint við
landbúnað. En jafnvel þó að þessi tala sé lág
á landsvísu þá er landbúnaður ennþá burð-
arstoðin í mörgum samfélögum á lands-
byggðinni þar sem yfir 25% af heildarvinnu-
afli starfar oft við landbúnað. Það mé þvf
segja að það sé landbúnaður sem heldur
mörgum hinum dreifðu byggðum saman.
Landbúnaður, bændur og landbúnaðar-
landslagið er mikilvægur hluti af sjálfsmynd
Norðmanna. Á 18. öld, eftir 400 ár undir
danskri stjórn, leituðu stjórnmálamenn,
kaupmenn, listamenn og menntafólk í
bændasamfélagið inn til landsins að hinni
norsku þjóðarsál. Þar töldu þeir sig finna
„það ekta norska", eins óspillt af dönskum
áhrifum og hægt var. Þetta þjóðlega róman-
tíska tímabil endurspeglast í landslagsmál-
verkum þess tíma þar sem fallegt landbún-
aðarlandslag er rammað inn af háum fjöll-
um og bændur í þjóðbúningum standa fyrir
utan býlin sín. Þessi gildi lifa enn þó norskur
landbúnaður líti að mörgu leyti öðruvísi út f
dag en hann gerði þá. Arfurinn frá róman-
tíska tímabilinu hefur enn mikil áhrif á við-
horf Norðmanna til landbúnaðar, jafnvel
þótt fleiri þættir komi þar inn. Mikill meiri-
hluti þjóðarinnar stendur þétt við bakið á
innlendum landbúnaði. Skoðanakannanir
síðustu ára sýna að um 80% af þjóðinni vilja
halda styrkjum til landbúnaðar óbreyttum.
Hæfileg beit eykur tegundafjölbreytileika í
gróðurlendi. Ljósm. Karoline Daugstad
Fram kemur að fólk telur landbúnaðinn
framleiða gæðavörur, viðhalda lifandi
byggðum og menningarlandslagi (Norsk
landbrukssamvirke 2005).
Hvaöa áhríf hafa breytingar í landbúnaði á
landslagið?
Stærsta hættan sem steðjar að norsku
landbúnaðarlandslagi í dag er að það falli í
órækt. Það gerist þegar lögbýli fara í eyði
eða ef hefðbundinn búskapur breytist í þaul-
ræktun þannig að hætt sé að beita eða nýta
úthaga á annan hátt. í landi þar sem 38% af
heildarflatarmálinu eru þegar þakin skógi er
þetta þróun sem margir hafa áhyggjur af.
Þróunin er áberandi á jaðarsvæðum þar sem
áður voru fjölbreyttir landshættir með sam-
blandi beitilanda og túna, opinna svæða,
gisnum og þéttari skógi.
VERÐMÆTI í
LANDBÚNAÐARLANDSLAGI
[ því menningarlandslagi sem landbúnað-
ur hefur skapað eru verðmæti sem mikil-
vægt er að vernda. Hvað varðar líffræði-
Fjallabýlið Blomberg er komið í eyði. Félagasamtök um viðhald menningarminja hafa hald-
ið við byggingum og útisvæðum. Á þessu svæði hefur búnaðarfélag staðarins, í samvinnu
við skrifstofu fylkismannsins, látið höggva skóg við mikilvæga útsýnisstaði.
Ljósm. Karoline Daugstad
12
FREYR 04 2006