Freyr - 01.04.2006, Side 18
NAUTGRIPARÆKT
Kynbótamat
nautanna
vorið 2006
IEftir Jón Viðar Jónmundsson, BÍ, Ágúst Sigurðsson, LBHÍ, og
Baldur Helga Benjamínsson, BÍ
Afkvæmadómur fyrir nautin úr
árganginum fæddum árið 1999
í 7. tbl. Freys á síðasta ári er ítarleg
grein um kynbótamat nautanna
haustið 2005. Þar er gerð grein fyrir
þeim breytingum sem gerðar voru á
síðasta ári þess efnis að aðalvinnsla
kynbótamatsins færi eftirleiðis fram
að hausti en aukavinnslan að vori.
Áður var þetta öfugt. Þannig eru nú
aðeins nýjar einkunnir reiknaðar
fyrir afurðamat og einnig frumutölu
vegna þess að atvik höguðu því
þannig að ekki reyndist mögulegt
að gera slíka vinnslu haustið 2005.
Hér verða því ekki birtar töflur um einkunn-
ir kynbótanautanna líkt og venja hefur verið.
Slíkar töflur eru aðgengilegar á Netinu og
einnig fá bændur sent nýtt nautaspjald þar
sem breytingar í einkunnum nautanna sem
eru í notkun frá Nautastöðinni koma fram.
Sem betur fer eru breytingarnar hjá eldri
nautunum yfirleitt ákaflega litlar að þessu
sinni, en þær breytingar sem fram koma eru
í flestum tilfellum til þess að styrkja dóm
nautanna sem í notkun eru. Þannig hækkar
Rosi 97037 enn um eitt stig í kynbótaein-
kunn og er nú með 109, en dætur hans
virðast sækja sig verulega með aldri þar sem
hann hefur allt frá byrjun ætíð hækkað í
mati við hverja nýja vinnslu á kynbótamat-
inu. Hersir 97033 lækkar að visu um eitt stig
og er með 112, en er eitt hæsta naut í kyn-
bótamati sem nú er í notkun. Hersir er auk
þess með eitt allra besta mat allra nauta fyrr
og síðar hvað varðar frumutölu, eða 135, og
af þeirri ástæðu einni ákaflega áhugaverður
til kynbóta.
Úr hópnum sem kom úr afkvæmarann-
sókn í fyrri árganginum frá 1998 fékk rækt-
unarstarfið góða viðbót. Breytingar í mati
hjá nautunum sem valin voru til notkunar
eru litlar en þær eru í meginatriðum mjög já-
kvæðar þar sem Meitill 98008, Fontur
98027, Sveppur 98035, Príor 98042 og
Hræsingur 98046 hækka allir í kynbótamati
um eitt stig og það er aðeins Glanni 98026
sem lækkar, þó aðeins um eitt stig.
NAUTIN FÆDD ÁRIÐ 1999
Árgangur nautanna sem fædd voru árið
1999 hefur nú fengið sinn afkvæmadóm og
skal gerð grein fyrir honum hér á eftir. At-
hygli er vakin á því að miklu víðtækari upp-
lýsingar með öllum grunntölum fyrir dætur
þessara nauta er að finna á Netinu á vefsíðu
Bændasamtaka íslands, bondi.is.
Þessi árgangur er um margt mjög frá-
brugðinn síðustu árgöngum. Hvað fjölda
nautanna varðar þá voru þau því miður of fá,
eða aðeins 20 í árganginum. Uppruni naut-
anna hvað faðerni varðar var hins vegar fjöl-
breyttari en oft hefur verið vegna þess að
þessi naut voru undan samtals átta nautum
og ekkert naut sem átti yfirgnæfandi fjölda
sona, þó að synir þeirra Negra 91002 og
Skjaldar 91022 væru þarna flestir.
Heildarmyndin fyrir hópinn þegar dómur
liggur fyrir er slök. Aðeins eitt naut úr hópn-
um fékk nautsfeðradóm en níu til viðbótar
fengu notkunardóm og ákveðið að setja
fjögur af þeim í almenna sæðisdreifingu. T(u
naut fengu hins vegar þann dóm að þau
væru ekki áhugaverð til frekari nota. Þegar
dómar nautanna eru hins vegar skoðaðir
nánar kemur í Ijóst að í hópnum er að finna
gripi sem eru toppgripir gagnvart einstökum
eiginleikum en mörg af þessum nautum hafa
um leið alvarlega galla gagnvart öðrum þátt-
um. Að þessu verður aðeins nánar vikið síð-
ar (greininni.
Mjög fá af þessum nautum virðast erfa
horn, aðeins hjá þremur nautum komu fram
hyrndar dætur við skoðun. Það voru Örvar
99028, Ótti 99029 og Gangandi 99035.
Þegar skoðað er mat fyrir einstaka eigin-
leika hjá þessum nautum blasir við að gagn-
vart afurðum er þessi hópur mjög vel yfir
meðaltali. Mikill munur er að vísu gagnvart
efnahlutföllum á þessum hópi og nautunum
fæddum árið 1998 því þau höfðu feikilega
hátt mat fyrir fituhlutfall. Þessi hópur er þar
heldur undir meðaltali, en liggur nákvæm-
lega á meðaltali hvað próteinhlutfallið varð-
ar. Gagnvart frjósemi og frumutölu er hópur-
inn mjög nálægt meðaltali, en eins og taflan
með kynbótamati þessara nauta sýnir eru
þau ákaflega breytileg í mati gagnvart
Þollur 99008, frá Þverlæk í Holtum, hefur
hæsta kynbótamat úr árgangi nautanna
fæddum árið 1999. Ljósm. GVA/EÞ
frumutölu. Gæðaröð er ekki þáttur í kyn-
bótaeinkunn nautsins, en mikilvæg vísbend-
ing og hún er neikvæð fyrir þennan hóp.
Þessi naut gefa yfirleitt ekki kýr með öfluga
skrokkbyggingu, en dómur þeirra um júgur
og spena er góður að jafnaði. Þó að örfá
naut gefi alvarlega galla í júgurgerð þá eru
þau góðu heilli fleiri sem það gera ekki.
Dómar hjá þeim um mjaltir og einkum skap
eru yfirleitt of slakir og mat á endingu einnig
talsvert undir meðaltali en rétt að benda á að
þar er ekki enn um nægjanlega öruggt mat
að ræða vegna ungs aldurs kúnna.
AÐEINS EINN NAUTSFAÐIR
Víkjum þá örfáum orðum að nautunum sem
veljast til frekari notkunar. Þollur 99008 er
eina nautið úr hópnum sem ráðgert er að
verði notað sem nautsfaðir. Dætur hans eru
öflugar kýr til afurða, fituhlutfall heldur und-
ir meðaltali en próteinhlutfall á meðalatali.
Þessar kýr hafa mjög góða júgur- og spena-
gerð og fá mjög góða umsögn um mjaltir.
Þær virðast mikils metnar af eigendum sínum
samkvæmt gæðaröð, en eini neikvæði þátt-
urinn í matinu er mjög lágt mat um skap.
Þegar það er skoðað nánar virðist samt mega
fullyrða að þar sé ekki þáttur sem þurfi mik-
ið að varast. Skýringin á þessu lága mati virð-
ist vera að fáar af dætrum hans hafna með
besta mat um skap en hins vegar kemur alls
ekki fram stór hópur verulegra skapgalla-
gripa undan honum.
Ábætir 99002 er naut sem skilar góðum
afurðagripum og dætur hans hafa feikilega
gott mat um frumutölu, en veikasti þátturinn
er mat um mjaltir, aðeins undir meðaltali.
Rétt er að benda á að þetta naut er nokkuð
14
FREYR 04 2006