Freyr

Volume

Freyr - 01.04.2006, Page 20

Freyr - 01.04.2006, Page 20
Við munum alla tíð búa við þessa stór- kostlegu náttúru VIÐTAL VIÐ SVEIN RUNÓLFSSON, LANDGRÆÐSLUSTJÓRA, FYRRI HLUTI Sveinn við brjóstmynd af föður sínum, Runólfi Sveinssyni. Ljósm. Gunnar Svanberg Skúlason STARFIÐ í GUNNARSHOLTI Hverjar eru fyrstu minningar þínar af starf- semi Sandgræðslunnar? Þær eru frá árinu 1959, þegar ég er 13 ára. Ég var svo lánsamur að ég kynntist þá strax starfsemi Sandgræðslu íslands, eins og hún hét þá, á þann hátt að ég ferðað- ist með Ólafi Ásgeirssyni, búfræðikandíd- ati, við að mæla sandgræðslusvæðin og færa sandgræðslugirðingarnar inn á kort. Við þvældumst þannig víða um landið og ég fékk sýn inn í þennan merka þátt í landgræðslustarfinu, þ.e. friðun verstu sandfokssvæðanna fyrir búfjárbeit. Þetta hjálpaði mér mikið síðar vegna þess að næstu árin þar á eftir var sjóndeildarhring- ur minn i starfinu fyrst og fremst Gunnars- holt og Rangárvallasýsla. Ég tók við starfi bústjóra í Gunnarsholti, á stóru ríkisbúi, þegar ég var 17 ára, árið 1963, og óneit- anlega var sýn mín á sandgræðslu á þeim tíma einkum tengd Gunnarsholti og næsta nágrenni en sandgræðslustörfin voru þá einkum unnin út frá miðstöðinni þar, uppi í Bolholti, niðri í Landeyjum og víðar og Páll heitinn Sveinsson, land- græðslustjóri og föðurbróðir minn, bar ábyrgð á þeim. Hvenær tók svo Landgræðslan við af Sand- græðslunni? Það gerðist með lagabreytingu árið 1965. Með nýjum lögum kom líka gróðurverndar- þátturinn sterkara inn í starfsemina og i kjölfar þess var Ingvi Þorsteinsson ráðinn í hlutastarf sem fulltrúi landgræðslustjóra. Hann annaðist mikið þennan þátt í sam- starfi við gróðurverndarnefndirnar sem þá voru stofnaðar. Um þessar mundir er þriðjungur aldar liðinn síðan Sveinn Runóifsson tók við starfi landgræðslustjóra en það gerðist árið 1972. í tilefni af því leitaði undirritaður á fund hans til að fræðast um Landgræðsluna í nútíð og fortíð. Því sem hér fer á eftir er ekki ætlað að vera nein heildarúttekt á starfsemi hennar, heldur frekar stiklur úr sögu landgræðslumála og persónulegar minningar Sveins, en auk starfa sinna sem landgræðslustjóri í þriðjung aldar þá hafði hann kynnst Landgræðslunni og aðsetri hennar í Gunnarsholti lengi, þar sem hann ólst þar upp frá barnæsku. Að öðru leyti var hann einnig starfsmað- ur RALA og vann þar að gróðurkortagerð. Þá stuðlaði hann að fyrstu landgræðsluferð- um áhugamannafélaga. Það hófst þannig að um 1968 fór Héraðssambandið Skarp- héðinn á Suðurlandi að efna til land- græðsluferða áhugafólks. Það var farið inn að Bláfelli og sáð þar fræi og borinn á áburður og aðeins stungin niður rofabörð. Ingvi var driffjöðurin í þessu starfi. Ég man eftir því að við hjá Landgræðslunni í Gunn- arsholti vorum farin að taka til áburð og fræ í þessu skyni á þeim tíma. Síðan, þegar ég er langt kominn I mínu framhaldsnámi, þá gerðist ég fulltrúi land- græðslustjóra, það var árið 1970. Þá hafði ég lokið námi mínu í Skotlandi. Ég ferðaðist þá töluvert mikið um landið og fékk þá yfir- gripsmeiri sýn á það sem var að gerast í þessum efnum. Árið 1971 var Stefán Sigfússon ráðinn landgræðslufulltrúi og við fórum í ferðir um landið og hittum landgræðsluverðina, eink- um þar sem ástand gróðursins var slæmt. Þar má nefna svæði eins og Meðallandið, Kelduhverfið og sandana í Þorlákshöfn, en einnig jafnvel á Vestfjörðum, þ.e. einkum í Sauðlauksdal. BÚREKSTUR í GUNNARSHOLTI Um þetta leyti er mikill búrekstur í Gunnars- holti? Já, veturinn 1965 - '66 eru 1600 fjár á fóðrum í Gunnarsholti og á næstu árum eru þar um 600 holdanaut. Þá var gaman að lifa. Um það leyti kom Gunnarsholtsbúið einnig upp hrossauppeldi á sínum vegum, þ.e. til reiðhestaræktunar. Allt byggðist þetta á þvj að þarna hafði farið fram víðfeðm upp- græðsla sandanna og tún og akrar í Gunn- arsholti voru orðnir um 1600 hektarar. 16 FREYR 04 2006

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.