Freyr - 01.04.2006, Qupperneq 21
Svo er það graskögglaverksmiðjan Fóður-
og fræframlelðslan I Gunnarsholti.
Já, hún er stofnuð á árunum 1963 - '64.
Það voru þeir Pálmi Einarsson, landnáms-
stjóri, Pétur Gunnarsson, þá forstöðumaður
búnaðardeildar Atvinnudeildar Háskólans,
og Páll Sveinsson, sem unnu að því að
stofna fyrirtækið Fóður- og fræframleiðslan,
einkum til framleiðslu á graskögglum en
einnig á fræi. Árið 1961 var farið af stað
með kornrækt í Gunnarsholti og Páll Sveins-
son hafði mikinn áhuga á henni. Um það
leyti var Árni Gestsson í Glóbus með mikið
bú á Helluvaði þar sem kornrækt var eina
búgreinin. Á þessum árum, 1961 - '63, fór
kornrækt í Gunnarsholti allt upp (200 hekt-
ara. Páll var gríðarlega stórhuga og það var
ekkert verið að fara út í neina smátilraun,
heldur gerð 200 ha tilraun. Svo tók við
kuldaskeið og þá var kornræktinni sjálfhætt
þarna.
Graskögglaverksmiðjan tók svo við af
þessu kornræktarævintýri og í kringum
1970 - '72, um það leyti sem ég var að taka
við, var mikill gangur á verksmiðjunni. Stef-
án Sigfússon var þá framkvæmdastjóri
hennar, auk þess sem hann sá um áburðar-
flugið frá og með árinu 1973.
Um það leyti voru líka graskögglaverk-
smiðjur á Stórólfsvelli við Hvolsvöll, Brautar-
holti á Kjalarnesi, í Saurbæ í Dölum, Vall-
hólma í Skagafirði og í Flatey í Austur-
SkaftafelIssýslu. Nú hafa þær allar verið
lagðar niður, síðast í Saurbænum. Þetta var
á sínum tíma gríðarlega mikill rekstur og
kögglarnir mjög eftirsóttir. Ég man vel eftir
því á árunum 1975 - '83 að þá var geysilega
mikil eftirspurn eftir kögglum. Þá voru fé-
lagar manns og kunningjar að hringja í
mann og biðja þó ekki væri nema um
nokkra poka, sérstaklega hestamenn. Síðast
voru framleiddir graskögglar í Gunnarsholti
árið 1986. Kalda sumarið 1979 komu gras-
kögglarnir sér afar vel en 1980 var settur
kvóti á mjólk og kindakjöt og eftir það dró
úr eftirspurninni, auk þess sem veðrátta fór
hlýnandi á níunda áratugnum.
Hve stór voru túnin í Gunnarsholti um þetta
leyti?
Þau urðu mest um 1640 hektarar sem
graskögglaverksmiðjan og búreksturinn í
Gunnarsholti nýttu þá. Holdanautaræktin
stóð til 1986 - '87 en fjárbúið er lagt niður
um 1970 - '71. Hins vegar, þegar gaus í
Heimaey árið 1973, þá er féð í Vestmanna-
eyjum flutt í Gunnarsholt og það fór ekki
nema hluti þess aftur út ( eyjar.
Var féð I Gunnarsholti flutt á afrétt?
Nei, það fór aldrei á afrétt en það gekk á
sumrin á uppgræðslusvæðunum í hraunun-
um hjá okkur.
Það var stundað mikið kynbótastarf með
féð í Gunnarsholti og Páll Sveinsson var í
forsvari fyrir því. Hann var mikill búmaður
Páll Sveinsson, landgræðslustjóri 1954-1972.
Ljósm. óþekktur
og fjármaður og á 7. áratugnum, þegar féð
var flest, var hann með mjög góða fjár-
menn. Þar má nefna Jónas Jónsson, nú
bóndi í Kálfholti, sem var einn í gegningun-
um með um 1000 fjár, og síðar Jón Jónsson
frá Lækjarbotnum í Landsveit. Hann tók við
fénu þegar Jónas flutti í Kálfholt. Jón starf-
aði meira og minna hjá Sandgræðslunni
fyrst og svo Landgræðslunni í 50 ár.
Það var líka stunduð mikil ræktun með
holdanautastofninn og valið eftir kjötsöfn-
un og líka eftir skapferli. Það var alltaf ver-
ið að rækta illskuna úr holdanautunum og
okkur varð nokkuð ágengt í því. Ólafur E.
Stefánsson, nautgriparæktarráðunautur,
hjálpaði mér að velja kynbótagripi.
Síðustu 6-8 árin, sem við vorum með
holdanautin, var mikil rannsóknastarfsemi í
gangi með þau í samvinnu við RALA, Rann-
sóknastofnun fiskiðnaðarins og fleiri aðila í
samblandi við uppeldi á holdanautakálf-
unum sem átti að slátra, eldi þeirra og þess
háttar. Ólafur Guðmundsson, fóðurfræð-
ingur á RALA, kom mikið að því verkefni.
Síðan, þegar farið var að takmarka fram-
leiðsluna, varð enginn grundvöllur til að
vera með þennan rekstur á ríkisbúi.
Þú nefndir líka hrossaræktina.
Já, upphaf hennar var það að Sigurður
Haraldsson í Kirkjubæ, sem var mikill vinur
Páls Sveinssonar, fór norður í Skagafjörð og
valdi gæðingaefni tvö haust í röð í Kýrholti
í Viðvíkursveit og víðar. Folöldin voru svo
flutt í Gunnarsholt til að nýta allt þetta hey
sem þar var.
Eftir að ég tók við þá héldum við þessari
ræktun áfram og upp úr 1980 var Stóð-
hestastöð ríkisins flutt frá Litla-Hrauni við
Eyrarbakka í Gunnarsholt. Búnaðarfélag ís-
lands bar ábyrgð á starfseminni, en fól okk-
ur daglegan rekstur. Hrossin voru fyrst í
hesthúsi, sem Landgræðslan átti, en síðan
var byggt þar sérstakt hesthús á vegum
Stóðhestastöðvarinnar. Karl heitinn Torfa-
son, búfræðingur og tamningamaður, var
stoð mín og stytta ( þessum hrossaræktar-
málum.
Þetta þýddi það að við höfðum aðgang
að úrvals graðhestum fyrir okkar hryssur og
ég hef alltaf mjög gaman af þvi þegar ég
enn þann dag í dag sé að nokkrir mestu
gæðingar landsins eiga rætur sínar að rekja
í Gunnarsholt, en þarna komu fram mikil
afrekshross á þeim tíma.
Þegar kom fram yfir 1990 hættum við svo
þessari hrossarækt, en mér hefur hins vegar
alltaf fundist það vel við hæfi að á Gunnars-
holtstorfunni, þessum stað þar sem svo
ótrúlega stutt er síðan var svört auðn, sé
haldið í heiðri öllum gerðum ræktunarmála.
Hér hefur um áratugaskeið verið mann-
ræktarstaður þar sem er Vistheimilið fyrir
áfengissjúklinga og fíkniefnaneytendur, og
síðan ræktunarstarf í búfjárrækt, hvort
heldur sem var með nautgripi, sauðfé eða
hross, og svo uppgræðsla og jarðrækt sem
Gunnarsholt er þekktast fyrir.
STARF LANDGRÆÐSLUSTJÓRA
Hvernig bar það að þú tókst við starfi land-
græðslustjóra?
Það bar þannig til að Páll Sveinsson féll
skyndilega frá um mitt sumar árið 1972 og
ég tók þá við starfinu. Ég hafði þá ekki lok-
ið námi mínu, en var kominn til Bandaríkj-
anna í framhaldsnám í jarðvegsvernd, soil
conservation. Ég dreif mig þá út snemma
árs 1973 til að Ijúka þar meistaranámi og
gegndi Stefán Sigfússon starfi mínu á með-
an. Ég hafði þá að vlsu verið búinn að skrá
mig í doktorsnám í sandfoksfræðum í
Bandaríkjunum en hætti við það þegar ég
var skipaður landgræðslustjóri.
Um það leyti má segja að „útrás" Land-
græðslunnar hefjist fyrir alvöru. Hún hafði
hafist nokkru áður, má segja, með samstarfi
Ingva Þorsteinssonar við áhugamannafélög
og sveitarfélög í sambandi við uppgræðslu
landsins.
Þegar ég kem til starfa þá fer ég að sinna
gróðurvernd afréttanna og upprekstrarmál-
um í mjög auknum mæli. Ég náði þar góðu
samstarfi við gróðurverndarnefndirnar.
Ákvörðun um stofnun þeirra kom með lög-
um um landgræðslu, nr. 17/1965.
Ingvi Þorsteinsson kom þeim mikið (gang
þannig að um 1970 eru þær starfandi í
flestum sýslum landsins. Seinna var bætt
inn ákvæði um að þær skyldu starfa í öllum
kaupstöðum landsins þó að það yrði aldrei
alveg raunin.
Fljótlega eftir að ég tók við starfi land-
græðslustjóra fór ég að virkja þessar nefnd-
ir meira, einkum að því er laut að nýtingu
afréttanna. Þá hófst tímabil þar sem við Ól-
afur R. Dýrmundsson landnýtingarráðu-
FREYR 04 2006
17