Freyr - 01.04.2006, Qupperneq 22
Gamlir sandvarnargarðar í Gunnarsholti.
Ljósm. Anne Bau
nautur Bl ferðuðumst mikið og héldum
fundi með upprekstrarfélögum og virkjuð-
um gróðurverndarnefndirnar í því með okk-
ur að fylgjast með nýtingu afréttanna.
Sauðfé á vetrarfóðrum í landinu var þá að
nálgast hámark, en árið 1978 komst það
hátt í 900 þúsund.
Mér blöskraði þá hve algengt var að
menn færu mjög snemma með fé á afrétt
og líka hve víða hross voru rekin á afrétt.
Það fannst mér í mörgum tilvikum algjör
óhæfa, einkum á Suðurlandi, þar sem var
uppblástur og auðnir og afar óæskilegt
beitiland fyrir hross. Þannig að það voru
heilmikil átök þarna á árunum 1974 - '80,
bæði vegna upprekstrar sauðfjár og hrossa
á afrétti. Það voru mikil fundarhöld og mað-
ur kynntist afar mörgu góðu fólki en það
var ekki alltaf logn á fundunum. Þegar
maður t.d. fundaði með Austur-Húnvetn-
ingum á þessum árum þá þótti það ekki al-
mennilegur fundur nema hann stæði svona
í sex tíma.
Þegar svo Andrés Arnalds kemur til starfa,
árið 1983, fyrst að láni frá RALA, þá förum
Gunnarsholt 1998, horft til norðausturs.
Ljósm. Jón Karl Snorrason
við enn frekar að sækja á sveitarstjórnir og
upprekstrarfélög og auka samskipti við höf-
uðborgarsvæðið, svo sem skólana.
Á seinni hlut níunda áratugarins var oft
tekist hart á um ofbeit hrossa í heimahög-
um. Hrossum fjölgaði stöðugt og land fór
illa, sérstaklega í köldu árunum. Á slðasta
ártugi aldarinnar settum við I gang heildar-
úttekt á ofbeit af völdum hrossa í heima-
högum sem olli miklu fjaðrafoki og deilum.
En síðan þá hefur ástandið stöðugt batnað
þó að það sé enn ekki viðunandi á alltof
mörgum jörðum.
Baráttan um gróðurvernd afréttanna skil-
aði miklum árangri, menn seinkuðu upp-
rekstri á sauðfé og mikið upprekstri hrossa
og hættu honum sums staðar alveg. Gróð-
urverndarnefndir voru víða mjög virkar í
þessum aðgerðum, t.d. í Þingeyjarsýslunum
báðum, í Eyjafirði og Skagafirði og Austur-
Húnavatnssýslu og síðan á Suðurlandi í Ár-
nessýslu og Vestur-Skaftafellssýslu og á
Vesturlandi, í Borgarfjarðarsýslu.
í Rangárvallasýslu var starfandi gróður-
verndarnefnd, sem var ekki mjög virk á
þessum tíma, llklega vegna nálægðar við
Gunnarsholt en við vorum aftur í beinu
sambandi við sveitarstjórnirnar.
Gróðurverndarnefndirnar gegndu mjög
veigamiklu hlutverki í þessum verndunar-
málum en upphaflega hafði ætlunin verið
sú að þær kæmu að fleiri málum en upp-
rekstrarþættinum. Yfirleitt varð það I reynd
ekki, t.d. komu þær ekki að hrossabeit I
heimalöndum né að viðkvæmum málum
heima fyrir, svo sem að málefnum Blöndu-
virkjunar eða Mývatnsöræfa. Mér var Ijóst
að þau mál hentuðu þeim ekki. Það var
betra að þær væru I góðu áliti bæði hjá
upprekstrarfélögum og sveitarstjórnum.
I þessum viðkvæmu málum þá kom það
sér afar vel fyrir mig að hafa staðið sjálfur
fyrir búrekstri í Gunnarsholti vegna þess að
bændur skynjuðu það að ég væri sjálfur
sveitamaður, við gátum alltaf rætt um bú-
skap, sauðfé og hross, áður en við fórum að
takast á í þessum upprekstrarmálum.
Gunnarsholt um 1950.
Ljósm. Runólfur Sveinsson
Það náðist mjög mikill árangur þarna og
þegar komið var fram yfir 1990 voru þessir
hlutir yfirleitt komnir í eins gott lag og
kannski var hægt að ná.
KÍNAMÚR Á ÍSLANDI
Þegar féð var flest [ landinu þá var ástandið
verulega alvarlegt. Mér er það minnisstætt,
þegar fyrstu gervitunglamyndirnar komu til
landsins um 1970 - '71, þá vissi ég það að
Geimferðastofnun Bandaríkjanna (NASA)
hafði samband við utanríkisráðuneytið hér
á íslandi og krafði það skýringa á mjög sér-
stökum mannvirkjum á Norðvesturlandi.
Það virtist vera þar einhvers konar Kínamúr
eða risastór strik á landinu sem voru mjög
breið og dofnuðu í aðra áttina og NASA átt-
aði sig alls ekki á hvers konar mannvirki
þetta voru.
Það var leitað til okkar út af þessu og þá
kom í Ijós að þetta voru afréttargirðingar og
traðkið við þær, sem kom svona vel út á
gervitunglamyndum, svo að kilómetrum
skipti, og þeir skildu ekki hvaða mannvirki
þessi fátæka þjóð væri að gera.
Núna sér svona fyrirbæra ekki stað nema
e.t.v. vegna hrossabeitar í Vestur-Húna-
vatnssýslu. Núna er féð flutt lengra inn á af-
réttina og því dreift betur. Ærnar skila sér
seinni hluta sumars þangað sem þeim er
sleppt, í lembingarhólfin inni á afréttinni.
Má segja að þarna hafi það gerst samtímis
að það þurfti að bæta ástand gróðurs á af-
réttum og svo hitt að upp úr 7 980 fækkaði
fé vegna þess að settur var kvóti á fram-
leiðsluna?
Já, það má segja það. Ég held þó
kannski að það hafi aldrei verið fækkað fé
vegna gróðurverndaraðstæðna einna. Það
voru fundnar leiðir til þess að takast á við
þetta. Sums staðar fóru menn að græða
upp land, eins og Biskupstungnamenn
gerðu, inni á afrétti, með áburði og gras-
fræi, og þeir lögðu líka skatt á bændur
sem voru að reka á afrétt, ásamt því að
sveitarfélagið og Landgræðslan tóku þátt í
aðgerðunum. Þar hófst þetta um 1971 og
stendur enn. Þar var ástandið slæmt,
margt fé og afrétturinn hart leikinn af
uppblæstri fyrr á öldum.
18
FREYR 04 2006