Freyr - 01.04.2006, Blaðsíða 25
NÝJA GRÓÐURHÚSIÐ
Horft inn eftir þeim hluta hússins þar sem búið er að koma fyrir lýsingu
sem gerist. Til samanburðar fengu þeir sem
lögðu stund á hefðbundna ræktun 25
kg/m2 þegar best lét. Þar er líka um mun
styttra vaxtarskeið að ræða, aðeins um hálft
ár. Raflýsingin gerir mönnum kleift að rækta
allt árið.
Hjónin á Hverabakka II geta ekki sett upp
fulla lýsingu í nýju húsin sem eru eins og
áður sagði 1.500 m2. Ástæðan er sú að
spennistöðin á Flúðum annar ekki eftir-
spurninni á svæðinu. Þorleifur brá því á það
ráð að setja lampa í 2/3 hluta hússins og
hyggst nota þriðjunginn sem eftir er lampa-
lausan þar til skipt verður um spennistöð.
Hann væntir þess að það verði gert með
sumrinu.
FREMSTIR í FLOKKI
Þorleifur segir íslenska bændur, ásamt
finnskum, vera komna lengst í því að nýta
sér lýsingu í gróðurhúsum til þess að lengja
vaxtartímann. Hann segir íslenska bændur
mikið leita sér þekkingar til Finnlands og
Hollands og sjálfur hafi hann farið nokkrum
sinnum utan til þess að kynna sér nýjungar
í tækni og framförum í lýsingu og byggingu
gróðurhúsa. Þorleifur segir Finna vera feti
framar fslendingum en við fylgjum þó fast á
hæla þeim hvað varðar magntölur á fer-
metra í framleiðslunni. Að sögn Þorleifs
tróna Hollendingar á toppnum hvað heild-
armagnið varðar en samkeppnin er svo
hörð að Finnar vilja ekki með nokkru móti
hleypa Hollendingum inn í húsin sín þar
sem þeir eru einnig farnir að feta sig áfram
í lýsingu sinna gróðurhúsa. íslendingar eru
enn sem komið er velkomnir í finnsk gróð-
urhús og nýta sér það enda læra menn
mest af því að heimsækja hver annan og
bera saman bækur sínar að mati Þorleifs.
Finnar og Islendingar hafa það umfram
aðra framleiðendur í heiminum, sem farið
hafa þá leið að lengja vaxtartímann með
raflýsingu, að búa við kalt loftslag. Með
notkun lampanna er fyrst og fremst verið
að horfa til birtunnar, sem er vissulega tak-
markandi þáttur á norðurslóðum hluta úr
ári, en á móti kemur að kalda loftslagið ger-
ir það að verkum að auðveldara er að stýra
hitastiginu í húsunum. Hitinn frá lömpun-
um verður því plöntunum ekki óbærilegur.
FRAMFLEYTA SÉR MEÐ RÓFURÆKT
Þorleifur og Sjöfn hafa frá upphafi lagt
stund á útirækt á sumrin og er kálræktin
fyrirferðarmest. Börn þeirra Þorleifs og
Sjafnar hafa iðulega starfað við garðyrkju-
stöð foreldra sinna á sumrin og eftir að þau
Áslaug Eiríksdóttir undirbýr upphengingu á
tómatplöntunum í nýja húsinu
Horft inn eftir húsinu endilöngu. Jarðefna-
iðnaður ehf. í Þorlákshöfn vinnur og hreins-
ar Hekluvikur sem margir garðyrkjubændur
nota í potta sína. Miklu máli skiptir að
kornastærðin sé rétt
elstu, Jóhannes Freyr og Svava, fluttu að
heiman og héldu áfram námi hafa þau
framfleytt sér með rófurækt á sumrin.
Þorleifur telur mikilvægt að auka tengslin
á milli bænda sem framleiðenda og neyt-
endanna í þéttbýlinu. „Fólk vill koma á
stöðvarnar, skoða hvernig þetta gengur fyr-
ir sig og jafnvel kaupa beint af bóndanum
og menn eiga að vera opnir fyrir því. Við
verðum að styrkja þessi tengsl við neytand-
ann, finnst mér," segir Þorleifur.
Byggingarlýsing
Gróðurhús á Hverabakka II. Stærð 1.500 m2. Lengd 78 m, breidd 20 m. Á húsinu eru
sex ris (burstir). Sökklar eru steinsteyptir. Grind hússins, þ.e. súlur, kraftsperrur og
stífingar, er úr galvanhúðuðu stáli. Hver rúða í þakinu er 60 x 120 cm en heldur stærri
í hliðunum. Lýsingin er 240W á fermetra og perustærð hvers lampa er að jafnaði
600W. Frá gólfi og upp í hvern lampa eru 4,5 m. Frjó ehf. flutti inn húsið og lamp-
ana sem notaðir eru. Þá settu starfsmenn Þorleifs upp en um töflur og tengingar sá
Jens Pétur Jóhannsson rafvirkjameistari í Laugarási í Biskupstungum. í húsinu er mal-
argólf sem hulið er með hvítum dúki til þess að auðvelda þrif á gólfi og auka endur-
varp Ijóssins. Allur búnaður sem viðkemur ræktuninni er tölvustýrður, s.s. hiti, lýsing,
vökvun, raki og loftun, en gluggaopnun stjórnast af hitanum inni í húsinu og veður-
stöð á þaki sem sendir upplýsingar um vindátt og hitastig utan dyra.
■d
Teikning af gafli
Húsið í þrívídd
FREYR 04 2006
21