Freyr - 01.04.2006, Side 30
SAUÐFJÁRRÆKT
Selen í hrútum
Metið með ákvörðunum á GPX-virkni í blóði
Eftir Sigurð Sigurðarson, Landbúnaðar-
stofnun, Kristínu Björgu Guðmunds-
dóttur, Rannsóknadeild yfirdýralæknis í
dýrasjúkdómum, Jakob Kristinsson og
Þorkel Jóhannesson, Rannsóknastofu í
lyfja- og eiturefnafræði, og Tryggva
Eiríksson, Landbúnaðarháskóla íslands
Við höfum áður lýst því hve lítið
selen sé í heyi af ræktuðu landi og
hve útbreidd einkenni um selenskort
séu í sauðfé (einkum lömbum) og
jafnvel einnig í kvígum og folöldum,
þrátt fyrir almenna varnandi gjöf
selens (seleníts) og E-vítamíns
(tókóferóls) (Þorkell Jóhannesson o.fl.
2004a). Við bentum einnig á að þéttni
selens í blóði áa teldist nægjanleg að
hausti en væri að vori oftast nærri
þeim mörkum sem samfara eru
skortseinkennum. Þetta kemur heim
og saman við það að meðganga
veldur álagi á selenbúskap áa og
magn selens í heiða- og hálendis-
gróðri virðist samkvæmt eldri rann-
sóknum vera mun meira en í gróðri á
ræktuðu landi og útjörð á láglendi
(Baldur Símonarson o.fl. 1984). Guðný
Eiríksdóttir og félagar (1981) hafa
einnig áður sýnt fram á sveiflur í
selenþéttni í blóði áa frá hausti og
fram að burði að vori eftir innistöðu í
mánuði. Fyllra yfirlit yfir selenrann-
sóknir okkar hefur birst á ensku
(Þorkell Jóhannesson o.fl. 2004b).
Fram til þessa hefur selen lítið verið
rannsakað í hrútum á íslandi.
í blóði sauðfjár (og fleiri dýrategunda) er en-
sím sem inniheldur selen og nefnist glútatí-
onperoxídasi (skammstafað GPX eða stund-
um GPO). Virkni þessa ensíms er oft við nán-
ar skilgreindar aðstæður í réttu hlutfalli við
þéttni selens í blóðinu. Þar sem ákvarðanir á
seleni eru bæði erfiðar og dýrar, en ákvarð-
anir á GPX-virkni mun ódýrari, hafa menn
oft leitast við að láta ákvarðanir é GPX-virkni
í blóði koma í stað ákvarðana á seleni. Sér-
staklega hefur slík aðferð gildi við skimun á
seleni. GPX-gildi virðast þó vera háð erfðum
og því ber að taka niðurstöður GPX-mæl-
inga með vissum fyrirvara. Af rannsóknum
Guðnýjar Eiríksdóttur og félaga má ráða að
GPX-virkni í blóði sauðfjár skuli ekki vera öllu
minni en 100 einingar miðað við gramm
blóðrauða í sýnum (ein./g Hb). Virkni GPX
hefur lengi verið ákvörðuð á Tilraunastöð-
inni á Keldum. Nákvæmni aðferðarinnar þar
hefur verið mjög viðunandi.
GPX-VIRKNI í BLÓÐI HRÚTA
Fyrsta sunnudag í aðventu 2005 voru þrjú
okkar (S.S., K.B.G., Þ.J.) á ferð á stóru sauð-
fjárbúi til þess að taka þar blóðsýni úr ám til
ákvörðunar á GPX-virkni til viðmiðunar við
þess konar ákvarðanir í blóði áa á riðubæj-
um. Á bænum (bær H) voru tólf hrútar og
við ákváðum að taka blóðsýni úr fimm
þeirra (hrútar nr. 19-23, mynd 1) til ákvarð-
ana á GPX-virkni, þótt það hefði upphaf-
lega ekki verið ætlunin. Hrútar þessir eru 2-
5 vetra gamlir og höfðu sumarlangt og
fram á haust gengið á mýrlendi, uns þeir
voru teknir á hús í byrjun nóvember. Þeir
höfðu verið fóðraðir á heyi en ekki fengið
nein sölt eða annað fóður (tafla 1). Það
vakti athygli okkar að virkni GPX í blóðinu
var innan við 100 ein./g Hb eða lltið eitt þar
yfir (mynd 1), enda þótt GPX-virkni í blóð-
sýni úr ánum (tekin voru blóðsýni úr 121 á)
sem gengið höfðu sumarlangt í fjalllendi
væri með einni undantekningu yfir þessum
mörkum og venjulega langt yfir þeim.
Ganga má út frá því að selentekja sé rýr í
sauðfé við beit á mýrum með súrum jarð-
vegi eins og reyndin var í þessu tilviki (tafla
1). Áhugi okkar var nú vakinn á því að
kanna hvort nokkurs selenskorts kynni að
gæta í hrútum á öðrum sauðfjárbúum. Af
ýmsum ástæðum dróst það til 11. janúar
síðastliðins að við færum ( yfirreið á önnur
sauðfjárbú. Þann dag fórum við á sjö býli
(bæi A-G) og tókum blóðsýni úr 18 hrútum
(nr. 1-18) 2-5 vetra gömlum til ákvörðunar
á GPX-virkni (tafla 1, mynd 1).
Hrútur nr. 1 (bær A) hafði gengið mest í
fjalllendi ofan bæjarins en hinir hrútarnir á
bænum (nr. 2-5) mest á ábornum árbökk-
um. Þeir höfðu á húsi haft aðgang að stein-
efnablöndu en fjallhrúturinn ekki. Engu að
síður var GPX-virkni í blóði hans miklu meiri
en í blóði hinna hrútanna. Þetta dæmi styð-
Ljósm. Jón Eiríksson
ur fyrri ályktanir um að selentekja sauðfjár
sé góð á fjalli.
Samkvæmt ákvörðun á GPX-virkni telst
selentekja hrúts nr. 6 (bær B) vera nægjan-
leg. Annar hrútur á sama bæ (nr. 7) sem
hafði haft aðgang að selenríkum fóðurbæti
var þó með meiri GPX-virkni í blóðinu.
Hrútar nr. 8-12 (bær C) höfðu allir verið
sprautaðir með seleni og E-vítamíni þegar
þeir voru teknir á hús um það bil tveimur
mánuðum áður en blóðsýnin voru tekin.
GPX-virkni i sýnum úr þessum hrútum var í
öllum tilvikum yfir 200 ein./g Hb. Sama var að
segja um hrút nr. 13 (bær D). Hrútur nr. 14
(bær E) hafði aðgang að saltsteini með seleni
i og hans GPX-gildi voru einnig mjög há.
Hrútar nr. 15 og 16 (bær F) vöktu athygli
þar sem þeir voru fóðraðir á há, án gjafar
saltsteina eða fóðurbætis, og höfðu (ásamt
hrúti nr. 14) hæstu GPX-gildin í safninu. Há
vex að jafnaði hægar en túngresi í fyrsta
slætti og yfirleitt er talið að mun meira sé af
seleni og öðrum snefilefnum í há en í grasi
í fyrsta slætti.
Hrútar nr. 17 og 18 (bær G) áttu að hafa
aðgang að saltsteini með seleni í en nr. 18
þó lítið. GPX-gildi hans voru lægri en hjá
hrúti nr. 17.
ÁLYKTUNAR- OG NIÐURLAGSORÐ
Ofangreind skimun á seleni í 23 hrútum,
dæmt á grundvelli GPX-gilda í blóðsýnum,
er fjarri þvt að vera tæmandi. Hún gefur þó
vísbendingu um að gjöf selens í formi salt-
steina, fóðurbætis eða stungulyfs (með eða
án E-vítamíns) tryggi að GPX-gildin séu oft-
ast vel ofan ætlaðra skortsmarka (hrútar nr.
2-12 og 14). Þessu er öðruvísi farið um
hrúta sem verið höfðu á mýrlendi og höfðu
ekki fengið neina selenuppbót eftir að hafa
vera teknir á hús (hrútar nr. 19-23) Þessir
FREYR 04 2006