Freyr - 01.04.2006, Page 33
HROSSARÆKT
Mynd 1. Útflutningur hesta 1850 - 1900
&N «8?
/v'ö
CX' cx'-
^ KÖ' kÖ k9?
S> oSf
& KÖ
KÖ
Mynd 3. Útflutningur hesta 1951 - 2004
20.000 -,
18.000 -
16.000 -
</j 14.000 -
-Q. 12.000 -
10.000 -
■o 8.000 -
L 6.000 -
4.000 -
2.000 -
nnn
jgj ev |
oV Ov3 am a -
K& K°P K& K<y ^
& & & J" „<# „á'1*
rvö
<&' oN' qÖ' A\' A<b'' oN'' oö'' qN'' Æ'1
fVJ rV-> nSO oiO r.K qV. o» rip ,VO)
Nq,J k°>j n°>h k°>x k°>' nö° nö° N°rj nö“j
söN'
Súluritin sýna fjölda útfluttra hrossa á tímabilinu 1850 - 2004
helstu eru Billund í Danmörku, Norrköpping
í Svíþjóð, New York í Bandaríkjunum og
Lúxemborg.
Annar þáttur sem hefur verið fremur tak-
markandi fyrir útbreiðslu íslenska hestsins
eru sjúkdómar. íslenski hesturinn hefur
vegna einangrunar sinnar verið laus við
marga sjúkdóma sem herja á hross annars
staðar í heiminum. í þessu sambandi ber
helst að nefna sumarexem sem hefur án efa
haft áhrif á útflutning frá íslandi og unnið
gegn honum að einhverju leyti.
ÁHRIFAÞÆTTIR DREIFINGAR TIL
OG INNAN LANDA
Mikil dreifing er á íslenska hestinum um
heiminn og aðstæður ólíkar á milli staða.
Það hefur m.a. leitt til þess að fjöldi hesta
innan hvers lands hefur verið breytilegur en
fleiri hesta er að finna f þeim löndum þar
sem þekking og hagstæð skilyrði eru fyrir
hendi.
Löndin eru misjafnlega stödd í (slands-
hestamennskunni, allt frá því að vera með
fáa reiðhesta í það að halda umfangsmiklar
sýningar á íslenska hestinum eða jafnvel
heimsleika íslenska hestsins.
Þeir þættir sem hafa frá upphafi einna
helst haft áhrif á dreifinguna og fjöldann er
umgjörð markaðssetningarinnar og ýmsir
landfræðilegir þættir. Markaðssetning ís-
lenska hestsins í upphafi hefur vafalaust
leikið lykilhlutverk og haft mjög mikil áhrif á
núverandi staðsetningu íslenska hestsins.
Þar sem markaðssetning hefur byrjað í
hverju landi fyrir sig, f upphafi útbreiðslu-
sögu íslenska hestsins, hafa byggst upp
ákveðin kjarnasvæði sem haldið hafa áfram
að stækka og þróast í seinni tíð. Landfræði-
legir þættir hafa einnig stýrt útbreiðslunni
að miklu leyti í gegnum tíðina og er stað-
setning íslenska hestsins innan hvers lands í
mörgum tilvikum nokkuð afmörkuð sökum
þeirra. Almennir landshagir, landslag og
loftslag í hverju landi eru þættir sem haft
hafa mikil áhrif á dreifingu hans innan hvers
lands fyrir sig.
Þau lönd sem hýsa íslenska hestinn eru
mjög misjöfn hvað stærð og gerð varðar.
Hlutfall hálendis, láglendis, jökla, eyði-
marka, gróins og ógróins lands er mjög
breytilegt og hefur þar með haft áhrif á
heildarfjölda alls búfénaðar innan hvers
lands og þar með heildarfjölda íslenska
hestsins. ( löndum þar sem gróið land og
víðátta er fremur takmörkuð er færri hesta
að finna en í þeim löndum þar sem gróið
land og víðátta er algengari.
Landslag og umhverfi er annar stýriþáttur
útbreiðslunnar. Aðgengi að grösugum hög-
um, vatni og skjólgóðu svæði er frumskil-
yrði þess að íslenski hesturinn lifi og dafni
vel. Þessir þættir hafa haft áhrif á hvar hann
er staðsettur í hverju landi fyrir sig.
Loftslag er enn einn áhrifaþáttur útbreiðsl-
unnar en eins og gefur að skilja er það mjög
mismunandi milli og innan hvers lands. Stað-
setning íslenska hestsins takmarkast að
miklu leyti við loftslag því að hiti og raki lofts-
lagsins ræður miklu um almenna líðan hans.
Auk ofangreindra áhrifaþátta á staðsetn-
ingu hans innan hvers lands hafa samgöng-
ur, vegalengdir og efnahagur hvers lands
haft áhrif.
FREYR 04 2006