Fréttablaðið - 14.12.2017, Síða 2

Fréttablaðið - 14.12.2017, Síða 2
Veður Norðanátt og él um norðanvert landið í dag, en yfirleitt léttskýjað syðra. Frost 0 til 7 stig, kaldast inn til landsins. sjá síðu 48 Beðið eftir fjárlagafrumvarpi Það eru fleiri en Stjörnustríðsaðdáendur sem hafa þurft að bíða undanfarna daga. Í gær fékk stjórnarandstaðan kynningu á fjárlagafrumvarpi hinnar nýju ríkisstjórnar. Fyrsta umræða um frumvarpið fer fram á föstudag í þinginu. Allnokkrir þingmenn voru saman komnir í gær og biðu eftir kynningunni þegar ljósmyndara Fréttablaðsins bar að garði. Frumvarpið verður kynnt á blaðamannafundi klukkan 9 í dag. Fréttablaðið/anton brink GRAN CANARIA 16. janúar í 14 nætur Bir t m eð fy rir va ra um pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé r r étt til le iðr étt ing a á sl íku . A th. að ve rð ge tur br ey st án fy rir va ra . Frá kr. 102.995 m/allt innifalið LögregLumáL Lögreglan á Vest- fjörðum verst allra fregna varðandi eldsupptök þegar útgerðarhúsnæði Hraðfrystihúss Gunnvarar á Ísafirði brann. Verið er að skoða vísbendingar sem fundust á vettvangi og vinna úr tæknimálum. Of snemmt er að segja til um eldsupptök, en vonandi verði hægt að segja til um þau fyrir lok vikunnar. Útgerðarhúsnæðið brann til kaldra kola síðastliðið föstudags- kvöld, en slökkviliðinu tókst með faglegum vinnubrögðum að bjarga nærliggjandi húsum, meðal annars Rauða húsinu svokallaða, gömlu timburhúsi sem stendur mjög nærri byggingunni sem brann. – aig Of snemmt að segja til um eldsupptök myndList Glænýtt málverk Þránd- ar Þórarinssonar af Ikea-geitinni alelda hefur vakið athygli enda vantar ekkert upp á dramatíkina þar sem heiðnar vísanir og demón- ísk áhrif frá sjálfum Francisco de Goya dansa í bálinu. „Ég fékk eiginlega bara þessa vitrun, að ég yrði að mála jólageit- ina í björtu báli,“ segir Þrándur um verkið sem hann vann mjög hratt. „Ég vildi koma henni út fyrir jólin.“ Enda ekki eftir neinu að bíða þegar Ikea-geitin er annars vegar þar sem segja má að hefð sé komin fyrir því að kveikja í henni fyrir jól. Þórarinn Ævarsson, fram- kvæmdastjóri Ikea, er yfir sig hrif- inn af málverkinu og segist endilega vilja eignast það fyrir hönd Ikea. „Mér finnst þetta frábærlega flott og ég væri til í að eignast þessa mynd og gefa henni heiðurssess á skrifstofunni minni. Ég gleðst yfir að alvöru listamaður sýni þessu áhuga,“ segir Þórarinn. „Hún er með horn, eins og hún komi úr neðra, en annars eru ansi mikil líkindi með henni og geitinni okkar,“ segir hann, býsna glöggur á myndmál Þrándar. „Það er eitthvað díabólískt og heiðið við að kveikja í geit og ég velti fyrir mér hvernig ég gæti undir- strikað það,“ segir listamaðurinn sem sótti í smiðju Goya en horn geitarinnar minna mjög á geitur í þekktum nornamyndum þess mikla meistara. Þótt Þórarinn hrífist af málverk- inu vonast hann til þess að Ikea- geitin fái að standa í friði þetta árið. „Það er þegar búið að sýna henni nokkur tilræði og nýlega voru þrír drengir stöðvaðir áður en þeim Ikea-geitin stendur enn en brennur á málverki Ikea-geitin hefur öðlast sess í þjóðarsálinni og þá helst í ljósum logum. Hún stendur þó enn keik. Framkvæmdastjóri Ikea vonar að að hún lifi aðventuna þótt Þrándur Þórarinsson myndlistarmaður hafi kveikt í geitinni á striga. Sjáið geitina í listrænum logum. „ég fékk eiginlega bara þessa vitrun, að ég yrði að mála jólageitina í björtu báli.“ Þrándur Þórarinsson myndlistarmaður. Fréttablaðið/EyÞór tókst að kveikja í henni. Eitthvað hefur verið talað um auglýsingagildi þess að hún brenni en það er ekki það sem við viljum.“ Þórarinn segir geitina aldrei hafa verið jafn vel vaktaða. „Við erum með mann í bíl við hliðina á henni allar nætur, umhverfis hana er raf- magnsgirðing með gaddavírum og myndavélum er beint að henni. Við kostum miklu til til þess að koma í veg fyrir þetta en ef brotaviljinn er nógu einbeittur getur það reynst erfitt,“ segir Þórarinn og nefnir sem dæmi að hann hafi heyrt hug- myndir um að nota dróna til þess að hella yfir hana bensíni og kveikja í. „Einu sinni brann hún á Þor- láksmessu þannig að hún er ekki sloppin.“ thorarinn@frettabladid.is stjórnmáL „Það verður ekki hægt að fara í allar þessar framkvæmdir; Tvöföldun Reykjanesbrautar, Suður- landsvegar og Vesturlandsvegar, auk Sundabrautar og Borgarlínu allt á sama tíma og við erum að byggja tíu þúsund íbúðir í Reykjavík, Það hefur verið reynt áður og er útópía,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, ráð- herra samgöngumála. Hann segir að byggja þurfi á forgangsröðun og langtímaáætlun þar sem horft verði til alls landsins. Ný samgönguáætlun bæði til fjög- urra ára og tólf ára verð- ur afgreidd á Alþingi í vetur. Ráðherra segir hana þurfa að vera í samræmi við þá fjár- málaáætlun sem lögð verði fram á svipuðum tíma. – aá Ráðherra slær á væntingar Sigurður ingi Jó- hannsson KirKjumáL „Það má auðvitað kalla það klúður þegar farið er af stað með svo mikilvægt mál eins og kjör biskups í kirkjunni og stöðva þarf kosningaferlið vegna þess að ákveðinn fjöldi kjörmanna var ekki valinn samkvæmt gildandi reglum,“ segir Kristján Valur Ingólfsson, vígslubiskup í Skálholti, aðspurður um stöðuna í Skálholti nú þegar þarf að kjósa upp á nýtt um nýjan vígslubiskup. Kristján Valur varð sjötugur þann 28. október síðastliðinn. „Það hefur verið venja að biskupar fái bréf um það úr ráðuneytinu hvenær þeir eru leystir frá störfum, einnig þeir sem verða sjötugir í embætti. Ég hef ekki fengið slíkt bréf og sit hér því þangað til,“ segir Kristján Valur, sem mun væntanlega gegna embætti vígslubiskups fram á Skálholtshátíð næsta sumar þegar nýr vígslubiskup verður settur í embætti. – mhh Skálholtsmálið algjört klúður 1 4 . d e s e m b e r 2 0 1 7 F i m m t u d A g u r2 F r é t t i r ∙ F r é t t A b L A ð i ð 1 4 -1 2 -2 0 1 7 0 4 :2 4 F B 0 8 8 s _ P 0 8 7 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 7 4 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 7 C -2 3 6 4 1 E 7 C -2 2 2 8 1 E 7 C -2 0 E C 1 E 7 C -1 F B 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 8 8 s _ 1 3 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.