Fréttablaðið - 14.12.2017, Side 16

Fréttablaðið - 14.12.2017, Side 16
Samfélag „Ég get ekkert farið, ég hef engan samastað, enga peninga til að leigja mér eitt né neitt. Ég væri ekki hérna ef ég gæti verið annars stað- ar,“ segir Sigurbjörg Hlöðversdóttir, öryrki og íbúi í Hátúni 10, húsnæði Brynju hússjóðs Öryrkjabandalags Íslands, sem í gær barst bréf frá lög- fræðistofu þar sem henni er hótað útburði. Fréttablaðið hefur fjallað ítarlega um mál Sigurbjargar að undan- förnu, en leigusamningur hennar var ekki endurnýjaður þar sem hún hafði gerst brotleg við húsreglur um dýrahald. Sigurbjörg býr í íbúð sinni í Hátúni ásamt pomeranian- hundinum Hrolli sem hefur reynst eigandanum mikilvægur félags- skapur í gegnum tíðina. Upphaflega bar Sigurbjörgu að skila íbúðinni 1. desember síðastliðinn. Hún kærði ákvörðun Brynju til kærunefndar húsnæðismála í velferðarráðuneyt- inu og hélt hún hefði keypt sér tíma meðan málið væri til meðferðar. Annað kom á daginn í gær þegar hún var heimsótt af fulltrúa Lög- fræðistofu Reykjavíkur sem afhenti henni ómerkt umslag. Í því var að finna áskorun, dagsetta 4. desem- ber, um að hún tæmi íbúðina nú þegar og skili lyklunum til Brynju. Í bréfinu er henni hótað útburði, en þar segir: „Verði ekki orðið við því innan 3ja daga frá birtingu áskorunar þessarar mun verða farið fram á aðfarar- heimild hjá Héraðsdómi Reykja- víkur og þess síðan krafist að þú verðir borin út úr húsnæðinu með atbeina sýslumannsins á höfuð- borgarsvæðinu.“ Sigurbjörg er hvumsa yfir þessu útspili og furðar sig á að hægt sé að fara út í aðgerðir sem þessar áður en úrskurður kærunefndar liggur fyrir. „En ég er ekki lögfræðingur, ég er bara öryrki hérna. Ég er að brjóta húsreglur, engin spurning um það, en ég er á því að Brynja sé að brjóta lög með þessari mismunun,“ segir hún og vísar þar í að fjöldi íbúa í Hátúni haldi gæludýr. Hún kveðst ekki ætla að verða við áskoruninni. „Ég verð bara að sitja og bíða. Leyfa þeim að bera mig út, hve- nær sem það verður. 24. desember kannski.“ mikael@frettabladid.is Hóta að bera öryrkja og hund út fyrir jól Sigurbjörgu Hlöðversdóttur barst bréf frá lögfræðistofu í gær þar sem skorað er á hana að tæma íbúð sína í Hátúni 10. Fær þrjá daga til að skila henni af sér, annars verði hún borin út af sýslumanni. Hún segist ekki hafa í önnur hús að venda og hyggst ekki verða við beiðninni. Bréfið sem barst. Sigurbjörg segir að hún og hundurinn Hrollur fari hvergi. Hússjóður ÖBÍ verði að láta bera hana út. FréttaBlaðið/VilHelm lya.is · Rakakrem 100 g · Handáburður 100 ml · Andlitshreinsir 50 ml · Andlitskrem 20 g Án parabena, ilm– og litarefna Milt og mýkjandi í gjafaöskju SkipulagSmál Bæjarstjórn Kópa- vogsbæjar hefur samþykkt breyt- ingar á aðal- og deiliskipulagi sem heimilar að byggðar verði allt að 140 íbúðir á Nónhæð, skammt frá Smáralind. Um er að ræða þrjár lóðir undir fjölbýlishús á tveimur til fimm hæðum. Á fundinum var samþykkt tillaga að breyttu deiliskipulagi vegna athuga- semda sem bárust í ferli máls- ins en fréttir voru sagðar af því fyrr á árinu að íbúasamtökin Betri Nónhæð lögðust gegn byggðinni. Breytingarn- ar sem gerðar voru og sam- þykktar lúta aðallega að h æ ð f j ö l - býlishúsanna. Þær kveða á um að hámarkshæð húsanna lækki um 3,6 til 4,6 metra, eða eina hæð, frá fyrri tillögu. Fjölbýlishúsin verða að hámarki fjórar hæðir, en ekki fimm, eins og áður stóð til. Reiturinn afmarkast af Arnarnesvegi til suðurs, Smárahvammsvegi til austurs, suðurmörkum lóða við Foldasmára 2-22 til norðurs og Arnarsmára 32 og 34 til vesturs. Áætlað byggingamagn ofanjarðar er allt að 15.600 fermetrar. – bg 140 íbúðir á Nónhæð Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri. Frétta- Blaðið/SteFÁn Áætlað byggingamagn ofanjarðar er allt að 15.600 fermetrar. 1 4 . d e S e m b e r 2 0 1 7 f i m m T u d a g u r16 f r é T T i r ∙ f r é T T a b l a ð i ð 1 4 -1 2 -2 0 1 7 0 4 :2 4 F B 0 8 8 s _ P 0 8 8 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 7 3 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 7 C -1 E 7 4 1 E 7 C -1 D 3 8 1 E 7 C -1 B F C 1 E 7 C -1 A C 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 8 8 s _ 1 3 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.