Fréttablaðið - 14.12.2017, Page 26

Fréttablaðið - 14.12.2017, Page 26
Frá degi til dags Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Einar Þór Sverrisson forStjóri: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kjartan Hreinn Njálssson kjaranh@frettabladid.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is markaðurinn: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is lífið: Guðný Hrönn Antonsdóttir gudnyhronn@frettabladid.is ljóSmyndir: Vilhelm Gunnarsson villi@365.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Halldór Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@frettabladid.is Fyrsta skrefið til að „ýta“ neytendum í rétta átt væri að banna verslunum að stilla freist- ingum eins og sælgæti upp við afgreiðslu- kassa. Á þessum tíma er ys og þys í búðum og verslunarmiðstöðvum, mörg leitandi augnaráð. Hvað á ég að gefa í ár? Var ekki einhver sem sagði „það sem þú vilt að aðrir gefi þér skalt þú þeim gefa“ eða misminnir mig? Svo þarf líka að pakka öllum gjöfunum inn. Menn vanda sig svo sem mismikið við það. Hvað er annars dýrmætast í lífinu? Getur maður gefið það? Hvaða umbúðir fara utan um kærleika og frið? Hvernig pakka ég inn sátt og farsæld, virðingu og samþykki? Von? Hjálparstarfið vinnur að öllum þessum þáttum í starfi á Íslandi og erlendis. Nú stendur yfir jólasöfnun fyrir vatni á svæðum í Eþíópíu og Úganda þar sem vatnsskortur er mikill. „Vatn er von“ er slagorðið, það skilja að minnsta kosti allir að án vatns er engin von. Þannig er vatn frá- bær jólagjöf sem gefur von. Þátttaka í jólasöfnun tryggir líka konum á sömu svæðum tækifæri til að setja á laggirnar smástarfsemi sem tryggir þeim tekjur sem þær ráða yfir. Það tryggir far- sæld barna og fjölskyldnanna í heild. „Eftir að ég opnaði búðina mína hef ég fengið virðingu í samfélaginu og meira að segja maðurinn minn virðir mig meira en áður. Hjónaband okkar, samskipti og kærleikur er miklu meiri eftir að ég fór að standa á eigin fótum,“ segir kona í Jijiga-héraði í Eþíópíu. Væri ekki gaman að gefa „hjónabandssælu“ með því að taka þátt í jóla- söfnun Hjálparstarfsins? Svo er líka hægt að gefa gjafabréf á gjofsem- gefur.is, þar er hægt að gefa vatn, geitur, hænur, neyðarpakka og jólagjöf til barna á Íslandi, svo fimm bréf séu nefnd af 44. Með þessu öllu er starf Hjálparstarfsins styrkt, starf sem snýst um að efla fólk og samfélög til að skapa sína eigin farsæld, von og drauma. Gleðilega hátíð og takk fyrir stuðninginn. Getur maður gefið það sem er dýrmætast í lífinu? Nú stendur yfir jóla- söfnun fyrir vatni á svæð- um í Eþíópíu og Úganda þar sem vatns- skortur er mikill. Bjarni Gíslason framkvæmda- stjóri Hjálpar- starfs kirkjunnar Agnes og Natan Greint hefur verið frá því að ein vinsælasta leikkona heims um þessar mundir, Jennifer Law- rence, muni leika hina íslensku Agnesi í bíómynd sem verið er að gera um síðustu aftökuna á Íslandi. Ekki hefur enn verið greint frá því hver mun fara með aðalkarlhlutverkið og bíða kvikmyndaáhugamenn spenntir eftir að tilkynnt verði hver hreppir það hlutverk. Þegar Egill Eðvarðsson gerði íslenska mynd eftir sögunni um Agnesi um miðjan tíunda áratug síðustu aldar fékk hann Baltasar Kormák í hlutverkið. Það skyldi þó aldrei vera að við ættum eftir að sjá honum bregða fyrir aftur í sama hlutverki. Bónusarnir Ákvörðun hluthafa Klakka um að heimila 550 milljóna króna greiðslu til helstu stjórnenda og stjórnarmanna félagsins kom illa við marga. Klakki er fjármála- fyrirtæki sem Fjármálaeftirlitið heimilaði erlendum vogunar- sjóðum að eiga. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, gerði málið að umtalsefni á Facebook í gær og virðist telja að þarna sé bara um byrjun á einhverju meira að ræða. Spyr hann hvernig bónusarnir verði þegar eigendur vogunarsjóða fara að skipta á milli sín hagnaðinum af því að hafa eignast Arion banka. jonhakon@frettabladid.is Með aukinni umfjöllun um skaðsemi sykurneyslu breytast neysluvenjur almennings. Eftir nokkra áratugi mun fólk að öllum líkindum ræða um við-bættan sykur á svipuðum nótum og rætt er um sígarettur og tóbak í dag. Það mun þykja jafn fáránlegt að neyta viðbætts sykurs í óhóflegu magni og það þykir að reykja, vitandi allt um skaðsemi þess. Ein og sér leiðir sykurneysla ekki til áunninnar sykursýki (týpu 2). Hins vegar getur mikil sykurneysla leitt til þyngdaraukningar og síðan insúlínviðnáms sem er forstig áunninnar sykursýki. Þess vegna er mjög óábyrgt og villandi af stjórnendum íslenskra sælgætisframleiðenda að segja að sykurneysla valdi ekki sykursýki. Það hefur tekið langan tíma að upp- lýsa almenning um skaðsemi sykurneyslu og þess vegna er það sorglegt að stjórnendur fyrirtækja, sem hafa beinan hag af aukinni sykurneyslu, reyni að gera lítið úr skaðsemi hennar í fjölmiðlum. Ef íslenskir sæl- gætisframleiðendur vilja sýna samfélagslega ábyrgð ættu þeir að hafa frumkvæði að því að stuðla að bættum neysluvenjum almennings með fræðslu í stað þess að slá ryki í augu neytenda. Fjölmörg ríki hafa tekið upp sykurskatta með góðum árangri og sýnt hefur verið fram á að sykur- skattar virka sem tæki til að draga úr sykurneyslu. Að þessu sögðu er samt ekki víst að skattlagning sé eina raunhæfa úrræðið til að ná þessu markmiði. Í ljósi þess að ágreiningur er á milli tveggja ríkisstjórnar- flokka, Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna, um ágæti sykurskatta er æskilegt að önnur lýðheilsu- úrræði séu skoðuð vandlega. Hægt er að draga úr neyslu á viðbættum sykri með aðgerðum sem ýta undir skynsamlegt val hjá einstakl- ingnum. Fyrsta skrefið til að „ýta“ neytendum í rétta átt væri að banna verslunum að stilla freistingum eins og sælgæti upp við afgreiðslukassa. Næsta skref væri að umbuna verslunum sem eru ekki með sér- staka nammibari með einhvers konar skattafsláttum. Þá þyrfti að skylda verslanir til að stilla sælgæti og gosdrykkjum upp á lítt áberandi stað og tryggja að ómögulegt verði fyrir lítil börn að nálgast þessar vörur hjálparlaust. Áberandi merkingar á vörum með upplýsingum um kaloríufjölda og sykurmagn eru annað úrræði. Íslend- ingar þurfa að fylgja tilskipunum Evrópusambandsins þegar kemur að merkingum á næringarinnihaldi mat- væla. Þess vegna er ósennilegt að Ísland geti gengið lengra en önnur ríki á EES-svæðinu þegar þessar merkingar eru annars vegar. Á innri markaðnum gildir reglugerð nr. 1169/2011 um miðlun upplýsinga um matvæli til neytenda. Þótt reglugerðin hafi verið jákvætt skref er hún barn síns tíma enda gengur hún allt of skammt. Í fyllingu tímans þarf að uppfæra hana og skylda framleiðendur til að upplýsa með áberandi hætti framan á vörum hversu mikill sykur er í þeim og hversu margar kaloríur þær innihalda en ekki aðeins kaloríufjölda og sykurmagn á hver 100 grömm. Neyt- endur eiga að geta glöggvað sig á næringarinnihaldi matvæla sem þeir kaupa með einföldum hætti án þess að taka upp reiknivélar. Litlu skrefin 1 4 . d e s e m b e r 2 0 1 7 F I m m T U d A G U r26 s k o ð U n ∙ F r É T T A b L A ð I ð SKOÐUN 1 4 -1 2 -2 0 1 7 0 4 :2 5 F B 0 8 8 s _ P 0 6 6 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 6 3 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 7 C -6 3 9 4 1 E 7 C -6 2 5 8 1 E 7 C -6 1 1 C 1 E 7 C -5 F E 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 8 8 s _ 1 3 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.