Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.12.2017, Qupperneq 42

Fréttablaðið - 14.12.2017, Qupperneq 42
Það virðist sem fordómar fyrir andlitsförðun karla séu að hverfa, en enn um sinn er erfitt að segja hvort þetta sé tímabundin tískubylgja eða varanleg þróun, né hvaða áhrif þetta gæti haft. Oddur Freyr Þorsteinsson oddurfreyr@365.is Tabúið í kringum andlitsförðun karla virðist vera að hverfa. NORDICPHOTOS/GETTY Sífellt fleiri karlmenn nota andlitsfarða og förðunar-vörufyrirtæki eru farin að bregðast við með auknu framboði á förðunarvörum fyrir karlmenn. Í vor ætlar svo enskt förðunarvöru- fyrirtæki sem sérhæfir sig í vörum fyrir karlmenn að opna sínu fyrstu verslun. Það virðist sem fordómar gegn andlitsförðun karla séu að hverfa, en enn um sinn er erfitt að segja hvort þetta er tímabundin tískubylgja eða varanleg þróun og hvaða áhrif þetta gæti haft. Ekki lengur tabú Karlmenn úr raunveruleikasjón- varpi hafa tekið þátt í auglýsinga- herferðum, fegurðarbloggarar hafa kynnt og vakið athygli á þessari tísku, í janúar síðastliðnum notaði Maybelline karlmann í auglýsingu fyrir maskara og í ágúst sagði yfirmaður L’Oréal að það væri ekki lengur tabú fyrir karlmenn af „sjálfukynslóðinni“ að nota and- litsfarða. Hann spáði því líka að innan fimm til sjö ára væru komin afgreiðsluborð fyrir karlmenn í verslanir sem selja förðunarvörur. Sífellt fleiri þekkt merki hafa tekið þátt í þessari þróun og bjóða nú förðunarvörur sem eru sérstaklega fyrir karlmenn. Þessi þróun helst að nokkru leyti í hendur við þróun í átt að kynlausum fatnaði sem sést hjá mörgum stórum merkjum um þessar mundir. Fjölbreyttur markhópur Í sumar byrjaði tískuvefurinn Asos að selja andlitsfarða sem er sérstaklega ætlaður körlum til að svara þessari nýju eftirspurn. Asos selur vörur frá MMUK, sem er sex ára gamalt breskt förðunarvöru- fyrirtæki fyrir karlmenn. Hagn- aður fyrirtækisins hefur aukist hratt síðan það var stofnað og í vor stefnir MMUK á að opna sína fyrstu verslun í Brighton. Talskona fyrirtækisins, Lucy Atkinson, segir að opnun fyrstu verslunarinnar sé tákn um hvernig karlmenn nútímans séu að fín- stilla snyrtiþarfir sínar og hafi ekki lengur áhyggjur af tabúum í tengslum við að þeir farði sig. Atkinson segir að markhópur fyrirtækisins hafi upprunalega verið samkynhneigðir karlar, en það hafi fljótt komið í ljós að þeir væru bara hluti af markaðnum. Stór hluti viðskiptavinanna eru gagnkynhneigðir karlar sem vilja halda hraustlegu og unglegu útliti til að hjálpa til með starfsferilinn, annar stór hluti er karlar á aldr- inum 15 til 21 árs sem vilja hylja lýti á húðinni og svo eru margir sem nota farða fyrir sjónvarp og svið. Rétt eins og yfirmaður L’Oréal bendir Atkinson á að sjálfur á samfélagsmiðlum hafi ýtt verulega undir þessa þróun. Fyrst hafi karlar nýtt síur á myndirnar, en svo hafi þeir farið að nota farða til að vera stöðugt með eins konar síu til að líta vel út á myndum. Getur aukið kröfur Adam Walker, snyrtisérfræðingur hjá vefsíðunni the Male Stylist, fagnar þessari þróun en hefur áhyggjur af því að hún geti ýtt undir óeðlilegar útlitskröfur hjá körlum. Hann segir að konur hafi þurft að eiga við slíkt ára- tugum saman og nú sé sams konar þrýstingur að aukast á karlmenn, sem geti leitt til skekktra viðmiða. Tilraunir til að fela lýti með and- litsfarða geti verið fyrstu skrefin á braut sem leiði til ranghugmynda um eigin líkama og þess að menn skammist sín fyrir útlitið. Það á svo eftir að koma í ljós hvort andlitsförðun hjá körlum sé varanleg þróun eða tímabundin tískubylgja. Andlitsförðun verður sífellt vinsælli meðal karla Í heimi þar sem myndavélar eru alls staðar, sjálfur eru hversdags- legar og það er ekki talið athuga- vert að nota síur á ljósmyndir til að líta betur út hafa vinsældir andlits- förðunar aukist verulega hjá körlum. Levi ś Kringlunni – Levi ś Smáralind – Levi ś Glerártorgi 13.990 GALLAjAKKi 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 4 . D E S E m B E R 2 0 1 7 F I M MT U DAG U R 1 4 -1 2 -2 0 1 7 0 4 :2 5 F B 0 8 8 s _ P 0 5 4 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 7 C -7 7 5 4 1 E 7 C -7 6 1 8 1 E 7 C -7 4 D C 1 E 7 C -7 3 A 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 8 8 s _ 1 3 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.