Fréttablaðið - 14.12.2017, Síða 48

Fréttablaðið - 14.12.2017, Síða 48
Hinn 19 ára gamli Arnór Hermannsson ólst upp í vesturbæ Reykjavíkur og hefur spilað körfubolta með KR síðan hann man eftir sér. Utan körfuboltans eru tíska, tónlist og aðrar íþróttir helstu áhugamál Arnórs sem útskrifast frá Verzlunar­ skóla Íslands næsta vor. Hann lýsir fatastíl sínum sem mjög léttum og þægilegum. „Á venjulegum degi er ég mikið að vinna með gallabuxur og þægilega peysu eða jakka. Ég á endalaust mikið af jökkum sem eru allir mjög ólíkir. Mér finnst líka mjög gaman að klæða mig upp á og henda mér í skyrtu og blazerjakka. Samt líður mér alltaf best í töff joggingbuxum og bol. Skórnir eru aftur á móti alltaf aðalatriðið hjá mér.“ Markmið vetrarins hjá Arnóri er að vinna fimmta Íslandsmeistara­ titilinn í röð með KR, halda áfram að bæta leik sinn og sýna hvað í honum býr. „Næsta sumar tekur síðan við skemmtilegt og krefjandi verkefni með U20 ára landsliðinu sem maður fer auðvitað í af fullum krafti.“ Lengri tíma markmið snúa að því að taka körfuboltann eins langt og hann getur. „Ég von­ ast til þess að geta farið til Bandaríkj­ anna á skólastyrk til að spila körfubolta. Annars er framtíðin svolítið óljós og ég hef voða lítið pælt í henni. Aðalatriðið er bara að vera jákvæður og njóta.“ Áttu þér tísku- fyrirmynd? Ég mundi segja að pabbi og bróðir minn hafi haft mestu áhrifin á klæða­ burð minn. Við höfum allir mög svipaðan stíl og fyrir utan körfuboltann er tíska örugglega vin­ sælasta umræðuefnið á heimilinu. Það er auðvelt að líta vel út þegar maður er með tvo fagmenn í faginu í fjölskyldunni. Hvernig hefur tísku- áhuginn þróast? Það má segja að tískuáhuginn sé í blóðinu. Pabbi minn hefur bæði verið verslunar­ stjóri hjá Sævari Karli og í Boss búðinni í Kringlunni. Tískuáhuginn hefur aukist eftir því sem ég verð eldri og sé meira um mig sjálfur. Íþróttafötin voru fyrirferðarmeiri þegar ég var yngri en núna er skemmtilegra að klæða sig upp á. Hvernig fylgist þú með tískunni? Aðallega í gegnum Instagram en þar fylgi ég mörgum fatasíðum og einstaklingum með nettan stíl. Svo nota ég einnig öpp í símanum eins og ASOS og Urban Outfitters. Hvar kaupir þú helst fötin þín? Hérna heima kaupi ég þau aðal­ lega í Húrra Reykjavík. Auk þess á ég nokkra flíkur frá 66°Norður. Flestöll fötin mín hef ég þó keypt í útlöndum í búðum eins og Urban Outfitters, Topman og Zöru. Áttu þér uppáhaldsverslanir? Ég held mikið upp á Húrra Reykjavík og hef keypt nokkrar flíkur þar, þó aðallega nokkur skópör. Einnig held ég mikið upp á 66°Norður. Erlendis finnst mér Urban Outfitt­ ers og Topman standa upp úr, þær eru báðar alveg hrikalega flottar. Áttu þér uppáhaldsflík? Ég á enga eina uppáhaldsflík en er mikill áhugamaður um skó. Uppáhaldsskórnir mínir eru Air Jordan 1 North Carolina sem ég nota mikið hversdagslega. Bestu og verstu fatakaup? Bestu kaupin eru örugglega Libertine­Libert­ ine buxurnar mínar sem ég keypti í Húrra Reykjavík. Ég nota þær bæði hvers­ dagslega og við fínni tilefni. Verstu kaupin eru hins vegar Jordan skór sem ég pantaði mér á Ali Express á netinu þegar sú síða var nýbyrjuð. Skórnir komu síðan tveimur númerum minni en ég pantaði þá. Notar þú einhverja fylgihluti? Mér finnst mjög gaman að kaupa flott úr og armbönd en læt hringa og hálsmen alveg í friði. Starri Freyr Jónsson starri@365.is Falleg ljós sem lýsa upp skammdegið Veggljós svart eða hvítt kr. 7.990,- Bankalampi kr. 16.990,- Lofljós grind m.peru kr. 18.900,- Veggljós kr. 7.450,- Frostrós kr. 1.590,- Lofljós gler m.peru kr. 19.900,- Skrifborðslampi kr. 3.495,- leiðiskross kr. 3.700,- Skrifborðslampi kr. 11.900,- Skrifborðslampi kr. 3.495,- Retro ljós m.peru kr. 4.990,- Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is Verslunin Belladonna Stærðir 38-58 Flott jólaföt, fyrir flottar konur Hér klæðist Arnór Nike vesti, brúnni hettupeysu úr Zöru, rifnum gallabuxum úr Urban Outfitt­ ers og brúnum Nike skóm úr Húrra Reykjavík. MYNDIR/ANTON BRINK Skyrtan og hvíti bolurinn eru úr Gallerí 17, svörtu Libertine­Libertine bux­ urnar úr Húrra Reykja­ vík og Adidas skórnir úr Footlocker. Skórnir alltaf aðalatriðið Arnór Hermanns- son býr svo vel að eiga tvo fag- menn úr tískunni í fjölskyldunni sem báðir hafa haft mikil áhrif á klæðaburð hans. 10 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 4 . D e S e M B e R 2 0 1 7 F I M MT U DAG U R 1 4 -1 2 -2 0 1 7 0 4 :2 5 F B 0 8 8 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 4 1 K _ N Y .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E 7 C -7 C 4 4 1 E 7 C -7 B 0 8 1 E 7 C -7 9 C C 1 E 7 C -7 8 9 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 8 8 s _ 1 3 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.