Fréttablaðið - 14.12.2017, Side 70
Bækur
(lang)Elstur í bekknum
HHHHH
Bergrún Íris Sævarsdóttir
Útgefandi: Bókabeitan
Prentun: Prentmiðlun, Lettlandi
Síðufjöldi: 78
Kápa: Villi Warén
Nú er Bergrún Íris Sævarsdóttir
búin að teikna og skrifa það
margar bækur að það er við hæfi
að segja: Það er ávallt gleðiefni
þegar Bergrún Íris sendir frá sér
nýja bóka. Hér er engu logið, enda
er bókin (lang)Elstur í bekknum
mjög skemmtileg og afskaplega
falleg.
Hér segir af Eyju, 6 ára telpu
sem stendur frammi fyrir því að
þurfa að hefja grunnskólagöngu
sína í glænýju hverfi og glænýjum
skóla þar sem hún þekkir ekki
nokkurn mann. Hún dauðkvíðir
fyrsta skóladeginum og telur sig
hafa klúðrað öllum möguleikum
um einhver vinsældastig þegar
hún verður þess valdandi að þrjár
stelpur í bekknum rennblotna og
hlaupa hrínandi inn í skóla. Vina-
laus og vondauf eygir hún þó eitt
ljós í myrkrinu: Sessunaut sinn,
hann Rögnvald, en sá er enginn
venjulegur skólastrákur. Rögnvald-
ur hefur setið eftir í 1. bekk árum og
áratugum saman því hann neitar
að læra að lesa. Þrátt fyrir ákveðna
byrjunarörðugleika verður þeim
vel til vina og gera með sér samning
sem felst í því að Eyja eignist fleiri
vini í bekknum og Rögnvaldur læri
stafina. Bæði þurfa þau að takast á
við og yfirstíga, að því er þeim þykir,
gríðarlegar hindranir en hafa sigur
að lokum, með hjálp hvort annars.
Bókin sjálf er mjög læsileg, bæði
hvað varðar uppsetningu og letur-
gerð. Fallegar myndir Bergrúnar
Írisar lífga að auki upp á síðurnar
og sérlega skemmtileg er dökk grá
og svört mynd á heilli opnu framar-
lega í bókinni sem sýnir vel hversu
erfitt er fyrir Eyju að mæta í skólann
fyrsta skóladaginn. Textinn er blátt
áfram og einfaldur en einstaka
„erfiðari“ orð lífga upp á síðurnar,
auðkennd með breiðu letri. (lang)
Elstur í bekknum talar beint inn í
reynsluheim barna á yngsta stigi
grunnskólans, bæði gleði þeirra og
sorgir, og hentar örugglega flestum
krökkum á aldrinum 6-10 ára.
Helga Birgisdóttir
Niðurstaða: Þrælskemmtileg
krakkasaga, uppfull af góðum húmor og
fallegum boðskap.
(lang)Skemmtilegasta bókin
Bækur
Formaður húsfélagsins
HHHHH
Friðgeir Einarsson
Útgefandi: Benedikt
Prentun: Bookwell digital,
Finnlandi
Síðufjöldi: 205
Kápa: Ólafur Unnar Kristjánsson
Lífið er eitthvað sem gerist
bara. Ekkert sem þú planar eða
stjórnar. Það bara gerist og Frið-
geir Einarsson, höfundur skáld-
sögunnar Formaður húsfélagsins,
virðist vera meðvitaður um þessi
einföldu sannindi. Formaður hús-
félagsins er líka um margt eins og
lífið, tiltölulega stórviðburða-
snautt heldur það bara áfram
hversdag eftir hversdag og við per-
sónurnar fylgjum með.
Formaður húsfélagsins er lát-
laus fyrstupersónufrásögn ungs
manns sem flytur í íbúð sem hann
leigir af systur sinni í fjölbýlishúsi
í Reykjavík. Sagan spannar í heild-
ina nokkur ár í lífi unga mannsins
og ýmislegt drífur á daga hans þó
svo hann virðist eiga erfitt með að
greina á milli aðalatriða og auka-
atriða og frásögnin samkvæmt því
mjög hlutlaus. En þessi frásögn
er líka laus við alla tilgerð og láta-
læti auk þess búa yfir lúmskum og
skemmtilegum húmor. Svona eilítið
sérstakri sýn á lífið. Þetta er bók sem
liggur einhvers staðar á mörkum
Seinfeld (a show about nothing) og
lífsfrásagna Karls Ove Knausgård.
Tvö frábær verk sem bæði fjalla um
lífið eins og það er og hvernig því er
lifað frá degi til dags og gera lítinn
greinamun á því að fá sér te eða
eignast barn, þó svo forsendur og
útfærsla séu gjörólíkar.
„Fólk hlær gjarnan þegar það
heyrir eitthvað sem það kannast
við úr eigin lífi.“ (Bls. 185) Þetta er
ágætis dæmi um athugasemd frá
sögumanni og mætti nánast taka
þessu sem stefnulýsingu höfundar.
Við könnumst flest við þetta líf
sem ungi maðurinn lifir og við
könnumst við fólkið sem verður á
vegi hans í lífinu og sú frásögn er
skemmtileg að mörgu leyti. Mörg
fyndin atvik verða á vegi sögu-
manns sem virðist þó sjálfur vera
gjörsneyddur öllu sem kenna
má við húmor en það kemur
auðvitað ekki að sök fyrir les-
andann heldur þvert á móti.
Það sem er hvað best við
þetta er að sem ungur höf-
undur má segja að Friðgeir
hafi fundið sinn tón, sína rödd
og sinn stíl. Þetta er flatur og
hlutlaus stíll sem er laus við
alla stæla og þegar best tekst
til þá er hann líka bráðfynd-
inn. Vandinn er hins vegar
að á stundum verður hann
eilítið þreytandi. Persónu-
sköpunin mætti vera dýpri
og mannlýsingar sterkari en
það er erfitt að koma slíku
að í fyrstupersónufrásögn
hjá svo hlutlausri mann-
eskju. Finnur því ekki til
með persónunum, nema
kannski helst þeim sem
verður það á að flækjast
inn í líf sögumanns, af
þeirri einföldu ástæðu að
hann hleypir lesandanum
lítt nærri sér. Heldur fjar-
lægð frá honum frá upp-
hafi til enda og forðast
alla tilfinningasemi.
Formaður húsfélagsins er skrifuð
af næmi fyrir umhverfinu og hvers-
deginum og þetta er skemmtileg
bók. Vandinn er hins vegar að næmi
fyrir hinu mannlega lætur lítið á sér
kræla og aukapersónur verksins
fljóta í gegnum það allt að því and-
litslausar og það er eiginlega synd
að þessi skemmtilega bók nái ekki
að skilja aðeins meira eftir sig.
Magnús Guðmundsson
Niðurstaða: Skemmtileg og á köflum
fyndin lesning sem skilur þó helst til lítið
eftir sig.
Mitt á milli Seinfeld og Knausgård
1 4 . d E s E m B E r 2 0 1 7 F i m m t u d a G u r58 m E N N i N G ∙ F r É t t a B L a ð i ð
1
4
-1
2
-2
0
1
7
0
4
:2
5
F
B
0
8
8
s
_
P
0
7
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
5
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
1
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
E
7
C
-3
C
1
4
1
E
7
C
-3
A
D
8
1
E
7
C
-3
9
9
C
1
E
7
C
-3
8
6
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
A
F
B
0
8
8
s
_
1
3
_
1
2
_
2
0
1
C
M
Y
K