Fréttablaðið - 14.12.2017, Síða 72
1 4 . d e s e m b e r 2 0 1 7 F I m m T U d A G U r60 m e n n I n G ∙ F r É T T A b L A ð I ð
KvIKmyndIr Stjörnustríðs-aðdá-
endur um allan heim hafa beðið
þessa dags í óbærilegri spennu í
tvö ár. Star Wars: Episode VIII –
The Last Jedi er frumsýnd í dag og
heldur áfram þar sem frá var horfið
í Episode VII: The Force Awakens
2015.
Sjöunda kafla lauk þegar nýja
hetjan okkar, Rey, fann loks Loga
Geimgengil á afskekktri plánetu
þar sem hann dvelur í sjálfskipaðri
útlegð eftir að hafa klúðrað Jedi-
þjálfun systursonar síns með þeim
ósköpum að hann varð öflugasta
handbendi myrkraaflanna frá því
að afi hans, Svarthöfði, var og hét.
Mátturinn er með Rey sem heldur
nú áfram að þróa nýfundna hæfi-
leika sína með aðstoð Loga sem
hefur víst ekki séð annan eins kraft
frá því hann missti frænda sinn yfir
til hins illa.
The Last Jedi er þriðja Stjörnu-
stríðsmyndin sem Disney framleiðir
eftir að hafa keypt réttinn á gerð
myndanna af hugmyndafræðingi
Star Wars, George Lucas, fyrir upp-
hæð sem nemur fjárlögum íslenska
ríkisins í hundraðasta veldi. Eða því
sem næst.
Lucas hafði þá gert tvo þríleiki
um hina brotnu og meðvirku Sky-
walker-fjölskyldu. Sá fyrri sem
hófst með Star Wars 1977 er enn í
hávegum hafður en sá síðari, sem
hverfðist um fall ættföðurins, Anak-
ins, sem reis upp sem Svarthöfði, olli
umtalsverðum vonbrigðum.
Síðan Disney tók við hefur hins
vegar gleðin ein verið við völd hjá
Stjörnustríðsnördum allra landa.
Fjölskyldudramanu var ýtt í gang
með látum með The Force Awakens,
í fyrra kom svo sjálfstæða sagan
Star Wars: Rogue One, og nú vindur
meginsögunni áfram.
The Force Awakens kallaðist svo
hátt á við fyrstu myndina frá 1977
að um hálfgildings endurgerð var
að ræða frekar en nýtt upphaf.
Lucas fylgdi Star Wars eftir með The
Empire Strikes Back 1980. Tónninn
í þeirri mynd var mun myrkari og
hún er almennt og óumdeilt talin
besta myndin í bálkinum eins og
hann leggur sig.
Sömu lögmál virðast gilda um
The Last Jedi. Þegar hefur spurst
út að í henni magnist drunginn í
sögunni og þeir sem hafa séð hana
keppast við að ausa hana lofi og fyrir
almenna frumsýningu stendur hún í
94% á vefnum Rotten Tomatoes sem
tekur saman meðaltal birtra dóma.
Semsagt, brakandi fersk.
Árið 2017 er, fyrir utan þessa
frumsýningu, stórt ár í sögu Star
Wars þar sem þann 25. maí voru
40 ár liðin frá frumsýningu fyrstu
myndarinnar. Íslendingar máttu
þó engjast í forvitni býsna lengi því
myndin var ekki frumsýnd í Nýja
bíói fyrr en í október 1978.
Í millitíðinni fengu íslensk börn
að kynnast öllum þeim furðuverum
sem birtast í myndinni á límmiðum
og myndum í Cocoa Puffs- og Cheer-
ios-pökkum. Þegar myndin loksins
kom var þeim Loga Geimgengli,
Hans Óla, Lilju Ósk prinsessu, Loðni
og öllum hinum tekið fagnandi. Hel-
stirnið ógurlega, sem er sko ekkert
tungl heldur geimstöð, kallaði fram
hroll eins og illmennið Svarthöfði.
Annar eins skúrkur hafði ekki sést
áður. Síðar kom á daginn að undir
svartri brynjunni engdist sundur-
tætt sál í togstreitu milli góðs og ills.
Allar aðalpersónur gamla þrí-
leiksins komu fyrst aftur saman í
The Force Awakens frá því þeim
tókst að gera út af við keisaraveldi
hins illa í The Return of the Jedi
1983.
Þessara endurfunda hafði
verið beðið í rúma þrjá ára-
tugi og tilfinningar áhorfenda
eru því eðlilega þandar til hins
ýtrasta núna þegar gallaða Geim-
gengla-fjölskyldan kallar enn á
ný hörmungar yfir heila stjörnu-
þoku með vandamálum sínum.
thorarinn@frettabladid.is
Bíó
Verkfæralagerinn
Smáratorgi 1, 201 Kópavogi, sími 588 6090, vl@verkfaeralagerinn.is
Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17
Verkfæri í miklu úrvali
ViAir 12V loftdælur
í miklu úvali.
METABO Bútsög
KS216
Verðmætaskápar
Jeppatjakkur
2.25t 52cm.
16.995
frá 4.995
17.995
Járn & Gler hf. • Skútuvogur 1h. Barkarvogsmegin
104 Reykjavík • S. 58 58 900 • www.jarngler.is
Bjóðum upp á sjálfvirkan
hurðaopnunarbúnað,
hringhurðir, hurðir og
gluggakerfi ásamt
uppsetningu og viðhaldi
á búnaði.
Áratuga reynsla.
Símaveski,
heyrnartól, snúrur
og allt fyrir
símann.
Símaveski.is, S. 517 0150 – 2. hæð Smáralind
Fjölskyldudrama
Geimgenglanna – VIII kafli
Loksins komið að frumsýningu áttunda kafla geimóperunnar
sem kennd er við Star Wars. Titringurinn í Mættinum áþreifan-
legur. Í dag munu milljónir hrópa upp yfir sig af hrifningu og
þagna skyndilega í sæluvímu. Eitthvað stórkostlegt hefur gerst.
40 ár
Eru Liðin frá fruMSýningu
fyrSTu STar WarS Myndar-
innar. Myndin var Ekki
fruMSýnd á ÍSLandi Í nýja
BÍói fyrr En árið 1978.
aLLar aðaLpErSónur
gaMLa þrÍLEikSinS
koMu fyrST afTur SaMan Í
ThE forcE
aWakEnS.
1
4
-1
2
-2
0
1
7
0
4
:2
4
F
B
0
8
8
s
_
P
0
7
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
5
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
E
7
C
-2
8
5
4
1
E
7
C
-2
7
1
8
1
E
7
C
-2
5
D
C
1
E
7
C
-2
4
A
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
A
F
B
0
8
8
s
_
1
3
_
1
2
_
2
0
1
C
M
Y
K