Freyr

Årgang

Freyr - 01.04.2006, Side 41

Freyr - 01.04.2006, Side 41
NAUTGRIPARÆKT [ öllum tilfellum var mokað eða skafið undan skepnunum með höndunum. Það var engin veruleg fylgni á milli forms milli- gerðanna og hreinleika básanna í þessari úttekt. Má því ætla að gæði og tíðni hreinsunar bása skepnanna hafi meiri og betri áhrif á það hversu hrein skepnan verði. Þó var merkjanlegan mun að sjá á básum þar sem milligerðirnar voru hang- andi eða pilz-laga. Og þó skepnurnar í út- tektinni hafi almennt verið hreinar þá voru þær sem voru á básum með lágum fram- rörum líklegri til þess að verða skítugar í samanburði við þær skepnur sem voru á básum án framröra eða með framrör í hárri stöðu. BÆNDUR FYLGJA STÖÐLUM Úttekt dönsku ráðgjafarþjónustunnar sýn- ir klárlega að til uppsetningar innréttinga verður að vanda svo aðbúnaður og vellíð- an skepnunnar sé eins og best verður á kosið. Þá kom einnig fram að ráðlögðum stöðlum var best fylgt í þeim tilfellum þar sem bændurnir sjálfir sáu um uppsetning- una á innréttingunum. RÁÐLEGGINGAR • Fylgið ráðlögðum lágmarkskröfum um lengd, breidd og hæð báss og innrétt- inga. • Notið taum sem hnakkabómu. Hann er eftirgefanlegur. • Það mega ekki vera stólpar eða stautar sem standa upp úr miðjum framenda básgólfsins sem hindra skepnuna í því að nýta allan básinn. • Haldið básunum hreinum og stráið und- ir skepnurnar svo undirlagið sé ætíð þurrt og mjúkt. • Lagið magn hálms eða spænis að rakast- igi hússins, þ.e. eftir árstíð. • Komið ( veg fyrir að skepnan skaði sig í básnum með því að laga hann að stærð skepnunnar. Höfundar texta eru Jannie Rodenberg Hattesen, Anja Juul Freudendahl og Iben Alber Jakobsen hjá byggingar- og tækni- deild dönsku ráðgjafarþjónustunnar. Orri Páll Jóhannsson þýddi. Bás með lágu framröri. Ljósm. Dansk Landbrugsrádgivning Bás með háu framröri. Ljósm. Dansk Landbrugsrádgivning Hnakkabóma sem stýrir því að skepnan leggist rétt í básinn. Ljósm. Dansk Landbrugsrádgivning FREYR 04 2006 37

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.