Morgunblaðið - 30.06.2017, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.06.2017, Blaðsíða 1
F Ö S T U D A G U R 3 0. J Ú N Í 2 0 1 7 Stofnað 1913  156. tölublað  105. árgangur  FINNST ÞAÐ MANNESKJU- LEGA VANTA EIN STÓR FJÖL- SKYLDA LÍFIÐ ER ELDSNEYTI SKÖPUNARINNAR SIRKUS ÍSLANDS 16 HERBIE HANCOCK 78GUÐRÍÐUR B. HELGADÓTTIR 28 Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Fiskur Verið er að skipta yfir í lax í kvíum.  „Fiskeldið var eitt stórt spurn- ingarmerki í huga fjárfesta vegna vandamála í fortíðinni,“ segir Guð- mundur Gíslason, stjórnarformað- ur Fiskeldis Austfjarða, í samtali við Morgunblaðið, en fyrirtækið er nú að slátra regnbogasilungi og ætlar að færa sig yfir í laxeldi. Settar hafa verið upp öflugar sjókvíar með 850 þúsund laxaseið- um. Tilkoma fiskeldisins á þátt í að milda höggið mikla sem brotthvarf kvóta og fiskvinnslu Vísis var fyrir Djúpavog. Eru starfsmenn við fisk- vinnslu og fiskeldi nú orðnir fleiri en voru við vinnsluna hjá Vísi. Þá er Fiskeldi Austfjarða tilbúið til áframhaldandi stækkunar, en Guðmundur segir það búa yfir mik- illi þekkingu. »26 Fiskeldi Austfjarða var bjargvætturinn í atvinnumálum Húsnæðismál » Oddviti Framsóknar vill skoða tímabundna gámabyggð fyrir farandverkafólk. » Formenn velferðarráðs segja varanlegar lausnir svarið. Arnar Þór Ingólfsson Jón Birgir Eiríksson Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar og flug- vallarvina, segir meirihluta borgar- stjórnar hafa brugðist í húsnæðis- málum allt frá 2010. Hún vill skoða byggingu gámabyggðar fyrir farandverkafólk og uppbyggingu fjölda lítilla félagslegra íbúða í út- hverfum borgarinnar til að bregðast við vandanum. Vilja varanlegar lausnir Ilmi Kristjánsdóttur og Elínu Oddnýju Sigurðardóttur, formanni og varaformanni velferðarráðs Reykjavíkurborgar, hugnast ekki hugmyndir um gámabyggð sem bráðabirgðaúrræði. Að sögn Elínar Oddnýjar er unnið að varanlegri lausnum á húsnæðisvandanum. Einstæð móðir í Reykjavík hefur flutt sex sinnum frá árinu 2008, en hún fékk þau svör frá borginni að nær engin von væri um að hún fengi félagslega leiguíbúð. Hún var heimilislaus frá byrjun júnímánaðar, en fékk íbúð til leigu nýverið og segist heppin. Borgarstjórn bregðist við  Oddviti Framsóknar og flugvallarvina vill róttækar aðgerðir í húsnæðismálum  Andstaða við hugmyndirnar í velferðarráði  Einstæð móðir á biðlista í þrjú ár M 1.022 á biðlista í Reykjavík » 4 Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Gisting Center Hotels reka sex hót- el hér á landi af mismunandi stærð. Eva Silvernail, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs hótelkeðjunnar Cent- er Hotels, segir að sumarið sé undir væntingum hvað bókanir hótelher- bergja varðar. „Sumrin eru alltaf góð, en maður finnur samt að þetta er undir væntingum,“ segir Eva. Hún segir að styrking krónunnar hafi áhrif, ferðamenn séu farnir að verða viðkvæmari fyrir verðinu og eftirspurnin sé farin að minnka. „Hluti af minni eftirspurn skrifast líka á að framboð á bæði hótelher- bergjum og leyfislausri Airbnb-gist- ingu hefur aukist,“ segir hún. Auður Anna Ingólfsdóttir, hótel- stjóri Icelandair Hótel Hérað á Eg- ilsstöðum, segir að aldrei hafi verið eins lítið að gera að vetri til eins og var síðasta vetur á hótelinu, á þeim 20 árum sem hún hefur starfað hjá hótelinu. „Það vantar alla Íslendingatraffík- ina. Það er mjög dýrt að fljúga hing- að, en dýrasta flugfarið kostar um 50 þúsund krónur fram og til baka. Fyr- irtæki virðast til dæmis fara frekar til útlanda með árshátíðir og fundi,“ segir Auður í samtali við Morgun- blaðið. »32 Bókanir undir væntingum  Veturinn fyrir austan sá versti í 20 ár  Vantar Íslendinga Verktakar á vegum Orku náttúrunnar eru að ljúka við að moka og dæla aur og seti upp úr Andakílsá til að hjálpa ánni að hreinsa sig og skapa skjól fyrir laxinn sem kemur úr hafi á næstu dögum. Gripið er til aðgerðanna vegna umhverfisslyss sem varð í vor þegar gífurlegt magn af seti fór niður í farveg árinnar um leið og vatni var hleypt úr inntakslóni Andakílsár- virkjunar. »6 Nýjar eyrar fjarlægðar og hyljir hreinsaðir fyrir laxinn Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Óvenjuleg aðgerð í Andakílsá í Borgarfirði  Síðastliðnar vikur hafa skot- árásir, hníf- stungur og slagsmál gengja sett svip sinn á daglegt líf íbúa í vesturhluta Árósa í Dan- mörku, eftir að glæpagengi frá Kaupmannahöfn hélt innreið sína í borgina. Fjölmargir Íslendingar búa í Árósum og verða þeir varir við aukna viðveru lögreglu á svæð- unum sem um ræðir, en vestur- hluti borgarinnar hefur verið skilgreindur sem sérstakt eftir- litssvæði lögreglu. »30 Gengjaátök setja svip sinn á Árósa Fjölga þarf ferðum, lengja þjónustu- tíma og almennt gera strætó að betri valkosti almennings í samgöngum eigi farþegum að fjölga á næstu ár- um. Þetta segir Jóhannes Rúnar Svavarsson, forstjóri Strætó bs. Könnun Capacent Gallup leiðir í ljós að árið 2014 voru 4,8% allra ferða á höfuðborgarsvæðinu með almenn- ingssamgöngum. Markmið sveitarfé- laganna er að þær verði 8-9% árið 2022 en kunnugir telja að slíkt gerist þó ekki nema þjónustan verði bætt. Þá fyrst séu almenningssamgöngur „alvöruvalkostur“. Jóhannes Rún- ar segir að ef eigi að fjölga farþeg- um þurfi að þétta ferðatíðni, sem óhjákvæmilega leiði af sér meiri launakostnað. Mikilvægt sé samt að auka þjónustuna svo fólk geti treyst henni – sem leiði svo væntanlega af sér í framtíðinni fjölgun farþega til samræmis við sett markmið. »6 & 38 Traust þjónusta leiði til fjölgunar farþega Strætó Er alltaf á leiðinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.