Morgunblaðið - 30.06.2017, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 30.06.2017, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 2017 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. ÚTSALA 38 ÞREP Laugavegi 49 / sími 561 5813 Í orlofi á heimili Sigmundar  Hjúkrunarfræðingar á Hrafnabjörgum  Lögheimili fyrrverandi forsætisráðherra Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Félagsmönnum í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga gefst í sumar kostur á orlofsdvöl í húsinu að Hrafnabjörgum III í Jökulsárhlíð á Fljótsdalshéraði, en einmitt þar er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, með skráð lögheimili. Lausar vikur í sumar Félagið hefur húsið til umráða í tíu vikur í sumar og að undanförnu hafa félagsmenn dvalist í húsinu að Hrafnabjörgum, sem tekur tólf næt- urgesti og er vel búið að öllu leyti. Að því er fram kemur á orlofsvef hjúkrunarfræðinga er ein vika í húsinu laus í júlí og tvær í ágúst- mánuði. „Það ætti að fara vel um fólk í þessu húsi sem var byggt árið 1950, því mikið hefur verið gert á und- anförnum árum og var húsið nánast endurbyggt frá grunni fyrir fáum árum,“ segir Jónas Guðmundsson, bóndi á Hrafnabjörgum og eigandi hússins, í samtali við Morgunblaðið. Sigmundur Davíð flutti lögheimili sitt úr Reykjavík árið 2013 þegar hann flutti sig um kjördæmi og fór í framboð í Norðausturkjördæmi. Eiginlegt heimili Sigmundar og fjöl- skyldu hans er þó í Garðabæ. „Þetta er góður staður“ „Það er virkilega ánægjulegt að hjúkrunarfræðingar séu á Hrafna- björgum í fríinu sínu. Ég veit að Jónas bóndi hefur gjarnan leigt hús- ið út, enda er þetta góður staður. Hvergi er betra að dveljast í ró og næði þegar maður þarf frið til þess að vinna með hugmyndir eða finna lausnir á málum. Það á auðvitað jafnt við um heilbrigðisstarfsfólk og stjórnmálamenn,“ segir Sigmundur sem kveðst ætla að halda sig í Norð- austurkjördæmi. Þau Anna Sigur- laug Pálsdóttir, eiginkona hans, eru nú í leit að nýjum samastað þar og þar koma Eyjafjarðarsvæðið og Ak- ureyri inn í myndina. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Jökulsárhlíð Húsið var byggt árið 1950 og er leigt út. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og fjölskylda hafa verið þar skráð til heimilis frá 2013. Gísli J. Friðjónsson, forstjóri Hópbíla, er skattakóngur Íslands, en hann greiddi hæst opinber gjöld einstak- linga vegna ársins 2016 skv. álagning- arskrá Ríkisskattstjóra. Jafn margar konur eru á listanum yfir þá sem greiddu hæst opinber gjöld í fyrra, en þær eru þó mun hærra á listanum en áður. Skattadrottning, í 3. sæti listans, er Katrín Þorvaldsdótt- ir, erfingi Síldar og fisks. Framtelj- endur hafa aldrei verið fleiri en nú og fjölgar þeim um 3,3% frá því í fyrra. Í dag verða inneignir hjá Ríkis- skattstjóra lagðar inn á bankareikn- inga þeirra sem eru með bankareikn- ing, aðrir sem eiga inneign geta vitjað hennar hjá innheimtumönnum ríkis- sjóðs hjá Tollstjóranum í Reykjavík. ernayr@mbl.is Gísli hjá Hópbílum á toppnum  Konur mjakast upp listann yfir þá sem greiða mest  Framteljendur aldrei fleiri og fjölgar um 3,3% milli ára Milljónir kr.Þau greiða mest Nafn Gjöld alls Gísli J. Friðjónsson Kópavogi 570 Einar F. Sigurðsson Ölfusi 384 Katrín Þorvaldsdóttir Reykjavík 363 GuðmundurKristjánss. Seltjarnarn. 232 Ármann Einarsson Ölfusi 159 Marta Árnadóttir Reykjavík 149 Grímur A. Garðarsson Reykjavík 149 Kristján V.VilhelmssonAkureyri 143 Guðrún B. Leifsdóttir Vestm.eyjum 140 Valur Ragnarsson Reykjavík 135 Brynjólfur G.Halldórss. Seltjarnarn. 128 Nafn Gjöld alls Ársæll Hafsteinsson Flóahreppi 127 KristinnMárGunnarsson Reykjavík 120 Jón Sigurðsson Garðabæ 117 Ari Fenger Garðabæ 115 Benedikt Rúnar Steingrímsson Dalabyggð 113 MagnúsJóhannsson Hafnarfirði 110 Vilhelm Róbert Wessman Reykjavík 108 Kristín Fenger Vermundsdóttir Reykjavík 107 Árni Pétur Jónsson Reykjavík 99 Þrjár konur voru fluttar á sjúkrahús á Ak- ureyri eftir harðan árekstur tveggja bifreiða á móts við bæ- inn Hóla innar- lega í Öxnadal síðdegis í gær. Við áreksturinn lentu bílarnir utan vegar og þurfti að nota klippur til að ná út tveim- ur konum sem voru í öðrum þeirra. Lokað var fyrir umferð um hringveginn í Öxnadal vegna slyssins í talsverðan tíma eftir slysið, en létt á lokunum þegar frá leið og fyrstu aðgerðum á vett- vangi var lokið. „Þetta er mjög al- varlegt slys,“ sagði talsmaður lög- reglunnar á Akureyri í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. Alvarlegur árekstur í Öxnadal Lögregla Fjöl- mennt lið kallað út. Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is Bílastæði fatlaðra við Vesturbæjar- laug í Reykjavík sjást illa sökum lé- legs viðhalds og nýtast stæðin því ekki sem skyldi. Nokkuð er um að bílar leggi þar án tilskilins leyfis. Ársæll Jóhannsson, verkefna- stjóri á skrifstofu framkvæmda og viðhalds hjá Reykjavíkurborg, seg- ir bílastæðin við Vesturbæjarlaug- ina vera innan lóðar laugarinnar og merkingar á ábyrgð eigenda henn- ar. „Lóðareigandi vill færa tvö stæði fatlaðra sem næst sundlaug- inni og við sjáum um að koma verk- inu í framkvæmd. Verið er að klára samantekt á kostnaði og eftir það fer merkingin á lista verktakans,“ segir Ársæll og bendir á að bíla- stæði fatlaðra við Vesturbæjarlaug séu blámáluð. Hann segir Reykja- víkurborg almennt ekki merkja bílastæði fatlaðra með málningu heldur nota eingöngu hjólastóla- merki. Þá segir Ársæll að merking- ar á nýmalbikuðum götum njóti for- gangs. Illa merkt stæði við laugina Morgunblaðið/Eggert Bílastæði hreyfihamlaðra við Vesturbæjarlaug sjást illa vegna lélegs viðhalds
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.