Morgunblaðið - 30.06.2017, Page 12

Morgunblaðið - 30.06.2017, Page 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 2017 Sími 788-2070 / 787-2070 | hotelrekstur@hotelrekstur.is | hotelrekstur.is Baðvö rur HOTELREKSTUR ALLT Á EINUM STAÐ Fyrir hótel, gistiheimili, dvalarheimili, veitingahús, veisluþjónustur, heilsugæslustofnanir o.fl. Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Mér finnst hrikalega gam-an að vera skógarleika-stjóri, en því miður erþetta starf aðeins hluta- starf. Þó hefur þetta verið heilmikil törn hjá mér núna síðustu dagana fyrir leikana,“ segir Guðfinna Mjöll Magnúsdóttir þegar hún er spurð út í allsérstakt starfsheiti sitt, en hún skipuleggur Skógarleika sem verða í Furulundi í Heiðmörk á morgun, laugardag 1. júlí. „Skógarleikarnir eru öllum opn- ir og ókeypis, einstakt tækifæri fyrir fjölskyldur til að verja saman skemmtilegum degi. Við erum með þessum degi að reyna að opna skóg- inn fyrir fólki, svo fólk átti sig á töfr- um og ævintýrum hans. Við erum líka að gefa fólki kost á að kynnast starfi þeirra sem vinna í skóginum,“ segir Finna og bætir við að Skógræktar- félag Reykjavíkur standi fyrir skóg- arleikunum sem eru núna haldnir í þriðja sinn, en þetta sé annað árið sem hún sinni starfi skógarleika- stjóra. „Ég vinn þetta í samstarfi við skógræktina, en hugmyndin kviknaði fyrir nokkrum árum að hafa keppni í klassískum skógarhöggsgreinum. Það er hefð fyrir slíkum keppnum í öðrum löndum og starfsmenn hjá Skógrækt Reykjavíkur höfðu farið á slíkar keppnir og þá langaði að prófa að gera þetta hér heima. Í fyrsta skiptið vissu frekar fáir af þessu en við höfum verið að byggja þetta upp og í fyrra var miklu betri mæting, enda er þetta ótrúlega skemmtilegt og sannarlega ævintýraleg upplifun,“ segir Finna og bætir við að ekki taki einvörðungu skógarhöggsmenn af Reykjavíkursvæðinu þátt í keppninni heldur komi nokkrir af öðrum land- svæðum, aðallega af Suðvesturland- inu. Eini sérmenntaði í trjáklifri Finna segir að skógarhöggs- mennirnir séu verulega spenntir fyrir skógarleikunum og fullir af keppnis- skapi. „Þetta eru mjög sérhæfðar keppnisgreinar, fáir hafa séð skógar- höggsmenn keppa í þessum íþróttum sem tengjast þeirra starfi. Það er mjög gaman að fylgjast með fólki sem er með svona sérhæfða þekkingu og kunnáttu, þeir keppa í greinum sem tengjast daglegum störfum þeirra, til dæmis að afkvista trjábol. Í þessum keppnisgreinum skiptir öllu máli að kunna að vinna með verkfær- in, hvort sem það er keðjusög eða exi, og tileinka sér færni í því. Þetta eru hættuleg verkfæri sem krefjast bæði kunnáttu og styrks þegar þeim er beitt.“ Hún segir að í skógaríþrótt- unum sé aðeins ein liðakeppni, í bola- rúlli, en þar fyrir utan sé einvörðungu um að ræða einstaklingskeppni. „Hver grein verður keyrð áfram, keppt í einni grein í einu og verð- launaafhending verður strax að hverri grein lokinni, þannig að strax er ljóst hver sigrar í einstökum grein- um. Almenningur tekur ekki þátt í keppninni sjálfri en eftir að keppni lýkur getur fólk fengið að prófa sig áfram, til dæmis í axarkasti. Ég próf- aði það, og það er ekkert grín! Þetta eru mjög þungar axir og það þarf ákveðna tækni til að kasta í mark. Þetta er meira en að segja það.“ Fleira verður í boði fyrir gesti en að fylgjast með keppni og reyna sig við exi, til dæmis ætlar Orri arboristi að sýna trjáklifur í línu. „Orri er eini Íslendingurinn sem getur með réttu kallað sig arborista, því hann er sérmenntaður í því að klifra í trjám. Hann ætlar að sýna gestum listir sínar í því. En hann ætl- ar líka að keppa í sporaklifrinu þar sem keppendur nánast hlaupa upp tré í sérstökum skóm með sporum, en þá er tímataka.“ Hvers vegna lekur harpex? Fjölmargt verður í boði fyrir fjölskyldufólk, skógarbóndinn og eld- smiðurinn Þórarinn Svavarsson ætl- ar að hamra heitt járn yfir logandi eldi og kynna hið forna handverk. Teepee-tjald verður reist og þar verður hægt að kjarna sig undir seið- andi stemningu. „Tálgunarmeistarinn Benedikt Axelsson ætlar að leiðbeina gestum með að tálga í tré og hann mun nýta ferskt efni úr skóginum. Hann ætlar að sýna krökkunum hvernig á að halda á hníf við tálgun og hvernig á að beita honum. Ólafur Oddsson ætl- ar að vera með upplifunargöngu um skóginn, hann bendir á hvernig trén hegða sér, til dæmis hvers vegna lek- ur harpex úr stofni grenitrjáa. Hver er tilgangurinn með því? Hann setur þetta fram á svo skemmtilegan hátt, gerir þetta að upplifun, og maður sér skóginn í nýju ljósi,“ segir Finna og bætir við að gestum verði boðið í grillveislu þar sem skógarbrauð á priki, pylsur og annað góðgæti verð- ur grillað yfir varðeldi og rjúkandi ketilkaffi verður einnig á boðstólum. Skógarleikarnir standa frá klukkan 13-17 á morgun, laugardag. Gestir fá að reyna sig í axarkasti Skógarhöggsmenn ætla að leiða saman hesta sína á morgun, laugardag, á skógarleikum í Furulundi í Heiðmörkinni og keppa í hefðbundnum skógar- höggsgreinum svo sem axarkasti, sporaklifri, bolahöggi og afkvistun trjábola. Einnig verður kennsla í tálgun, heitt járn hamrað og boðið upp á upplifunargöngu um skóginn. Að lokum verður grillað yfir varðeldi. Axarkast Það er alls ekki eins einfalt og það lítur út fyrir að vera. Eldsmiðja Skógarbóndinn og eldsmiðurinn Þórarinn Svavarsson hamrar heitt járn yfir logandi eldi og kynnir hið forna handverk. Drumbar Bæði þarf kunnáttu og leikni til að fara með áhöld í skógarhöggi. hússins er Jón Gunnar Þórðarson, hreyfihönnuður er Guðmundur Elí- as Knúdsen og Sara Hjördís Blön- dal sér um búninga. ,,Mín er borgin myrk sem blý ...“ segir á einum stað í ljóðabálki Gerðar Kristnýjar, Drápu, en ljóð- saga sú á sér stað í myrkviðum höfuðborgarinnar og hefst nóttina sem myrkusinn kemur til borgar- innar. Þessa draumkenndu og karnivalísku borgarsögu hefur nú Götuleikhús Hins hússins sett saman í gjörning undir heitinu Myrkusinn kemur í bæinn, og verð- ur hann sýndur í dag föstudag klukkan 12.30 á Bernhöftstorfu í miðbæ Reykjavíkur. Gjörningurinn er líflegur, inniheldur ljóðlist, dans, eldspúun og sirkus. Í tilkynningu kemur fram að ljóð Gerðar Kristnýjar hafi heillað les- endur um allan heim og fyrir þau hafi hún meðal annars fengið Ís- lensku bókmenntaverðlaunin og verið tilnefnd til Bókmenntaverð- launa Norðurlandaráðs. Leikstjóri gjörnings Götuleik- Atriðið er öllum opið, enda fer það fram undir berum himni á Bernhöftstorfunni og um að gera fyrir vegfarendur að njóta. Myrkusinn sprettur fram á Bernhöftstorfunni Götuleikhúsið setur Drápu Gerðar á svið í dag Myrkus Ævinlega má búast við líflegu leikhúsi þar sem Götuleikhúsið er.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.