Morgunblaðið - 30.06.2017, Side 20
Atli Rúnar Halldórsson
atli@sysl.is
Ólafsfirðingurinn Sigurður Pálmi
Randversson tók árið 2001 þátt í að
stofna brúarhönnunarfyrirtækið
Konfem Byggkonsult AB í Stokk-
hólmi ásamt fjórum félögum sínum.
Þeim vegnaði vel, reyndar svo vel að
þegar eitt stærsta verkfræði- og
ráðgjafarfyrirtæki Svíþjóðar, ÅF,
ákvað að stofna brúarhönnunardeild
í aðalstöðvum sínum nokkrum árum
síðar valdi ÅF álitlegasta kostinn í
stöðunni og keypti einfaldlega Kon-
fem með húð og hári og gerði að
brúarhönnunardeild sinni.
Nú starfar Sigurður Pálmi á nær
þúsund manna vinnustað í Stokk-
hólmi, í brúarhönnunardeild yfir 30
starfsmanna. Konfem ávaxtaðist
sem sagt ágætlega og Ólafsfirðing-
urinn unir hag sínum afar vel.
ÅF er stórveldi í verkfræði og
ráðgjöf, líka á sænska vísu, með þús-
undir starfsmanna í Svíþjóð og um
víða veröld. Í þeim ranni fæst starfs-
fólk við margt merkilegt sem varpað
er ljósi á að hluta eftir heimsókn á
dögunum með sérstakri áherslu á
vaxtarsprotann í brúarhönnunar-
deildinni ÅF-Konfem.
„Framtíðin“ er orðin nútíð!
„Mörg þróunar- og tækniverkefni
á dagskrá hjá okkur flokkast undir
það sem fólk flest talar um sem
„framtíðarmúsík“ en þau eru miklu
frekar nútíð en framtíð. Á götum
Gautaborgar eru til dæmis á annað
hundrað sjálfkeyrandi ökutæki, lið-
ur í stærstu tilraun veraldar með
bíla án bílstjóra í borgarumferð. Í
bílstjórasætunum situr samt fólk
sem fylgist með og getur gripið inn
í. Þetta er samstarfsverkefni okkar i
ÅF, Volvo-bílaverksmiðjanna,
borgarstjórnarinnar í Gautaborg og
sænskra samgönguyfirvalda. Þróun-
in er ótrúlega ör og á fleygiferð. Sér-
fræðingar á vegum okkar koma ekki
bara að tæknilegri hönnun bíla og
búnaðar heldur spá þeir líka í sam-
félagsáhrif og lagalega stöðu, trygg-
ingamál og margt fleira.“
Martin Jonsson er svæðisstjóri
innviðauppbyggingar í Austur-
Svíþjóð í sænska verkfræði- og ráð-
gjafarfyrirtækinu ÅF í Stokkhólmi,
félagi sem stofnað var 1895 og er nú
með yfir 9.000 starfsmenn heima og
heiman. Verkefni ÅF eru fjölbreytt
og sum svimandi stór í sniðum, á
hvaða mælikvarða sem er. Fyrir-
tækið kemur til dæmis mjög víða við
sögu í gríðarlegri uppbyggingu sam-
göngumannvirkja í Svíþjóð: hrað-
brauta, hraðlestarkerfa, jarðganga
og brúa.
ÅF hannar líka tæknibúnað í far-
símum frá Ericsson og Nokia og
starfar með japanska fyrirtækinu
Denso að því að þróa skynjara fyrir
bíla til að gera ökumenn óþarfa.
Hönnun sjálfra bílanna og búnaðar-
ins í þeim er einn liður í því að gera
þá sjálfkeyrandi, hönnun samgöngu-
mannvirkja er annar liður, skynj-
arar og fjarskiptabúnaður sá þriðji
og svo mætti áfram telja.
ÅF-menn líta á hvern þátt sem
hluta af heildarmynd. ÅF er á kafi í
öllu saman og miklu meira til og
kemur að verkefnunum sem sjálf-
stæður og óháður ráðgjafi.
Í þróunarferli umferðar án bíl-
stjóra er allt undir: fjölskyldubílar,
strætisvagnar og flutningatæki af
ýmsu tagi, til dæmis vörubílar sem
flytja efni úr námum. Ef náma-
vinnsla og flutningar verða sjálfvirk
er hægt að gera einfaldari jarðgöng
og leggja minna í loftræstingu en ef
þar væri fólk við störf og á ferð. Svo
myndu tækin ganga allan sólar-
hringinn og lítið kæra sig um matar-
og kaffipásur, hvað þá um hvíldar-
og svefnstundir. Það kallast hag-
ræðing og sparnaður svo um munar.
Samgönguverkefni sem
um munar
Þrjú risavaxin samgönguverkefni
eru í gangi eða við það að fara í gang
í Svíþjóð um þessar mundir og ÅF
kemur að þeim öllum með rann-
sóknum, mati á umhverfisáhrifum,
undirbúningi, hönnun, verkefnis-
stjórn eða framkvæmdaeftirliti. Í
Gautaborg er unnið að jarðlestar-
kerfi í 6 km göngum með nýjum
brautarstöðvum. Í jaðri Stokkhólms
standa yfir framkvæmdir við hrað-
braut sem hönnuð er fyrir 120.000
bíla á sólarhring og tengir saman
norður- og suðursvæði borgarinnar.
Leiðin er 21 km, þar af 18 km í jarð-
göngum, og 10 brýr verða reistar.
Þetta er stærsta og dýrasta sam-
gönguverkefni sænskrar sögu til
þessa og er kostnaðaráætlun upp á
jafnvirði um 340 milljarða íslenskra
króna.
Síðast en ekki síst ber að nefna
áform um nýtt hraðlestarkerfi sem á
að tengja saman Stokkhólm, Málm-
ey og Gautaborg. Fyrsti áfanginn
verður tekinn í gagnið 2028, 150 km
milli Järna og Linköping, þar af 20
km í jarðgöngum og 200 brýr! Lestir
munu bruna þar á yfir 320 km hraða
á tvöföldu spori. Kostnaðaráætlun
fyrir verkefnið í heild hljóðar upp á
jafnvirði 3.000 milljarða íslenskra
króna.
Stofnuðu eigið
hönnunarfyrirtæki
Fjórir Íslendingar eru í hópi 1.000
starfsmanna ÅF í höfuðstöðvunum í
Stokkhólmi, þar á meðal er tækni-
fræðingurinn og brúarhönnuðurinn
Sigurður Pálmi Randversson frá
Ólafsfirði. Hann lærði húsasmíði á
Akureyri og starfaði þar sem slíkur
en flutti til Stokkhólms 1981, vann
fyrst við smíðar en settist fljótlega á
skólabekk og lærði tæknifræði með
brúarhönnun sem sérsvið. Að námi
loknu fékk hann vinnu hjá verk-
fræði- og ráðgjafarfyrirtækinu Bro-
konsult AB, sem fékkst við að hanna
bæði hús og brýr.
„Ég teiknaði eingöngu hús fyrstu
árin en 1992 skall á kreppa í Svíþjóð
og nýsmíðar húsa lögðust af að
miklu leyti. Við snerum okkur þá að
því að hanna brýr fyrir bíla og járn-
brautir. Það hefur verið fag mitt síð-
an þá. Brokonsult farnaðist vel
framan af en svo gerðist það af ýms-
um ástæðum á árinu 2001 að leiðir
skildu. Við tókum okkur saman,
fimm starfsmenn, og stofnuðum eig-
ið brúarhönnunarfyrirtæki, Konfem
Byggkonsult AB.
Við vorum tólf starfandi í Konfem
þegar flest var, þar af sjö eigendur.
Viðskiptavinir komu til okkar án
þess við hefðum neitt fyrir því að
kynna okkur eða auglýsa. Við feng-
um verkefni fyrir stærstu bygg-
ingarverktaka Svíþjóðar, ríkið og
sveitarfélög. Starfsemin gekk mjög
vel en þegar á leið höfum við dálitlar
áhyggjur af framtíðinni og því að
yngja upp á vinnustaðnum. Bæki-
stöðvarnar voru í úthverfi en þangað
vildi ungt fólk helst ekki koma til
starfa. Það horfði frekar til mið-
bæjarsamfélagsins. Við fengum fá-
einar fyrirspurnir um samstarf eða
sameiningu við önnur fyrirtæki en
aldrei nógu spennandi til að málin
væru rædd frekar.“
Öskubuskuævintýri Ólafsfirðings
Sigurður Pálmi Randversson stofnaði brúarhönnunarfyrirtæki í Stokkhólmi 2001 Er nú deild
í einu stærsta verkfræði- og ráðgjafarfyrirtæki Svíþjóðar, ÅF Hafa hannað fjölda mannvirkja
Ljósmyndir/Atli Rúnar Halldórsson.
Stórvirki Kjell Windelhed jarðverkfræðingur og Sigurður Pálmi Randversson brúartæknifræðingur við teikningu af nýju, risavöxnu hraðbrautarverkefni.
Vinna hjá ÅF Rut Kristjánsdóttir og Óskar Bragi Guðmundsson eru bygg-
ingaverkfræðingar og Ásdís Ólafsdóttir samgönguverkfræðingur.
Þægindi og falleg hönnun
Eikjuvogur 29 Opnunartími:
104 Reykjavík - S:781-5100 Mán-fim: 12-18 - fös: 12-16
20 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 2017