Morgunblaðið - 30.06.2017, Blaðsíða 21
Farsæl starfsmannapólitík
Einn góðan veðurdag var hringt í
Konfem frá ÅF, ráðgjafarfyrirtæki
sem Konfem-félagarnir þekktu vel
til en höfðu aldrei starfað með. ÅF
kom umbúðalaust að erindinu og
vildi kaupa fyrirtækið til að gera að
brúarhönnunardeild hjá sér. Samn-
ingar tókust og niðurstaðan varð
eins konar Öskubuskuævintýri Sig-
urðar Pálma og félaga.
„Þetta reyndist mjög farsæl lausn
og mér líkar afar vel að starfa í ÅF.
Við vorum 10 starfsmenn í brúar-
hönnunardeildinni þegar ég kom
hingað 2013 en erum nú yfir 30 í
spennandi og þróttmiklu starfsum-
hverfi. Stærstu verkefnin eru brýr í
nýja hraðbrautakerfinu við Stokk-
hólm.
Starfsmannapólitík fyrirtækisins
er til fyrirmyndar. Markvisst er
unnið að því að ráða ungt fólk til ÅF
og í starfsmannahaldinu er maður af
írönskum uppruna sem aðstoðar
innflytjendur sem fá hér vinnu. Við
ráðum vinnutímanum að miklu leyti
sjálf og fyrirtækið nýtir reynslu og
þekkingu eldri starfsmanna svo
lengi sem þeir vilja sjálfir vinna.
Hér er engum vísað á dyr vegna ald-
urs, elsti starfsmaðurinn á Stokk-
hólmskontórnum er 82 ára og sýnir
ekki á sér fararsnið!“
Sigurður Pálmi og Kristjana
Krüger Níelsdóttir frá Akureyri
hafa komið sér vel fyrir í Sollentuna
á höfuðborgarsvæði Svíþjóðar.
Dóttir þeirra, Rannveig, er sálfræð-
ingur og býr með fjölskyldu sinni í
Ástralíu. Synirnir tveir eru fjöl-
skyldumenn í Stokkhólmi; Níels
Hólm hagfræðingur og starfar í
banka en er jafnframt því tennis-
þjálfari; Magnús Múli er ráðgjafi
hjá sænska umboðinu fyrir BMW-
bíla.
Ekkert verkefni á Íslandi
ÅF er með skrifstofur, starfs-
menn og verkefni víða um álfur en
hefur ekki drepið niður fæti á Ís-
landi, enn sem komið er að minnsta
kosti. Kjell Windelhed jarðverk-
fræðingur þekkir hins vegar vel til
jarðgangagerðar á Íslandi og tekur
þátt í norrænu samstarfi við upplýs-
ingamiðlun og samráð á því sviði.
Hann segir að jarðgangaverkefni
séu mun fleiri í núna í Svíþjóð en
nokkru sinni fyrr, reyndar svo mörg
að erfitt sé að fá þjálfaða og reynda
gangagerðarmenn til starfa.
„Undir Stokkhólmi er unnið að
margvíslegum jarðgöngum fyrir
bíla, jarðlestir, frárennsli og strengi
fyrir rafmagn og fjarskipti. Það þarf
reyndar að skipuleggja betur þetta
ganganet, sem er ekkert smáræði að
umfangi. Ef hægt væri að sjá göngin
í þversniði liti landið undir fótum
okkar út eins og svissneskur ostur!
Jarðgangagerð í stórborg er sér-
lega vandasöm í mörgu tilliti. Við
verðum að gæta þess að hafa göngin
vatnsþétt til að lækka ekki grunn-
vatnsyfirborð með tilheyrandi af-
leiðingum á yfirborði jarðar og
halda akbrautum í göngunum þurr-
um í nafni umferðaröryggis. Hávaði
og jarðhræringar tengdar spreng-
ingum geta valdið ónæði og svo er
vandasamt að flytja bergmulning
burt um stræti í stórborgarumferð-
inni. Við lítum hins vegar á þetta allt
saman sem áskoranir og viðfangs-
efni til að leysa en alls ekki sem
vandamál!“
Höfuðstöðvar Hátt til lofts og vítt
til veggja hjá ÅF í Stokkhólmi.
Stórhýsi Aðalstöðvar ÅF í Stokkhólmi eru mikil bygging. Starfsmenn þar
eru nær eitt þúsund, þar af yfir 30 í brúarhönnunardeild.
Hönnun Sigurður Pálmi við mannvirki sem Konfem Byggkonsult, fyrirtæki
sem hann tók þátt í að stofna árið 2001, hannaði í Stokkhólmi.
FRÉTTIR 21Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 2017
Góð næring
í amstri dagsins
ENGIN
HVÍTUR S
Spennandinýjungar
rúsinur
möndlur
trönuber
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
Nærandi millimál … er létt mál
Hreint skyr eða grjónagraut er tilvalið að taka með í nesti.
Bragðgott og saðsamt með stökkum toppi sem gerir
millimálið þitt enn girnilegra.