Morgunblaðið - 30.06.2017, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 30.06.2017, Qupperneq 24
BAKSVIÐ Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Ákveðið flækjustig er samfara því að stækka golfvöll á svæði sem skil- greina á sem friðaðan fólkvang. Það einfaldar heldur ekki málið ef um- rætt svæði er að hluta til á við- kvæmu svæði og óröskuðu hrauni, jafnvel einstöku. Þetta hefur þó verið viðfangsefni þeirra sem standa að undirbúningi að uppbyggingu útivistarsvæðis og stækkun golfvallar Oddfellowa á Urriðavelli við Heiðmörk. Áhersla hefur verið lögð á að stíga létt til jarðar og hafa vandvirkni að leiðar- ljósi með vernd og nýtingu til úti- vistar og fræðslu í huga. Hugsanlega er verkefnið nú að komast í gegnum nálarauga umhverfissjónarmiða og náttúruverndar. Torfærur á leiðinni Fyrir um áratug var fyrst hafist handa við undirbúning að stækkun Urriðavallar. Fljótt varð ljóst að ýmsar torfærur voru á leiðinni og hafa menn þurft að fara fram og til baka með pappíra sína og skissur. Að málum hafa komið margir sér- fræðingar og nú er komið að Garða- bæ að ákveða hvort af framvindu getur orðið. Ákvarðanir um sjálfa framkvæmdina bíða þess að stimpl- ar verði komnir á alla pappíra. Nokkrir einstaklingar í Odd- fellowhreyfingunni keyptu jörðina Urriðavatn árið 1946 og gáfu hana síðan Styrktar- og líknarsjóði Odd- fellowa þegar hann var stofnaður á miðjum sjötta áratugnum, en sjóð- urinn er í eigu íslensku Oddfellow- reglunnar. Landið náði frá Reykja- nesbraut upp í upplandið við Heið- mörk. Fyrirtækin í Kauptúni eru til dæmis á þessu landi og sömuleiðis íbúðahverfið í Urriðaholti. Vilji er til að hafa á svæðinu í framtíðinni gott aðgengi fyrir ýmsa útivist með gerð göngu-, hjóla- og reiðstíga og upplýsingar um náttúru og menningarminjar yrðu aðgengi- legar. Þá er áhugi á að fjölga golf- brautum úr 18 í 27, en í Urriðaholti rekur Golfklúbburinn Oddur öfluga starfsemi. Golfvöllurinn liggur frá Ofanbyggðarvegi eða svokölluðum Flóttamannavegi í austurátt. Formaður Styrktar- og líknar- sjóðs Oddfellowa er Steindór Gunn- laugsson, en þeir Ingjaldur Ásvalds- son, Júlíus Rafnsson og Hlöðver Kjartansson hafa verið í forsvari við þróun útivistarsvæðisins. Ráðgjafar- fyrirtækið Alta, undir leiðsögn Hall- dóru Hreggviðsdóttur fram- kvæmdastjóra og öðru starfsfólki þess, hefur unnið náið með þeim fé- lögum, en Alta sérhæfir sig m.a. í skipulags- og umhverfismálum. Hefði ekki áhrif á verndargildi Víða hefur verið leitað faglegra ráða. Svo virðist sem nú hafi fundist leið sem ætti að sætta sjónarmið, á grunni álits Náttúrufræðistofnunar Íslands á þessum ráðagerðum, en fyrir liggur mat á verndargildi svæð- isins frá stofnuninni. Náttúrufræði- stofnun veitir umsögn um gildi nátt- úruminja, samkvæmt náttúru- verndarlögum. Þegar mat Náttúru- fræðistofnunar á verndargildi náttúruminja svæðisins lá fyrir, var niðurstaðan sú að fækka brautum innan Urriðakotshrauns og fara ekki inn á óraskað hraun. Nú er miðað við að þrjár holur verði á svæði sem kallað er Flata- hraun án þess að spilla hraunmynd- unum. Flatahraun er mjór geiri af flötu hrauni innan úfins hraunsins, þar sem gróðurþekja er yfir öllu. Þar gróðursettu Oddfellowar fyrir meira en hálfri öld aðallega furu og greni, en lundinum hefur lítið verið sinnt hin síðari ár. Sjálfsáning þess- ara ágengu tegunda er nú mikil og Með golfvöll í gegnum nálarauga  Í áratug hefur verið unnið að breyttri nýtingu í Urriðaholti  Auknir möguleikar til útivistar og 27 holu golfvöllur  Mikilvæg umsögn Náttúrufræðistofnunar  Framkvæmdir yrðu afturkræfar Urriðaholt Séð yfir golfvöllinn, fremst eru klúbbhús og bílastæði, en síðan má sjá hvernig golfbrautirnar liðast um svæðið. Fyrirhuguð stækkun yrði í Flatahrauni hægra megin ofan við miðja mynd þar sem Oddfellowar gróðursettu furu og greni fyrir meira en hálfri öld og undir háspennulínum til hægri. Minjar Víða í hrauninu eru merkar náttúru- og menningarminjar og þar má lesa marga kafla í jarðsögu Íslands. Áhersla verður lögð á fræðslu. 24 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 2017 Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is Gámaleiga Er gámur lausnin fyrir þig? Við getum líka geymt gáminn fyrir þig 568 0100 stolpigamar.is HAFÐU SAMBAND Búslóðageymsla z Árstíðabundinn lager z Lager z Sumar-/vetrarvörur Frystigeymsla z Kæligeymsla z Leiga til skemmri eða lengri tíma „Áður en lengra er haldið þurfa að liggja fyrir skýr og formleg svör við því hvort sú nýting sem áformuð er í hrauninu stenst lög um náttúruvernd og friðun,“ segir Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ. Í aðalskipulagstillögu sem nú liggur fyrir bæjarstjórn er hraunið skilgreint sem opið svæði, en Líknar- og styrktarsjóður Oddfellowa hefur komið athugasemd- um á framfæri um nýtingu hluta svæðisins fyrir golf- brautir og stíga. „Við höfum sýnt því áhuga að fá ákveðna vernd á hraunið og það gæti þá verið verndarflokkurinn fólk- vangur. Í því sambandi þurfum við formleg svör um það hvort Umhverfisstofnun samþykkir að tiltekinn fjöldi golfbrauta sé í slíkum fólkvangi. Lagt hefur verið í mikla vinnu af hálfu Oddfellowa, sem meðal annars hafa fengið Náttúrfræðistofnun til aðstoðar. Allt er það af hinu góða, en við verðum að fá skýr svör við öllum spurningum og hafa vissu fyrir því að þarna sé ekki verið að ganga á náttúruna og eyðileggja verðmætar náttúruminjar. Ef sýnt er fram á slíkt og verndin er tryggð hef ég persónulega ekkert á móti golfbrautum þarna,“ segir Gunnar. Hann segir að unnið verði úr athugasemdum við tillögu að aðalskipu- lagi á næstu vikum og hlutaðeigendur fái málefnaleg svör í ágúst. Skýr og formleg svör liggi fyrir GUNNAR EINARSSON, BÆJARSTJÓRI Í GARÐABÆ Gunnar Einarsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.