Morgunblaðið - 30.06.2017, Síða 25

Morgunblaðið - 30.06.2017, Síða 25
lúpínan er byrjuð að stinga sér nið- ur. Edwin Roald golfvallahönnuður var fenginn til að móta nýjar til- lögur, sem tækju mið af mati Nátt- úrufræðistofnunar. Edwin byggir tillögur sínar á nýrri hugsun um fjöl- nota útivistarsvæði, um gagnkvæm- an ávinning kylfinga, annars útivist- arfólks og umhverfis. Náttúrufræði- stofnun var fengin til að rýna nýju tillögurnar og var niðurstaðan sú að það hefði ekki áhrif á verndargildi svæðisins að þróa golfbrautir og úti- vistarstíga í Flatahrauni. Nátt- úrufræðistofnun bendir einnig á að ef vernda eigi hraunið, þá sé nauð- synlegt að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu þessara ágengu tegunda eins og furu, grenis og lúpínu. Önnur stækkun mun svo liggja undir háspennulínunum sem hug- mynd er um að hverfi og/eða fari í jörð. Línuvegurinn sem nú er yrði einnig nýttur undir golfbrautir. Þá eru hugmyndir um að færa æfinga- völl, sem kallaður er Ljúflingur, úr hjarta golfvallarins á svæði í grennd við skátaskála sem er suðaustan við núverandi golfvöll. Skátarnir hyggja á flutning að Grunnuvötnum. Nýr Ljúflingur myndi tengjast nýju brautakerfi vallarins. Með breyttri nýtingu og nýjum teikningum hefur tekist að koma 27 holum fyrir á landsvæðinu sam- kvæmt grófri útfærslu. Jafnframt hefur verið hugsað fyrir stígum til útivistar í kringum golfvöllinn, en einnig innan hans og er hugmyndin að þarna verði fjölnýtanlegt úti- vistarsvæði. Íþróttamannvirki í fólkvangi Sú hugmynd sem nú er uppi er í raun afturkræf, sem er breyting frá þeim hugmyndum sem áður voru í gangi. Fjöldi náttúru- og menning- arminja er á þessu svæði og hafa þær verið kortlagðar með það í huga að setja upp skilti um jarðfræði, minjar og gróður. Þá leitaði Garðabær í fyrra til Umhverfisstofnunar með þá spurn- ingu hvort heimilt væri að vera með íþróttamannvirki inni á friðlýstu svæði eins og fólkvangi. Svarið var jákvætt, slíkt væri heimilt, ef vernd- argildið er áfram tryggt, samanber skíðasvæðið í Bláfjallafólkvangi. Nýja útfærslan tryggir það. Oddfellowar kynntu verkefnið á íbúafundi í Garðabæ í vor ásamt fulltrúum frá Náttúrufræðistofnun, Alta og Edwin Roald, þar sem þeim mun hafa verið vel tekið. Styrktar- og líknarsjóður Oddfellowa hefur nýlega lagt fram formlega beiðni um breytingu á aðalskipulagi Garða- bæjar þess efnis að þarna verði fólk- vangur með fjölbreytta útivistar- stíga og golfbrautir. Morgunblaðið/Ófeigur Kylfingar Anna Sólveig Snorradóttir undirbýr pútt á eggsléttri flöt í hraunjaðrinum á Evrópumóti áhugamanna í golfi kvenna á Urriðavelli í fyrra. Júlíus Rafns- son er einn þeirra sem unnið hafa að undirbúningi stækkunar svæðisins í Urriðaholti, en hann er jafnframt fyrrverandi forseti Golfsambandsins. Spurð- ur hvers vegna Styrktar- og líknarsjóður Oddfellowa sé að skipuleggja útivistarsvæði fyrir almenning á eigin landi svarar Júlíus að það sé einfaldlega af hugsjón. „Sú skoðun er uppi meðal margra Oddfellowa að uppbygging Urriðavallar og þessa einstaka svæðis sem fjöl- breytts og einstaks útivist- arsvæðis, sé meiri háttar heilsu- efling fyrir alla sem hafa áhuga á útivist,“ segir Júlíus. „Við höfum lagt okkur öll fram um að gera vel. Nú liggja fyrir hugmyndir að útivistarsvæði fyr- ir almenning, sem unnið hefur m.a. verið í samstarfi við fagfólk og stofnanir. Ég minnist þess ekki, og er ég þó sæmilega tengdur í íþróttinni, að golfvöllur hafi farið í gegnum jafnflókið ferli og mikið nálarauga og við höfum gert síðasta áratug. Nú liggur ákveðin útfærsla fyrir og vonandi verður hún samþykkt .“ Júlíus nefnir að 1. ágúst verða 120 ár frá því að Oddfellow- hreyfingin tók til starfa hér. Hugsjónastarf og heilsubót FLÓKIÐ FERLI Í MÖRG ÁR Júlíus Rafnsson FRÉTTIR 25Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 2017 Við bjóðum glæsilegt úrval trúlofunar- og giftingahringa í gulli, hvítagulli, rauðagulli, rósagulli, platínu með eða án demanta. 14 kt gull og hvítagull með demöntum 14 kt hvítagull með demöntum14 kt hvítagull með demöntum 14 kt rósagull með demanti14 kt gull/hvítagull með demöntum 14 kt gull með demöntum CARAT Haukur gullsmiður | Hátúni 6a | Sími 577 7740 | carat.is | acredo.is Skoðið glæsilegt úrval á acredo.is og carat.is Trúlofunarhringir Giftingarhringir Demantsskartgripir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.