Morgunblaðið - 30.06.2017, Side 30
30 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 2017
Honeywell borðviftur, gólfviftur
og turnviftur – gott úrval.
Hljóðlátar viftur í svefnherbergi.
Viftur sem gefa gust á vinnustaði.
Sími 555 3100 www.donna.is
Erum nú á Facebook:
donna ehf
Gott úrval af gæðaviftum
frá Honeywell. Margar stærðir
og gerðir. Nánari upplýsingar
hjá Donna ehf. vefverslun
www.donna.is
„Ég hef ekki orðið var við átökin
með beinum hætti en maður heyr-
ir meira af sírenuvæli og tekur
eftir að eitthvað er í gangi,“ segir
Sverrir Ásmundsson í samtali við
Morgunblaðið. Hann býr í Árós-
um ásamt konu sinni og tveimur
dætrum, í útjaðri þess svæðis sem
nú er skilgreint sem sérstakt
eftirlitssvæði.
„Ég hef ekkert séð til þessara
hópa. Ég fer nú oft og versla í
Bazar Vest, en verð ekki var við
neitt. Þetta náttúrlega gerist
helst á kvöldin og ég er ekkert á
þvælingi þarna á þeim tíma,“ seg-
ir Sverrir.
Mikil fjölmiðlaumfjöllun
„Það er rosalega mikið fjallað
um þetta í fréttum. Það sést á
fréttunum að þetta er ástand sem
maður á ekki að venjast hérna, en
þetta er líka blásið upp, held ég.
Ég fór þarna í Bazar Vest morg-
uninn eftir að síðasta skotárás var
gerð þarna á bílastæðinu og varð
ekki var við að neitt væri öðruvísi.
Verslunarmennirnir í Bazar Vest
kvarta reyndar undan minnkandi
aðsókn síðan þetta byrjaði,“ segir
Sverrir.
Hvað aðgerðir lögreglu varðar
telur Sverrir að almennt séu íbú-
ar ánægðir með að lögreglan taki
fast á glæpagengjunum. „Það á
eftir að koma í ljós hvernig lög-
reglan mun umgangast þennan
rétt. Þetta er rosalega öflugt tæki
og það er náttúrlega bæði hægt
að nota hann á réttan hátt og mis-
nota,“ segir Sverrir, sem óttast að
aðgerðir lögreglu muni helst
trufla íbúa hverfisins sem eru
dökkir á hörund.
Heyra skothvelli
„Við höfum heyrt skothvelli og
síðan heyrir maður sírenurnar
koma á fullu,“ segir Áslaug S.
Árnadóttir, sem býr rétt neðan
við Bispehaven-svæðið ásamt eig-
inmanni sínum og tveimur börn-
um. Að öðru leyti segir Áslaug að
hún verði lítið vör við átökin og
fái flestar fréttir af þeim í gegn-
um danska fjölmiðla.
„Þetta er svolítið sérkennilegt,
við sitjum hérna heima hjá okkur
aðeins neðar í hverfinu, alveg
örugg og svo eru einungis 300
metrar í alls konar vitleysu, sem
maður les svo um í blöðunum dag-
inn eftir. Það er óhugnanlegt að
hugsa til þess, en lífið gengur þó
sinn vanagang hjá okkur,“ segir
Áslaug.
„Við foreldrarnir í götunni
stöndum hérna úti á kvöldin á
meðan krakkarnir leika sér og
það eru allir sammála um að það
sendir enginn krakkana eina í
búðina lengur. Það eru líka
nokkrar konur sem eru hættar að
fara í búðina hérna upp við Bispe-
haven. Þeir standa þar fyrir utan
á kvöldin þessir drengir og það er
nóg til þess að fólk hefur ekki
áhuga á að fara þarna uppeftir.
Það er eitthvað allt annað sem
stýrir þessum strákum heldur en
skynsemi. Svo eru þeir með vopn
sem gerir það að verkum að þeir
eru gjörsamlega óútreiknanlegir.
Mér finnst allt í lagi að þeir séu að
skjóta hver á annan, en á meðan
þeir eru að gera þetta úti á götu
þar sem við hin erum líka – það er
það sem fólk er hrætt við,“ segir
Áslaug.
Innflytjendur aðlagast illa
Hún telur að íbúasamsetning
hverfanna þar sem átökin eiga
sér stað sé slæm og að yfirvöld í
Árósum þurfi að gera betur í því
að hjálpa innflytjendum í borg-
inni út á vinnumarkaðinn. „Við
erum að tala um áratuga mis-
heppnaða aðlögun innflytjenda að
samfélaginu. Öll stefnan hefur
gjörsamlega klikkað. Þessir
strákar eru að stórum hluta aldir
upp á heimilum þar sem foreldr-
arnir hafa ekkert verið að fara í
vinnu og hafa aðallega umgengist
aðra sem eru í sömu aðstæðum.“
Áslaug segir yfirvöld í Árósum
þurfa að gera betur í að hjálpa
innflytjendum í borginni út á
vinnumarkaðinn, til þess að þeir
aðlagist samfélaginu betur.
Arnar Þór Ingólfsson
athi@mbl.is
Hálfgerð óöld hefur verið í Árósum á
Jótlandi upp á síðkastið. Í þessari
rúmlega 260 þúsund manna borg,
sem alla jafna er nokkuð friðsæl,
hafa þó nokkrar skotárásir, hnífs-
stungur og hópslagsmál átt sér stað
síðan í lok maí. Flest atvikin hafa
gerst í hverfum í vesturhluta borg-
arinnar, þar sem framboðið af ódýru
húsnæði er mest og hlutfall innflytj-
enda hæst.
Þetta er bein afleiðing þess að
glæpagengið Loyal to Familia, sem á
bækistöðvar á Norðurbrú í Kaup-
mannahöfn, hefur ákveðið að færa út
kvíarnar til Árósa. Það hefur vakið
litla kátínu þeirra sem nú þegar
hagnast af því að stunda glæpsamleg
athæfi þar í bæ og þá einna helst
Black Army, gengis sem á uppruna
sinn í Óðinsvéum á Fjóni en skaut
rótum í Gellerup-garðinum í
Brabrand-hverfinu í Árósum á síð-
asta ári.
Sérstakt eftirlitssvæði
Nýjasta útspil lögregluyfirvalda á
Austur-Jótlandi til að sporna við
átökum gengjanna er að setja upp
sérstakt eftirlitssvæði (d. visitation-
zone) í vesturhluta borgarinnar. Sér-
staka eftirlitssvæðið er afmarkað
svæði, þar sem lögreglan hefur rétt
til þess að gera líkamsleit á ein-
staklingum eða leita ítarlega í öku-
tækjum án þess að hafa fyrir því rök-
studdan grun, eins og alla jafna þarf.
Þetta er gert til þess að reyna að
uppræta vopnaburð borgara og
leggja hald á ólöglega hnífa, skot-
vopn eða vopn af öðru tagi.
Danska lögreglan hefur haft þetta
úrræði frá árinu 2004 og hefur frá
þeim tíma beitt því oftar en 130 sinn-
um, oftast þó í mun skemmri tíma en
nú er áætlað í Árósum. Ráðgert er að
vesturbær borgarinnar verði skil-
greindur sem sérstakt eftirlitssvæði
fram til 24. júlí. Svæðið nær yfir
hverfin Brabrand, Grimhøj og
Skjoldhøj auk hluta Åbyhøj- og
Hasle-hverfanna.
Vilja breyta hverfunum
Hlutar hverfanna sem um ræðir
hafa verið skilgreindir af yfirvöldum
sem „sérlega viðkvæm búsetu-
svæði“. Þar á meðal eru Gellerup- og
Toveshøj-svæðin í Brabrand-
hverfinu og Bispehaven-svæðið í
Hasle-hverfinu. Þessi svæði eiga það
sameiginlegt að þar eru mörg stór
fjölbýlishús og ódýrt húsnæði, sem
hefur leitt til þess að tekjulágir hóp-
ar, þar á meðal innflytjendur sem
eru að ná fótfestu í Danmörku, at-
vinnulausir og margir aðrir sem
standa höllum fæti félagslega hafa
hópast saman á litlu svæði. Stóru
fjölbýlishúsin sem einkenna þessi
svæði voru byggð í töluverðum flýti
um árið 1970 til að mæta húsnæðis-
skorti í Árósum.
Í Árósum, eins og víða annars
staðar, hafa yfirvöld áttað sig á því að
íbúasvæði sem þessi, stórar fjölbýlis-
húsabyggðir í útjaðri borga, leiða af
sér margvísleg félagsleg vandamál.
Reynslan hefur verið slæm. Því er
unnið að því að breyta ásýnd hverf-
isins. Fimm stór fjölbýlishús í Gell-
erup og Toveshøj verða rifin á næst-
unni og í stað þeirra verða byggðar
íbúðir sem henta fjölskyldufólki með
hærri tekjur en almennt gengur og
gerist í hverfinu.
Auk þess verður ásýnd svæðisins
fegruð og þá stendur til að ný léttlest
tengi svæðið betur við miðborgina,
sem er miðpunktur atvinnu- og
menningarlífs í Árósum.
Gengjaátök í vesturhluta Árósa
Vesturhluti borgarinnar sérstakt eftirlitssvæði lögreglu til 24. júlí Raskar daglegu lífi íbúa
Glæpagengi frá Kaupmannahöfn reynir að ná fótfestu Skotárásir, hnífstungur og hópslagsmál
Ljósmynd/Giang Pham
Bazar Vest Þessi verslunarkjarni er miðpunktur Gellerup-hverfisins. Þar hefur skotum ítrekað verið hleypt af. Svæðið er skilgreint sem sérlega viðkvæmt.
Morgunblaðið/Arnar Þór Ingólfsson
Bispehaven Gengið Loyal to Fam-
ilia hefur hreiðrað um sig hér.
Börnin fara ekki ein
út í matvörubúð
Íslendingar í vesturhluta Árósa
Áslaug S.
Árnadóttir
Sverrir
Ásmundsson