Morgunblaðið - 30.06.2017, Síða 42

Morgunblaðið - 30.06.2017, Síða 42
42 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 2017 Mygla er mikilvægur hluti alls lífs og aðferð náttúrunnar við að brjóta niður lífræn efni. Þetta skulum við hafa í huga þegar við bölvum myglu. En þrátt fyrir að einhver mygla sé eðlileg er hægt að stýra því hvort hún fær að grassera í húsakynnum með tilheyrandi tjóni. Umræða um myglu hljómar stundum eins og þetta séu náttúru- hamfarir, að samfélagið eigi að taka á þeim og tryggingafélög eigi að tryggja hús fyrir þessari „óværu“. Hætta á myglu er alltaf til staðar og verður ekki útrýmt, frekar en árstíð- um eða kolefnisbindingu plantna. Það sem við getum aftur á móti gert er að hanna og byggja hús rétt, svo að hætta á myglu sé lágmörkuð. Ekki er síður mikilvægt að tryggja fagmennsku við umhirðu og við- skipti með húsnæði, þannig að tjónið af óábyrgri notkun og ónógu viðhaldi flytjist ekki yfir á nýja eigendur. Það fyrra er gert með réttri hönnun og framkvæmdum, studdum virku eft- irliti, en það síðara með ábyrgri fast- eignasölu, viðhaldi og ráðgjöf á líf- tíma húsanna. Hiti og loftraki eru lykilþættir sem ráða því hvernig myglu farnast en þó að það, ásamt hönnun, skapi grundvöll myglu hafa aðrir þættir áhrif á umfang hennar og hvort tjón og heilsuskaði hlýst af. Eftir að hús er risið þurfum við ekki síst að horfa á umhverfið. Hvernig við sinnum húsunum okkar og hvernig við styðjum við ábyrga húseignarstefnu. Ábyrgð á forvörnum og fyrir- byggjandi viðhaldi liggur þar af leið- andi víða, t.d. hjá hönnuðum hússins, meisturum fagiðna við byggingu hússins, byggingarstjóra, eftirlits- aðilum sem koma að hönnun og framkvæmd, eigendum að tryggja rétt viðhald, notendum að umgang- ast húsið rétt og viðgerðar- og við- haldsaðilum. Með byggingareglu- gerð frá 2012 var sjónum beint að hönnun og byggingaframkvæmdum en hér vil ég ræða ábyrgð þriggja að- ila þar fyrir utan sem skipta máli: fasteignasala, þeirra sem sjá um eftirlit með byggingum og loks verk- fræðistofa sem sinna greiningu á myglu í húsnæði. Við fasteignakaup situr fasteigna- sali beggja vegna borðsins, þ.e. fyrir hönd bæði seljanda og kaupanda, en ég tel það ekki ganga upp. Kaupandi verður að fá að vita um allar at- hugasemdir sem fram hafa komið um húseignina og því er nauðsynlegt að einhver annar gæti hagsmuna kaupandans en seljandans og sjái jafnframt um að fagleg úttekt á hús- næðinu fari fram. Þannig má tryggja að gallar flytjist ekki á milli eigenda, án þess að það end- urspeglist í verði eign- arinnar. Slíkt skilar ábyrgari húsnæðis- rekstri og viðhaldi. Við höfum tvöfalt eftirlitskerfi þar sem allir eiga að vera lög- gildir og tryggðir sem halda utan um hönnun á byggingum og sjá um byggingafram- kvæmdir, auk þess sem opinbert eftirlit fylgist með á öllum stigum framkvæmda frá aðal- uppdráttum að lokaúttekt. En þrátt fyrir það virðist brotalöm á því að tryggja skilgreinda ábyrgðarkeðju. Ef galli eða skemmd finnst í húsum er erfitt að finna þann ábyrga í þessu kerfi og húseigandinn situr uppi með skaðann. Þrátt fyrir vitneskju um byggingaraðferðir sem ekki virka eða frágang sem uppfyllir ekki kröf- ur virðist oft lítið aðhafst. Vitað er um dæmi þar sem byggingaverktak- ar hafa notað efni sem hefur ekki verið CE-merkt þrátt fyrir kröfu í lögum eða reglugerð eftir því sem við á um slíkt og einnig að myglaðar byggingareiningar hafi verið lokaðar af í nýbyggingum. Í báðum tilfellum hafa úttektaraðilar komið að verk- unum en ekki gert athugasemdir og hér eru því brotalamir á ferlinu. Ný- legar fréttir herma að opinberar byggingar liggi undir skemmdum vegna myglu og annarra galla sem virðast hafa komið til vegna slakra gagna og lélegs frágangs sem ekki náðist að stöðva með eftirliti verk- kaupa eða opinberra aðila. Ef ekki er rétt byggt og reglubundið viðhald sparað er viðbúið að illa fari og þá er illa farið með opinbert fé. Eftir sameiningu Iðntæknistofn- unar Íslands og Rannsóknarstofn- unar byggingariðnaðarins í Nýsköp- unarmiðstöð Íslands hefur dregið úr óháðum byggingarannsóknum hjá henni. Í staðinn hafa verkfræðistof- ur séð um þessa vinnu í auknum mæli, sem er þá pöntuð af þeim sem þurfa. Hér er ekki efast um að verk- fræðistofur búi yfir sérþekkingu hvað varðar mat á myglu og bygg- ingargöllum og geti komið með ráð- gjöf um viðhald, loftræstingu og val á byggingarefni. En kostnaðarsöm úttekt er ekki á allra færi og það væri óskandi að verkfræðistofur byðu upp á úttektir tengdar húsnæð- iskaupum á sanngjörnu verði (eða að slíkar úttektir yrðu fastur þáttur í fasteignaviðskiptum), frekar en að vera kallaðar til eftir á þegar tjónið er ljóst og nýir eigendur nauðbeygð- ir til að henda góðum peningum á eftir slæmum. Fyrirkomulag fasteignamála þarf að vera þannig að ábyrg hönnun, framkvæmd og umönnun bygginga sé verðlaunuð og að tjón af fúski og hirðuleysi lendi hjá þeim sem þá ábyrgð bera. Mygla og húsin okkar Eftir Eirík Þorsteinsson » Fasteignamál þurfa að vera þannig að ábyrg hönnun, fram- kvæmd og umönnun bygginga sé verðlaunuð og að tjón af fúski lendi hjá þeim sem þá ábyrgð bera. Eiríkur Þorsteinsson Höfundur er gæða- og fasteignastjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Kæru vinir. Þar sem ég hef ákveðið, eftir að hafa þjónað í nærri 23 ár, að láta af störfum sem heiðurskonsúll Íslands í Gdansk 5. júlí næstkomandi er það löngu tímabært fyrir mig að senda kveðjur og þakkir til vina minna á Íslandi. Ég hef alltaf litið á það sem mikil- vægasta hlutverk mitt sem konsúll að gera Pólland vinsælla á Íslandi og Ísland vinsælla í Póllandi. Þetta er ástæðan fyrir því að ég samdi árið 1998, með góðri aðstoð vinar míns, Friðriks Gunnarssonar konsúls, bókina Myrkur örvænt- ingar – Birta vonar, sem byggði á sögu Dabrowa-Laskowski- fjölskyldunnar og sýndi hina flóknu stöðu Póllands. Ég tel að Íslendingar gætu haft mikinn áhuga á einkennum pólsku þjóðarinnar, svo sem róm- antík, frelsisást og það hvað hún er opin. Á hinn bóginn hefur það hlutverk að auka vinsældir Ís- lands og Íslendinga í Póllandi – sem ég kalla „Íslandisma“ til styttingar – orðið að helsta keppi- kefli mínu sem konsúll og meg- inhlutverk. Af þeim sökum hef ég á síðustu tveimur áratugum ritað og birt í Póllandi fjölda greina og viðtala um Ísland og einnig að- stoðað við skipulagningu op- inberra viðburða sem tengjast Ís- landi. Í gegnum þau störf hef ég stöðugt látið þá skoðun í ljós að þó að landið sé fagurt og störfin sem þar bjóðast áhugaverð verðskuldi það helst athygli og virðingu hvernig hinir innfæddu Íslendingar náðu á 20. öldinni að breyta samfélagi sínu í eitt það farsælasta sem fyrirfinnst, með sterkri menningararfleifð. Með þessum skila- boðum læt ég af því langtíma starfi mínu, sem ég hef sinnt með dyggri aðstoð Aleksöndru, eig- inkonu minnar, að vinna í þágu Ís- lands í Póllandi. Hjartans þakkir enn á ný, kæru Íslendingar, og njótið góðrar gæfu. Ritað í Gdansk/Sopot 27. júní 2017, dr. Stanislaw Dabrowa- Laskowski, aðalkjörræðismaður. Kveðjubréf til Íslendinga Stanislaw Laskowski »Ég tel að Íslend- ingar gætu haft mik- inn áhuga á einkennum pólsku þjóðarinnar, svo sem rómantík, frelsisást og það hvað hún er opin. Gríðarlegt misræmi er milli þess hvernig kísilver í Helguvík var kynnt í skýrslum áður en það var byggt og svo þess hvernig kísilver Unit- ed Silicon í Helguvík er í raun. Hér nefni ég sér- staklega til sögunnar skýrslu sem unnin var af Stakksbraut 9 ehf. og kom út 2014, en Vífill Harðarson er í forsvari fyrir þetta fyrirtæki sem á vormánuðum 2012 keypti lóðina Stakksbraut 9 í Helguvík til þess að hanna, reisa og reka þar kísilverksmiðju. Hins vegar er það skýrsla sem unnin var af Tomahawk Development á Íslandi sem kom út ár- ið 2008 en þeir keyptu hlut í lóðinni. Ósam- ræmið milli þessara skýrslna og raunveru- leikans í dag er svo að ég finn mig knúinn til að vekja athygli á því, og þó er ósamræmið svo mikið að í þessari grein ætla ég aðeins að taka fyrir misræmi hvað varðar sjón- mengun og hráefni. Af nægu öðru er síðan að taka. Mikil sjónmengun Í umfjöllun um húsnæðið í þess- um skýrslum kemur fram að bygg- ingin átti að vera lágreist og sjón- mengun nánast engin. Þess í stað reis síðan 38 metra hátt ferlíki. „Sjónmengun frá Kísilverksmiðj- unni í Helguvík verður mjög lítil þar sem flest hærri mannvirki verksmiðjunnar verða byggð á neðra svæði lóðarinnar. Verk- smiðjan mun varla verða sjáanleg frá Keflavík en í kafla 6.6 eru myndir sem sýna útlit verksmiðj- unnar og hversu sjáanleg verk- smiðjan verður frá nokkrum stöð- um í nágrenninu,“ segir í skýrslu Stakkabrautar 9. Ekkert af þessu stóðst. Þar var því einnig haldið fram að hæsta byggingin á svæð- inu verði 25 metrar á efri stalli. Sú bygging sem blasir við okkur í Reykjanesbæ er mun hærri, eða allt að 38 metrar. Hvert sem þú ferð út frá Reykjanesbæ sérð þú verksmiðjuna blasa við þér. Á Reykjanesbrautinni, horft til norð- urs, blasir hún við eins og stórt gímald við hlið Snæfellsjökuls og fjallgarðsins á Snæfellsnesi. Þegar þú kemur sjóleiðina út á Faxaflóa þá sést þessi verksmiðja og stend- ur á berginu eins og eldflaug á eld- flaugarpalli. Þessi sjónmengun var ekki kynnt fyrir bæjarbúum og er algjörlega óásættanleg. Kísilver United Silicon í Helguvík er ófyr- irgefanlegt fordæmi um hvernig fögur loforð eru gefin og þau síðan öll svikin. Og áfram vitna ég í skýrslu Stakkabrautar 9: „Viðmið um áhrif ásýndar er lýst í lögum um nátt- úruvernd […] Í grein 35 er fjallað um hönnun mannvirkja þar sem fram kemur að hönnun bygginga og annarra mannvirkja skuli gæta þess að þau falli sem best að svip- móti lands. Annars byggist mat á sjónrænum áhrifum að mestu á viðmiðum og skoðunum almenn- ings.“ Skipulagsstofnun sendi bréf til bæjaryfirvalda í lok janúar þar sem gerðar voru athugasemdir við að byggingarnar væru ekki í sam- ræmi við matsskýrslu. Þá er það þáttur Reykjanesbæjar í þessu ferli því það kemur svo í ljós að byggingarfulltrúinn skrifar upp á þessa breyttu byggingu. Síðan seg- ir bæjarstjórnin að þeir hafi ekki vitað um þetta og bygging- arfulltrúinn er látinn taka leyfi frá störfum sem hann síðar breytir í uppsögn úr starfi sínu. Nú til- kynnir Reykjanesbær eftir beiðni frá Skipulagsstofnun að það sé ekki hægt að krefja fyrirtækið um að lækka byggingarnar þegar teikningar hafi verið stimplaðar af byggingarfulltrúa bæjarfélagsins. Sem sagt það er allt í lagi að stunda fúsk, en ef það kemst upp um fúskið þá er það látið standa óhaggað United Silicon í vil. Illa hugsað um hráefnið Í skýrslunni er talað um flutning hráefnisins og þar segir að við uppskipun hráefnis verður notast við „grabba“ sem mokar hráefni upp úr lestum skips og niður í Síló sem síðan fæðir færiböndin sem flytja hráefnið í hráefnisgeymslur. Í skýrslunni er þetta allt svo sett í fallegar umbúðir þar sem allur flutningur hráefnis á að vera í lok- uðu ferli til þess að rykmengun verði sem minnst. Nú liggur við- arkurl sem notað er við brennslu ofnsins í stórri hrúgu óvarið fyrir vatni og vindum. Þetta kurl fýkur yfir allan móann og stingur í stúf við berjalyng, blóðberg og er ein- faldlega sóðaskapur af þessu. Hrá- efnisgeymslurnar, sem eru tvær, eru stálgrindur sem lokað eru með iðnaðardúk og í góðum vetrarhvelli í vetur tættist dúkurinn af helm- ingi þessara bygginga svo nú eru þessar geymslur einnig opnar fyrir veðri og vindum eins og viðar- kurlið. En hvað má annað vera þegar verksmiðjan er enn þá á byggingarstigi fjögur sem er nán- ast fokhelt? Niðurstaða mín eftir að hafa rýnt í þessa skýrslu er að verksmiðjan í skýrslunni er allt önnur verksmiðja en sú sem Unit- ed Silicon reisir síðan. Það eru svo margir þættir sem lýst er í þessari skýrslu sem ekki standast skoðun. Þessar skýrslur eru forsendan fyr- ir því að United Silicon fær bygg- ingar- og starfsleyfi. En eftir stendur: Hver ber ábyrgð á þessu, því bygging þessarar verksmiðju United Silicon hlýtur að vera á ábyrgð einhvers? Er það á ábyrgð United Silicon, er það á ábyrgð Umhverfisstofnunar, er það á ábyrgð Skipulagsstofnunar, er það á ábyrgð Reykjanesbæjar eða er það á ábyrgð fjárfesta? Ég hvet alla til að lesa báðar skýrslurnar og taka síðan bíltúr inn í Helguvík og dæma síðan hversu trúverðugar þær eru. Þær eru vel aðgengilegar á netinu. Blekkingar við uppbyggingu United Silicon Eftir Þórólf Júlían Dagsson »Nú tilkynnir Reykja- nesbær eftir beiðni frá Skipulagsstofnun að það sé ekki hægt að krefja fyrirtækið um að lækka byggingarnar þegar teikningar hafi verið stimplaðar af byggingarfulltrúa bæj- arfélagsins. Þórólfur Júlían Dagsson Höfundur er stjórnarmaður Pírata á Suðurnesjum Frábært verð á glerjum Einfókus gler Verð frá kr. 16.900,- Margskipt gler Verð frá kr. 41.900,- Grandagarði 13 og Glæsibæ, 5. hæð . sími 510 0110 . www.eyesland.is Skiptu um lit! iGreen V4.02.005 umgjörð kr. 14.900,- Með iGreen umgjörðum getur þú útbúið þá litasamsetningu sem þú vilt.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.