Morgunblaðið - 30.06.2017, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 30.06.2017, Qupperneq 43
UMRÆÐAN 43 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 2017 Fólk sem almennt rýnir í útgefið efni ríkiskerfa, hérlendis sem erlendis, lítur á vefsíður og vefsetur opinberra stofnana og ráðuneyta sem hluta útgefins efnis. Löng hefð er fyrir því að sagnfræðingar, blaða- menn, háskólaborg- arar og almennir rýn- endur nálgist útgefið efni af þessu tagi sem frumheimildir og geri kröfu um klassíska nálgun við framsetningu þess og áreiðanleika í tíma. Áreiðanleiki í tíma snýst, auk framsetningar og forms, um að- gengileika, rithátt, heimildatraust og gáttir, þ.e. hvaða leiðir má fara til að nálgast heimildir og vinna úr þeim. Við almenna rýni, t.d. þegar lesin eru sagnfræðirit af ýmsum toga, sést berlega að ábyrg vinnu- brögð skipta máli við heimildavinnu og lærist leikmönnum á þessu sviði smámsaman að temja sér virðingu fyrir þessu í sögulegu samhengi. Sem dæmi má taka að út var gef- in bók hérlendis fyrir tæpum tveim árum sem gefur í skyn og heldur fram að ákveðið erlent ríki hafi unnið íslenskum borgurum talsvert tjón um miðbik síðustu aldar. Leit- aði undirritaður til tveggja ríkis- skjalasafna erlendra til að nálgast heimildir um viðfangsefnið. Gerði ég þetta því að þótt bókin setti sig í sagnfræðiham þá var heimilda- vinna fremur rýr, að mínu mati. Komst ég að því að af nógu var að taka hjá báðum skjalasöfnum og fékk svör innan viku við fyr- irspurn minni frá skjalasöfnunum. Þegar ég rýndi í vefsetur þessara skjalasafna gat ég treyst þeim áreiðanleika og tíma- línu sem fyrr er á minnst. Af persónu- legum og faglegum ástæðum vil ég ekki til- greina nánar bókina eða þau ríki sem í hlut eiga, þar sem viðfangsefnið snýst um faglega ábyrgð ríkis en ekki efnistök og úrvinnslu einstakra rit- höfunda. Ekki er um einstakt tilvik að ræða varðandi samskipti mín við opinberar efnisveitur, hérlendis sem erlendis. Sem dæmi má nefna hef ég átt samskipti við skjalasafn íslenska lýðveldisins og danska konungsríkisins varðandi leit mína fyrir tæpum tveim árum að skjal- inu fræga sem undirritað var á Kópavogsfundinum sumarið 1662. Sem leikmaður hef ég smám- saman lært virðingu fyrir því sem ég í daglegu tali nefni skjalavald (Document Authority). Þetta orð fyrirfinnst ekki í orðabókum hér- lendis en hentar mjög vel til að hjúpa ákveðið hugtak, bæði innan hugtakafræði málfræðinnar svo og innan merkingarfræði heimspek- innar. Hef ég tekið eftir að fleiri hafa tekið þetta orð upp og spái að það muni rata í orðabækur innan aldar. Fræg er sú sögusögn þegar Ottó von Bismarck gaf út tilskipun þess efnis að umtalsvert magn úreltra skjala prússneska ríkisins, sem geymd voru í tveim risastórum vöruskemmum, yrðu brennd til að rýma fyrir nýjum og minnka skrif- ræðisbáknið. Þegar hann að nokkr- um tíma liðnum innti eftir hvernig gengi, var svarað „það hefur tekið langan tíma að afrita gögnin herra ríkiskanslari“. Að öllu gríni slepptu þá setur að manni ugg þegar skriffinnar ís- lenska lýðveldisins eru unnvörpum að skipta út vefsetrum útgefins efnis og brjóta t.d. umfangsmikla heimildavinnu og tilvísanasmíði fræði- og leikmanna sem rita um opinber mál og menningarþróun lýðveldisins. Alþingi, forsetaemb- ættið og nú síðast stjórnarráðið hafa öll á um það bil ári skipt út vefsetrum sínum fyrirvaralaust með skaðlegum afleiðingum bæði fyrir þá sem vísa í útgefið efni rík- isins svo og fyrir virðingu ríkisins út á við. Ég geri mér ljóst að fyrir meg- inþorra almennings er hér léttvægt erindi á ferðinni og er það vel. Það er mín reynsla sem heimspekingur og menningarrýnir að því minna sem almenningur þarf að velta fyr- ir sér álitamálum af þessum toga, því betra starf erum við rýnendur og vinna. Sjálfur þarf ég að eyða umtalsverðum tíma á næstu mán- uðum að endurvinna heimildatilvís- anir og þó að ég kvarti hér yfir því opinberlega, gleðst ég í laumi. Reynslan hefur kennt mér að ef maður endurleitar heysátuna finn- ur maður hina nálina. Að öllu háði slepptu þá er vel úr vegi að draga fram tvo aðra fleti á því þegar op- inber vefsetur skipta út framsetn- ingu útgefins efnis. Annað atriðið tengist þeim fleti sem upp kom þegar undirritaður tók þátt í vefverkefni fyrir eina stofnun og lét þá verða mitt fyrsta verk að eldri vefurinn var rekinn áfram um hríð á undirléni þar sem rýnendur gátu nálgast eldri heim- ildir áfram og var tryggt að t.d. greinargerðir, skýrslur og bók- menntaverk héldu sér hvað tengla varðar. Skilst mér að sá undirvefur hafi síðar verið tekinn niður, von- andi af faglegri ábyrgð. Hitt atriðið er framsetning efnis og þar kemur aftur til reynsla und- irritaðs sem fyrrum fagmanns bæði í umbroti tímarita og vefforritun. Algengt er að fínu vefsetrin sem lýðveldið skartar nú, séu framsett með hreyfiforritun, illa læsilegum leturgerðum, litaflögri og hlaup- andi þáttum (elements) í framsetn- ingu sem gera setrin oft mjög ólæsileg fyrir stóran hluta borgara sem oft nálgast tölvuskjái með mis- munandi sjón- og leshæfileikum. Þetta er ekki algilt, en svo ég leyfi mér gróf orð, þá finnst mér að rík- isvefir eigi ekki að minna á glans- tímarit og tískufyrirbæri, heldur fágaða, klassíska og umfram allt áreiðanlega nálgun. Vefsetur ríkisins eða glanstímarit? Eftir Guðjón E. Hreinberg » Að öllu gríni slepptu þá setur að manni ugg þegar skriffinnar ís- lenska lýðveldisins eru unnvörpum að skipta út vefsetrum útgefins efnis Guðjón E. Hreinberg Höfundur er heimspekingur. Stór hluti landsmanna hefur haft mjög takmarkaðan aðgang að geð- læknum/sálfræðingum, en núna eru nokkur fyrirtæki farin að bjóða upp á fjarþjónustu; ráðgjöf og meðferð á myndfundum með öruggum hætti í gegnum netið. Snemma á árinu tók heilbrigðisráðherra við áskorun þús- unda einstaklinga til stjórnvalda þess efnis að fella sálfræðiþjónustu nú þegar undir greiðsluþátttöku- kerfi Sjúkratrygginga Íslands. Von- andi fer eitthvað að gerast í þeim málum. Alexandra. Velvakandi Svarað í síma 569- 1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Sálfræði- þjónusta Geðheilsa Samkvæmt Alþjóðaheil- brigðisstofnuninni eru 35-50% þeirra sem þurfa sálfræðiþjónustu án hennar fyrst og fremst vegna skorts á aðgengi. Ölvaldsstaði I í Borgarbyggð Jörðin er án bústofns véla og án framleiðsluréttar.Á jörðinni er gamalt íbúðarhús steinsteypt á einni hæð, Einnig er þokkaleg vélaskemma. Jörðin er í svokallaðri Ölvaldsstaða- torfu og er um 46 ha að stærð. Jörðin á veiðirétt í Gufuá og Hvítá. Eignin getur verið laus við kaup- samning. Furugrund, Kópavogi Vel staðsett þriggja herbergja íbúð í fjölbýli við Furugrund 56 í Kópavogi. Íbúðinni fylgir rúmgott herbergi í kjallara með aðgengi að baðherb- ergi með sturtu. Íbúðin er á annarri hæð og skiptist í tvö svefnherbergi, stofu, eldhús og gang. Gólfefni par- ket og flísar. Góðar svalir. Þvottahús er í íbúðinni og einnig sameiginlegt þvottahús í kjallara. Ágæt geymsla fylgir íbúðinni. Íbúðin er laus við kaupsamning. Deildarás 2, Reykjavík. Eldra einbýlishús töluvert endurnýj- að 130,6 m2 á 2 hæðum ásamt 38,8 m2 bílskúr. Húsið er timburhús og skiptist í; neðri hæð sem er baðher- bergi, stofa og útbyggð borðstofa eða skáli sem tengist eldhúsi með borðkrók. Á efri hæð sem er rishæð er miðrými eða skáli og út af því 4 rúmgóð svefnherbergi. Húsið er eins og áður segir töluvert endurnýjað þó vanti uppá frágang. Lóðin er frá- gengin 1097 m2 með stórum palli. Brekkuheiði 3, Brekkuskógi, Vel um gengið glæsilegt sumarhús í Brekkuskógi frá SG Húsum á Sel- fossi. Tvö svefnherbergi, samliggj- andi stofa og eldhús, baðherbergi og geymsla. Hitaveita. Góð verönd. Húsið stendur á 5.000 m2 kjarrivax- inni lóð í u.þ.b. 10 mín. aksturs- fjarlægð frá Laugavatni. Mjög fallegt umhverfi á glæsilegum útsýnisstað. Ýmis konar afþreying og nátturú- perlur í næsta nágrenni. Eign sem vert er að skoða. Kópnesbraut 9, Hólmavík. Vel staðsett mikið endurnýjað íbúðar- hús á þremur hæðum. Á aðalhæð er stofa, herbergi, eldhús og snyrting. Í kjallara, sem er lítið niðurgrafinn, eru tvö herbergi og baðherbergi. Risið er eitt rými. Húsið hefur verið nýtt í ferðaþjónustu yfir sumarið. Eins og áður hefur komið fram er húsið mikið endurnýja og mikil staðarprýði. Stekkur, Kjalarnesi. Einbýlishús á 8,7 hektara spildu nr. fjögur úr Esjubergi á Kjalarnesi. Húsið er 155,9 m2 timburhús á steyptum grunni byggt árið 1996. Íbúðarhæðin er 138,4 m2 og 17,5 m2 geymsla í kjallara. Mikið hefur verið plantað af trjám í landið. Glæsilegt útsýni er yfir Reykjavíkurborg. Heitt og kalt vatn frá Orkuveitu Reykja- víkur. Brúarhvammur í Bláskógabyggð Brúarhvammur er rétt austan við Geysir í Haukadal. Um er að ræða lélegan húsakost og 6 ha eignar- land. Mjög áhugaverð staðsetning t.d. fyrir ferðaþjónustu. Stóra-Knarrarnes Vatnsleysuströnd Jörðin, Stóra-Knarrarnes, austurbær er, u.þ.b. 40 ha. Land jarðarinnar liggur að hluta til að sjó. Bygging- ar eru eldra íbúðarhús frá 1932 úr steini, auk viðbyggingar frá 1960 úr timbri, alls rúmlega 100 m2, auk þess gömul hlaða sem í dag er nýtt sem geymsla. Íbúðarhúsið hefur verið klætt að utan. Gler, pípulögn og rafmagn hefur verið töluvert endurnýjað. Húsið er kynnt með rafmagni. Staðsetning er mjög góð samgöngulega. Húsakostur er í dag nýttur fyrir ferðaþjónustu. Lyngás Borgarbyggð. Lyngás sem er smábýli byggt út úr jörðinni Arnarstapa í Borgar- byggð á 27.529 m2 eignarlandi sem er að mestu gróið með fjöl- breyttum gróðri. Íbúðarhúsið sem er timburhús er á einni hæð alls 158,3 m2 þar af bílskúr 65,5 m2, byggingarár 2003. Verönd á tvo vegu við húsið. Rafmagnskynding (gólfhiti) og kalt vatn frá samveitu. Þriggja fasa rafmagn. Áhugaverð eign sem m.a. gæti hentað fyrir ferðaþjónustu. Akstursfjarlægð frá Borgarnesi tæpar 15 mínútur. Skipti koma til greina á minni eign í Borgarnesi eða Akranesi. Mögulega hægt að kaupa af nágranna bændum samliggjandi viðbótarland ef það hentar. Veitingahús í Selvogi, Ölfusi. Veitingahúsið T-Bær stendur á eignarlóð úr landi Torfbæjar. Veit- ingahús með m.a. útiaðstöðu fyrir húsbíla. Allir sem fara í Stranda- kirkju keyra fram hjá T-Bæ. Góður húsakostur með mjög áhugaverða staðsetningu. Auðbrekka I, Hörgársveit. Á jörðinni er ekki annar húsakostur en hlaða byggð 1960 stærð um 211 m2. Land jarðarinnar er ofan þjóðvegar u.þ.b. 25 ha og auk þess umtalsvert fjalllendi. Jörðin er í 16 km fjarlægð frá Akureyri. Nánari upplýsingar á skrifstofu Fasteignamiðstöðvarinnar sími 550 3000 Sjá einnig: fasteignamidstodin.is / fasteignir.is /mbl.is/fasteignir/ fasteignamidstodin@fasteignamidstodin.is Magnús Leopoldsson lögg. fasteignasali, 892 6000, magnus@fasteignamidstodin.is María Magnúsdóttir hdl og lögg. fasteignasali gsm. 899 5600 maria@fasteignamidstodin.is Sjöfn Ólafsdóttir lögg. fasteignasali sími 550 3000 sjofn@fasteignamidstodin.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.