Morgunblaðið - 30.06.2017, Page 50

Morgunblaðið - 30.06.2017, Page 50
50 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 2017 Skúli Halldórsson sh@mbl.is Þegar bera á saman mismunandi fiskveiðistjórnunarkerfi ýmissa landa þarf fyrst og fremst að líta til þeirra markmiða sem þeim er ætlað að ná. Þetta segir Óli Samró, fær- eyskur viðskiptafræðingur og sjálf- stæður ráðgjafi í sjávarútvegs- málum. Fyrr á þessu ári gaf hann út bókina Fiskveiðar - fjölbreyttar áskoranir, þar sem rýnt er í það hvernig hin mörgu ríki heimsins stjórna fiskveiðum sínum. „Í Færeyjum segja lögin að fisk- urinn sé „… ogn Föroya fólks“, í Noregi segja þau „… ligg til fæl- lesskapet i Norge“ og á Íslandi „… standi undir lífsafkomu og hag- sæld þjóðarinnar“,“ segir Samró í samtali við Morgunblaðið. „Fiskveiðistjórnunin er löguð að aðstæðum í hverju landi. Engin stjórnun er eins, og engin er rétt eða röng, því allt fer þetta eftir því hvaða markmið stjórnir landanna setja. Það er ekki það sem ég bjóst við að leiða í ljós þegar ég hóf rannsókn- arvinnuna fyrir bókina. En þetta er niðurstaðan.“ Skýrt markmið kerfisins „Þegar litið er til markmiðsins hér á Íslandi verður að telja að það hafi náðst með því kerfi sem nú er við lýði,“ bætir hann við en bendir þó á að skiptar skoðanir hafi verið um þetta á meðal þess fólks á lands- byggðinni sem sótti kynningarfundi hans um bókina á síðustu vikum. „Mörg þorp urðu vissulega fyrir miklum skakkaföllum og fjöldi starfa hefur tapast. En markmið kerfisins er þó skýrt, það hefur efna- hagslegan tilgang. Það er annað en í Færeyjum þar sem mörg mismun- andi markmið virðast ráða för,“ seg- ir Samró. Erfitt að bera saman kerfin „Við viljum í fyrsta lagi að vísindin ráði för, í öðru lagi að hagnaðurinn sé sem mestur, í þriðja lagi að nóg sé af atvinnu á öllum eyjunum og í fjórða lagi að skipin séu af mismun- andi stærð og frá mismunandi út- gerðum. Þetta veldur því að ekkert markmiðanna verður í raun upp- fyllt.“ Spurður út í samanburð á íslenska kerfinu í alþjóðlegu samhengi segir hann að það geti reynst erfitt. „Líta þarf til mikilvægis grein- arinnar í hverju landi fyrir sig. Af þeim löndum sem ég tók til umfjöll- unar í bókinni er það aðeins á Ís- landi, í Færeyjum og á Falklands- eyjum sem sjávarútvegurinn skiptir svo miklu máli. Þess vegna fá Ís- lendingar besta samanburðinn með því að horfa til þeirra.“ Fara ekki eftir ráðleggingum Hafrannsóknastofnun Færeyja, Havstovan, lagði fyrr í júní til veru- lega fækkun veiðidaga á næsta fisk- veiðiári, eða að aðeins yrðu leyfð 50% af þeim veiðidögum sem nýttir verða á yfirstandandi fiskveiðiári. Segir í ráðgjöf stofnunarinnar að bæði þorsk- og ýsustofninn standi illa. Nýliðun í stofnunum hafi brugð- ist mörg ár í röð þó nú kunni að vera að rofa til, sérstaklega hvað ýsuna varðar. Samró segir ráðgjöfina byggða á mælingum Alþjóðahafrannsókna- ráðsins og að í henni sé lagt til að viðkomandi fiskistofnum verði gefin nokkur hvíld svo þeir geti náð sér á strik. Þá tekur hann fram að stofn- arnir séu mun veikari úti fyrir ströndum Færeyja en í kringum Ís- land. Sterkir hafstraumar hér valdi því meðal annars. „En þó er ekki hefð fyrir því að stjórnvöld í Færeyjum fari að ráð- leggingum Havstovunnar,“ segir hann. „Þau fylgja þeim í raun næst- um aldrei, verð ég að segja, ólíkt því sem tíðkast á Íslandi og í Noregi.“ Í Færeyjum sé enda deilt um hvort gögn ráðsins geti átt við þegar hið svokallaða fiskidagakerfi er ann- ars vegar, sem þar hefur verið við lýði síðan árið 1996. Góð hugmynd fræðilega séð Tali okkar víkur þá að uppboðs- leiðinni svokölluðu sem prófuð var fyrst í Færeyjum á aflaheimildum árið 2011 og svo aftur á síðasta ári. Hafa einhverjir haft á orði að Íslend- ingar ættu að prófa að fara sömu leið. Samró segir hana hins vegar líta vel út á pappír, en öðru máli gegni um raunveruleikann. „Uppboðsleiðin er góð sem hug- mynd á fræðilegu stigi, þar sem hún er gjarnan sögð gefa rétt verð fyrir aflaheimildina, allir hafi möguleika á að bjóða í veiðina og að sá besti muni fara með sigur af hólmi,“ segir Samró. Svara þarf spurningum „En þegar á reynir þá snýst þetta allt um skilyrðin og þær takmark- anir sem setja þarf svo uppboðið virki sem skyldi. Hvaða skilyrði á að setja um erlenda fjármögnun? Hvað með framsal heimildanna? Hvað með dótturfyrirtæki félaga sem eru að hluta í erlendri eigu?“ spyr hann og nefnir þannig dæmi um þær spurningar sem landar hans hafa þurft að standa frammi fyrir. Hann heldur svo áfram: „Hvað með borgunina fyrir afla- heimildirnar? Á hún að eiga sér stað strax við uppboðið, þegar fisknum er náð, þegar hann hefur verið seldur, eða þá þegar útgerðin hefur tekið við greiðslu kaupanda? Ef fyrsti möguleikinn er valinn, munu bankar þá fjármagna greiðsl- una þangað til útgerðin selur fisk- inn? Eða munu stjórnvöld brúa bil- ið?“ spyr hann enn fremur. Þó hefur ekki öllum spurningum verið varpað fram. „Geta allir boðið í aflaheimildirnar eða aðeins þeir sem eiga skráð fiski- skip? Hver mun svo eiga hæsta boð- ið? Verður það sá sem er hæfastur eða verður það vitlausasti aðilinn, eða jafnvel sá sem er reiðubúinn að taka mestu áhættuna?“ segir Samró að lokum. Prófuð í Lettlandi og Rússlandi „Uppboðsleið þýðir því í sjálfu sér ekki neitt ein og sér. Allt hverfist þetta um skilyrðin sem sett eru og þær takmarkanir sem aðilar þurfa að sæta.“ Ekki hefur leiðin notið vinsælda víða. Þannig veit Samró aðeins til þess að notast sé við hana í Bresku Kólumbíu í Kanada. Þá var hún prófuð í Eistlandi og Rússlandi, en fljótt var bundinn endir á þær til- raunir. Uppboðsleiðin vekur ótal spurningar  Markmiði fiskveiðistjórnunarkerfisins á Íslandi hefur verið náð, segir færeyskur ráðgjafi í sjávarútvegsmálum  Lagt er til að veiðidögum í Færeyjum verði fækkað verulega  Uppboðsleiðin lítur betur út á blaði en í reynd Morgunblaðið/Sigurður Bogi Siglt inn í Þórshöfn Óvíða, ef nokkurs staðar, er sjávarútvegur jafn mikilvægur fyrir efnahag þjóðar og í Færeyjum, rétt eins og á Íslandi. Samanburður við önnur lönd getur því reynst erfiður. Höfundurinn Óli Samró með bók sína í hönd, en hún hefur verið gefin út á íslensku í þýðingu Hjartar Gíslasonar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.